Dagur - 08.09.1988, Side 15

Dagur - 08.09.1988, Side 15
8. september 1988 - DAGUR - 15 íþróttir Knattspyrna: Guðjón áfram með KA Ákveðið hefur verið að Guð- jón Þórðarson þjálfi KA-liðið á næsta keppnistímabili. Að sögn Stefáns Gunnlaugssonar, formanns knattspyrnudeildar KA, hefur verið gengið frá þessu munnlega en ekki verður gengið formlega frá ráðning- unni fyrr en að loknum aðal- fundi sem verður að öllum lík- indum í október. Eins og kunnugt er hefur Guðjón náð góðum árangri með KA-liðið í sumar og sagði Stefán menn ánægða með störf hans. Guðjón mun hafa ákveðið að dvelja á Akureyri í vetur með fjölskyldu sína. JHB Annasamt hjá aganefnd: Jón Kristjánsson í þriggja leikja bann! - fimm leikmenn KA og Leifturs Á fundi aganefndar KSÍ sl. þriðjudagskvöld var Jón Kristjánsson, KA, dæmdur í þriggja leikja bann eftir leik KA og Fram á Laugardals- velli á dögunum. Eins og menn muna sló Jón til Guð- mundar Steinssonar og var vísað af leikvelli fyrir vikið. Þetta þýðir að Jón kemur ekki meira við sögu á þessu Islandsmóti þar sem aðeins þrjár umferðir eru eftir. í sama leik var Guðjóni Þórð- arsyni, þjálfara KA, vísað af leikvelli og Guðjón var því einnig dæmdur í bann. Þetta þýðir að KA-liðið mætir þjálf- aralaust til leiksins gegn Leiftri í banni um næstu helgi því Guðjón er ekki eingöngu í banni sem leikmaður heldur er hann úti- lokaður með öllu frá leiknum. En þar með eru ekki öll áföll KA-manna upptalin því Erling- ur Kristjánsson, fyrirliði liðsins, fékk gult spjald í sama Ieik og var það fjórða áminning hans þannig að Erlingur hlaut eins leiks bann. Leiftursmenn mæta heidur ekki með fullskipað lið til leiks- ins gegn KA. í leik Leifturs og KR um sfðustu helgi var Herði Benónýssyni vísað af leikvelli og Steinar Ingimundarson hlaut sitt fjórða gula spjald. Þeir hlutu báðir eins leiks bann. JHB U-21 árs landsliðið í knattspyrnu: ItvjóHur valínn í 16 manna hóp - fyrir leikinn gegn Hollendinguin’ á þriðjudag Júrí Sedov þjálfari landsliösins í knattspyrnu skipuðu leik- mönnum undir 21 árs hefur valið landsliðshópinn sem leik- ur gegn Hollendingum nk. þriðjudag í Evrópukeppninni. Eyjólfur Sverrisson Tindastól er þar meðal leikmanna og er sá eini af Norðurlandi. Sem kunnugt er hefur Eyjólfur æft með landsliðshópnum að undanförnu og staðið sig vel og skorað nokkur mörk. Leyfilegt er að hafa tvo leikmenn eldri en 21 árs og fyrir valinu verða að öllum líkindum þeir Sævar Jónsson Val og Ómar Torfason Fram. Landsliðshópurinn er því þessi: Markverðir: Ólafur Gottskálks- son ÍA, Adolf Óskarsson ÍBV. Aðrir leikmenn: Hallsteinn Arn- arsson Víkingi, Pétur Óskarsson Fylki, Baldur Bjarnason Fylki, Einar Páll Tómasson Val, Steinar Adolfsson Val, Rúnar Kristins- son KR, Þorsteinn Halldórsson KR, Gestur Gylfason ÍBK, Ólaf- ur Kristjánsson FH, Eyjólfur Sverrisson Tindastól, Arnljótur Davíðsson Fram, Alexander Högnason ÍA, Sævar Jónsson Val, Ómar Torfason Fram. Leikurinn gegn Hollendingum verður sem fyrr segir nk. þriðju- dag kl. 17.30 á Laugardalsvellin- um. 28. september á U21 árs lið- ið leik gegn Finnum í Evrópu- keppninni og verður leikurinn háður í Finnlandi. -bjb Eyjólfur Sverrisson hefur leikið frábærlega í sumar Mynd: bjb Akureyringarnir sem kepptu í Borgarnesi tilbúnir til brottfarar á föstudug. Sigurvegarinn, Konráð Gunnarsson, er annar frá vinstri. Mynd: gb Fyrsta landsmót SÍS-starfsmanna í golfi: Konráð Guraiarsson sigraði - um helmingur keppenda frá Akureyn Um síðustu helgi fór fram í Borgarnesi landsmót íslenskra samvinnustarfsmanna í golfi. Þetta var í fyrsta sinn sem slíkt mót er haldið en stefnt er að því að gera þetta að árvissum atburði. Um 30 keppendur tóku þátt og áttu Norðlending- ar mikið af fulltrúum því 14 keppendur komu frá Akureyri auk keppenda frá Húsavík og Blönduósi. Mótið þótti takast mjög vel og fóru keppendur ánægðir heim þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki leikið við keppendur. Keppt. var um veglega farandbikara og aukaverðlaun og voru öll verð- laun gefin af Skinnaiðnaði SÍS og Álafossi hf. Sigurvegari í keppni án for- gjafar varð Konráð Gunnarsson frá Akureyri en hann lék á tveim- ur höggum minna en næsti maður. Magnús Steinþórsson frá Egilsstöðum varð sigurvegari í keppni með forgjöf en annars varð röð efstu manna þessi: Án forgjafar: 1. Konráð Gunnarsson, Akureyri 162 2. Gestur Sigurðsson, Borgarnesi 164 3. Böðvar Bergþórss., Borgarnesi 171 Með forgjöf: 1. Magnús Steinþórss., Egilst. 125 2. Ari Sigurbjörnss., Egilsstöðum 136 3. Einar Jónsson, Borgarnesi 141 JHB Á þriðjudagskvöld léku Þór og Leiftur minningarleik um Óskar Gunnarsson, sem um árabil var ein styrkasta stoð Þórsliðsins. Leikurinn fór fram á Akureyrarvelli og lauk honum með sigri Leifturs, 2:0. Það voru Steinar Ingimund- arson og Hafsteinn Jakobsson sem skoruðu mörkin. Þess má geta að Leiftursmenn sigruðu í þessum sama leik i fyrra. Mynd: TLV Körfubolti: A-stigs þjálfaranámskeið haldið á Sauðárkróki Lazslo Nemeth leiðbeinir KKÍ mun standa fyrir A-stigs þjálfaranámskeiði í körfu- knattleik, sem haldið verður í öllum fjórðungum landsins. Á Norðurlandi verður námskeið- ið á Sauðárkróki helgina 10.- 11. september nk. Meðal leið- beinenda á námskeiðinu verð- ur dr. Lazslo Nemeth lands- liðsþjálfari í körfubolta. Námskeiðið er sérstaklega ætl- að fyrir þá sem áhuga hafa fyrir unglingaþjálfun í körfuknattleik og verða kennd undirstöðuatriði leiksins fyrir þetta námsstig. Ekki verður haldið námskeið fyrir færri en 10 manns. Dr. Nemeth kemur til meö að sjá um körfuknattleiksþáttinn í námskeiðinu, ásamt öðrum leið- beinenda sem mun kenna það efni sem kemur frá ÍSÍ. Áætlað er að halda B-stigs þjálfaranám- skeið næsta vor, í framhaldi af A- stigs námskeiðunum. Kostnaður á hvern þátttak- anda er áætlaður kr. 5000, með öllum kennslugögnum. Þátttaka tilkynnist til Friðriks Jónssonar í vs. 95-5600 og hs. 95-5277, eða á skrifstofu KKÍ í síma 91-685949 fyrir fimmtudaginn 8. september nk. Þar verða allar nánari upplýs- ingar veittar. -bjb

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.