Dagur


Dagur - 22.09.1988, Qupperneq 16

Dagur - 22.09.1988, Qupperneq 16
TEKJUBREF• KJARABRÉF Akureyri, fimmtudagur 22. september 1988 FJARMAL ÞIN - SÉRGREIN OKKAR TJARFESTINGARFELAGID Ráðhústorgi 3, Akureyri Myndvikan: Átta myndir bárust í kvikmyndasamkeppni Síðustu vikuna í október verð- ur haldin kvikmyndahátíð, svokölluð myndvika, til heið- urs Eðvarð Sigurgeirssyni átt- ræðum. í tengslum við mynd- vikuna var efnt til kvikmynda- samkeppni og rann skilafrestur út um miðjan þennan mánuð. Dómnefnd kom saman til fyrsta fundar í gær. Að sögn Ingólfs Ármannsson- ar, menningarfulltrúa Akureyr- arbæjar, bárust 8 myndir í sam- keppnina. Um er að ræða stuttar kvikmyndir, 5-10 mínútur að lengd. Efni þeirra var að mestu gefið frjálst, en þó var gefin sú ábending að efnið tengdist Akur- eyri eða nágrenni. Reiknað er með að úrslit liggi fyrir við upp- haf myndvikunnar. Fyrstu verðlaun í kvikmynda- samkeppninni eru 50 þúsund krónur og hugsanlega fá fleiri myndir viðurkenningar, 10 þús- und krónur hver. t*ær myndir sem fá verðlaun eða viðurkenn- ingar verða sýndar almenningi í myndvikunni, en frekari sýningar eru samkomulagsatriði höfunda og dómnefndar. Menningarmálanefnd tilnefndi vinnuhóp til að standa að undir- búningi myndvikunnar og er Þór- ey Eyþórsdóttir þar í forsvari. Aðrir í hópnum eru bíóstjóri Borgarbíós, fulltrúar frá Samveri og myndklúbbum framhaldsskól- anna. Dómnefndina í kvik- myndasamkeppninni skipa þeir Eðvarð Sigurgeirsson, hinn kunni kvikmyndagerðarmaður, Guðmundur Ármann, myndlist- armaður, og Þórarinn Ágústsson, kvikmyndagerðarmaður. SS Sauðárkrókur: Mikil ('f'tirspurn í íbúðarhúsnæði -15 sóttu um eina íbúð í verkamannabústað Mikil eftirspurn er eftir íbúðar- húsnæði á Sauðárkróki ef marka má fjölda umsókna eftir einni íbúð í verkamanna- bústað. Alls sóttu fimmtán aðilar um þessa 2ja herbergja íbúð að Víðigrund 28. A næst- unni verður ein 3ja herbergja íbúð auglýst laus til umsóknar en að sögn Hilmis Jóhannes- sonar í stjórn verkamanna- bústaða búast menn ekki við eins mikilli ásókn í þá íbúð. „Fólk er meira að sækja eftir 2ja herbergja íbúð því það eru mest ung pör, annað hvort barnlaus eða með eitt barn, sem vantar húsnæði,“ sagði Hilmir. Endursöluverð íbúðarinnar sem stjórn verkamannabústaða ætlar að auglýsa er rúmar 2,6 milljónir og áætlaður afhending- artími íbúðarinnar er 1. nóvem- ber nk. Stjórn verkamannabústaða á Sauðárkróki sótti um að fá að byggja 16 verkamannabústaði á næsta ári og að sögn Hilmis von- ast menn til að fá úrskurð um það eftir áramót. „Það má teljast gott ef við fáum úrskurðinn í janúar því þetta húsnæðiskerfi er heldur þunglamalegt. Á síðasta ári t.d. fengum við úrskurð í apríl um hvað við fengjum í ár. Maður hefur nú einhvern veginn á til- finningunni að kaupleiguíbúðirn- ar ruglist eitthvað saman við verkamannabústaðina í kerfinu, án þess að maður viti það nokkuð með vissu,“ sagði Hilmir. Eitt er ljóst að þörfin fyrir íbúðarhúsnæði á Sauðárkróki er gífurleg og sem kunnugt er fékk bærinn leyfi til byggingar á 8 kaupleiguíbúðum í ár. Ekki hef- ur verið ákveðið hvenær þær framkvæmdir hefjast en menn vonuðust í upphafi gætu hafist í haust. til að þær -bjb Byrjað á gerð hestastígs við Skagfirðingabraut á milli „vinabæjaaspanna" og gangstéttarinnar. Bæjarstarfsmennirnir Steinn Ástvaldsson, Róar Jónsson og Ragnar Björnsson íbyggnir við verkið. Mynd: -bjb Norðurlandamót í skólaskák: Hefst á Akur- eyri í dag Norðurlandamót framhalds- skólasveita í skák hefst á Akureyri í dag. Hér er um að ræða árlegt skákmót fram- haldsskóla og taka öll Norður- löndin þátt í mótinu, sem stendur í fjóra daga eða til 25. september. Mótið verður sett í kjallara Möðruvalla klukkan 18.45 og verður fyrsta umferð mótsins sama kvöld. Á föstudag fer 2. umferð fram, á laugardag 3. og 4. umferð en mótinu lýkur með 5. umferð, lokahófi og verðlauna- afhendingu á sunnudag. Keppendur frá íslenskum framhaldsskólum eru átta. Frá Menntaskólanum á Akureyri koma þeir Arnar Þorsteinsson, Tómas Hermannsson, Magnús Pálmi Örnólfsson og Bogi Pálsson. Skafti Ingimarsson er varamaður en Bogi Pálsson fyrir- liði hópsins. Frá Verslunarskóla íslands koma Davíð Ólafsson, Andri Áss Grétarsson, Veturliði Þór Stefánsson og Óttar Már Bergmann. Fyrirliði hóps Versl- unarskólans er Davíð Ólafsson en Óttar Már Bergmann er vara- maður. íslendingar hafa tíu sinnum unnið Norðurlandamót fram- haldsskólasveita í skák frá árinu 1973, en sjö ár eru liðin frá því mótið var haldið síðast hér á landi. EHB Akureyri: íþróttafulltrúi gerir grein fyrir snjótroðarakaupimum Skýrsla íþróttafulltrúa um snjótroðarakaup fyrir Skíða- staði var lögð fram á fundi Bæjarstjórnar Akureyrar á þriðjudag. íþróttafulltrúi samdi skýrsluna að beiðni bæjarstjóra eftir að umræður höfðu orðið um troðarakaupin í bæjarstjórn. í skýrslunni er gerð grein fyrir vali íþróttaráðs á snjótroðara og ákvörðunin rökstudd. í skýrslu íþróttafulltrúa kemur fram að í upphafi umræðna um málið var strax hallast að því að festa kaup á Kassbohrer af svip- aðri gerð og fyrir er í Hlíðarfjalli. Ekki voru gerðar neinar ráðstaf- anir til utboðs vegna kaupanna þar sem íþróttaráð hafði þegar kynnt sér þær gerðir snjótroðara sem í boði voru og talið umrædda gerð heppilegasta. Rökstuðningur fyrir valinu var aðallega sá að óheppilegt væri að festa kaup á annarri gerð snjó- troðara en fyrir var í Fjallinu, einkum með tilliti til varahluta. Kassbohrer troðarinn sem fyrir er hefur reynst mjög vel þau 9 ár sem hann hefur verið í notkun í Hlíðarfjalli. Þá segir í skýrslunni að nauðsynlegt sé að panta troð- ara í september eða október ef hann á að koma í gagnið á næsta skíðatímabili. Gísli Bragi Hjartarson sagði á bæjarstjórnarfundinum að bæjar- verkfræðingur hefði verið hafður með í ráðum við val á snjótroð- ara. Þá hefði íþróttaráð frétt af tilboðum frá Leitner og Kass- bohrer vegna snjótroðarakaupa fyrir skíðasvæðið í Oddsskarði og þar hefði Leitner reynst mun dýr- ari. Kjarni málsins væri sá að ekki hefði komið til greina að kaupa Leitner troðara þar sem þeir væru þyngri og hefðu ekki reynst eins vel og Kassbohrer við þær aðstæður sem væru í Hlíðar- fjalli. Bæjarráð Akureyrar ákvað 15. þ.m. að kaup á stærri tækjum og vélum til bæjarins skuli framvegis gerð eftir útboð eða ítarlegan samanburð á verði og gæðum. Bæjarverkfræðingur skal hafa yfirumsjón með slíkum málum. EHB Útflutningsgreinar í vaxandi erfiðleikum - segir Jón Sigurðarson, forstjóri Álafoss hf. Mikil óvissa ríkir í efnahags- málum þessa dagana því ekk- ert er vitað með vissu um aðgerðir væntanlegra stjórn- valda. Jón Sigurðarson, for- stjóri Álafoss hf., telur afar brýnt að grípa sem fyrst til aðgerða til hjálpar útflutnings- greinum. Meginatriðið sé að treysta grundvöll útflutnings- iðnaðar til framtíðar með var- anlegum lausnum. „Það vantar sífellt meira upp á að hægt sé að reka útflutningsiðnað í þessu landi. Okkur bráðliggur á festu í efnahagsmálum þannig að unnt sé að gera áætlanir og gera sér grein fyrir því sem er fram- undan. Þetta gildir um ullariðn- aðinn og annan þann útflutnings- iðnað sem ég þekki til,“ sagði Jón Sigurðarson um stöðu útflutn- ingsiðnaðarins. - En hvað segir forstjóri Ála- foss um millifærsluleiðina? „Það bráðliggur á festu í þess- um málum. Menn hafa verið að ræða um millifærslu til sjávar- útvegsins. Það yrði reiðarslag fyr- ir útflutningsiðnað landsins ef millifærslan kæmi eingöngu fram í sjávarútvegi því aðrar útflutn- ingsgreinar en sjávarútvegur þurfa jáfnvel enn frekar á henni að halda. Ég tel millifærslu raun- ar vera gervilausn og til þess fallna að fresta því að taka á vandanum. Ég spái því að ef menn fara millifærsluleið muni þeir sjá rekstrarstöðvun mjög margra útflutningsfyrirtækja á næstu mánuðum.“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.