Dagur - 20.09.1988, Page 5

Dagur - 20.09.1988, Page 5
Nokkrir hressir krakkar stilltu sér upp fyrir myndatöku í sandkassanum. Frá vinstri: Mundi, Arndís, Gréta, Sunna, Þorri, Daginar, Atli, Gísli, Davíð og Guðmundur Kári. Myndir: -bjb “í F.ini „fóstrinn' leikskóla norðanlands? - í leikskólanum Furukoti á Sauðárkróki Það hefur oft talist tíðindum sæta þegar kvenmenn byrja í störfum sem karlmenn hafa löngum stundað, s.s. sjó- mennsku, byggingavinnu, bif- vélavirkjun o.fl. Það gerist hins vegar sjaldnar að karl- menn taki að sér hefðbundin kvennastörf. Á Sauðárkróki gerðist það í síðustu viku að karlmaður hóf störf við Leik- skólann Furukot og samkvæmt upplýsingum sem Dagur aflaði sér þá er afar sjaldgæft að karl- menn séu við leikskóla. Frá Fósturskóla íslands hafa út- skrifast 7 karlmenn sem flestir starfa á Reykjavíkursvæðinu, og á Akureyri hafa nokkrir karlmenn verið starfandi í leik- skólum en í dag er enginn. Þannig að Eiríkur Hilmisson er að öllum líkindum eini karl- maðurinn á Norðurlandi sem vinnur á leikskóla. Blaðamaður Dags heimsótti Furukot í síðustu viku og heilsaði upp á starfsfólk og tók Eirík tali. Starfsstúlkur í Furukoti sögðust vera ánægðar með að hafa fengið karlmann á vinnustaðinn og sögðu að. Eiríkur hefði staðið sig vel. „Hann er mjög efnilegur, krakkarnir ná vel til hans og hann virðist kunna handbrögðin. Krakkarnir voru hissa fyrst þegar hann byrjaði, þau voru ekki alveg tilbúin til að meðtaka að hann væri kominn til að vera, þau Eiríkur Hilmisson við vinnu sína í leikskólanum Furukoti. héldu fyrst að hann væri bara í heimsókn. En krakkarnir eru mjög hrifnir,“ sögðu starfsstúlk- urnar um Eirík og viðbrögð krakkana við honum. Eiríkur sagðist hafa sótt um þetta starf vegna þess að hann hefði verið atvinnulaus, en áður var hann á sjó í þrjú ár og þar áður í bifvéíavirkjun, en hætti því og fór á sjóinn. Eiríkur á eftir Hluti starfsfólks í Furukoti, þ.e. það sem vinnur eftir hádegi. Frá vinstri: Hulda Hlín Sigurbjörnsdóttir, María Ásgrímsdóttir, Eiríkur Hilmisson, Hafdís Skúladóttir, Sigurlaug Konráðsdóttir forstöðukona, Sigurlaug Ólafs- dóttir og Björg Einarsdóttir. Á myndina vantar Önnu Maríu Gunnarsdóttur. þrjú fög í þóklegu námi í bifvéla- virkjun og segist geta farið í sveinspróf ef hann vilji. „Ég var ekki hissa á að fá þetta starf, ég hefði verið frekar hissa ef ég hefði ekki fengið það, því ég tel mig hafa ýmislegt til brunns að bera í þessu starfi. Maður hefur verið viðloðandi krakka í mörg ár og m.a. sem foreldri," sagði Eiríkur. Eftir 2ja daga veru í leik- skólanum sagði Eiríkur að hon- um líkaði vinnan vel, starfsstúlk- ur tækju sér vel svo og börnin. „Stelpurnar tóku mér opnum örmum og sýndu mér drengilega framkomu. Krakkarnir eru óðum að taka mig í sátt, tveir ungir karlmenn komu t.d. og gáfu mér blóm,“ sagði Eiríkur. Hvað varð- ar framtíðina sagði Eríkur að hún væri óráðin, aldrei að vita nema Fósturskólinn væri næstur á dagskrá. „Ég dansa bara þann dans sem boðið er í,“ sagði Eirík- ur að lokum. í leikskólanum í Furukoti eru um 80 börn, 40 mæta fyrir hádegi og 40 eftir hádegi. Skólinn sinnir alveg eftirspurn og er enginn bið- listi. 11 manns vinna við leikskól- ann og skiptist það í hálfsdags- og heilsdagsstörf. Forstöðukona er Sigurlaug Konráðsdóttir. Mjög aðlaðandi umhverfi er á leik- skólalóðinni í Furukoti og aðstaða öll mjög góð. -bjb HSí£» 20. september 1988 - DAGUR - 5 Tilkynning til Æs söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir ágúst mánuð er 15. september. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanns ríkissjóðs ásamt sölu- skattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. Aðalfundur Skautafélags Akureyrar verður haldinn í kafiistofu Garðræktar miðviku- daginn 28. september kl. 20.00. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Veitingar. 3. Önnur mál. V. Stjórnin. J Söngáhugafólk TAKIÐ EFTIR: Kirkjukór Akureyrarkirkju er að hefja vetrarstarf sitt. Söngfólk vantar í allar raddir, þó einkum í bassa og tenór. Margt skemmtilegt verður á döfinni í vetur, og má þar fyrst nefna helgarferð að Skútustöðum í Mývatnssveit, þar sem æft verður fyrir tónleika. Fargjald ásamt uppihaldi er kórfé- lögum að kostnaðarlausu. Kórinn æfir í kapellu kirkjunnar á þriðjudagskvöldum frá kl. 20.30 til 22.30. Ef ykkur langar að taka þátt í líflegu og gefandi starfi, hafið þá endilega samband. Allar nánari upplýsingar veita: Björn Steinar Sólbergsson, söngstjóri s. 25642 og Margrét Sigurðardóttir, formaður s. 21993. V.............. —................ J Júdó-æfingar veturinn 1988-1989 Æfingarnar hófust mánudaginn 19. september Flokkur 5-8 ára: Miðvikudaga kl. 18.10-19.10. Sunnudaga kl. 13.00-14.00. Æfingagjald fram að áramótum kr. 1500,- Flokkur 9-13 ára: Þriðjudaga kl. 18.10-19.10. Fimmtudaga kl. 18.10-19.10. Sunnudaga kl. 14.00-15.00. /Efingagjald fram að áramótum kr. 2000,- Flokkur 14 ára og eldri: Mánudaga kl. 19.30-21.00. Þriðjudaga kl. 19.30-21.00. Miðvikudaga kl. 19.30-21.00. Fimmtudaga kl. 19.30-21.00. FÖStudaga kl. 18.30-20.00. Æfingagjald fram að áramótum kr. 3000,- Kvennaflokkur: Mánudaga kl. 21.00-22.00. Fimmtudaga kl. 21.00-22.00. Sunnudaga kl. 15.00-16.00. Æfingagjald fram að áramótum kr. 2000,- Æfingar eru í íþróttahöllinni.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.