Dagur - 08.09.1988, Side 2

Dagur - 08.09.1988, Side 2
2 - DAGUR - 8. september 1988 Ólafsfjörður: Forvarnir í fiaUinu Eftir náttúruhamfarirnar í Ólafsfírði á dögunum hefur nokkuð verið rætt um hugsan- legar forvarnir í fjallinu ofan við bæinn. Bæjarstjórinn í Ólafsfirði, Bjarni K. Grímsson sagði í sam- tali við blaðið að þótt beigur væri í sumu fólki, gerði það sér grein fyrir því að alltaf geti eitthvað í þessa veru komið upp á. Kostirnir við að búa þarna séu hins vegar fleiri en ókostirnir og því ekki bilbugur í íbúum. „Við stefnum nú að því að gera ýmsar forvarnir í fjallinu, t.d að grafa skurði og veita burtu vatni. Þá höfum við hug á að fá í lið með okkur einhverja aðila til þess að græða upp jarðveginn, t.d. með grasi og trjám til þess að hefta og binda jarðveginn." VG Sláturhús KS: Skólamir eru byrjaðir! Þá eru skólamir byrjaðir. Krakkar flykkjast í verslanir og kaupa skólavörurnar, allt þarf að vera klárt; skólataskan og pennaveskið, skólapeysurnar og úlpurnar. Þegar skólarnir hefja vetrarstarfið, segja sumir að haustið sé komið. Nú í vetur verða um 2500 börn og unglingar í skólum Akureyrar og er það heldur færra en var á síðasta ári. Ástæðun er sú að árgangur 1972 er einhver sá stærsti sem komið hefur inn í skólana. Við sendum öllum þeim sem eru að byrja í skólunum bestu kveðjur og vonum að vel gangi lesturinn. Slátrun að heflast - 33 þúsund dilkum slátrað Sauðfjárslátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Skagfírðinga hefst nk. þriðjudag. Áætlað er að slátra rúmlega 33 þúsund dilk- um og að sögn Árna Egilsson- ar sláturhússtjóra verður mun Bæjarstjórn Akureyrar: Endurskoðun á notkun ganda Bamaskólans Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti samhljóða á síðasta fundi sínum tiliögu Úlfhildar Rögnvaldsdóttur bæjarfulltrúa Ars- rcikningur Höfðahrepps Lokið er gerð ársreiknings fyr- ir sveitarsjóð Höfðahrcpps og stofnanir hans fyrir árið 1987 og eru helstu atriði reiknings- ins sem hér segir. um að menningarmálanefnd verði falið að endurskoða nýt- ingu gamla Barnaskólahússins við Hafnarstræti 53 og koma með tillögur um nýtingu þess. Ótilgreindir listamenn hafa haft afnot af hluta hússins um nokkurra ára skeiö, án þess að formlega hafí verið um slíkt samið. Úlfhildur flutti þessa tillögu í framhaldi af fyrirspurn vegna Hafnarstrætis 53. í fyrirspurninni spuröi Úlfhildur um hver hefði með höndum umsjón eða útleigu á húseigninni, hvaða starfsemi færi þar fram og hvernig leigu- kjörum væri háttað. Gagnrýn- isvert væri að ár eftir ár viðgeng- ist að ótilgreindir einstaklingar væru leigulaust í hluta hússins og húsnæðið væri ekki einu sinni auglýst. Þótt það væri ekki boð- legt til almennrar útleigu sem íbúðarhúsnæði væri það samt ágætt til sinna nota. Sigfús Jónsson, bæjarstjóri, svaraði fyrirspurninni á þá leið að embætti húsameistara bæjarins hefði með höndum umsjón með framkvæmdum og viðhaldi við húsið. Bæjarráð hefði ráðstöfun þess með höndum og hefði gefið leyfi til þeirra sem það notuðu nú, en ekki hefðu verið gerðar neinar bókanir um málið þar sem húsnæðið hefði í raun ekki verið talið hæft til leigu. Hópur myndlistarmanna, sem á sínum tíma var með aðstöðu í „Rauða húsinu" sem stóð við Skipagötu, sendi beiðni til bæjar- ráðs um að fá aðstöðu í gamla Barnaskólanum. Þáverandi bæjarstjóra var falið að heimila hópnum afnot af húsinu en ekki var rætt um að nein leiga yrði greidd fyrir. Hafa listamenn síð- an haft afnot af mið- og norður- hluta efri hæðar hússins. Leikfé- lag Akureyrar hefur haft alla neðri hæðina til afnota á hlið- stæðum kjörum. Snemma í júní samþykkti menningarmálanefnd hugmyndir að framkvæmdaáætlun næstu þriggja ára þar sem m.a. er gerð tillaga um að umrætt húsnæði verði innréttað sem „listasmiðj- ur,“ en þær tillögur liafa ekki ennþá verið til umfjöllunar hjá bæjarstjórn. EHB minna um niðurskurð nú í ár, en í fyrra var hann töluverður. Vel hefur gengið að fá fólk til starfa í sláturhúsinu. Árni sagði að undanfarin ár hafi gengið illa að manna slátur- húsið en nú væri slátrun háttað miðað við fjölda starfsmanna. „Við slátrum færra fé á dag og þurfum þess vegna ekki eins margt fólk, við áætlum að slátra 1500 dilkum á dag,“ sagði Árni. Reiknað er með að sauðfjár- slátrunin taki um fimm vikur og ljúki í kringum miðjan október. Þá tekur við folaldaslátrun hjá Sláturhúsi KS, en ekki verður um neina sérstaka nautgripaslátrun að ræða. „Það er aiveg hætt að vera með hana því nautgripir eru yfirleitt seldir ófrosnir beint til kaupenda, þannig að það verður ekki nein sérstök nautgripaslátr- un hjá okkur," sagði Árni að lokum. -bjb Heildartekjur sveitarsjóðs urðu 48 millj. á árinu, þar af 44,4 millj. rekstrartekjur en afgangur- inn framlög úr ríkissjóði. Heild- arkostnaður varð 47,4 millj. þannig að um lítilsháttar rekstr- arafgang var að ræða. Stærsti tekjuliðurinn voru útsvör, 23,4 millj. eða 47,4% af heildartekjum. Fræðslumál voru kostnaðarsamasti gjaldaliðurinn, 7 milljónir. Þar á eftir koma almannatryggingar og félagshjálp 5,6 millj., yfirstjórn sveitarfélags- ins 5 millj. og fjármagnskostnað- ur upp á 4,9 milljónir. Rekstrartekjur hafnarsjóðs voru alls 4 millj. en rekstrargjöld 2,4 millj. svo þar varð nokkur tekjuafgangur. Rekstrartekjur félagsheimilis- ins Fellsborgar námu alls 2,2 millj. en rekstrargjöld 2,7 millj. Þar að auki fóru 2 millj. í viðhald og endurbætur á Fellsborg. Fyrir utan þær stofnanir sem hér hafa verið nefndar eru einnig gerðir ársreikningar fyrir bóka- safnið, stjórn verkamannabú- staða og Sjóminja- og munasafn- ið. Heildarvelta sveitarsjóðs og tengdra stofnana var alls um 55,7 milljónir króna. fh Eins og kemur fram í frétt á forsíðu, er fyrirhugaður mik- ill samdráttur í vinnu hjá hluta starfsfólks Skinnaiðn- aðar Sambandsins á Akur- eyri. Blaðamaður var á ferð í fyrirtækinu í gær og ræddi við nokkra starfsmenn sem málið varðar. Ekki var að heyra annað en bjartsýni ríkti hjá þeim og áttu þeir ekki von á öðru en að hjólin færu að snúast á fuila ferð innan ekki mjög langs tíma. Ólafur Aðalbjörnsson trúnað- armaður: „Fóik hefur tekið þessu mjög skynsamlega enda gerir það sér grein fyrir vandanum. Við von- um þó að þetta sé aðeins bið- staða og hlutirnir fari að rúlla eðlilega mjög fljótlega. Vinnu- tíminn var styttur um 1 klst. hjá dagvaktinni um síðustu mán- aðamót og menn þola það ekki til lengri tíma að vinnutíminn sé skertur meira. Við fáum þó atvinnuleysisbætur þá tvo daga í viku sem við ekki vinnum". Óskar Jónsson starfsmaður: „Það er lítið vit í að framleiða vöru sem ekki er hægt að selja. Ég vona þó að stjórnendur fyrirtækisins reyni á meðan staðan er svona að færa menn til innan fyrirtækisins í stað þess að auglýsa eftir nýju fólki, t.d. í leðurvinnsluna." Hrafn Hauksson yfirverkstjóri: „Þetta var samþykkt einróma af starfsmönnum, svo ekki þyrfti að koma til fjöldaupp- sagna. Menn eru bjartsýnir og vonandi fer að kólna í Evrópu, því að þá eykst salan á mokka- skinnum. Ég hef fulla trú á því að þetta ástand eigi eftir að lag- fulla ferð áður en langt um líður." KK Ólafur Aðalbjörnsson trúnaðarmaður t.v. og Óskar Jónsson t.h. Mynd: KK

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.