Dagur - 20.09.1988, Síða 10

Dagur - 20.09.1988, Síða 10
íþróttir 10 - DAGUR - 20. september 1988 Enska knattspyrnan: Norwich eitt á Áður en leikir laugardagsins hófust voru Southampton og Norwich í efstu sætum 1. deild- ar, höfðu ekki tapað stigi. Margir spáu því að blöðrurnar myndu springa nú þar sem Stórleikur Jim Leighton, markvarð- ar Man. Utd., lagði grunn að sigrin- um gegn Luton. bæði liðin áttu erfiða útileiki, en það sprungu engar blöðrur, Norwich sigraði og er nú eitt á toppnum, en Southampton var óheppið að missa sinn leik nið- ur í jafntcfli í lokin. Lítum þá nánar á leiki helgarinnar. Staðan 1. deild: Norwich 4 4-0-0 8: 3 12 Southampton 4 3-1-0 9: 3 10 Millwall 4 3-1-0 8: 3 10 Liverpool 4 2-2-0 6: 2 8 Arsenal 4 2-1-1 12: 8 7 Everton 4 2-1-1 7: 3 7 Derby 4 2-1-1 4: 2 7 Man. Utd. 4 2-1-1 3: 1 7 Coventry 3 2-0-1 5: 2 6 Aston Villa 4 1-3-0 8: 7 6 QPR 4 1-1-2 2: 2 4 Sheffield Wed. 4 1-1-2 3: 5 4 West Ham 4 1-1-2 4: 9 4 Nott. For. 4 0-3-1 4: 5 3 Middlesbrough 4 1-0-3 3: 5 3 Charlton 4 1-0-3 3:10 3 Tottenham 3 0-2-1 5: 6 2 Luton 4 0-1-3 3: 7 1 Wimbledon 4 0-1-3 3: 9 1 Newcastle 4 0-1-3 2:10 1 2. deild Bradford 4 3-1-0 6: 1 10 Ipswich Town 4 3-1-0 7: 3 10 Blackburn 4 3-1-0 6: 2 10 Watford 4 3-0-1 8: 3 9 Bournemouth 4 2-2-0 4: 2 8 Plymouth 4 2-1-1 8: 5 7 Portsmouth 4 2-1-1 8: 5 7 Hull Clty 4 2-1-1 4: 3 7 W.B.A. 4 1-3-0 5: 3 6 Oxford 4 1-3-0 6: 5 6 Barnsley 4 1-3-0 3: 2 6 Leicestcr 4 1-2-1 5: 5 5 Man. City 4 1-2-1 5: 5 5 Oldham 4 1-1-2 6: 6 4 Walsall 4 0-4-0 4: 4 4 Leeds 4 0-3-1 2: 6 3 Birmingham 4 1-0-3 5:10 3 Chelsca 4 0-2-2 3: 5 2 Shrewsbury 4 0-2-2 3: 5 2 Crystal Palace 3 0-2-1 1: 3 2 Sunderland 4 0-2-2 3: 6 2 Swindon 3 0-2-1 2: 5 2 Stoke City 4 0-1-3 1: 7 1 Brighton 4 0-0-4 5:10 0 Norwich lék mjög vel á útivelli gegn Newcastle sem treysti um of á langar spyrnur fram völlinn og markvörður Norwich, Bryan Gunn, komst sjaldan í vanda. Dale Gordon kom Norwich yfir 5 mín. fyrir leikhlé er hann óvald- aður lyfti boltanum yfir David Beasant markvörð Newcastle. Yfirburðir Norwich voru miklir í síðari hálfleik og Robert Fleck bætti öðru marki við þegar hálf- tími var liðinn af síðari hálfleik. Fleiri mörk voru ekki skoruð og getur Newcastle þakkað Beasant fyrir það auk þess sem Fleck tókst að koma boltanum framhjá fyrir opnu marki. Southampton mætti Arsenal í London og var óheppið að sigra ekki í leiknum. Russell Osnran átti stórleik í vörn Southampton sem náði tveggja marka forskoti eftir 24 mín. leik. Matthew le Tissier skoraði strax á 3. mín. þegar vörn Arsenal reyndi að leika hann rangstæðan og mistök David O’Leary og Tony Adams urðu til þess að Rodney Wallace slapp í gegn og skoraði eftir að hafa leikið á John Lukic í marki Arsenal. Arsenal átti meira í síð- ari hálfleiknum, Brian Marwood skoraði úr vítaspyrnu sem var dæmd á hendi á 83. mín. Jöfnun- armark Arsenal var skorað er 7 mín. voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, Alan Smith skallaði þá í mark meðan leik- menn Southampton biðu eftir lokaflauti dómarans sem hafði bætt við leiktímann vegna meiðsla. Millwall er ásamt Southamp- ton með 10 stig í öðru til þriðja sæti. Þeir fengu Everton í heim- sókn og unnu glæsilegan sigur. Tony Cascarino átti mjög góðan leik hjá Millwall og hann skoraði tvívegis fyrir liðið í fyrri hálfleik, fyrst með þrumuskalla á 26. mín. og síðan á 37. nrín. nreð ná- kvæmu skoti. George Lawrence átti stóran þátt í báðum mörkun- um, síðara markið kom eftir að hann hafði skotið í stöng. Ever- ton náði þó tökum á leiknum í síðari hálfleik, Alan McLeary gerði sjálfsmark hjá Millwall, en nýliðarnir stóðust allar frekari árásir Everton sem þarna lék sinn 3.328 leik í 1. deild, cn Millwall hefur aðeins 4 leiki að baki í deildinni. Cascarino hefur nú skorað 5 mörk í þessum fjórum leikjum og liðið virðist til alls líklegt, en Everton á í vandræð- um með varnarleik sinn. Manchester Utd. náði góðum úrslitum í leik sínum gegn Luton á útivelli án þess að leika vel. Mikið er urn meiðsli hjá Utd., Viv Anderson, Norman White- side og Gordon Strachan allir meiddir. Jim Leighton átti þó frábæran leik í markinu og getur liðið þakkað honum sigurinn öðr- um fremur. Fyrstu 10 mín. leiks- ins varði hann þrívegis frábær- lega vel. Varnarmistök Marvin Johnson á 19. mín. urðu til þess að Peter Davenport náði foryst- unni fyrir Utd. með góðu skoti, algerlega gegn gangi leiksins. 5 mín. fyrir leikslok gerði þó Man. Utd. endanlega út um leikinn með glæsilegu marki. Jesper Ol- sen braust upp vinstri kantinn, sendi síðan fyrir þar sem Bryan Robson kom aðvífandi og skall- aði í bláhornið á marki Luton. Það var hörkuleikur á Anfield Road þar sem Liverpool mætti óvæntri mótspyrnu frá Totten- ham. Paul Gascoigne og Vinny Samways léku mjög vel á miðj- unni hjá Tottenham og heimalið- ið varðist langtímum saman. Þeir léku án John Barnes og Steve McMahon og það kom fram á leik liðsins. Gary Mabbutt, Terry Fenwick og Chris Fariclough héldu sóknarmönnum Liverpool í heljar greipum í leiknum. Paul Walsh fékk gott færi fyrir Totten- ham og Bruce Grobbelaar varði frá Chris Waddle er hann komst einn í gegn strax í byrjun leiks. 12 mín. fyrir leikslok skoraði Pet- er Beardsley fyrir Liverpool eftir sendingu frá Gary Ablett, en Tottenham jafnaði 3 mín. síðar, Tony Cascarino, hinn marksækni miðherji Millwall gerði bæði mörk liðsins gegn Everton. Fenwick skallaði í mark eftir aukaspyrnu Gascoigne. Loka- mínúturnar voru spennandi, Fairclough rekinn útaf fyrir að lemja á John Aldridge og Ian Rush mistókst að skora sigur- markið úr opnu færi af aðeins þriggja metra færi, en jafnteflið staðreynd. Nottingham For. og Derby gerðu einnig jafntefli í hörðum Terry Fenwick tryggði Tottenham jafntefli gegn Liverpool með góðu skallamarki. i - toppnum leik þar sem Forest hafði yfir- höndina, en reynsluleysi og klaufaskapur kom í veg fyrir sig- ur liðsins. Colin Foster náði for- ystu fyrir Forest þegar aðeins 5 mín. voru til leiksloka, en í stað þess að reyna að halda út og verj- ast hélt liðið áfram að sækja og opnaði vörn sína, Trevor Hebb- erd slapp í gegn og jafnaði fyrir Derby. Middlesbrough nældi í sín fyrstu stig í deildinni með sigri heima gegn Wimbledon. Gary Hamilton skoraði eina mark leiksins á 7. mín. fyrri hálfleiks. Aston Villa hefur ekki tapað leik, gerði jafntefli á útivelli gegn West Ham, en nagar sig þó í handarbökin fyrir að rnissa af sigri eftir að hafa yfir 2:0 í hálf- leik. Alan Mclnally skoraði tví- vegis fyrir Villa í fyrri hálfleik og hefur nú skorað sex mörk í deild- inni. f síðari hálfleiknum tókst West Ham að jafna leikinn með sjálfsmarki Martin Keown og marki nýja leikmannsins David Kelly. Q.P.R. sigraði Sheffield Wed. á heimavelli, gamli landsliðsmið- herjinn Trevor Francis skoraði bæði mörk liðsins, það fyrra f fyrri hálfleik og síðan úr víta- spyrnu í síðari hálfleik. Charlton varð fyrir áfalli í leik sínum á útivelli gegn Coventry. Markvörður þeirra, Bob Bolder, varð að fara af leikvelli á 21. mín. eftir samstuð við Gary Bannister með sár á hendi og fingur úr liði. Miðvallarleikmaðurinn Steve Gritt fór í markið og fékk á sig þrjú mörk í síðari hálfleik. David Srnith skoraði tvö mörk og Bann- ister það þriðja. 2. deild Efstu liðin í 2. deild áttu ekki góða helgi, Watford tapaði á úti- velli gegn Ipswich. Simon Milton skoraði fyrst fyrir Ipswich, en Iwan Roberts jafnaði fyrir Wat- ford fyrir hlé og bætti öðru marki við strax eftir hálfleik. Dalian Atkinson jafnaði fyrir Ipswich og David Lowe gerði síðan sigur- mark Ipswich liðsins. Portsmouth tapaði illa á heimavelli gegn Hull City. Keith Edwards skoraði tvö af mörkum Hull City. Bradford kornst í annað sæti eftir 2:0 sigur gegn Oldham, Andy Thomas skoraði bæði mörkin. Einn mesti markaskoraði deildarinnar, Tommy Tynan skoraði þrennu fyrir Plymouth í 4:0 sigri gegn Stoke City. Ian Brightwell og Paul Mould- en skoruðu fyrir Man. City í fyrsta sigurleik liðsins í deildinni gegn Brighton. Birmingham náði einnig sín- um fyrsta sigri og jafnframt sín- um fyrstu stigum heima gegn Sunderland, Ian Atkins, Gary Charlton og Colin Robinson skoruðu fyrir liðið, en Colin Pascoe skoraði bæði mörk Sund- erland. Crystal Palace og Shrewsbury skildu jöfn 1:1, Doug Rougvie náði forystu fyrir Shrewsbury, en Ian Wright jafnaði fyrir Palace. Barnsley og Chelsea gerðu einnig 1:1 jafntefli, Graham Roberts skoraði úr víti fyrir Chelsea, en Jim Dobbin jafnaði mín. síðar. Nicky Cross skoraði fyrir Leic- ester á fyrstu mín. gegn Oxford, en Gary Shelton jafnaði fyrir Oxford í síðari hálfleik. Robert Fleck og félagar í Norwich sitja á toppi 1. deildar og hann skor- aði sjálfur annað mark liðsins á laugardag. Tvö markalaus jafntefli urðu einnig í 2. deild, W.B.A. og Walsall skildu jöfn, einnig Bournemouth og Leeds Utd., úrslit sem setja aukna pressu á Billy Bremner hjá Leeds Utd. Þ.L.A. Úrslit helgarinnar: 1. deild Arsenal-Southampton 2:2 Coventry-Charlton 3:0 Liverpool-Tottenham 1:1 Luton-Manchester Utd. 0:2 Middlesbr.-Wimbledon 1-0 Millwall-Everton 2:1 Newcastle-Norwich 0:2 Nottingham For.-Derby 1:1 Q.P.R.-Sheffield Wed. 2:0 West Ham-Aston Villa 2:2 2. deild Barnsley-Chelsea 1:1 Birmingham-Sunderland 3:2 Blackburn-Swindon 0:0 Bournemouth-Leeds Utd. 0:0 Bradford-Oldham 2:0 Crystal Palace-Shrewsbury 1:1 Ipswich-Watford 3:2 Manchester City-Brighton 2:1 Oxford-Leicester 1:1 Plymouth-Stoke City 4:0 Portsmouth-Hull City 1:3 W.B.A.-Walsall 0:0 3. deild Aldershot-Southend 2:2 • Blackpool-Mansfield 1:1 Bolton-Bristol Rovers 1:1 Bristol City-Preston 1:1 Fulham-Bury 1:0 Huddersfield-Gillingham 1:1 Northampton-Chesterfield 3:0 Port Vale-Cardiff City 6:1 Sheffield Utd.-Chester 6:1 Swansea-Brentford 1:1 Wigan-Reading 3:0 Wolves-Notts County 0:0 4. deild Crewe-Darlington 2:0 Doncaster-Torquay 1:2 Grímsby-Rotherham 0:4 Halifax-Carlisle 3:3 Hartlepool-Leyton Orient 1:0 Hereford-Scarborough 1:3 Peterborough-Lincoin 1:1 Rochdale-Exeter 2:1 Stockport-Burnley 0:0 T ranmere-Cambridge 1:2 Wrexham-Colchester 2:2 York City-Scunthorpe 1:2

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.