Dagur - 20.09.1988, Page 7

Dagur - 20.09.1988, Page 7
20. september 1988 - DAGUR - 7 PMf’? \Wj.Tti^Á,0S •• RÖDAÖ **•* E! SL-deildin: Þórsarar heppnir gegn Keílvíkingum - jöfnuðu þegar tæp mínúta var Þórsarar geta hrósað happi yfir að hafa náð einu stigi út tir viðureign sinni gegn ÍBK á Akureyrarvelli á laugardag. Keflvíkingar voru sterkari aðil- inn nánast allan síðari hálfleik- inn og þegar skammt var til leiksloka höfðu þeir eins marks forystu og sigur í sjón- máli. En á síðustu mínútu leiksins skoraði Kristján Kristjánsson furðulegt mark og tryggði Þórsurum jafntefli, 2:2. Byrjunarlið Pórs kom nokkuð á óvart því Jóhannes Atlason hafði gert mjög róttækar breyt- ingar. Jónas Róbertsson, Siguróli Kristjánsson og Guðmundur Val- ur Sigurðsson sátu allir á vara- mannabekknum og þar að auki var Halldór Áskelsson meiddur. í stað þeirra voru komnir fjórir ungir menn sem lítið hafa komið við sögu í sumar. Vissulega hafði þessi leikur litla þýðingu fyrir Þór en spyrja má hvort ekki hafi ver- ið ráðist í fullmikið í einu með þessum „hreinsunum," - og eins hvort ekki lá meira á öðrum breytingum. Leikurinn var aðeins þriggja mínútna gamall þegar Þórsarar náðu forystunni. Birgir Karlsson lék þá fram völlinn og sendi á Hlyn Birgisson sem var á auðum sjó og gerði engin mistök þegar hann renndi fram hjá Þorsteini Ólafssyni og í markið. Ekki liðu nema þrjár mínútur til viðbótar þar til Keflvíkingar jöfnuðu. Daníel Einarsson fram- lengdi þá knöttinn inn í teig eftir hornspyrnu og Grétar Einarsson potaði honum í markið. Á 17. mínútu skoraði Óli Þór Magnússon gullfallegt mark fyrir ÍBK en það var dæmt af vegna rangstöðu og þar með. er allt markvert úr fyrri hálfleik upp- talið. Afgangurinn fór í þæfing á miðjunni og áhorfendur gengu geispandi til kaffiskúranna í leik- hléi. Strax í upphafi síðari hálfleiks átti Kristján gott skot að Kefla- víkurmarkinu en naumlega framhjá. Sjö mínútum síðar náðu Keflvíkingar forystunni. Páll Gíslason braut þá klaufalega á Óla Þór inni í vítateig Þórs og vítaspyrna var dæmd sem Sigurð- ur Björgvinsson skoraði úr. Eftir þetta voru Keflvíkingar tvímælalaust sterkari aðilinn en þeir náðu ekki að láta kné fylgja kviði og það kostaði þá tvö stig. Á síðustu mínútu leiksins fékk Kristján Kristjánsson knöttinn inni í vítateig ÍBK og skaut laf- lausu skoti úr þröngu færi sem hreinlega „lak“ inn fyrir vörn ÍBK og jafnteflið var staðreynd. Leikur þessi bauð upp á lítinn skammt af skemmtilegri knatt- spyrnu og hlýtur að teljast til þeirra slakari sem farið hafa fram á Akureyri í sumar. Fáir leik- menn náðu sér á strik, hjá ÍBK bar einna mest á þeim Óla Þór og Kristján Kristjánsson tryggði Þórsurum jafntefli gegn ÍBK. Mynd: ehb til leiksloka Grétari Einarssyni en enginn stóð upp úr í Þórsliðinu. JHB Liö Þórs: Baldvin Guömundsson, Júlíus Tryggvason, Birgir Skúlason, Nói Björnsson, Valdimar Pálsson, Ólat'ur Þorbergsson, Páll Gíslason (Siguróli Kristjánsson á 74. mín.), Birgir Þór Karlsson, Árni Þór Árnason, Hlynur Birgisson, Kristján Kristjánsson. Lið ÍBK: Þorsteinn Bjarnason, Árni Vilhjálmsson, Gestur Gylfason, Óli Þór Magnússon, Siguröur Björgvinsson, Ein- ar Á. Ólafsson, Grétar Einarsson, Ragn- ar Margeirsson, Jón Sveinsson (Guö- mundur Sighvatsson á 74. mín.), Kjartan Einarsson, Daníel Einarsson. Gul spjöld: Óli Þór Magnússon ÍBK og Ólafur Þorbergsson Þór. Dómari: Sæmundur Víglundsson og var hann slakur. Línuverðir: Sveinn Sigurjónsson og Gunnar Jóhannsson. Hlynur Birgisson hefur hér leikið á einn Keflvíking ■ leiknum á laugardag. Mynd: EHB Knattspyrna 2. deild: Mynd: -bjb Með sigri sínum á ÍR-ingum sl. laugardag með einu marki gegn engu hefur Tindastóll endanlega tryggt sæti sitt í 2. deild að þessu sinni. Leikurinn fór fram í rigningu á Sauðár- króksvelli og var þetta síðasti heimaleikur Tindastóls í ár. IR og Tindastóll eru áþekk lið og hefði þessi leikur allt eins get- að endað með jafntefli, ef tek- ið er mið af færum IR-inga. En heimamenn uppskáru sætan sigur og var þetta sjötti heima- leikurinn í röð án taps. áhorfendapöllunum. Skömmu seinna fékk ÍR gott tækifæri til að jafna leikinn, Bragi Björnsson komst einn inn fyrir vörn Tindastóls og átti bara Gísla eftir í markinu, en varð svo mikið um að hann skaut himna- skoti langt á loft, heimamönnum til óblandinnar ánægju. Síðan fékk Stcfán Pétursson gullið tækifæri til að gera út um leikinn rétt fyrir leikslok. Hann braust í gegnum vörn ÍR og skot hans rétt komst í gegnum markvörðinn, sem kom út á móti honum, og boltinn hafnaði í stöng og út af. En úrslit leiksins voru ráðin, 1:0 fyrir Tindastól. I annars jöfnu liði Tindastóls var Björn Sverrisson góður, svo og Ólafur Adolísson og Eysteinn Kristinsson. Sigurfinnur Sigur- jónsson fyrrverandi Tindstæling- ur var einna skástur í liöi ÍR- inga. Þess má geta að í leiknum fengu þeir Björn og Eysteinn sitt fjórða gula spjald í sumar og verða að öllum líkindum í banni í síðasta leiknum gegn UBK í Kópavogi um næstu helgi. -bjb Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og skiptust þau á að sækja án umtalsverðra marktæki- færa. Áhorfendur fengu þó að sjá ágæta knattspyrnu hjá báðum lið- um og þegar nær dró hálfleik urðu sóknir heimamanna beitt- ari. En mörkin létu ekki sjá sig í fyrri hálfleik. Áfram hélt baráttan í seinni hálfleik og smám saman færðist mikil harka í leikinn. Gul spjöld fóru á loft og bera þurfti leik- menn út af vegna meiðsla. Það má segja að það hafi verið síð- ustu fimm mínútur leiksins sem mesta hættan skapaðist fyrir fram- an mörkin. Sigurmark Tindastóls kom á 85. mínútu. Sverrir Sverrisson tók aukaspyrnu fyrir mark ÍR-inga og þar kom Eysteinn Kristinsson svífandi í loftinu og skallaði knettinum af fítonskrafti í mark ÍR, glæsilegur skalli og mikil fagnaðarlæti brutust út á Sverrir Sverrisson í baráttu við einn ÍR-ing. Tindastóll tryggði sætið í deildiiini - vann ÍR 1:0 á heimavelli

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.