Dagur - 07.09.1988, Page 16

Dagur - 07.09.1988, Page 16
TEKJUBRÉF• KJARABRÉF Akureyri, miðvikudagur 7. september 1988 Raufarhöfn: Engin umferðar- óhöpp í sumar Ekkert umferðaróhapp hefur orðið í umdæmi lögreglunnar á Raufarhöfn í sumar. Lög- gæslumenn eru að vonum kátir yfir árangrinum. Jón Eiður Jónsson lögreglu- maður á Raufarhöfn sagðist varla muna eftir að tilkynnt hefði verið um umferðaróhapp á öllu þessu ári. Sumarið var samt óvenju gott, ekkert óhapp hafi verið tilkynnt til Iögreglu. „Fólkið ekur Árgangur þorskseiða lélegur þriðja árið í röð Ýmsar blikur eru nú á lofti í sambandi við framtíðarhorfur fiskvciða hér við land. Niður- stöður úr leiðangri Hafrann- sóknastofnunar í síðasta mán- uði benda til þess að 1988 Akureyri: Skipulags- stjóri hættir Finnur Birgisson skipulags- stjóri Akureyrarbæjar hefur sagt upp störfum frá og með síðustu mánaðamótum. Upp- sögnin tekur gildi þann 1. des- ember. Staðan hefur þegar verið auglýst og er umsóknar- frestur til 20. september. Finnur hefur verið skipulags- stjóri á Akureyri í 9 ár, „og mér hefur bæði líkað vel og illa,“ sagði hann án þess þó að vilja tjá sig nánar um hvaða atriði hann væri ekki fyllilega ánægður með. „Pað segir sig sjálft að ef menn eru 100% ánægðir í starfi, þá hætta þeir ekki.“ Finnur sagði að er hann tók að sér skipulagsstjóra- starfið fyrir 9 árum hafi hann ekki litið svo á að um endanlegt starf væri að ræða. „Mér þótti tímabært að stíga skrefið nú,“ sagði Finnur. mþþ árgangur þorskseiða sé mjög Iélegur og er það þriðji árgangurinn í röð sem fær þann úrskurð. Ýsuárgangurinn 1988 er einnig frekar lélegur, þótt horfurnar séu ekki eins slæmar og með þorsk- stofninn. Hins vegar lítur mun betur út með loðnuseiðin og ef ekkert kemur upp á, má búast við góðri loðnuvertíð árin 1990- ’91. í>á fannst einnig mikið af karfaseiðum í leiðangri Hafrann- sóknastofnunar og er útlitið með þær veiðar nokkuð bjart. í fyrra voru veidd um 390.000 tonn af þorski og í ár er búist við að veidd verði 360.000 tonn. Næsta ár var reiknað með að veiða um 330.000 tonn af þorski en í ljósi þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir, gæti þurft að minnka veiðarnar enn frekar og fara jafnvel niður í 300.000 tonn. Á mánudaginn kemur heldur Útvegsmannafélag Norðurlands fund í Sjallanum á Akureyri, þar sem rætt verður um stöðu útgerð- arinnar og framtíðarhorfur. Á meðal ræðumanna á fundinum eru þeir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra og Kristján Ragnarsson formaður LIÚ. Staða útgerðarinnar hefur verið slæm að undanförnu og nýjustu tölur fiskifræðinga gefa ekki tilefni til þess að auka bjartsýni manna á framtíðina. -KK FJARMAL ÞIN - SÉRGREIN OKKAR TJARFESTINGARFELAGIÐ Ráðhústorgi 3, Akureyri skikkanlega hér um slóðir,“ sagði hann og til marks um það nefndi hann mælingar lögreglu um verslunarmannahelgina. Enginn bíll hefði mælst á yfir 85 kíló- metra hraða. Umdæmi lögreglu á Raufar- höfn er stórt, nær frá Auð- bjargarstaðabrekku í vestri, aust- ur að Ormarslónsá og allt suður til Grímsstaða á Fjöllum. Árang- urinn hlýtur því að teljast góður. mþþ , . Í • Þegar haustar að fara margir að huga að kartöfluuppskerunni. Á myndinni er SofTía Alfreðsdóttir, húsfrcyja á Sílastöðum í Eyjafirði, að taka upp í soðið. Mynd: TLV Lokið við smíði brúar yfir Hafralónsá - og lagningu 6,2 km bundins slitlags Lokið var við smíði nýrrar brúar yfir Hafralónsá í Þistil- firði um miðjan ágústmánuð, en brú þessi er allmikið mann- virki, 60 metra löng og tví- breið. Kostnaður við smíði brúarinnar var um 24 milljónir króna. Smíði brúarinnar hófst í fyrra og þá voru undirstöður hennar steyptar. Tíu manna vinnuflokk- ur vann að smíðinni undir yfir- umsjón brúadeildar Vegagerðar ríkisins í Reykjavík. Yfirsmiður við verkið var brúarsmiður úr Reykjavík. í tengslum við brúarsmíðina og í framhaldi af henni var lögð klæðing á veg frá Þórshöfn í átt að Hafralónsá og var lokið við það verk 23. ágúst. Lengd bundna slitlagsins er 6,2 kíló- metrar og var kostnaður við verkið, þ.e. við klæðingu og undirbyggingu vegarins, um 10 milljónir króna. Vinnuflokkur frá Vegagerð ríkisins á Akureyri sá um það verk. EHB Kartöflubændur í Eyjafirði undirbúa upptöku: Útlit fyrir rýrari upp- skeru miðað við fyrra ár - spámenn telja að íslenskar kartöflur endist ekki árið Kartöflubændur við Eyjafjörð eru þessa dagana að undirbúa upptöku, en margir hyggjast íiefja haustverkin nú um helg- ina. Leiðindavcður síðustu daga ágústmánaðar hefur sett verulegt strik í reikninginn hvað sprettuna varðar og hefur hún verið afar hæg nú síðustu vikur. Garðar eru blautir og því lítt árennilegir, en kartöflu- bændur láta það ekki á sig fá, bretta upp ermar og arka í garðinn. Sveinberg Laxdal formaður félags kartöflubænda í Eyjafirði KEA tekur sláturhús KNÞ á Kópaskeri á leigu - fái það lánafyrirgreiðslu. Hlutafjársöfnun gekk vel en engin lán fengust! Stofnfundi um hlutafélag vegna reksturs sláturhúss á Kópaskeri hefur verið frestað um óákveðinn tíma. í fyrra- kvöld var hins vegar haldinn fundur þar sem fulltrúar frá Kaupfélagi Norður-Þingeyinga og Kaupfélagi Eyfirðinga báru saman bækur sínar og varð að samkomulagi að síðarnefnda kaupfélagið tæki rekstur slát- urhússins á leigu nú í haust. Að undanförnu hafa heima- menn safnað hlutafjárloforðum og hefur það gengið vel, að sögn Eysteins Sigurðssonar kaupfé- lagsstjóra á Kópaskeri. Ætlunin var að safna um 30 milljónum króna og hefur bróðurparturinn þegar skilað sér, eða á milli 23 og 25 milljónir króna. „Við sáum fram á að ekki myndi takast að tryggja nægilega góða fjármögnun á afurðunum í tæka tíð,“ sagði Eysteinn og því var tekin ákvörðun um að leita til Kaupfélags Eyfirðinga um slátrun nú í haust. Eysteinn sagði að hlutafélagið hefði ekki fengið jákvæð svör varðandi lánafyrirgreiðslu. Bank- ar lána ekki fé til nýrra sláturleyf- ishafa og sagði Eysteinn að menn hefðu ekki treyst sér til að slátra fé í þeirra óvissu sem ríkti varð- andi greiðslur til bænda. Þau lán sem um er að ræða eru afurða- lán upp á um 70 milljónir króna og því til viðbótar staðgreiðslulán upp á um 20 milljónir. Þar sem lánafyrirgreiðsla brást og málið í eindaga var leitað til stjórnar KEA um leigu á slátur- húsinu. Kaupfélagið mun því taka húsið á leigu fái það þá lána- fyrirgreiðslu sem þarf, en svör þar að lútandi liggja ekki fyrir enn. Slátrun á Kópaskeri hefst næstkomandi þriðjudag og verð- ur slátrað tæplega 20.000 fjár. Um 75 manns verða við vinnu í sláturhúsinu í haust, en reiknað er með að siáturtíðin taki um þrjár vikur. mþþ sagði að eins og staðan væri stefndi allt í að uppskera yrði undir meðallagi á Eyjafjarðar- svæðinu. Margir hefðu látið mun minna niður í vor eða allt að 10- 15% miðað við fyrra ár og við það bættist að útlit væri fyrir rýr- ari uppskeru. Hann sagði því að útlit væri fyrir að íslenskar kart- öflur myndu ekki endast árið út og spámenn í greininni hefðu jafnvel giskað á að þær yrðu upp- urnar í maí eða júní á næsta ári. „Uppskeran veltur þó á því hvað gerist næstu daga. Ef hlýnar í veðri þá er ekki ólíklegt að kart- öflurnar taki verulega við sér. Þetta eru happdrættisdagar sem framundan eru. Það getur í raun- inni allt gerst, við þekkjum ótrú- lega hluti hér, kartöflugrös hafa fallið 25. ágúst, en þau hafa líka staðið langt fram í september. Nú veltur allt á veðráttunni," sagði Sveinberg. Hvað verðlagsmálin varðar, sagði hann að kartöflubændur hafi staðið í verðstríði síðustu 13 mánuði, en útlit væri fyrir að því linnti nú í haust. í góðærinu í fyrra þegar uppskera sló öll met hafi menn verið hræddir við að sitja eftir og geta ekki selt fram- leiðslu sína. I kjölfar rýrari upp- skeru ættu menn ekki að óttast að verða útundan og málin því að færast í sæmilegt horf. mþþ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.