Dagur - 22.09.1988, Page 2

Dagur - 22.09.1988, Page 2
2 - DAGUR - 22. september 1988 Sauðárkrókur: Fjörutíu ára gamalt tré sfitnaði upp með rótum Hávaðarok var víða um Norðurland síðustu helgi og á Sauðárkróki og nágrenni mældust mest 10 vindstig á sunnudagsmorgun, eða um 55 hnútar. Það var svo sem eng- inn Gilbert þar á ferðinni, þótt sumir hafi haldið það, enda fjórum sinnum minni vind- hraði. Að sögn Viðars Agústs- sonar veðureftirlitsmanns á Bergstöðum hefur ekki mælst svo mikill vindur í langan tíma á þessum slóðum. „Að vísu vantar okkur hviðumæli til að ná toppunum, en hér á Berg- stöðum komu miklar hviður um nóttina,“ sagði Viðar. Á Sauðárkróki urðu ekki nein- ar umtalsverðar skemmdir í rok- inu en þó fréttist af einu tré í Suðurgötu, undir Nöfunum, sem fauk upp með rótum. Um var að ræða 40 ára gamalt víðitré sem slitnaði upp, braut girðingu og lagðist út á götu. Að sögn íbúa á Suðúrgötu hefur aldrei annað eins! rok komið og aðfaranótt sunnudágs, því oft hafa Nafirnar veitt gott skjól fyrir hvössum vestanvindum. Þá fór flest lauslegt af stað á Sauðárkróksvelli, bæði mörk og auglýsingaspjöld. Annað markið laskaðist aðeins eftir langa för á vellinum og auglýsingaspjöldin voru á víð og dreif. Spjöldin voru fest á grindur, sem stórir sand- pokar lágu á, og var eins og sprenging hefði lent á vellinum þegar félagar í knattspyrnudeild Tindastóls komu að laga til. Eitt auglýsingaspjald eyðilagðist, sem telja má vel sloppið. Þá brotnuðu tvær rúður í sund- lauginni í rokinu, önnur fyrir ofan áhorfendapallana eftir að einhver hlutur hefur spýst í gegn. Var eins og rúðan hefði verið fag- mannlega útskorin. -bjb Egilsstaðir: Framkvæmdir við sundlaug teflast Teikningar af nýrri sundlaug á Egilsstöðum voru ekki til- búnar um síðustu mánaða- mót, en þá átti að vera búið að skila þeim. Bygging sundiaugarinnar getur því ekki hafíst fyrr en á næsta ári. Sigurður Ananíasson, for- maður íþróttamannvirkja- nefndar, sagði að ákveðið hefði verið að láta byggja laugina sem útilaug, 15,5 x 25 metra að stærð, en upphaflega var ráðgert að byggja innilaug. Sundlaugin verður í tengslum við fyrirhugað íþróttahús á Egilsstöðum. Vegna tafa á afhendingu teikninganna dregst allt verkið óhjákvæmilega en að sögn Sigurðar á bygging laugarinn- ar ekki að taka meira en tvö ár. Fjórum milljónum króna var varið til sundlaugarbygg- ingarinnar á þessu ári. Eina sundlaugin á Egilsstöðum er lítil plastlaug, og hefur sund- kennsla farið fram í henni. Hér er því um stórkostlega bragarbót að ræða hvað varð- ar aðstöðu íbúa Egilsstaða til sundiðkunar. EHB Reynt að reisa tréð við sem slitnaði upp með rótum að Suðurgötu 12 og eins og sjá má brotnaði girðingin. Mynd: -bjb ISýL mmnm W 123^ stna oooe naa ]þ 07/89 JÓN JÓNSS0N 0035 8416-3958 Samkort hf.: Nýtt greiðslu- kortafyrirtæki - á vegum samvinnuhreyfmgarinnar Ráðherra vill leggja gráa markaðinn í bönd Stofnað hefur verið nýtt greiðslukortafyrirtæki á vegum samvinnuhreyfíngarinnar. Á stofnfundi 14. september gerð- ust 17 félög stofnaðilar og þeir sem gerast hluthafar í fyrirtæk- inu innan mánaðar teljast einnig til stofnfélaga. Tæplega 40 félögum, þar á meðal kaup- félögunum og samstarfsfyrir- tækjum Sambandsins, hefur verið boðin þátttaka í fyrirtæk- inu. Hlutafé verður allt að 40 milljónir króna. Upphaf þessa máls er það að forstjóri Sambandsins, Guðjón B. Ólafsson, skipaði nefnd í janúar 1987 til að kanna útgáfu félagsmannakorts. í þeirri könn- un kom í ljós að hagfelldara yrði að stofna til fyrirtækjakorts, sem gæfi möguleika á víðtækri þjón- ustu. Ekki hefur verið boðið upp á slíka greiðslukortaþjónustu hér eins og víða erlendis. Tilgangurinn með samkortum er m.a. að nýta þau á öllum þeim sviðum sem samvinnuhreyfingin er með þjónustu á. Með því mætti draga úr lánastarfsemi og stjórnunarkostnaði, en ýmsir fjölþættir möguleikar hafa nú þegar skapast í greiðslukorta- starfsemi með víðtækri notkun tölvutækni. Þegar er búið að tryggja hugbúnað sem skapar þessa möguleika. Stefna hins nýja greiðslukorta- fyrirtækis er sú að korthafar hafi ávinning af þátttöku. M.a. eru möguleikar á því að veita kort- höfum sértilboð, afsláttarkjör og jafnvel arð af viðskiptum með kortunum. Með því að auðkenna kortin aðildarfélögum, t.d. með númeii kaupfélags, skapast einn- ig möguleiki á því að veita þjón- ustu í ýmsum félagslegum til- gangi innan hvers félagssvæðis. Þá eru einnig uppi hugmyndir um það að hafa greiðslutímabilin tvö, sem yrði t.d. til hagræðis fyr- ir launþega sem ekki fá greidd laun um mánaðamót. Eins og áður sagði verða þeir sem gerast aðilar að Samkortum hf. innan mánaðar stofnaðilar félagsins. Sá sem unnið hefur að undirbúningi þessa máls fyrir samvinnuhreyfinguna er Halidór Guðbjarnason, viðskiptafræðing- ur. Á ríkisstjórnarfundi skömmu fyrir stjórnarslit, lagði Jón Sig- urðsson viðskiptaráðherra fram tvö frumvörp til laga um ijármálastarfsemi utan banka- kerfísins - gráa markaðinn svokallaða. Hér er annars vegar um að ræða frumvarp til laga um verð- bréfaviðskipti og verðbréfasjóði og hins vegar frumvarp til laga um eignarleigustarfsemi eða „fjármögnunarleigu“, eins og þessi starfsemi hefur oftast verið nefnd. Þessi frumvörp eru samin af nefnd sem viðskiptaráðherra skipaði 16. febrúar sl. til að fjalla um lagasetningu um starfsemi á fjármagnsmarkaðinum. Viðskiptaráðherra bætti inn í verðbréfafrumvarpið grein sem veitir honum heimild til þess að heimila Seðlabanka íslands að láta sömu reglur gilda um bindi- skyldu verðbréfafyrirtækja og verðbréfasjóða og gilda um bindiskyldu innlánsstofnana. Verðbréfafrumvarpið er viða- mikið. Með því er settur nýr rammi um starfsemi verðbréfa- miðlara, verðbréfafyrirtækja og verðbréfasjóða sem leysir m.a. eldri lög frá 1986 af hólmi. Meðal efnisatriða í verðbréfa- frumvarpinu ná nefna eftirfar- andi: - ítarlegar reglur um skil- yrði sem verðbréfamiðlarar verða að uppfylla og um starfs- skyldur þeirra gagnvart viðskipta- vinum og eftirlitsaðilum. - Ný ákvæði um verðbréfafyrirtæki og starfsemi þeirra en engin slík ákvæði eru í lögum. - ítarleg ákvæði um rekstur verðbréfa- sjóða. - Ströng ákvæði um til- sjón bankaeftirlits Seðlabankans með verðbréfaviðskiptum og verðbréfasjóðum. - Reglur um lágmarkshlutafé verðbréfafyrir- tækis og lágmark eigin fjár þess. - Ákvæði um viðskipti verð- bréfafyrirtækja og verðbréfa- sjóða með verðbréf. - Ákvæði um rekstrarform verðbréfasjóða og um samþykktir þeirra. - Ákveðnar reglur um dreifingu fjárfestingar verðbréfasjóða. - Ákveðnar reglur um lausafjár- skyldu verðbréfasjóða. - Ákvæði um heimild til þess að setja bindi- skyldu á verðbréfafyrirtæki og verðbréfasjóði. - Skýr ákvæði um heimild stjórnvalda til að hlutast til um rekstur verðbréfa- fyrirtækis brjóti það gegn ákvæð- um laganna að mati bankaeftirlits Seðlabankans. - Ákvæði um hörð viðurlög við brotum gegn lögum og reglum um starfsemi verðbréfafy rirtækj a. í eignarleigufrumvarpinu eru ýmsar skilgreiningar sem eru nýlunda í lögum. Þar eru sett lág- marksskilyrði til rekstrar eignar- leigufyrirtækja og um starfssvið þeirra. Þar er meðal annars ákvæði að lágmark eigin fjár eignarleigufyrirtækisins skuli á hverjum tíma ekki nema lægri upphæð en sem svarar 8% af heildarskuldbindingum þess. A síðasta skólaári var töluvert um rúöubrot í Lundarskóla á Akureyri og nam kostnaður vegna þeirra tæpum 200.000 krónum. Bæjarstjóm Akureyrar samþykkti nýverið að upphæð- in skyldi færð á óskiptan við- haldskostnað grunnskólanna. Hörður Ólafsson skólastjóri Lundarskóla sagði að megin hluti þessa kostnaðar sé vegna rúðu- brota sem framin voru um pásk- ana í fyrra. Þá voru rúður brotn- ar kvöld eftir kvöld og voru dýr- ustu rúðurnar í skólanum helst fyrir valinu. „Það hefur ekki tek- ist að upplýsa nema hluta af þess- Þá eru þar lágmarksákvæði um efni eignarleigusamninga og um upplýsingaskyldu eignarleigu- fyrirtækja gagnvart viðskiptavin- um. Loks eru í frumvarpinu ítar- leg ákvæði um eftirlit með starf- semi eignarleigufyrirtækja og um viðurlög við brotum á lögum um starfsemina. Þessi frumvörp ná til stórs hluta fjármagnsmarkaðarins utan bankakerfisins. Með þeim er bætt úr brýnni þörf fyrir skýrar og ákveðnar reglur um þá fjár- málastarfsemi sem hér um ræðir. í frétt frá fjármálaráðuneytinu segir að markmiðið með þessum frumvörpum sé að tryggja hag sparifjáreigenda sem kjósa að ávaxta sparnað sinn á þessum vettvangi, upplýsingasöfnun og eftirlit stjórnvalda með þessari starfsemi og að sams konar reglur gildi um skilda fjármálastarf- semi. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra leggur ríka áherslu á að frumvörp þessi verði að lögum á Alþingi nú í haust. AP um rúðubrotum, en þeir sem náðust bættu tjón sín. Því miður lendum við í Lundarskóla tals- vert mikið í rúðubrotum og hafa t.d. þegar verið brotnar tvær rúð- ur í haust.“ Hörður sagði rúðubrotin oftast mest á haustin, en skólinn hefur að mestu verið í friði í sumar. Auk þess væri skólalóðin ekki vel frá gengin, svo auðvelt er að grípa þar grjót. Ljóst er, að Lundarskóli bar hæsta tjónið vegna rúðubrota í fyrra. Gagnfræðaskólinn varð sömuleiðis nokkuð fyrir barðinu, en ekki nálægt því eins mikið og Lundarskóli. VG Rúður fyrir 200 þús.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.