Dagur - 22.09.1988, Síða 6
6 - DÁGÚft- 22 september 1988
Aðalfiindur
Framhaldsaðalfundur Styrktarfélags vangefínna
á Norðurlandi verður haldinn fímmtudaginn 29.
sept. nk. kl. 20.30 í Iðjulundi.
Dagskrá:
1. Reikningar félagsins lagðir fram.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
Til leigu!
Önnur og fjórða hæð Glerárgötu 28 eru til
leigu.
Leigjast í heilu lagi eða í hlutum.
Lausar 1. október 1988.
Ennfremur er til sölu iðnaðarhúsnæði við Hvanna-
velli 12.
Upplýsingar gefur Aðalsteinn Jónsson í síma 21165.
Efnaverksmiðjan
Sjöfn
______________________________>
*................
Nýtt námsefni
í skyndihjálp
Kynningarfundir fyrir starfandi leiðbeinendur í
skyndihjálp verða haldnir á Akureyri og Egils-
stöðum laugardaginn 15. okt. nk. kl. 13.00 á
báðum stöðum.
Innritun og nánari upplýsingar eru í síma
91-26722.
RAUÐI KROSS ÍSLANDS.
SFramhalds-
aðalfundur
Sjálfsbjargar á Akureyri og nágrenni
verður haldinn að Bjargi n.h. fimmtudaginn
29. sept. kl. 20.30.
Dagskrá:
Reikningar félagsins.
Önnur mál.
Reikningar Sjálfsbjargar liggja frammi á skrifstofu félags-
ins kl. 13-17 næstu daga.
Kaffiveitingar.
Mætið vel og stundvíslega.
Stjórnin.
Bridds
Bautamót Bridgefélags Akureyrar hefst nk. þriðju-
dagskvöld, 27. september kl. 19.30 í Félagsborg.
Spilaður verður tvímenningur og tekur mótið þrjú
kvöld.
Allt spilafólk á Akureyrí og nágrenni velkomid.
Skráning fer fram á keppnisstað.
Mætið því tímanlega.
BRIDGEFÉLAG AKUREYRAR.
„Sviðahausar og ljós-
rítun var lifibrauð
mitt í nokkur ár“
- Þorsteinn Birgisson framkvæmdastjóri
fóðurstöðvar Melrakka hf. á Sauðárkróki í viðtali
Þorsteinn Birgisson húsasmið-
ur og með próf í rekstrartækni-
fræði er framkvæmdastjóri
fóðurstöðvar Meirakka hf. á
Gránumóum, yfir Sauðár-
króki. Þorsteinn er 37 ára,
fæddur og uppalinn á Siglufirði
og kemur úr stórum systkina-
hópi. Talið var á sínum tíma að
um met hafi verið að ræða þeg-
ar móðir Þorsteins ól 6 stráka á
3 árum og fimm mánuðum.
Tvíburar komu ’48 og ’51 og
síðan tveir þar á milli á sitt
hvoru árinu. En fjölskylda
Þorsteins er ekki umræðuefnið
að þessu sinni, heldur hann
sjálfur. A Siglufirði dvaldi
Þorsteinn alveg til 1971 og
kláraði gagnfræðaprófið þar.
Hann var mikið í íþróttum, sér
í lagi knattspyrnu, en stundaði
allt nema skíði. Má nefna að
hann var markahæstur í 3.
deild. „En það var fyrir 20
árum og 20 kílóum síðan,“ seg-
ir Þorsteinn. Árið ’71 fer hann
til Reykjavíkur, en hvað að
gera?
„Ég fór að vinna þar og kynnt-
ist þar meðal annars konunni
minni, Ragnheiði Steinbjörns-
dóttur, sem er úr Skagafirðinum,
og eigum við þrjá stráka. Tveir
þeirra eru fæddir í Skagafirði og
einn í Danmörku, þannig að ég
er eini Siglfirðingurinn í
hópnum. í Reykjavík var ég í
ýmsu til að byrja með en frá ’72
vann ég í Kassagerð Reykjavík-
ur. Við byrjuðum okkar búskap í
borginni og vorum þar til ’76. Þó
að við hefðum það mjög gott
þarna þá langaði mig til að fara
að læra eitthvað. Á þessum tíma
höfðu iðnaðarmenn það mjög
gott og ég ákvað að fara í húsa-
smíði. Á Sauðárkrók fór ég því
ég sá að hér var ákveðin upp-
bygging, mig langaði ekkert til
þess að fara á Siglufjörð. Ég
komst að sem lærlingur í smíðum
hjá Trésmiðjunni Borg og lauk
smíðanáminu með sveinsprófi
1980. Við keyptum okkur íbúð
hérna og þess má geta að ég spil-
aði tvö sumur með Tindastóli í
knattspyrnu. Ég vil taka það
fram að ég er KS-ingur inn við
beinið en vil Tindastóli vel.“
- Hvað tók við þegar þú varst
búinn með húsasmíðina?
„í restina á húsasmíðanáminu
fann ég að það var engin framtíð
í þessu og mig langaði að fara út
í eitthvað annað. Þá fór ég að
huga að tækninámi og stefndi
strax á Danmörku í því sam-
bandi. Ástæðan fyrir því að ég
valdi Danmörku var sú að þegar
ég var 17 ára gamall fór ég þang-
að og var þar í einn vetur í
íþróttaskóla. Því var ég minna
hræddur við tungumálaerfiðleika
en ella. Haldið var til Óðinsvéa í
Danmörku í júlí ’82. Ég sem
húsasmiður hafði áhuga á bygg-
ingatæknifræði og byrjaði á því
námi. Var í undirbúnings- og
raungreinadeild í einn og hálfan
vetur. Á þeim tíma komu upp
hugmyndir um nýja námslínu í
skólanum, sem átti að taka yfir
byggingarrekstrartæknifræði.
Þorstcinn Birgisson framkvæmda-
stjóri á skrifstofu sinni hjá Melrakka
hf. á Gránumóum.
Það mál strandaði í pólitík og
varð ekkert af. Þá ákvað ég að
velja rekstrarlínuna umfram
byggingarlínu og fór því í rekstr-
artæknifræðinámið ’84. Við vor-
um í það heila í Óðinsvéum í
fimm og hálft ár, komum til
íslands í janúar sl. og mætt á
Krókinn 1. febrúar.
Það er gaman að segja frá því
að á þessum tíma í Danmörku
reyndi maður ýmislegt til að hafá"
ofan í sig og á. Talandi um reynslu
í rekstri þá var maður með
sjoppu á Siglufirði í eitt ár, en
síðustu tvo veturna í Danmörku
seldi ég tvö tonn af íslensku
lambakjöti til námsmanna fyrir
jólin. Það var í gegnum slátrara í
Kaupmannahöfn, ég sótti kjötið
á sendibíl og gerði ákveðinn samn-
ing við slátrarann. Þá seldi ég
svolítið fyrir páskana og þetta
kom mjög vel út fyrir okkur. Síð-
an síðasta vetur gerði ég samning
við eitt fyrirtæki um að kaupa af
þeim ljósrit af námsbókum, sem
flestar voru í 4A broti. Ljósritin
seldi ég sfðan bekkjarfélögum og
fleirum í tækniskólanum, alls 140
þúsund ljósrit á tveim misserum.
Þetta voru ca. 3-4 þúsund síður á
mann. Þannig að það má segja
það að sviðahausar og ljósritun
hafi haldið í manni lífinu þarna í
Danmörku. Síðan lét ég danskan
kunningja minn taka við þessu og
núna er þetta fyrirtæki sem ég
samdi við með einn mann við
tækniskólann í Óðinsvéum við að
ljósrita til nemenda.“
- Þú kemur á Krókinn 1.
febrúar sl. Hvað varð til þess að
þú gerðist framkvæmdastjóri hjá
Melrakka?
„Þegar ég er rétt kominn til
Sauðárkróks þá hafði maður
samband við mig frá Melrakka.
Þeir höfðu verið að leita að
manni í nokkrar vikur. Ég tók
minn tíma við að hugleiða þetta,
það er ekkert hlaupið að því að
fá vinnu í litlu bæjarfélagi sem
passar við mína menntun. Ég tók
þessari stöðu og byrjaði hér 22.
febrúar, þrem vikum eftir að ég
kom í bæinn.“
Fóðurstöðin Melrakki hf. var
stofnuð 1983 af nokkrum loð-
dýrabændum og hóf fóðurfram-
leiðslu í fóðurstöð minnkabúsins
Loðfelds. Þar er fóður framleitt í
dag en um næstu mánaðamót er
stefnt að því að ný og glæsileg
fóðurstöð verði tekin í notkun á
Gránumóum, nokkru ofar en
Loðfeldur er. Þaðan verður fóðri
ekið til þeirra 52 loðdýrabúa á
Norðurlandi vestra sem Melrakki
þjónar. Þetta er stórt svæði og í
síðasta mánuði var flutnings-
kostnaður Melrakka 850 þúsund
krónur. Ef einn bíll þarf að fara á
allt svæðið þarf hann að aka 1000
kílómetra. Flutningskostnaði var
jafnað á milli loðdýrabænda og
greiðir bóndi í Fljótum sama fóð-
urgjald og bóndi á Reykjaströnd
t.d. Fastir starfsmenn Melrakka í
dag eru 4, auk Þorsteins og
Haraldar Þórðarsonar fram-
leiðslustjóra. En snúum okkur að
næstu spurningu til Þorsteins.
- Hvernig er svo staða Mel-
rakka í dag?
„Staða Melrakka er auðvitað
ekki nógu góð, eins og hjá
mörgum. Það sem er að gerast
núna og búið að vera á hreyfingu
lengi er að lagfæra rekstrargrund-
völl fóðurstöðvanna. Eins og allir
vita þá hafa þær verið í brenni-
depli undanfarna 3-4 mánuði
vegna stöðunnar í loðdýrarækt-
inni, það er búið að vera mikið
verðfall á skinnum sem auðvitað
hefur áhrif á rekstur fóðurstöðva.
Ef við tölum um Melrakka sem
slíkan þá er þetta stór og mikil
fjárfesting. Þegar ég kem inn í
þetta fyrirtæki þá sé ég það að
framleiðslan á síðasta ári var
2700 tonn af fóðri. Aukningin frá
’87 yfir í ’88 er 70%, eða 4700
tonn á þessu ári. Miðað við þá
þróun þá var talað um að það
yrði 20-30% aukning á milli
næstu þriggja til fjögurra ára.
Þess vegna var ekkert óhugsandi
að byggja svona stóra stöð. Hún
hefur framleiðslugetu upp á 12-
14 þúsund tonn á ári, en við erum
í dag að framleiða 4700 tonn
fyrir þetta ár. Ef að allt hefði
blómstrað í refaræktinni þá er
vitað mál að svona stöð hefði
orðið mjög góð eftir 3-4 ár, hún
yrði vel nýtt, en núna nýtum við
hann ekki nema að hálfu.
Við erum með stóra 3000 rúm-
metra frystigeymslu, sem er auð-
vitað mikil þörf á ef að mikil
aukning er í loðdýraræktinni. En
við stöndum frammi fyrir því
núna að það verður sjálfsagt eng-
in aukning á milli þessara ára,
það er frekar að menn drepi
heldur en hitt.
Stöðin sem slík er stór núna og
við erum með mikið frystirými,
það er á hreinu. Núna erum við
með um 350 tonn af fiskbeinum í
frysti. Við höfum þörf á svona
miklu frystirými því að 65% af
fóðrinu eru fiskbein. Þá er
spurning, hvar fáum við fiskbein
og á hvaða tíma kemur mesta
fiskveiðin. Það er þannig með
fiskbein að þau berast mest til
okkar nákvæmlega þegar fram-
leiðslan er minnst. Þegar fisk-
kvóti er að klárast þá hefst aðal
framleiðslutími okkar, þegar