Dagur - 07.09.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 07.09.1988, Blaðsíða 1
Nýr hagsýslu- stjóri Bæjarráð Akureyrarbæjar hef- ur ráðið nýjan hagsýslustjóra, Dan Jens Brynjarsson. Aðeins ein umsókn barst um starf hagsýslustjóra og var hún frá Dan Jens. Hann er viðskipta- fræðingur að mennt og mun væntanlega hefja störf þann 1. október nk. VG Stokkfiskur: Kröfur upp á120 xnilljómr Alls hefur verið lýst kröfum að upphæð um 120 milljónir króna í skiptabú Stokkfisks á Laugum. Asmundur S. Jó- hannsson bústjóri skiptabúsins sagðist ekki vita hvort fleiri kröfur væru væntanlegar, en hann var að kanna hve miklar eignir fyrirtækið ætti á móti. Byggðastofnun festi kaup á þrotabúi Stokkfisks en Fiskiðju- samlag Húsavíkur hefur séð um rekstur fyrirtækisins frá því það var lýst gjaldþrota. Sem kunnugt er hefur Stokkfiskur framleitt þurrkaða þorskhausa til útflutn- ings. Nýlega var stofnað nýtt hluta- félag um reksturinn, Laugafiskur hf., og er meiningin að halda starfseminni áfram með auknu hlutafé. Tryggvi Finnsson, fram- kvæmdastjóri Fiskiðjusamlags- ins, er einnig framkvæmdastjóri nýja hlutafélagsins. SS Grunur leikur á að miklar steypuskemmdir geti verið í brúnni yflr Krossastaðaá. Mynd: TLV Grunur um steypuskemmdir í nýrri brú í Hörgárdal - borkjarnar úr brú yfir Krossastaðaá sendir til Reykjavíkur til rannsóknar Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins í Keldnaholti hefur nú til athugunar borkjarna úr brú sem steypt var í sumar yfir Krossastaðaá í Hörgárdal. Sýnishorn voru tekin úr brúnni Bæjarstjórn Akureyrar: Deilt um umboðslaun til forstöðumanns Skíðastaða Til allsnarpra skoðanaskipta kom í gær í bæjarstjórn Akur- eyrar milli bæjarfulltrúanna Sigríðar Stefánsdóttur og Gísla Braga Hjartarsonar vegna kaupa á snjótroðara til Skíðastaða, en í bókun bæjar- ráðs frá 1. september er lagt til að íþróttaráði verði heimilað að festa kaup á snjótroðara fyrir 6,6 milljónir króna. Sigríður benti á að hún efaði ekki þörfina fyrir snjótroðara í Hlíðarfjall en slæmt væri að þurfa að taka ákvörðun um svo stóra upphæð skömmu áður en vinna við fjárhagsáætlun hefst, einkum þegar ýmsar blikur eru á lofti um erfiðan fjárhag sveitar- félagsins. Verkefnin væru mörg og gæti hún talið upp tugi mála sem hún vildi geta ráðstafað þessu fé til fyrir bæinn. Sigríður sagði ennfremur: „Ég á mjög erfitt með að standa að þessum lið nema ég fái sönnun fyrir því að umboðslaun vegna snjótroðarans komi til lækkunar á verði hans. Þetta er kannski mál sem þykir ekki við hæfi að ræða í bæjarstjórn en ég tel ekki annað hægt. Það er óþolandi að Frá Skíðastöðum. við kaup á tækjum í Hlíðarfjall skuli koma í ljós að þegar búið er að leggja til kaup á tæki af ákveð- inni gerð komi í Ijós að umboðs- maður þess tækis er starfsmaður íþróttaráðs." Átti hún við ívar Sigmundsson, forstöðumann Skíðastaða. Gísli Bragi Hjartarson bað næstur um orðið. Bað hann við- stadda að taka vel eftir því að fulltrúi Alþýðubandalagsins væri á móti snjótroðarakaupunum. Sannleikurinn væri að ef ekki hefði verið ákveðið að kaupa troðara nú hefði ekki verið hægt að fá hann fyrir skíðavertíðina. Hvað umboðslaun varðaði af tækjum í Fjallið hefði forstöðu- maðurinn ekki tekið þau. „Ég veit að ívar hefur tekið umboðs- laun af tækjum sem Reykjavíkur- borg hefur keypt og ég sé engan mun á þessu og að maður sem sit- ur sem byggingafulltrúi teikni fyrir opinn markað." Snjótroð- arakaupin voru samþykkt með níu atkvæðum. Fulltrúar Alþýðu- bandalags sátu hjá. EHB á föstudag og er niðurstöðu að vænta innan skamms. Grunur leikur á að steypan í brúnni standist ekki þær kröfur sem gerðar eru til slíkra mann- virkja. Rögnvaldur Gunnarsson, tæknifræðingur hjá brúadeild Vegagerðar ríkisins í Reykjavík, sagði að í sumar hefðu verið steyptar upp tvær brýr í Hörgár- dal. Önnur brúin er yfir Fossá en hin yfir Krossastaðaá. Sýnishorn úr steypunni voru tekin eins og venjulegt er og styrkur þeirra kannaður. Kom þá í ljós að sýnis- horn úr brúnni yfir Krossastaðaá stóðust ekki fyllilega steinsteypu- staðla. Því þótti þörf á nákvæm- ari rannsóknum og voru bor- kjarnar úr brúnni sendir suður. Brúin sem hér um ræðir er lítil, ekki nema fimm metra löng. „Það er verið að rannsaka steypuna og ég get ekkert sagt fyrr en það er búið. Það kom í ljós að prufur úr annarri brúnni, brúnni yfir Krossastaðaá, bentu til efasemda um styrkinn í steyp- unni. Sýnishorn úr brúnni á Fossá stóðust allar kröfur." sagði Gunnar Rögnvaldsson. Tæknifræðingar Vegagerðar- innar vildu ekki segja til um af hvaða orsökum steypan væri ekki nægilega sterk í annarri brúnni. Steypusýnishorn eru brotin u.þ.b. mánuði eftir að þau eru tekin. Verktakinn, Konráð Vil- hjálmsson frá Brekkum í Skaga- firði, hefur að sögn Vegagerðar- innar fengið greitt fyrir þann hluta verksins sem þegar hefur verið lokið. Ýmislegt bendir til að endanlegum frágangi við brúna verði frestað þar til mál þetta liggur ljósar fyrir. EHB Morgunblaðið: Bæjarstjóri kvartar Sigfús Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri, sagði á bæjarstjórn- arfundi í gær að hann hefði orðið fyrir „mjög óheiðarlegri blaðamennsku frá hendi blaða- manns Morgunblaðsins á Akureyri“. Væri þetta því miður ekki í fyrsta sinn sem hann hefði orðið fyrir slíku. Bæjarstjóri lét dreifa ljósriti af Akureyrarsíðu Morgunblaðsins frá því í síðustu viku á fundinum. Sagði hann að hringt hefði verið til sín að kvöldlagi og sér tjáð að blaðamaður Morgunblaðsins á Akureyri hefði tekið viðtal við Björn Jósef Arnviðarson um það að sá síðarnefndi væri því fylgj- andi að Akureyrarbær seldi eign- arhlut sinn í Landsvirkjun. Beðið hefði verið um athugasemd bæjarstjóra. Bæjarstjóri sagðist hafa heimil- að að eftir sér væri höfð ákveðin stutt setning en síðan hefði verið blandað inn í greinina óskyldum málum og sér gerðar upp skoðan- ir. Svokallað viðtal við Björn Jósef hefði síðan verið minnsti hluti greinarinnar sem birtist. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.