Dagur - 02.09.1988, Blaðsíða 16
DACKTR
Akureyri, föstudagur 2. september 1988
Haldið veisluna eða fundinn
í elsta húsi bæjarins
Afmælisveislu ★ Giftingarveislu ★
★ Erfidrykkju ★ Kaffisamsæti ★
Fundi og hvers konar móttökur.
Allar nánari upplýsingar gefa Hallgrímur eða Stefán í síma 21818.
Akureyri:
Ekið á átta ára
dreng á reiðhjóli
Skömmu fyrir ki. 16 í gær, var
ekið á átta ára dreng á reið-
hjóli á gangbraut við Hörgár-
braut, rétt norðan við Glerár-
brú. Drengurinn var fluttur
með sjúkrabifreið á Slysadeild
Fjórðungssjúkrahússins en
meiðsli hans voru ekki telj-
andi.
Bifreið á hægri akgrein stopp-
aði við gangbrautina til þess að
hleypa tveimur drengjum á hjól-
um yfir en bíll sem kom aðvíf-
andi á vinstri akrein ók á annan
þeirra.
Þá ók bifreið á brunahana við
Hlíðarbraut í gær og auk þess
urðu tveir minniháttar árekstrar
til viðbótar að sögn lögreglunnar
á Akureyri en eignatjón var lítið.
-KK
Verkmenntoskólinn settur
Verkmenntaskólinn á Akureyri var settur við hátíðlega
athöfn í Akureyrarkirkju í gær. Fjölmenni var við setning-
una og nemendur greinilega hressir og endurnærðir eftir
leik og starf sumarsins. A innfelldu myndinni er Baldvin
Bjarnason skólameistari VMA í ræðustól. Mynd: tlv
Steinullarverksmiðj an:
80% söluaukning erlendis
- einnig mikil sala á innanlandsmarkaðinum
Skipuð hefur verið nefnd á
vegum Landssambands kart-
öflubænda, Stéttarsambands
bænda og landbúnaðarráðu-
neytisins til þess að vinna að
heildarendurskipulagningu
Hagsýslustjóri
Akureyrarbæjar:
Engin umsókn
kominenn
- umsóknarfrestur
rann út í byrjun ágúst
Ennþá hefur enginn sótt um
stöðu hagsýslustjóra hjá Akur-
eyrarbæ. Umsóknarfrestur
rann út í byrjun ágúst en
núverandi hagsýslustjóri, Úlf-
ar Hauksson hættir 1. nóvem-
ber nk.
Karl Jörundsson starfsmanna-
stjóri Akureyrarbæjar sagði
bæjarstjóra vera að vinna í að fá
hæfan mann til þess að sækja um
stöðuna. „Það vonandi skilar
árangri því eins og er er ekkert
sem liggur fyrir,“ sagði Karl.
„Það er mjög slæmt og baga-
legt að enginn skuli hafa sótt
um stöðuna. Þegar við fyrst aug-
lýstum hana lausa og fundum að
einhver tregða var ákváðum við
að auglýsa aftur en allt kom fyrir
ekki,“ sagði hann.
Karl sagðist þrátt fyrir allt ekki
hafa trú á öðru en að málið leyst-
ist einhvern veginn. KR
Mikil minkaveiði hefur verið í
Þingeyjarsýslum í sumar og er
orsökin talin vera mikil frjó-
semi dýranna og hve vel þeim
tókst að koma hvolpum á legg
í vor vegna góðrar tíðar.
Feðgarnir Vilhjálmur Jónasson
og Baldur Vilhjálmsson á Sílalæk
í Aðaldal hafa veitt 336 minka í
kartöfluræktunar á landinu.
Nefndin hefur ekki komið
saman enn en áætlað er að það
verði á næstu dögum.
Ólafur G. Vagnsson ráðunaut-
ur Búnaðarsambands Eyjafjarð-
ar er formaður nefndarinnar
skipaður af landbúnaðarráðu-
neytinu. Hann sagði verkefni
nefndarinnar vera að semja drög
að reglugerð um stjórn og skipu-
lag kartöfluræktarinnar. „Þetta
er framhald af ákvæði í búvöru-
lögunum svokölluðu um að ef
samstaða er meðal framleiðenda
í grein búvöruframleiðslu þá er
hægt að óska eftir því við land-
búnaðarráðuneytið að það setji
ákveðna reglugerð um stjórnun á
framleiðslu í greininni,“ sagði
hann.
Ólafur taldi mjög nauðsynlegt
að skipulagning kæmist á þessi
mál því allt væri að fara í kalda
kol. „Afkoma kartöflubænda
hefur verið afleit og dreifingar-
fyrirtækin sem bændur hafa verið
með standa mjög höllum fæti. í
heild er kerfið mjög illa statt
vegna skipulagsleysis og ekki hef-
ur verið um neina samstöðu að
ræða hjá bændum því mikið hef-
ur verið um undirboð og slíkt.
Menn hafa farið illa með sig á
þessu og gæti því reynst erfitt að
ná þeim saman um ákveðnar til-
lögur og leiðir,“ sagði Ólafur.
Vonast er til að hægt verði að
leggja drögin fram fyrir vorið
þannig að þau gætu tekið gildi, ef
mönnum sýnist svo, áður en sett
verður niður næsta vor. KR
sumar og er það með mesta móti
sem þeir hafa veitt á einu sumri.
Þeir hafa stundað minkaveiðar
fyrir mörg sveitarfélög í sumar,
flest í Suður-Þingeyjarsýslu en
einnig sveitarfélög í Norðursýsl-
unni og Eyjafjarðarsýslu. Er
Dagur innti Vilhjálm eftir frétt-
um af veiðunum sagði hann að
stöðugt væri að aukast að sveitar-
„Þaö er mikil og góð sala á
innanlandsmarkaðinum núna
og síðasti mánuður hjá okkur
var metmánuður,“ sagði Þórð-
ur Hilmarsson framkvæmda-
stjóri Steinullarverksmiðjunn-
ar þegar blaðið hafði samband
við hann. Fyrstu sex mánuði
þessa árs jókst sala á innan-
landsmarkaði um 15% á milli
ára og um 80% á erlendum
markaði.
„Það má segja að þetta sé allt á
réttu róli. Ef ríkisstjórnin fer
niðurfærsluleiðina þá verðum við
heldur hressari, því hún kemur
eins vel við okkur og gengisfell-
ing kæmi illa. Það er erfitt fyrir
fyrirtæki eins og Steinullarverk-
smiðjuna, sem er með mikið af
erlendum lánum, að búa við
miklar gengissveiflur. Stöðug-
leiki í efnahagslífinu almennt, er
félög hefðu samvinnu um eyð-
ingu á mink. Slíkt fyrirkomulag
virtist gefa besta raun, bæði fyrir
sveitarfélögin og veiðimennina.
Betri árangur yrði af veiðunum
með þessu fyrirkomulagi og
veiðimennirnir gætu frekar
stundað veiðarnar sem atvinnu
og komið sér upp vel þjálfuðum
hundum. IM
og verður lykilatriði fyrir okkur,“
sagði Þórður.
Sem fyrr segir var 80% sölu-
aukning á útflutningi fyrstu sex
mánuði ársins og stafar það af
aukinni sölu á Færeyjamarkaði
og lausullarsölu til Finnlands,
sem hófst sl. vor. Þá fór fyrsta
sending á Bretlandsmarkað í júní
sl., alls 65 tonn og að sögn Þórðar
er beðið eftir því hvernig sá
markaður mun koma út og
þróast. Einnig hefur verið flutt
steinull til Hollands og til Græn-
lands í gegnum íslenska verk-
taka.
„Það er heilmikið á döfinni hjá
okkur í sambandi við innanlands-
markaðinn. Við erum að gefa út
á næstunni mjög viðamikinn
bækling um hljóðeinangrun.
Hann er það viðamikill að það
eru horfur á að hann verði notað-
ur til kennslu í skólum, hugsan-
lega allt upp á háskólastig. Við
vinnum þetta í samvinnu við
Rannsóknastofnun byggingariðn-
aðarins og erum með þessu að
vekja athygli á einstökum hljóð-
einangrunareiginleikum steinull-
arinnar. Þessi bæklingur kemur
líklega út í næsta mánuði og er
það helsta hjá okkur í útgáfumál-
um,“ sagði Þórður.
Þá benti Þórður á að verk-
smiðjan er búin að hanna tvær
nýjar afurðir, múrplötur til að
nota undir múr innanhúss og síð-
an grunnplötur til að nota undir
steyptar plötur í grunnum. „Þetta
eru þær vörunýjungar sem við
erum að fara af stað með núna og
þær lofa góðu,“ sagði Þórður að
lokum.
Sem kunnugt er hættir Þórður
Hilmarsson sem framkvæmda-
stjóri Steinullarverksmiðjunnar
nú um mánaðamótin og við af
honum tekur Einar Einarsson
sem verið hefur framleiðslustjóri
verksmiðjunnar frá upphafi.
Þórður tekur við forstjórastöðu
hjá Glóbusi hf. í Reykjavík.
-bjb
Foxtrot í
Borgarbíói
Byrjað var að sýna íslensku
spennumyndina Foxtrot í
Borgarbíói á Akureyri í gær-
kvöld. Myndin var frumsýnd í
Reykjavík fyrir um viku og
hefur aðsókn þar verið með
besta móti.
Myndin fjallar um ferð tveggja
hálfbræðra frá Reykjavík út á
land og á leiðinni koma fyrir
atburðir sem enginn reiknaði
með.
Frostfilm framleiðir myndina í
samvinnu við tvö norsk fyrirtæki
Filmeffect og Vikingfilm. Hand-
ritshöfundur er Sveinbjörn I.
Baldvinsson, leikstjóri Jón
Tryggvason og stjórnandi kvik-
myndaupptöku Karl Óskarsson.
Framkvæmdastjórn er í höndum
Hlyns Óskarssonar og leik-
myndina gerði Geir Óttar. KR
Þingeyjarsýslur:
Yfír 300 minkar felldir
Nefnd um skipulag í kartöflurækt:
„Aíkoma kartöflubænda
heftiryerið afleit“
- segir Ólafur G. Vagnsson
formaður nefndarinnar