Dagur - 22.09.1988, Page 4

Dagur - 22.09.1988, Page 4
4 - DAGUR - 22. september 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR, 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjávík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Bömin gleymast í síðustu viku greindi Dagur frá því hörmung- arástandi sem ríkir í nágrenni Síðuskóla í Glerárhverfi á Akureyri. Það er raunar með ólíkindum hve bæjaryfirvöld hafa trassað að búa þannig um hnúta að yngstu borgararnir fái viðundandi aðstöðu. Óhætt er að fullyrða að t.d. starfsmenn Akureyrarbæjar myndu ekki sætta sig við það sem börnunum er boðið upp á. Við skulum líta ögn nánar á málið. í næsta nágrenni skólans eru engar merktar gang- brautir, engar hraðahindranir eða umferðar- merki sem gefa til kynna skóla í næsta ná- grenni. Frá Bugðusíðu er ekið beint inn á skólalóðina þar sem börn eru oft að leik í frímínútum og steypubílar leggja oft leið sína um lóðina, en unnið er við byggingafram- kvæmdir skammt frá skólanum. í umræddum skóla eru um 500 börn og því má segja að þetta sé einn stærsti vinnustað- urinn á Akureyri. Krakkarnir eru víst ekki atkvæðisbærir og má vera að það sé ástæða þess að ekki er lokið við umhverfi skólans — en auk þess er það lenska hér á landi að ljúka aldrei við nokkurn skapaðan hlut. Börnin í Síðuskóla eiga heimtingu á að sómasamlega sé búið að þeim. Við megum ekki bíða eftir stórslysi í nágrenni skólans — slysi sem má rekja til þess að ekki hafi verið lokið við ákveðna verkþætti. Dagur skorar á bæjaryfir- völd að nota haustdagana til að ganga frá málum svo allir geti vel við unað. Sérkennileg afstaða Fjölmiðlar hafa nokkuð rætt við Kvenna- listakonur í framhaldi af uppgjöf Þorsteins Pálssonar og för hans til Bessastaða. Flestir gerðu ráð fyrir að Kvennalistakonurnar myndu bregðast við á málefnalegan hátt — en sú von brást. Upptendraðar af niðurstöðum skoðanakannana heimta þær þjóðstjórn og síðan kosningar. Ekki örlar á vilja til að viður- kenna stöðu mála, að þjóðin þurfi nú allt ann- að en kosningar og það efnahagsöngþveiti sem þeim fylgir. Kvennalistakonur vilja helst að hvert og eitt einasta fyrirtæki í landinu verði skoðað og gerðar efnhagsráðstafanir sem vitað er að myndu endanlega koma landinu á hausinn. Óábyrg afstaða hefur reyndar ætíð einkennt Kvennlistann en nú tók steinninn úr. ÁÞ. Er skattlagning Ríkisút- varpsins réttlætanleg? Ég var þeirrar skoðunar að eitt meginhlutverk Ríkisútvarpsins væri að gæta stöðu fjölmiðlunar í hinum dreifðu byggðum og að vera rödd allrar þjóðarinnar. Af þessum ástæðum gat ég fallist á skattlagningarrétt Ríkisútvarps- ins á alla, sem höfðu viðtæki í þjónustu sinni til að nema hljóðvarp, sem sjónvarp. Ríkis- útvarpið skyldi vera yfir það haf- ið að þurfa að gæta markaðshags- muna í fréttaflutningi og efn- isvali. Það ætti sem sagt að vera hlutlægt, en þó hlutlaust, sem fréttamiðill og óháð persónuleg- um sjónarmiðum þeirra, sem þar segja fyrir verkum. Ríkisútvarpið skyldi jafnframt vera menningar- miðill. Norðlenskt útvarp fyrir Norðurland Eitt þeirra baráttumála, sem Fjórðungssamband Norðlend- inga hefur haft á stefnuskrá sinni, var að Ríkisútvarpið kæmi upp á Norðurlandi útsendingarstarf- semi. í tíð þáverandi mennta- málaráðherra var skipuð nefnd í þetta verkefni, samstarfsnefnd Fjórðungssambands Norðlend- Hús Ríkisútvarpsins v/Fjölnisgötu á Akureyri. Starfsmenn Ríkisútvarpsins á Akureyri. Greinarhöfundur telur að Svæðisút- varpinu sé að meira eða minna leyti miðstýrt að sunnan. gerðarmann og veitti honum bestu fyrirgreiðslu um alla upp- byggingu. Fljótlega kom í ljós að fréttaöflun heyrði ekki undir hann og var áfram fjarstýrð og háð efnisþörf og dyntum frétta- stofunnar í Reykjavík. Norðlensk sjónarmið hundsuð Það var því fullkomlega ljóst að hvorki áform okkar heima- manna, né fyrsta forstöðumanns dvala sínum, og talar um hið nýja kraftaverk( ljósleiðarann. Til hvers á að ríkisreka fjölmiðla? Margir vinir manns syðra spyrja, hvers vegna þeir séu hættir að heyra yfirlitsfréttir af lands- byggðinni, þar sem einkum er getið viðburða, en ekki eingöngu slysa, mistaka og sundurlyndis á milli manna. Hinn nýi fréttastíll, sem yfir- Áskell Einarsson: Felum norðlenskum aðilum reksturinn á Fjölnisgötunni - Nokkur orð um norðlenskt útvarp Endurskoðun aðkallandi Ég las það fyrir tilviljun í blaði fyrrverandi menntamálaráðherra Ingvars Gíslasonar, en hann skipaði þá nefnd, sem undirbjó núverandi útvarpslög, að nú væru liðin þrjú ár frá gildistöku lag- anna og bæri að taka þau til endurskoðunar samkvæmt lag- anna hljóðan. Það er því fullkomlega tíma- bært að líta yfir farinn veg og leggja mat á þróunina. Ég var einn þeirra manna, sem mat hlutverk Ríkisútvarpsins mikils og ef til vill meira en efni stóðu til. Ástæðan til þessa var ótti minn við að hinir frjálsu fjöl- miðlar gengju framhjá dyrum landsbyggðarmanna. inga, Ríkisútvarpsins og mennta- málaráðuneytisins. Niðurstaða þessarar nefndar var að ráðist skyldi í sérstaka útsendingar- starfsemi á Akureyri, sem næði til alls Norðurlands. Þegar reynsla væri komin á þessa starf- semi skyldi hugað að hliðstæðri starfsemi á Egilsstöðum og síðar á ísafirði. Allt sýndist þetta ætla að ganga eftir. Baráttumál Norðlendinga um árabil Hins vegar gekk uppbygging svæðisútvarpsins á Akureyri ekki eins eftir og margir hugðu. Þáverandi útvarpsstjóri skikkaði til okkar þaulvanan dagskrár- svæðisútvarpsins komust í gegn- um stofnanaþoku Útvarpsins. Við lögðum mesta áherslu á beina og sjálfstæða starfsemi, sem kynnti norðlenskt efni og norðlenskar fréttir eftir mati staðkunnugra manna, í höfuðrás hljóðvarpsins milliliðalaust. Ljósleiðarinn vinnur á tregðulögmálinu Mestu vonbrigðin voru því, þeg- ar bæði skorti fjármagn og vilja til að koma þessu útvarpi til allra Norðlendinga. Það alvarlega er að nú fyrst þegar hinir frjálsu fjölmiðlar dreifa efni sínu til allra byggða vaknar Ríkisútvarpið af

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.