Dagur - 20.09.1988, Page 4

Dagur - 20.09.1988, Page 4
4 - DAGUR - 20. september 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Þorsteinn sprengdi stjómina Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra sundraði ríkisstjórn sinni endanlega á föstudag. Með einstæðum tillöguflutningi í viðkvæmri stöðu batt hann enda á frekara stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks. Tillögur forsætisráðherra voru þess eðlis að þær komu ekki til greina sem umræðugrundvöllur irman ríkisstjórnarinnar. Þegar hann neitaði að draga þær til baka og lét þess jafnframt getið að um lokatillögur væri að ræða af hálfu Sjálfstæðisflokks, var ljóst að dagar ríkisstjórnarinnar voru taldir. Tillögum forsætisráðherra hefur verið líkt við sprengju, enda gerðu þær sama „gagn“ í stöðunni. Hann lagði til að einum af horn- steinum stjórnarsamstarfsins, viðamiklum breytingum á skattkerfinu, yrði varpað fyrir róða. Þannig vildi hann lækka matarskattinn svonefnda úr 25% í 10%. í staðinn vildi for- sætisráðherra hækka tekjuskatt um 1V2%, án þess að hækka persónuafslátt eða breyta skattfrelsismörkunum. Þar með hefðu allir, líka þeir tekjulægstu, þurft að borga hærri tekjuskatt. Útreikningar hagdeildar fjármála- ráðuneytisins benda til þess að framkvæmd tillagna forsætisráðherra hefði aukið halla ríkissjóðs um 1200 milljónir króna, en hann stefnir nú þegar í þrjá til fjóra milljarða. Einnig var ljóst að lækkun söluskatts á mat- væli kæmi að mjög litlu leyti fram í vöruverði, vegna 6% gengisfellingar og minnkandi niðurgreiðslna, sem gert var ráð fyrir að fylgdu í kjölfarið. Tillögur forsætisráðherra leystu því á eng- an hátt þann bráða efnahagsvanda sem við er að glíma. Þess vegna var þeim hafnað þeg- ar í stað. Afleiðingarnar eru öllum kunnar. Forseti íslands fól í gær Steingrími Her- mannssyni, formanni Framsóknarflokksins, það erfiða verkefni að kanna möguleika á myndun meirihlutastjórnar. Á þessari stundu er ekki að sjá að slíkir möguleikar séu fyrir hendi. En aðgerða er þörf strax í þessari viku, því fyrirtæki um allt land eru að því komin að stöðvast. Sjálfstæðismenn, undir forystu Þorsteins Pálssonar, eiga alla sök á þeirri stjórnar- kreppu sem nú er staðreynd. Ábyrgð þeirra er mikil. BB. Enn inn ráðningu fram- kvæmdastjóra ÚA Allmikið fjaðrafok hefur orðið út af skoðunum mínum um ráðn- ingu eftirmanns míns, sem ég hef látið í ljós í blaða- og útvarpsvið- tölum að undanförnu, einkum er véfengt það sem ég hef haldið fram að framkvæmdastjórar hafi verið ráðnir hér á þann hátt að skapað væri pólitískt jafnvægi í þeim tilgangi, að losa félagið við stjórnmáladeilur um rekstur þess og framgang. Ég kann því illa að vera talinn ósannindamaður og vil því greina frá nokkrum sögulegum stað- reyndum sem renna stoðum und- ir málflutning minn. Þegar verst vegnaði hjá félaginu logaði hér allt í pólitískum deil- um um málefni þess. Þá hafði frá upphafi verið hér einn fram- kvæmdastjóri, sem var sjálfstæðis- maður og af þeim sökum var sá flokkur fyrir mestu aðkasti. Um þetta leyti voru eftirtaldir menn í stjórn Ú.A.: Frá Sjálf- stæðisflokki Helgi Pálsson og Steinn Steinsen. Frá Framsókn- arflokki Jakob Frímannsson. Frá Alþýðuflokki Albert Sölvason og frá Alþýðubandalagi Tryggvi Helgason. Eins og þeir vita sem til þekkja voru þarna saman komnir fimm alkunnir heiðurs- menn. Á stjórnarfundi í Ú.A. 20. jan. 1958 er skráð eftirfarandi bókun: „Fram kom tillaga frá Al’oert Sölvasyni og Tryggva Helgasyni um að segja upp framkvæmda- stjóra félagsins með 6 mánaða fyrirvara og sé framkvæmda- stjóra jafnframt uppálagt að segja upp öllu starfsfólki félags- ins á skrifstofum ásamt frystihús- stjóra með löglegum fyrirvara (3 mánuðum) frá næstu mánaða- mótum.“ Þeir tillögumenn og Jakob Frímannsson greiddu tillögunni meðatkvæði, en Helgi Pálsson óskar bókað: „Þar sem upplýst er að sam- komulag er orðið milli framsókn- armanna, alþýðuflokksmanna og kommúnista um stjórn bæjarmál- anna, sem einnig á að ná til stjórnar og reksturs Ú.A., tek ég enga afstöðu til uppsagnarinnar þar sem fulltrúar þessara flokka hafa meirihluta í stjórn félagsins og geta ráðið málum þess.“ Steinn Steinssen óskar bókað: „Þar sem ekkert liggur fyrir um afstöðu bæjarstjórnar til þessarar tillögu mun ég ekki greiða atkvæði um hana.“ Undir fundargerð þessa rita síðan 5 fyrrgreindir stjórnarmenn nöfn sín. Af því sem fram kemur í framanskráðri bókun má glögg- lega sjá flokkspólitískan ágrein- ing og að minnihlutinn var hvergi nærri ánægður og þótti á sig hallað. Skömmu síðar gerast þau tíð- indi að Akureyrarbær tekur ábyrgð á framhaldsrekstri félags- ins og felur mér (4. febrúar 1958) að vera fulltrúi sinn hjá félaginu í sambandi við téða ábyrgð. Þann 21. maí er mér veitt prókúru- umboð fyrir félagið en endanleg ráðning mín sem framkvæmda- stjóra fór ekki fram fyrr en í ágústmánuði sama ár. Úm þetta leyti hefur sú breyting orðið á stjórninni að Kristján Kristjáns- son er þar kominn í stað Steins Steinsen. Þá er næst, að á stjórnarfundi 24. okt. tilkynnir stjórnarformað- ur, Helgi Pálsson, að félaginu standi til boða meðframkvæmda- stjóri, sem sé Andrés Pétursson frá Reykjavík, og þann 27. októ- ber er samþykkt að ráða Andrés. Um þetta hef ég sagt að sjálf- stæðismenn hafi staðið fyrir því að ráða Andrés sem pólitískt mótvægi. Ég hef næga vitneskju um þetta til þess að geta fullyrt það, þótt ég telji af ýmsum ástæðum ekki rétt að fara lengra út í það hér. Ég var mjög sáttur við þessa ráðningu, en með henni skapaðist sú pólitíska jafnvægis- kenning, sem ég hef boðað. Nú líða 6 ár og samvinna okkar Andrésar er með ágætum. Þá gerist það, að Andrési býðst gott starf syðra og segir því upp starfi sínu hjá Ú.A. Þá liggur fyrir að ráða mann í hans stað og nú full- yrði ég enn að í hugum manna hér þótti sjálfsagt að sá maður væri frá Sjálfstæðisflokki. Ráðinn var Vilhelm Þorsteinsson, sem uppfyllti vel allar kröfur, harð- duglegur skipstjóri búinn að starfa hjá félaginu í mörg ár og þekktur sem góður stjórnari. Átti ég þátt í því að hann var valinn því að ég taldi hann mjög líkleg- an til góðrar samvinnu, sem líka kom rækilega á daginn. Og nú höfum við Vilhelm unnið hér hlið við hlið í 24 ár og ég læt öðrum eftir að dæma störf okkar. Þá fer nú að koma að sögulok- um. Það hefur sem sé engin fram- kvæmdastjóraráðning farið hér fram í 24 ár, en ég tel mig nú hafa sýnt hvernig mín skoðun er til komin, og ég fæ ekki séð að nein- ar breytingar hafi orðið á akur- eyrskri pólitík á þessum tíma, vinstri er enn vinstri og hægri er enn hægri, og að því ber að hyggja þegar nú skal ráða mann í minn stað. Á mig hefur verið borið að ég skeytti ekki um annað en póli- tískan lit þegar um væri að ræða ráðningu framkvæmdastjóra. Svona þvættingi ætti ekki að þurfa að svara, enda tók ég það mjög skýrt fram í útvarpsviðtali, hvernig ég lít á það. Áuk þess treysti ég stjórn félagsins svo vel að hún myndi aldrei ráða mann sem ekki væri vel hæfur til starfsins. Ef um það væri að ræða að hjá þessu félagi væri aðeins einn framkvæmdastjóri og til stæði að ráða hann þá myndi ég hiklaust leggja áherslu á að hann hefði ekki komið nærri flokkapólitík. Mergurinn málsins er sá, að Ú.A. er eign allra Akureyringa og á að vera það áfram, blómgast og dafna til hagsbóta þessu bæjarfélagi og það má ekki lenda í höndum peningaafla sem eru til alls vís. Um það verða Akureyr- ingar að halda vöku sinni. Um þetta mál mun ég svo ekki skrifa meira nema sérstakt tilefni gefist. Gísli Konraðsson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.