Dagur - 01.10.1988, Blaðsíða 14

Dagur - 01.10.1988, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - 1. október 1988 barnasíðan Nei, þaö er ekki kominn svona mikill snjór ennþá. Þessi mynd var tekin í fyrravetur og er ágætis ábending um að nú er tímabært að taka fram snjógallann, leistana, húfurnar, lopapeysurnar og annan vetrarfatnað svo maður geti skellt sér á kaf f snjóinn þegar hann kemur fyrir alvöru. Myntl: TLV Hverju líkist þúmest? Hvað eiga foreldrar að gera til aö halda aftur af börnum í barnaafmæl- um eða við önnur slík tækifæri? Kannski planta þeim fyrir framan myndbandstækið og segja þeim að hafa hljótt um sig? Nei, varla er það nógu uppbyggilegt. Ýmsirleikirgætu frekar komið til greina. Þegar Arka barka Ýmsar aðferðir eru notaðar við að telja úr, eða eni-mena eins og það var kallað í mínu ungdæmi. Flestir þekkja eni meni ming mang, úllen dúllen doff og ugla sat á kvisti. En það eru til fleiri aðferðir og skulu nú nokkrar nefndar: 1. Arka barka búningar barka, ella mella miðja, monn sjonn, túlla bonn, ísa bísa topp - stopp. 2. Mikki mús byggði hús. Húsið brann og Mikki rann. 3. Ella mella kúadella, oss kross Gullfoss. 4. Andrés önd fór útí lönd, fékk sér eldrauð axlabönd. 5. Oggi goggi gúmmí klaki, elli pelli pikk og pú. Flintstón og frú og það ert þú, jabba dabba dú. 6. Ég á sokk sem gat er á, far þú frá. 7. Einn tveir þrír, upp í tólf, þá datt bollinn hennar ömmu niður á gólf. umsjónarmaður þessa þáttar var ungur, fyrir óralöngu, þá var gjarnan gripið til þess ráðs að fara í flösku- stút eða spurningaleiki. Hér kemur sígildur spurningaleikur sem hægt er að sníða að vild. Borin er fram spurning og viðstaddir eru látnir velja sér tölu (1-20) sem svar, en á bak við hverja tölu er ákveðið svar. Dæmi: Hverju líkist þú mest? 1. Tómri tunnu 2. Gömlum þorski 3. Fegurðardrottningu 4. Norðurljósum 5. Stórri kartöflu 6. Borðtusku 7. Giftingarhring 8. Tannbursta 9. Tarsan 10. Öskubíl 11. Vekjaraklukku 12. Vaðlaheiði 13. Trefli 14. Þvottafati 15. Rauðri rós 16. Gæruskinni 17. Dyrabjöllu 18. Gíraffa 19. Þvottavél 20. Tappatogara Þetta er aðeins dæmi um það hvern- ig svörin geta verið. Þá er hægt að hafa aðrar spurningar, t.d. Hvað ætl- ar þú að verða þegar þú ert orðinn stór?, og búa til svör á borð við ráð- herra, jólasveinn, fiskverkunarkona, öskukarl, fóstra o.s.frv. Umsjón: Stefán Sæmundsson. Fyllið krukkuna Nú reynir á ykkur, börnin góð. Þið eigið að fylla þessa krukku af ein- hverju sem ykkur dettur í hug. Til dæmis karamellum, kúlum, eða leik- föngum. Þið getið líka teiknað eitt- hvað stærra á borð við bangsa eða dúkku þótt svo stórir hlutir komist ekki í krukku. Það skiptir ekki máli. Munið svo að senda Barnasíðunni teikningar, gátur eða brandara. For- eldrar mættu minna börnin á þennan möguleika, því yngstu börnin eru auðvitað ekki læs og geta því ekki lesið þessi skilaboð. Látið börnin vita af Barnasíðunni. Að gefnu tilefni skal tekið fram að allar myndir verða að vera teiknaðar eða litaðar með dökk- um litum, ekki nota gula, fölbleika eða aðra Ijósa liti. Þeir komast ekki tii skila í prentun. Brandarar Pabbi: - Hvers vegna kemurðu svona seint heim úr skólanum? Halli: - Ég var látinn sitja eftir. Pabbi: - Hvernig stóð á því? Halli: - Kennarinn spurði mig hvað væri synd og ég svaraði að það væri synd að sitja inni í svona góðu veðri. Mamma: - Hvað gengur að þér Sigrún mín? Af hverju ertu að gráta? Sigrún: - Mamma, ég datt í gær og meiddi mig í fætinum. Mamma: - En hvers vegna ertu þá að gráta nú löngu seinna? Sigrún: - Þú varst á einhverjum fundi í gær þegar ég kom heim. Jens: - Pabbi, ég gólaði ekkert hjá tannlækninum í gær. Pabbi: - Gott hjá þér. Hérna færðu hundrað kall eins og ég var búinn að lofa þér. Jens tekur við peningunum og segir síðan íbygginn: - Tannlæknirinn var ekki við. - Má ég sitja á hnjánum á þér pabbi? - Þú ert orðinn svo stór að þú getur setið við hliðina á mér. - Já, en bekkurinn er nýmálað- ur! Tveir bræður voru með skál fulla af eggjum. Allt í einu segir sá eldri við þann yngri: - Ég skal borga þér hundrað krónur ef ég fæ að brjóta þrjú egg á höfðinu á þér. Sá stutti tók þessu freistandi boði. Hann stóð grafkyrr, fullur viðbjóðs, á meðan bróðir hans braut tvö egg á höfðinu á honum og lét gumsið leka alla leið niður á háls. Þegar hlé varð spurði sá yngri: - Fer það þriðja ekki að koma? - Ég held nú síður, þá yrði ég að borga þér hundrað kall! Húsvíkingur: - Veist þú hvernig Akureyringar þvo bílana sína? Dalvíkingur: - Nei. Húsvíkingur: - Einn heldur á kústinum en hinir ýta bílnum fram og aftur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.