Dagur - 20.09.1988, Síða 1

Dagur - 20.09.1988, Síða 1
71. árgangur Akureyri, þriðjudagur 20. september 1988 177. tölublað Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Forseti íslands fól Steingrími Hermannssyni, formanni Framsóknarflokksins, umboð til myndunar meirihlutastjórn- ar í gær. Mynd: JÓH Steingrímur reynir stjómarmyndun - Er ætlað að mynda meirihlutastjórn Forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, kallaði Stein- grím Hermannsson formann Framsóknarflokksins til fundar við sig á Bessastöðum um hádegisbilið í gær og fól hon- um að reyna að mynda meiri- hlutastjórn. „Það liggur Ijóst fyrir að við höfum ekki mikinn tíma til stefnu,“ sagði Steingrímur eftir fundinn og kvaðst í mesta lagi ætla að gefa sér 4-5 daga til að reyna að mynda meirihluta- stjórn. Forráðamenn Framsóknar- flokks, Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags hittust síðdegis í gær til að ræða hugsanlega möguleika þessara þriggja flokka á að mynda stjórn. Flokkarnir þrír hafa ekki þingmeirihluta og er því ljóst að fjórði flokkurinn þarf að koma til. Þessir þrír flokkar, ásamt Stefáni Valgeirssyni, geta mynd- að stjórn með 32 þingmenn á bak við sig. Það er hins vegar túlkun- aratriði hvort sú stjórn er meiri- Samkomulag Framsóknarflokks og Alþýðuflokks um efnahagsaðgerðir: Verðstöðvun og óbreytt laun fram í apríl 1989 Síðdegis í gær hófust stjórn- armyndunarviðræður Fram- sóknarflokks og A-flokkanna eftir að Steingrími Hermanns- syni hafði verið falið umboð til myndunar meirihlutastjórnar. í fyrradag höfðu Alþýðu- og Framsóknarflokkur komið sér saman um aðgerðir í efnahags- málum sem taka eiga við af þeirri verðstöðvun og frestun á hækkun launa, sem gilt hefur Mat á tillögum Framsóknar- og Alþýðuflokks: Hallinn á frysting- unni réttur af - aðgerðirnar hafa í för með sér að frystingin skilar 0,5% hagnaði Samkvæmt lauslegu mati á til- lögum Alþýðu- og Framsóknar- flokks um aðgerðir í efnahags- málum munu botnfiskveiðar og vinnsla komast á núll, sem kallað er, en halli þessara greina er nú 6%. Veiðarnar verða að vísu áfram reknar með 3% halla en frystingin sem nú er rekln með 8% halla verði eftir aðgerðir rekin með 0,5% hagnaði. Saltfiskverkun- in verði eftir aðgerðir rekin með 5,5% hagnaði. Kaupmáttur dagvinnulauna verður minni á síðasta ársfjórð- ungi þessa árs en þeim þriðja og á fyrsta ársfjórðungi 1989 lækkar kaupmátturinn enn eða úr 113 í 110,5 miðað við að kaupmáttur- inn 1986 hafi verið 100. Meðal- talskaupmáttur á þessu ári er reiknaður 116,5 miðað við sömu forsendur. Samkvæmt útreikningunum verður viðskiptahallinn á næsta ári 9,5 milljarðar króna eða 3,5% af vergri landsframleiðslu. Hraði vísitölu framfærslu- kostnaðar í árslok 1988 verði 12% og hafi þá dregið úr hraðan- um frá því í október. JÓH frá í byrjun september. Þessar tillögur eru því umræðugrund- völlur í þeim stjórnarmyndun- arviðræðum sem nú standa yfir. Samkvæmt samkomulagi flokk- anna verður verðstöðvun fram- lengd til 10. apríl nk. Hækkun búvöruverðs umfram áhrif erlendra verðhækkana verði mætt með auknum niðurgreiðsl- um. Til þess verði aflað tekna í ríkissjóð. Gjaldskrár fyrirtækja á vegum ríkis og sveitarfélaga og gjaldskrár sjálfstætt starfandi sérfræðinga haldist óbreyttar til 10. apríl 1989 að öðru leyti en því að heimilt verði að taka tillit til hækkana á erlendu innkaups- verði aðfanga. Þetta gildir líka um útselda vinnu og þjónustu. Þá er í samkomulaginu ákvæði um að óheimilt verði að hækka húsa- leigu á tímabilinu 1. september 1988 til 10. apríl 1989. Um hækkun launa segir í yfir- lýsingunni: „Við ríkjandi aðstæð- ur myndi hækkun launa einungis valda verðbólgu og auknum rekstrarvanda atvinnugreina og er því lagt til að laun haldist óbreytt til 10. apríl 1989. Launa- liður í verðlagsgrundvelli búvöru haldist óbreyttur fram til 10. apríl 1989. Abnennt fiskverð, sem ákveðið var í júnfmánuði síðast- liðnum, haldist óbreytt til 10. apríl 1989.“ Til að bæta afkomu útflutnings- atvinnuveganna hafa flokkarnir tveir m.a. komið sér saman um að Verðjöfnunarsjóði fiskiðnað- arins verði heimilt að taka inn- lent eða erlent lán með ríkis- ábyrgð að fjárhæð 500 milljónir króna. Lánið skal nota til greiðslu verðbóta vegna framleiðslu á freðfiski og hörpudiski á tímabil- inu 1. júní 1988 til 10. apríl 1989. Ríkisstjórn beiti sér fyrir endur- skoðun afurðalánakerfis sjávar- útvegs, iðnaðar og landbúnaðar. Raforkuverð til hraðfrystiiðnað- arins verði lækkað og uppsafnað- ur söluskattur fiskeldis og loð- dýraræktar endurgreiddur með hliðstæðum hætti og annarra út- flutningsgreina. í yfirlýsingunni kveður á um að ríkisstjórn feli Seðlabankanum að halda áfrant viðræðum við lánastofnanir um lækkun vaxta auk þess sem nafnvextir verði lækkaðir um 5-10% í næsta mán- uði og enn frekar síðar. Ríkis- stjórn beiti sér fyrir 3% lækkun meðalraunvaxta á spariskírtein- urn og öðrum skuldabréfum ríkissjóðs í samningum við inn- lánsstofnanir og lífeyrissjóði. Tillögur flokkanna kveða á um breyttan grundvöll lánskjaravísi- tölu sem miði að því að draga úr misgengi launa og lánskjara. JÓH hlutastjórn, þrátt fyrir að hún komi í gegn fjárlögum og geti varið sig vantrauststillögu í sam- einuðu þingi. Ástæðan er sú að í neðri deild myndi þessi stjórn vera með jafn marga þingmenn og hugsanleg stjórnarandstaða. Stjórnarmyndunarviðræður stóðu íram eftir kvöldi og óvíst var um gang mála er Dagur fór í prentun. AP Guðmundur Bjarnason: „Höfum afar stuttan tíma“ Þingflokkur Framsóknar- flokksins kom saman í Al- þingishúsinu í gær þegar forseti íslands hafði falið Steingrími Hermannssyni, formanni flokksins, að gera tilraun til myndunar meiri- hlutastjórnar. Á fundinum var ákveðið að Steingrímur og Halldór verði fulltrúar flokksins í stjórnarmyndunarviðræðun- um. Skömmu eftir fundinn komu fulltrúar Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Fram- sóknarflokks saman til stjórn- armyndunarviðræðna. Hlutirnir gengu hratt fyrir sig í stjórnmálunum í gær enda segja stjórnmálamenn stuttan tíma til stefnu. „Það er ljóst að tíminn sem við höfunt er afar stuttur. Hvort stjórnar- myndun tekst verður að koma í ljós á næstu dögum,“ sagði Guðmundur Bjarnason, heil- brigðisráðherra, eftir þing- flokksfundinn í gær. JÓH Engin gengisfelling: Menn bíða átekta“ - segir Tómas Árnason seðlabankastjóri Bankastjórar Seðlabankans sátu fund með Jóni Sigurðssyni bankamálaráðherra í gær og niðurstaðan á þeim fundi var sú að ekki var talið nauðsyn- legt að fella gengi íslensku krónunnar. Tómas Árnason seðlabanka- stjóri segir að fundarmenn hafi ekki talið ástæðu til að fella gengi krónunnar. „Það hefur ekki verið nein ókyrrð á mörkuðum og eng- in óvenjuleg eftirspurn eftir gjaldeyri," sagði seðlabanka- stjóri í samtali við Dag. Ekki hefur verið ákveðin ann- ar fundur með seðlabankastjór- um og ráðherrum. „Menn bíða átekta eftir nýrri stjórn," sagði Tómas Árnason seðlabanka- stjóri. AP

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.