Dagur - 07.09.1988, Qupperneq 2
2 - DAGUR - 7. september 1988
Menntaskólinn
á Akureyri:
Rætt við
bæjarráð
um ný-
framkvæmdir
Jóhann Sigurjónsson, skóla-
mcistari Menntaskólans á
Akureyri, hefur staðið í við-
ræðum við bæjarráð vegna
nýrra laga um framhaldsskóla í
kjölfar breytinga á verkaskipt-
ingu ríkis og sveitarfélaga.
Ríkið sér um rekstur skólanna
en sveitarfélög eiga að greiða
40% á móti ríkinu við stofn-
kostnað framhaldsskóla.
Björn Jónasson staðarstjóri Krafttaks hf. fylgist með hreinsun á svæðinu við gangaopið, þar sem skriðan féll og setti eina gröfu nánast á kaf í drullu. Verið
var að hreinsa frá henni.
Viima við göngin
tefst um hálían mánuð“
- segir Björn Jónasson staðarstjóri Krafttaks hf. við Múlagöngin
Verktakinn við Ólalsfjarðar-
göngin, Krafttak hf., varð fyrir
miklu tjóni þegar stór skriða
féll á það svæði sem búið var
að gera við gangamunnann
Ólafsfjarðarmegin. Stór grafa,
52ja tonna, varð undir skrið-
unni og fór nánast í kal'. Er tal-
ið að um 20 þúsund rúmmetrar
af aur og drullu hafi verið í
skriðunni, þannig að hún hefur
ekki verið nein smásmíði.
Byrjað var að hreinsa svæðið í
síðustu viku og mun skriðan
tefja verkið um hálfan mánuð.
Krafttak hf. er sameignarfyrir-
tæki Norðmanna og íslendinga
og sérhæfir sig í jarðgangagerð.
Það var stofnað árið 1984 í kring-
um göngin í Blönduvirkjun.
Framkvæmdir við göngin í gegn-
um Múiann hófust í byrjun ágúst
og byrjuðu á vegagerð og því að
koma upp aðstöðu. Fljótlega var
farið að sprengja í bergið við
munnann og þegar skriðan féll
var búið að sprengja fram urn 2
þúsund rúmmetra af grjóti.
Undirverktaki við göngin er Ell-
ert Skúlason hf. frá Njarðvík,
Húsavfk:
Klæðing á götur
Unnið hefur verið við gatna-
gerðarframkvæmdir við sex
götur á Húsavík í sumar.
Klæðing var sett yfir lélegt
olíumalarlag á þrem götum og
fyrra klæðingarlagið sett á
þrjár götur sem ekki hefur ver-
ið lagt bundið slitlag á áður,
síðara lagið verður sett á þess-
ar götur um næstu mánaða-
mót.
Sigurður Hafsteinsson, bæjar-
tæknifræðingur sagði í samtali
við Dag að ástæðan fyrir að klæð-
ing hefði verið valin á göturnar sé
hvað miklu ódýrari hún er en
malbik, kostnaður við klæðingu
sé innan við 30% af malbikunar-
kostnaði. Þetta er ekki í fyrsta
sinn sem kiæðing er notuð við
gatnagerð á Húsavík því fyrir
nokkrum árum var slitlag af
þeirri gerð lagt á Þverholt.
Það eru Laugarbrekka, Stóri-
garður og Miðgarður sem fengu
lag af klæðingu yfir lélegu
olíumölina sína í sumar. Skipt
var um jarðveg í Útgarði og
klæðing lögð á götuna og einnig á
Sólvelli og Iðavelli. í krikann við
Suðurgarðinn var sett á klæðing
til bráðabirgða en steypt verður
yfir hana síðar.
Á fjárhagsáætlun Húsavíkur-
bæjar eru jarðvegskipti og lagnir
við Brávelli og gangstéttagerð við
Garðarsbraut sem fyrirhugað er
að vinna í sumar.
IM
sem sér um alla vegagerð.
Gangagerðin er því eingöngu
verkefni Krafttaks. Staðarstjóri
Krafttaks hf. er Björn Jónasson
jarðfræðingur.
„Samkvæmt þeirri áætlun sem
var í gildi þegar skriðan féll, þá
ætluðum við að sprengja fyrstu
eiginlegu sprenginguna inn í fjall-
ið þann 12. september, en það er
alveg ljóst að það tefst um 10
daga til hálfan rnánuð," sagði
Björn.
Við enda ganganna í gegnum
Múlann verður byggður um 160
metra steinsteyptur vegskáli og
sagði Björn að þar með væri ekki
hætta á snjóflóðum eða aurskrið-
um við gangaopin. „Það er eins
og gengur þegar eitthvað kemur
upp á að menn fara að viðra ýmsa
möguleika. Menn hafa rætt um
ýmislegt, bæði fyrir og eftir
skriðuna, og spáð í spilin. Þeir
hafa verið hér á fundum með
okkur frá Vegagerðinni og við
erum komnir á fullt aftur og
höldum ótrauðir áfram. Tíminn
líður og það er að koma vetur
eins og fjöllin hafa gefið til
kynna,“ sagði Björn.
Krafttak hefur komið upp stór-
um vinnubúðum við enda bæjar-
ins, þar sem starfsmenn munu
dvelja. Þegar mest verður munu
um 45 manns vinna við göngin,
en að staðaldri verða það um 20-
25 manns. Unnið verður á vökt-
um við göngin, tvisvar sinnum tíu
tíma vaktir og fjögurra tíma
stopp um hánóttina. „Það þýðir
það að við verðum alltaf að vera
með eina frívakt, þannig að við
þurfum mikið lið til þess að
dekka þetta vinnufyrirkomulag.
Síðan erum við með ákveðinn
fjölda sem er alltaf á dagróli, s.s.
í þrifum, eldhússtörfum og verk-
stæðisvinnu,“ sagði Björn.
Göngin í gegnum Múlann
verða rúmir 3 kílómetrar að
lengd og verða lengstu göng á
landinu. Stefnt er að því að þau
verði tilbúin 1991 og þá verður án
efa stór stund hjá Olafsfirðing-
um. -bjb
„Ég var að leita eftir viljayfir-
lýsingu bæjarstjórnar um það að
ef til nýframkvæmda kæmi þá
myndi Akureyrarbær standa við
sitt. Hins vegar er ekki ljóst hvort
Akureyrarbær mun síðan leita
eftir samstarfi við önnur sveitar-
félög. Þetta eru engar stórupp-
hæðir, enda fær bærinn fullmót-
aða stofnun með litlum tilkostn-
aði og losnar auk þess við þann
þunga bagga sem Verkmennta-
skólinn hefur verið,“ sagði
Jóhann.
Aðspurður um upphæð sagði
Jóhann að þetta væru um 20
milljónir króna á næstu 6 árum
sem Menntaskólinn væri að fara
fram á vegna kennsluhúsnæðis.
Bygging heimavistar er hins veg-
ar einvörðungu á vegum ríkisins.
Skólinn hefur sótt um fjárveit-
ingu á næsta ári vegna hönnunar-
kostnaðar við kennsluhúsnæði.
í bókun bæjarráðs kemur fram
að ráðið telur eðlilegt að mennta-
málaráðuneytið eigi frumkvæðið
að viðræðum við bæjarstjórn um
framkvæmd framhaldsskólalag-
anna. Þá segir í bókuninni:
„Bæjarráði er ljós þörf skólans
fyrir aukið og bætt húsnæði og
stofnbúnað og telur nauðsynlegt,
að umbeðnar fjárveitingar til
hönnunar verði teknar inn á fjár-
lög næsta árs.“ SS
Herinn selur
blómamerki
Dagana 7. til 9. september mui
Hjálpræðisherinn selja blóma
merki á götum Akureyrar.
fréttatilkynningu frá Hjálp
ræðishernum kemur fram að héi
er um að ræða fjáröflunarherferc
til styrktar starfi Hjálpræðishers
ins, einkum þó barna- og ungl
ingastarfi hans. Merkið kostai
100 krónur.
Tæknigarður - samvinna Háskóla
íslands og einkafyrirtækja
Nú er að rísa á lóð Háskóla
íslands, á Melunum vestan
Suðurgötu, nýtt hús, svonefnd-
ur Tæknigarður. Þar verður
m.a. til leigu húsnæði fyrir
fyrirtæki og einstaklinga sem
vinna að rannsókna- og þróun-
arverkefnum á sviði upplýs-
inga- og tölvutækni pg ýmiss
konar tækniiðnaðar. I Tækni-
garði verður einnig Reikni-
stofnun Háskólans og hluti af
starfsemi Raunvísindastofnun-
ar Háskólans.
í nútímaþjóðfélagi er mikil-
vægt að búa vel að rannsókna- og
- í rannsókna- og þróunarstarfsemi
þróunarstarfsemi sem tryggir
uppbyggingu og framfarir
atvinnulífsins. Víða á Vestur-
löndum hafa opinberir aðilar,
ríki, bæjarfélög og æðri mennta-
stofnanir byggt sérstaka tækni-
garða, þar sem er skapað raun-
hæft og hvetjandi umhverfi fyrir
rannsóknir og þróunarstarf.
Tilgangur með rekstri Tækni-
garðs er að sameina á einum stað
þá vitneskju og aðstöðu sem
Háskólinn getur boðið einkafyr-
irtækjum upp á þannig að báðir
aðilar hagnist á því samstarfi.
í Tæknigarði verður margvís-
leg þjónusta við leigutaka, má
þar geta sameiginlegrar síma-
þjónustu, fundaaðstöðu og mat-
stofu. Þeir aðilar sem koma sér
upp rannsókna- og vinnuaðstöðu
í byggingunni geta tengst tölvum
og tölvuneti Háskóla fslands.
Ýmis önnur aðstaða skapar
grundvöll fyrir nánari tengsl og
samstarfi við kennara og vísinda-
menn í hinum ýmsu deildum
Háskólans.
Leigutakar í Tæknigarði greiða
markaðsleigu fyrir húsnæðið og
leigutekjur verða notaðar til
greiðslu fjármagnskostnaðar,
rekstrargjalda og stofnkostnaðar
að hluta. Háskóli íslands greiðir
þann hluta stofnkostnaðar, sem
tekjur Tæknigarðs hf. ná ekki
yfir og mun eignarhluti Háskól-
ans þannig aukast smátt og
smátt.
Tæknigarður hf. er reistur af
samnefndu hlutafélagi, en að því
standa Háskóli íslands, Reykja-
víkurborg, Þróunarfélag íslands
hf., Iðntæknistofnun íslands, Fé-
lag íslenskra iðnrekenda og
Tækniþróun hf. AP