Dagur - 22.09.1988, Page 7
Fóðurstöð Melrakka hf. á Gránumóum.
22. september 1988
DAGUR- 7
— /lUí/AU •* c
Ibúðir óskast!
Viljum taka á leigu íbúðir fyrir starfsmenn
okkar.
Vinsamlegast hafið samband við skrifstofustjóra,
Vigni Sveinsson í síma 22100.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Hrossaræktendur
Hestaáhugafólk
Hrossaræktarsamband Eyfirðinga og Þingeyinga
efnir til almenns fundar á Hótel KEA þriðjudags-
kvöldið 27. sept. nk. kl. 20.30.
Fundarefni:
Erindi um kynbótasýningar sumarsins á svæðinu.
Yfirlit um starfið og framtíðaráform.
Almennar umræður.
Fjölmennid og takið þátt í mótun starfsins.
Stjórnin.
hvolparnir byrja að éta. Þannig
að við þurfum að byrgja okkur
upp og eiga nóg af fiskbeinum
þegar aðal framleiðslan hefst.
Við höfum fengið grænt ljós
frá Byggðastofnun um það að við
megum lifa, ef hægt er að orða
það þannig. Aðal vandinn hjá
þessu fyrirtæki er að hlutaféð
hefur hingað til ekki verið nema
2,7 milljónir. Við erum með
veltu á þessu ári uppá 50 milljón-
ir. Eignir Melrakka eru metnar
upp á rúmlega 100 milljónir
króna. Á sama tíma erum við
með miklar framkvæmdir í gangi,
upp á fleiri fleiri milljónir, og
þeir sem samkvæmt lögum fjár-
magna þessar framkvæmdir,
Stofnlánadeild landbúnaðarins
og Framleiðnisjóður, hafa haldið
að sér höndum í marga mánuði.
Þess vegna, þar á meðal, er
lausafjárstaða okkar slæm. Það
liggur hjá þeim reikningur fyrir
framkvæmdir fram að 1. júlí sl.
upp á 11,5 milljónir. 95% af þessu
eigum við að fá til baka. Stofn-
lánadeiid lánar 50% út á þessar
framkvæmdir, það þýðir 5,5
milljónir ca. Framleiðnisjóður
veitir styrk vegna vélakaupa og
uppsetningu upp á 45%. Þannig
að þarna liggur talsvert fjármagn
á sama tíma og við erum að taka
út úr rekstrinum til þess að kom-
ast hérna inn í nýju stöðina, með
þeirri tröllatrú að við fáum þetta
fjármagn fljótlega. En það er allt
fryst fyrir sunnan þannig að þess
vegna, þar á meðal, er staða Mel-
rakka nokkuð slæm.
Það varð því að auka hlut'afé
og Byggðastofnun hefur gefið vil-
yrði fyrir því að veita nýjum hlut-
höfum allt að 8 milljón króna lán
á góðum kjörum. Nokkur fyrir-
tæki eru jákvæð fyrir því að nýta
þetta hlutafé, eins og Kaupfélag
Skagfirðinga, Útgerðarfélag
Skagfirðinga, Fiskiðjan, Skjöldur
og Hraðfrystihúsið á Hofsósi.
Sum þessara fyrirtækja áttu
hlutafé fyrir, en það var mjög
lítið. “
- Hvernig eykst hlutafé loð-
dýrabænda, aðal eigenda stöðv-
arinnar?
„Þeir auka sitt hlutafé úr 2,5
upp í ca. 8 milljónir með því að
greiða 2000 krónur á hvert keypt
tonn. Þannig að sá sem kaupir
100 tonn á ári mun eiga 200 þús-
und krónur í hlutafé. Byggða-
stofnun mun síðan breyta helm-
ingi skuldar Melrakka við
Byggðasjóð í hlutafé, sem verða
um 10,7 milljónir. Eftir það á
Byggðasjóður um 40% í fyrirtæk-
inu, en hlutafé Melrakka eykst
þvi úr 2,7 upp undir 30 milljónir
króna. Þetta mun hafa áhrif á
reksturinn en mér sýnist að það
þurfi meira til.“
- Hvað með framíð Mel-
rakka?
„Eins og staðan er í dag þá má
ekki búast við því að það verði
Vinnslusalur í fóðurstöð Melrakka.
mikill vöxtur í loðdýraræktinni,
nýir bændur hugsa sig örugglega
tvisvar um áður en þeir fara út í
greinina. Ef við lítum á næsta ár
þá verður kannski svipuð fram-
leiðsla, við teljum það a.m.k.
Við teljum okkur eiga einnig
góða möguleika á framleiðslu á
fiskeldisfóðri, án mikilla auka-
fjárfestinga. Fiskeldisfóður er
geysilega dýrt í dag og við teljum
að við getum framleitt slíkt
fóður á viðunandi verði. Þetta
verður skoðað þegar nýja stöðin
fer í gang, hvort við þurfum ein-
hverjar auka vélar til að geta
framleitt fiskeldisfóður. Þetta
gæti komið Melrakka einnig vel
upp á nýtingu á stöðinni. Fiskeld-
isfyrirtækið hérna, Hafrún, hefur
prófað frysta loðnu frá okkur og
hefur það gefist mjög vel. Þetta
eru björtu hliðarnar í komandi
rekstri á fyrirtækinu. Þær döpru
eru þær að fóðurverð er hátt fyrir
bændur og ég myndi segja að það
væri of lágt fyrir okkur. Við höf-
um ekkert hækkað fóðurverð í
eitt ár. Aðal spurningin er hvort
við náum að nýta þessa verk-
smiðju í framtíðinni, fyrst er að
koma henni í gagnið og stðan
nýta hana.
- Að lokum Þorsteinn. Hvern-
ig finnst þér svo starfið?
„Nú er ég búinn að vera í þessu
í 6 mánuði. Ég er nýskriðinn út
úr skóla og kem úr allt öðru
umhverfi. í þriðja lagi fer ég í
alveg nýja vinnu, ég hafði aldrei
áður kynnst loðdýraræktinni, og
mér finnst að ég hafi þurft lengri
aðlögunartíma. Hvað þá að
lenda í því basli sem verið hefur.
Starfið hjá mér á auðvitað að
vera öðruvísi en svara í síma og
standa í einhverju eilífu peninga-
basli fram og til baka. Ef að tekst
að skapa þessu fyrirtæki sterkari
grundvöll þá getur þetta orðið
spennandi starf með ákveðinni
framleiðslu. Mín menntun nýtist
ekki að fullu marki, enda komast
fáir akkúrat í það starf sem
menntunin segir til um. Það þýðir
ekkert að gefast upp og mann
dreymir um það að starfið verði
annað en það sem verið hefur
hingað til. Svona í lokin þá lang-
ar mig nú til að segja þér frá því
í gamni að stuttu eftir að ég byrj-
aði hjá Melrakka þá kom til mín
einn mætur framsóknarmaður
hér í bæ og sagði við mig að hann
teldi það vera siðferðislega
skyldu mína að vera framsóknar-
maður á meðan ég væri í þessu
starfi. Þetta má kannski skoða,
en ég legg þetta alveg undir dóm
annarra. Binni í Bókabúðinni vill
hins vegar fá mig efstan á lista hjá
sér.“ -bjb
Lagerstarf
Oskum eftir að ráða duglegan og samviskusam-
an afgreiðslumann á lager 5 tíma á dag frá kl.
8-13.
Kvöldvakt
Einnig óskum við eftir starfsmönnum í vefdeild
við rakgrind frá kl. 16-24. Styttri vakt kemur til
greina.
Upplýsingar hjá starfsmannastjóra, sími 21900 (220).
Álafoss hf., Akureyri.
Faðir okkar og tengdafaðir,
ÞORVALDUR ÁRNASON,
Frá Víkurbakka,
sem lést að hjúkrunarheimilinu Seli föstud. 16. september
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 2ö. sept.
kl. 13.30.
Börn og tengdabörn.