Dagur - 02.09.1988, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - 2. september 1988
Nýr opnunartími
Eftir 1. sept. verður versiun
HAGKAUPS opin sem hér segir:
Akureyri
Mánud. -miðvikud. 900-1800
Fimmtud.-föstud. 900-1900
Laugard. 1000-1600
HAGKAUP
Akureyri
HAPPDRÆTTI
Bílaklúbbs Akureyrar
1. vinningur: Toyota GTI
árgerð 1989 með öllu.
Heildarverðmæti kr. 998.300,00.
2.-6. vinningur: Audioline
sterio bíltæki með hátölurum og ísetningu.
Heildarverðmæti kr. 19.360,00.
Upplag miða er aðeins 3000 stk.
og kostar hver miði kr. 1.000,00.
Vinningar verða dregnir út 1. október 1988.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar hjá
Bílaklúbbi Akureyrar, Frostagötu 6 b
eða í síma 96-26450.
IíCióðbyCqian
FM 101,8
Happdrættismiðar eru seldir við Hagkaup,
Hrísalund og í göngugötunni.
Útför eiginmanns míns og fööur okkar,
SIGURBJÖRNS V. ÞORSTEINSSONAR,
húsasmiðs,
Skarðshlíð 25a, Akureyri,
fer fram frá Glerárkirkju þriöjudaginn 6. sept. kl. 13.30.
Margrét Sigurðardóttir
og börn.
Fæddur 21. desember 1897 - Dáinn 27. ágúst 1988
Gamall maður er til moldar geng-
inn eftir dáðríkt og fjölbreytilegt
starf í þágu samborgara sinna á
Akureyri og í Eyjafirði, rúmlega
níræður að aldri. Fer útför hans
fram í dag, föstudag, frá Akur-
eyrarkirkju.
Kristján var fæddur í Grjótár-
gerði í Fnjóskadal, sonur hjón-
anna Lovísu Sigurbjargar Guð-
mundsdóttur frá Breiðabóli á
Svalbarðsströnd og Rögnvaldar
Sigurðssonar Péturssonar frá
Grjótnesi á Sléttu. Þegar Krist-
ján var barn að aldri fluttu for-
eldrar hans að Fífilgerði í Kaup-
angssveit og þar ólst hann upp í
hópi sex systkina, er upp komust.
Ungur að árum hóf Kristján
múraranám hjá Sveinbirni Jóns-
syni, þeim mikla athafnamanni
og vann hjá honum m.a. við
byggingu verslunarhúss KEA við
Kaupangsstræti í kringum 1930.
Ekki varð þó múraraiðn hans
ævistarf, heldur hneigðist hugur
hans með aldrinum að garð- og
blómarækt og þegar bróðir hans
Jón Rögnvaldsson hóf brautryðj-
endastarf sitt í skógrækt og öðr-
um ræktunarmálum gerðist
Kristján samverkamaður hans í
öllum þeim málum, sem Jón tók
sér fyrir hendur, fyrst á bújörð
hans í Fífilgerði, en síðar við
blómabúina Flóru á Akureyri er
þeir bræður áttu sameiginlega, en
þar var Kristján verslunarstjóri í
mörg ár uns hún var lögð niður.
Mest varð þó samstarf þeirra við
Lystigarðinn á Akureyri, þegar
Jón tók við honum 1954 og starf-
aði Kristján með bróður sínum
þar óslitið til 1970.
Hið merkasta í starfi þeirra
bræðra, fyrir utan trjárækt, mun
hafa verið söfnun íslenskra jurta
og blómategunda, en Jón byrjaði
að efna til slíks grasgarðs
íslensku flórunnar snemma á sín-
um búskaparárum og kom upp
góðu safni þar, sem hann svo
flutti með sér í Lystigarðinn á
Akureyri er hann tók við honum
og sem nú er varðveitt þar, að því
er ég best veit, sem fyrsti gras-
garður hér á landi yfir íslenskar
jurtir. Við allt það starf var
Kristján honum ómetanleg stoð
og stytta, svo mikill blómarækt-
armaður sem hann var og um
árabil fór hann um fjöll og firn-
indi á sumrin og safnaði jurtum,
en á veturna vann hann að merk-
ingu þeirra og greiningu. Hann
fór einnig til Grænlands til að
safna þar heimskautaplöntum.
Munu þær plöntur, er hann safn-
aði þar, vera enn að finna í Lysti-
garðinum. Ekki eru nema fá ár
síðan hann fór í síðustu ferð sína
í leit að íslenskum jurtum. Fór
hann þá suður í Öræfi og hélt
vestur eftir Suðurlandi og stans-
aði ekki fyrr en undir Eyjafjöll-
um. Fékk hann þá dágóða viðbót
við safn þeirra bræðra. Þannig
hefur Kristján, þótt óskólageng-
inn sé, lagt sitt af mörkum til efl-
ingar íslenskum náttúrufræðum.
Þetta starf hans leiddi til þess, að
hann fór að starfa fyrir Náttúru-
gripasafnið á Akureyri. Var hann
safnvörður þess í mörg sumur og
vann margt fleira fyrir safnið og
er mér kunnugt um að forráða-
menn þess höfðu miklar mætur á
Kristjáni fyrir trúmennsku hans
og samviskusemi í öllum störfum
fyrir safnið.
En það voru fleiri söfn en Nátt-
úrugripasafnið, sem nutu góðs af
verkum Kristjáns. Hann var um
fjölda ára safnvörður Matthíasar-
safns á Sigurhæðum, leit bæði
eftir húsi og lóð af stakri alúð og
umhyggju. Og þegar Davíðshús
var gert að safni tók Kristján það
einnig að sér og gerðist safnvörð-
ur þess, en þeir voru miklir vinir
og margar ánægjustundir átti ég
með þeim heima hjá Kristjáni,
því til hans kom Davíð oft.
Davíðshúsi fylgdi stór garður og
það var sjálfgert að Kristján sæi
einnig um hann og af ekki minni
kostgæfni en safninu innanhúss.
Og kannske var það hans ánægju-
legasta verk að sjá vel um
Davíðshús og garð á meðan hann
gat. Nú er nokkuð um liðið frá
því Kristján hætti allri safn-
vörslu.
En það var fleira, sem Krist-
jáni var til lista lagt, en getið er
hér að framan. Hann var mjög
músíkalskur maður og þráði
mjög á yngri árum að fara í
söngnám, því hann hafði ágæta
söngrödd, en aðstæður fyrir slíkt
nám voru ekki fyrir hendi hér í
þá daga. Aftur á móti eignaðist
hann snemma orgel og varð ágæt-
is orgelleikari, mest af sjálfsdáð-
um, það svo, að hann var í ára-
tugi organisti í kirkjum hér í
Eyjafirði, m.a. í sóknarkirkju
sinni, Kaupangskirkju. Og lengi
fór hann með presti okkar þá, sr.
Pétri Sigurgeirssyni, núverandi
biskupi, út í Grímsey til að spila
þar og stjórna söng við guðsþjón-
ustur.
Kristján var mikill umhverf-
isverndarmaður. Hann bar mikla
umhyggju fyrir öllu lífi í náttúr-
unni, bæði stóru og smáu. Bar
garðurinn við hús þeirra bræðra
að Barðstúni 3, sem hann sá um,
þess vott að þar var vel hugsað
um blóm og trjálundi. Hann gift-
ist aldrei né átti afkomendur, en
hann átti alltaf góða íbúð og vel
búna listrænum munum hér á
Akureyri. Þar var alltaf gott að
koma því þar voru listir í háveg-
um hafðar, bæði tónlist og málara-
list, því Kristján átti það til að
bregða fyrir sig litum og pensli og
alltaf var hann reiðubúinn að
grípa í hljóðfærið. Áttum við
félagar hans þar margar glaðar og
góðar stundir. Kveð ég svo
Kristján vin minn og þakka hon-
um hin gömlu og góðu kynni. Þar
var alltaf heilsteyptur og heiðar-
legur maður á ferð.
Jónas Thordarson.
Birting afinælis- og
minningargreina
Dagur tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjalds-
laust. Tekið er við greinunum á ritstjórn blaðsins að Strandgötu 31,
Akureyri svo og á skrifstofum blaðsins á Blönduósi, Húsavík,
Reykjavík og Sauðárkróki.
Áthygli skal vakin á því að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í fimmtudagsblaði, að
berast síðdegis á þriðjudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
Þá eru minningargreinar ekki birtar í laugardagsblaði.
Meginreglan er sú að minningargreinar birtist undir fullu nafni
höfundar.
Heimshlaupið ’88:
Ein mesta íjársöfnun
sem farið hefur fram
Rauði kross íslands mun
standa fyrir svokölluðu
Heimshlaupi ’88 þann 11. sept-
ember næstkomandi. Hlaup
þetta er liður í einni mestu
fjársöfnun sem fram hefur far-
ið þ.e. Sport aid ’88 og er til-
gangurinn að vekja athygli á
slæmri stöðu barna víða í
heiminum.
Gert er ráð fyrir að á milli 20 og
30 milljónir manna um allan heim
taki þátt í hlaupinu. Á íslandi er
markmiðið að a.m.k. 15.000
manns taki þátt og vonast er til
að bæði börn og fullorðnir leggi
málinu lið. Tekjuöflunin hér á
landi fer fyrst og fremst fram með
sölu þátttökunúmera sem fengin
verða hjá Sport aid samtökunum
í London.
Samkvæmt reglum samtak-
anna sem standa fyrir hlaupinu er
gert ráð fyrir að 80% söfnunar-
fjárins renni til aðstoðar börnum
utaniands og þá sérstaklega í
þróunarlöndunum. Þau 20%
sem eftir eru renna síðan til
innanlandsverkefna og á íslandi
verða þeir fjármunir notaðir til
fíkniefnavarna á vettvangi barna
og unglinga.
Hlaupið sem hefst kl. 15.00 að
heimstíma (G.M.T.) verður ræst
við byggingu Sameinuðu þjóð-
anna í New York að viðstöddum
tveimur börnum frá hverju þátt-
tökulandi. Gert er ráð fyrir að 14
ára stelpa og strákur sem talist
geta verðugir fulltrúar íslenskrar
æsku fari fyrir íslands hönd. KR