Dagur - 01.10.1988, Blaðsíða 9

Dagur - 01.10.1988, Blaðsíða 9
1 ~.október 1988 *- DAGUR- 9 Byggingarstfllinn grípur athyglina fyrst, kastalaform Ijósrar músteinahleðsl- unnar fellur vel að landslaginu. Sæluboðunarkirkjan, byggð á þeim stað er Jesús flutti Fjallræðuna. Steinar þeir sem talið er að Jesú hafl setið á þegar hann mettaði 5000 manns á brauði og fiskum við Genesaret vatnið. Búið er að byggja kirkju yfir stað- inn og fyrir framan steininn má sjá myndir af brauði og fiskum. íslenska Faðir vorið er það fyrsta sem sést þegar kirkja Faðir vorsins er heimsótt. ingarfræði mannslíkamans nefndu sérstaklega velmegunar- vömbina sem dauðaorsök við slíkar aðstæður. Annað fyrirbæri var skoðað í þessari ferð og jafnvel ennþá undraverðara, þar sem hugvit, ástundun og óskýranleg elja mannsins blasir við sjónum, Mas- ad-kletturinn. Þar uppi var her manns búin aðstaða til varnar og veru um óákveðinn tíma. Meira að segja var leitt vatn frá tindum í fjöllum óraleiðir ofan fyrir sjáv- armál. Þarna er starfrækt víra- lyfta til fólksflutninga upp og nið- ur líkt og í skíðalöndum, enda er kletturinn ókleifur og fargjaldið var 11 sekelar. Á heimleiðinni var viðkoma í Jeríkó sem er við hinn enda Dauðahafsins, eða ofar í dalnum og ókum við því sömu leið til baka. Allnokkru ofar í dalnum en Jórdan fellur í Dauðahafið, stendur elsta borg veraldar, Jer- íkó. Hún stendur reyndar á rúst- um fyrri borga sem hver af ann-i arri voru byggðar á rústum þeirrar sem áður var jöfnuð við jörðu, en þannig virðist oft og lengi hafa gengið til. Þarna eru reyndar ný- hafnar fornminjarannsóknir eða 1952, en þó strax sannað að hér eru elstu minjar um búsetu, sem fundist hafa í heiminum. Það er auðvitað áin Jórdan sem hér er lífæð alls sem lifir og hrærist og því er hér mjög gróskumikil akuryrkja stunduð, aðallega ávaxtarækt. Eins og áður sagði er þetta landsvæði 400 metra undir sjávarmáli og því er sumar allt árið. Hitinn mældist um 50 gráð- ur á Celsíus þegar við stöldruð- um þarna við og var það lítt bæri- legt. Reyndar fæðir Jórdan ekki Jeríkó heldur byggist gróska gróðurs á nægu og góðu vatni úr Elíasarlindinni sem á, líkt og annað hér, sína sögu. Hér var það sem Jesús sagði þessi orð: Maðurinn lifir ekki á einu saman brauði. Og yfir gnæfir svo Kar- antal fjallið í fjarska þangað sem djöfullinn leiddi Jesúm upp að sýna honum betur og sagði: „Allt þetta mun ég gefa þér...“ o.s.frv., enda oft kallað Freist- ingarfjallið. Við Genesaretvatnið Aðra ferð fórum við í Jórdandal- inn og nú mun ofar, eða um Galí- leu og meðfram Genesaret vatn- inu. Fyrst í stað er ekið sömu hraðbrautina og áður til Jórdan- dalsins, en ekki alla leið niður til Jeríkó, heldur hliðarveg fyrr upp eftir Jórdandalnum. Ekið er við- stöðulaust að skírnarstað við ána Jórdan og þar stansað um stund í ákaflega skemmtilegu umhverfi, en síðan haldið á þær slóðir við Genesaretvatnið, sem hjartnæm- astar og tilfinningaríkastar frá- sagnir eru um af starfi Jesú í Nýja testamentinu. Vatnið er um 200 metra undir sjávarmáli og gróðurfarið umhverfis hreint stórkostlegt og hér má loks sjá í grjótskriðum bergtegundir sem maður kannað- ist við, granít og gabbró, enda sagði fararstjóri að hér væru fornar eldstöðvar. Á þessum slóðum starfaði Jesús og gerði ein sín eftirminnilegustu kraftaverk, læknaði og predikaði. Á þeim stað er hann mettaði 5000 á brauði og fiskum er búið að byggja kirkju yfir steina þá er hann sat á meðan hann gjörði kraftaverkið. Myndir af brauði og fiskum eru í gólfinu framan við steininn. Þar uppi í hlíðinni stendur svo Sæluboðunarkirkjan, byggð á þeim stað er Jesús flutti Fjallræðuna. Ákaflega notalegt var að koma þarna út úr bílunum því töluverður stormur var á og virtist svalandi þótt funheitur væri. Þaðan var svo ekið niður að veitingastað, þar sem á boðstól- um var fiskur af sömu tegund og sá er þeir veiddu lærisveinar Jesú og getið er um í hinni helgu bók. Fiskur þessi líktist bæði karfa og hrognkelsi í útliti, steiktur og borinn fram í heilu lagi með grænmeti og bragðaðist alveg ljómandi vel. Á eftir var svo gengið út að vatninu og ekki hafði hina réttu framkvæmd, og til var ætlast, tilraun til að ganga á því líkt og forðum. En slík til- felli eru gjarnan tilefni þess að vísur læðast fram í hugann: Þórólfs ganga þreytt hér var það um víst ég spurði að leið hann gekk ei langa þar líkt og Drottins smurði. Veiðimenn ennþá fá afla í net efast þó margir um trúna. Gengið var forðum á Genesaret en gangan ei heppnaðist núna. Á samyrkjubúi við Nasaret Næst er ekið til Nasaret, þar sem stansað er við Maríulindina, þá sem Guðsmóðir á að hafa sótt í vatnið á sinni tíð, en slíkir staðir voru mestu fréttamiðlar þess tíma. Nú er auðvitað búið að byggja yfir þetta, eins og annað það sem á að varðveitast. Þarna er líka boðunarkirkja Maríu, á þeim stað er hún á að hafa fengið boðun um hlutverk sitt. Sömu- leiðis Jósefskirkjan sem byggð er yfir íbúðarhella Jósefsfjölskyld- unnar og fleiri vistarverur, m.a. verkstæði hans. Þarna úti fyrir, sem og víðast þar sem stansað var, voru götusalar að starfi og þ.á m. einn sem verið hafði á ís- landi og heilsaði okkur glaðlega: „Blessaðir, blessaðir.“ Hann tók því vel þegar talað var um pen- ingaleysi: „Alveg auralaus, já alveg auralaus.“ Langþráð stund er að nálgast, heimboð á samyrkjubú, og nú er ekið viðstöðulaust þangað til kvöldverðar og söngs. Þarna starfa um 800 manns að ýmsri framleiðslu. 400 mjólkandi kýr eru þarna og um 1000 geldneyti og ekkert er látið út yfir sumarið. Kýrnar mjólka að meðaltali 9000 lítra, en mest 11-12 þúsund. Þær mjólka í fjögur ár og eru þá yfir- leitt 6 ára þegar þeim er slátrað. Þær eru svartskjöldóttar að lit, mjög stórar og jafnvaxnar, en í garði voru rauðir tarfar svínfeitir, svo að með ólíkindum er. Fjósa- meistari þarna var ung stúlka og tveir menn mjólkuðu með 18 vél- um og voru um þrjá tíma að því, en reyndar eru ekki samtímis mjólkandi nema á þriðja hundr- aðinu. Kjúklingarækt og ávaxtarækt er líka mikil, þarna er skartgripa- og fataverksmiðja, svo að segja má að búið sé sjálfu sér nægjan- legt, því auðvitað er skóli og fé- lagsstarfsemi mikil í glæsilegum húsakynnum þarna í risastórri sambyggingu. Fólkið hefur ekki kaup annað en vasapeninga ein- hverja en er látið í té húsnæði og annað viðurværi. Þeir sem á konsertinn komu virtust syfjaðir og þreyttir. Þarna vorum við í boði Galíleukórsins, 70 manna blandaðs kórs sem starfað hefur mjög lengi í Vestur-Galíleu. Þau voru þarna og sungu fyrir okkur á eftir, yfir djúsglasi, 7-8 hundruð ára gamalt lag. Mjög agaður og hlýðinn kór og þau koma þarna saman á sunnudögum að æfa, ég held allt árið. Liðið var að nóttu og leiðin heim löng, en til að stytta hana var raulað af og til og lítil staka segir sína sögu: Þó að landið nú sé nýtt nótt, og flesta að dreyma. Erla hljómar undurhlítt eins og margoft heima. Eftir 50% lækkun var byrjað að prútta f fyrrakvöld vorum við kórmenn sendir konulausir niður til hafn- arborgarinnar Ashdot, sem er heimabyggð Bens okkar gamla Shalooms, enda tók hún þar á móti okkur frúin hans og ráðu- neytisstjórinn. Þetta er um 100 þúsund manna borg en gestir á konsertinum því miður ekki í samræmi við þá tölu, því fleiri hefðu mátt heyra þann söng. Hitinn í húsinu var óskaplegur og við jakkalausir, rennandi af svita, röddin því ákaflega þjál og svörun hjá kórnum mjög góð. Þegar Sieglinde og Sigurður hófu að syngja á þýskunni stóðu þó nokkrir upp og gengu út, sjálf- sagt gyðingar, en viðmót og við- tökur annars ágætar. Úti fyrir er niðamyrkrið þrung- ið angan gróskumikils gróðursins af röku loftslagi strandarinnar og máninn er þarna ennþá á sínum stað, en hann glottir ekki svona skemmtilega eins og heima þótt hálfur sé. Hérna er hann rauður og þrútinn, en sérstæðara er þó hve hann virðist stór og nærri. Ekki verður skilið svo við Isra- el eða Jerúsalem að eigi sé getið um nýstárlegan verslunarmáta sem við lentum í. Þegar við í einni verslunar- og skoðunarferð gengum eftir frekar gamaldags verslunar- og göngugötu kom verslunarmaður þjótandi út úr einni búðarholu og bauð íslenska hópnum 50% afslátt af öllu sem verslað yrði og var því gerður stans á ferðinni og farið inn. Þarna var verðmerking á öllum vörum og eftir helmings lækkun- ina var byrjað að prútta. Tölu- verð lækkun fékkst alltaf þannig og loks er saman gekk og kaupin gerð, var kaupandi að sjálfsögðu í sjöunda himni að hafa komið vörunni, sem aðallega var í formi minjagripa, niður í jafnvel 35% af skráðu verði. í þessari verslun keyptum við Guðni fararstjóri sína byssuna hvor, forláta minja- gripi úr Austurlöndum fjær eða líklega Suður-Jemen. Hlaupið var ásamt virkum gikk og tundur- kveikibúnaði af notuðum fram- hlaðningi, en skeftið listavel útskorinn rándýrshaus með ekta villidýrstönnum. Þessar byssur áttu eftir að verða okkur tölu- verður farartálmi við hverja far- angursskoðun sem eftir var ferð- arinnar, vegna fáfræði eða merki- legheita varða og skoðunarfólks, því augljóslega er um antikmuni að ræða. (Millifyrirsagnir eru blaðsins.) Nokkrír kórfélagar á floti í Dauðahafinu, en saltmagn vatnsins er svo mikið að hægt er að fljóta á vatninu líkt og korktappar og láta sér líða vel.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.