Dagur - 08.09.1988, Blaðsíða 13

Dagur - 08.09.1988, Blaðsíða 13
8. september 1988 - DAGUR - 13 Norður- og Austurland: Réttir að heíjast Fjár- og stóðréttir eru nú að hefjast. Þeir sem standa fyrir réttum á Norður- og Austur- landi eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við blaðið og tilgreina hvenær verður réttað á hverjum stað. Margir lesenda blaðsins hafa áhuga á að koma í réttir og fylgjast með en oft getur reynst erfitt að afla upplýsinga um réttir í umræddum fjórðungum. Blaðinu hafa borist fréttir af eftirtöldum réttum: Föstudagur 9. september: Tjarnarrétt í Kelduneshreppi, Mánárrétt í Tjörneshreppi, Skógarrétt í Reykjahreppi og Grófagilsrétt í Seyluhreppi. Laugardagur 10. september: Reistarárrétt í Arnarneshreppi, Árskógsrétt í Árskógshreppi, Auðkúlurétt í Svínavatnshreppi, Laufskálarétt í Hólahreppi, Tjarnarrétt í Kelduhverfi, Reyk- árrétt í Hrafnagilshreppi, Akur- eyrarréttir, Þórustaðarétt í Glæsibæjarhreppi, Víkingavatns- rétt og Fjallarétt í Keldunes- hreppi, Tungugerðisrétt í Tjör- neshreppi, Kalsárrétt í Ljósa- vatnshreppi, Skíðastaðarétt í Skefilsstaðahreppi, Gilhagarétt í Lýtingsstaðahreppi, Deildardals- rétt í Hofshreppi og Unadalsrétt í Hofshreppi, Sunnudagur 11. september: Illugastaðarétt í Hálshreppi, Hrútatungurétt í Staðarhreppi, Skarðarétt í Skarðshreppi, Skrapatungurétt í Vindhælis- hreppi, Miðfjarðarrétt í Ytri- Torfustaðahreppi, Þverárrétt í Öngulsstaðahreppi, Borgarrétt í Saurbæjarrhreppi, Tungurétt í Svarfaðardalshreppi, Fellsrétt í Ljósavatnshreppi, Hraunsrétt í Aðaldælahreppi, Selnesrétt í Skefilsstaðahreppi og Mælifells- rétt í Lýtingsstaðahreppi. Mánudagur 12. september: Reykjahlíðarrétt í Skútustaða- hreppi, Reynistaðarrétt í Skaga- firði og Staðarrétt í Staðar- hreppi. Miðvikudagur 14. september: Baldursheimsrétt í Skútustaða- hreppi. Föstudagur 16. september: Undirfellsrétt í Vatnsdal (föstu- dag og laugardag) og Valdarás- rétt í Víðidal. Laugardagur 17. september: Stafnsrétt í Bólstaðarhlíðar- hreppi, Víðidalstungurétt í Þor- kelshólshreppi, Hamarsrétt og Þverárrétt í Þverárhreppi, Loka- staðarétt í Hálshreppi, Dalvíkur- rétt og Skálárrétt í Fellshreppi. Sunnudagur 18. september: Hlíðardalsrétt í Bólstaðarhlíðar- hreppi, Gljúfurárrétt í Höfða- hverfi, Þverárrétt í Öxnadals- hreppi, Melarétt í Skriðuhreppi, Reykjarétt í Ólafsfirði. Mæli- fellsrétt í Lýtingsstaðahreppi, Flókadalsrétt í Fljótahreppi og Stífurétt í Fljótahreppi. Mánudagur 19. september: Silfrastaðarétt í Akrahreppi. Stóðréttir Sunnudagur 18. september: Skarðsrétt í Skarðshreppi, Staðar- rétt í Staðarhreppi, Silfrastaða- rétt í Akrahreppi og Skrapa- tungurétt í Vindhælishreppi. Laugardagur 24. september: Laufskálarétt í Hólahreppi. Sunnudagur 25. september: Hlíðarrétt í Bólstaðarhlíðar- hreppi. Sunnudagur 25. september: Deildardalsrétt í Hofshreppi Rit um böm meö Downs syndróm Rit það sem hér er lítillega sagt frá kom nýverið út á vegum Landssamtakanna Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags íslands. Sambærilegt efni var upphaflega gefið út í Noregi, hefur komið þar út í nokkrum útgáfum og ver- ið þýtt á önnur Norðurlandamál. Það birtist hér í þýðingu Guðnýj- ar Bjarnadóttur læknis, sem einnig skrifar formála, en sjálf á hún barn með Downs syndróm. Þá leggja aðrir íslendingar orð í belg. í ritinu er einnig fjallað um hvað Downs syndróm er og hverjar séu orsakir þessa ástands. Sagt er frá því hvernig þannig barn þroskast og hagnýtar ráð- leggingar gefnar s.s. um fæðu og umönnun, mál og tal og hreyfing- ar og leiki þess. Þá er að finna í þessu hefti vísbendingar um hvert hægt er að snúa sér við þessar kringumstæður. Óskir foreldra fatlaðra barna verða sífellt háværari um upplýs- ingar og fræðslu ýmiss konar. Er því mikill fengur að þessu riti sem vonandi uppfyllir að ein- hverju leyti þær óskir. Þó efni þess sé miðað við börn með Downs syndróm leikur eng- inn vafi á að það kemur foreldr- um annarra fatlaðra barna, sem og öðrum áhugasömum, einnig að gagni. Ritið, sem er 20 síður í stóru broti, verður til sölu í bókaversl- unum og á skrifstofum Þroska- hjálpar og Öryrkjabandalags og kostar þar 500 krónur. Allar auglýsingar sem þarf að vinna sérstak- lega, þurfa að berast til auglýsingadeildar tveimur til þremur dögum fyrir birtingu. Auglýsingadeild Dags. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta, á fasteigninni fiskeldishúsi á Haukamýri, þingl. eigandi Fiskeldi hfl., fer fram á eigninni sjálfri þriðju- daginn 13. september 1988 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru: Byggöastofnun og Sigríöur Thorlacius hdl. Bæjarfógeti Húsavíkur. Nauðungaruppboð Þriðja og síðasta, á fasteigninni Austurvegi 4, Þórshöfn, þingl. eigandi Jón Stefánsson, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 12. september 1988 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hdl., Gunnar Jónsson hdl. og Björn Ólafur Hallgrímsson hdl. Sýslumaður Þingeyjarsýslu. it Móðir okkar og stjúpmóðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐBJÖRG PÉTURSDÓTTIR OLSEN, lést að Dvalarheimilinu Hlíð þann 31. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 9. sept- ember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Dvalarheimilið Hlíð. Bára Jakobsdóttir Olsen, Hrafn Sveinbjörnsson, Björn Olsen Jakobsson, Aslaug Þorsteinsdóttir, Ásta Jakobsdóttir Olsen, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, BIRNU MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR. Börn, tengdabörn, barnabörn og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, LILJA MAGNÚSDÓTTIR, Lerkilundi 44, lést aðfaranótt 4. september. Útför fer fram föstudaginn 9. september kl. 15.00 að Möðru- vallakirkju í Hörgárdal. Magnús V. Tryggvason, Magnús Magnússon, Ingveldur Ólafsdóttir, Valrún Helga Magnúsdóttir, barnabörn og systkini hinnar látnu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.