Dagur - 01.10.1988, Blaðsíða 8

Dagur - 01.10.1988, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 1. október 1988 ~WT___ annig líöur einn dagur K ^ ferðalanga í fsrael og þegar haldið er heim- JL leiðis er komið við í verslunum til að skoða og kaupa það sem helst vanhagaði um eins og t.d. þvottaefni. Verðlag er mjög svipað hér og á íslandi og ekki ástæða til að versla annað en minjagripi eða sérstæða hluti. Myntin þeirra heitir „shekel“ og skiptist niður í 100 einingar líkt og krónan aura, sem heita í ein- tölu „agorot" og fleirtölu „agora“. Einn „shekel“ er sem næst 29 kr. ísl. og margfölduðum við því með 30 til að fá innsýn í verðlagið. Svo dettur myrkrið á eins og hendi veifað, þungt og hlýtt fellur það niður úr loftinu og hálfur máni glottir dimmrauður, og að því er virðist mjög skammt frá. Hann skapar rómantíska stemmn- ingu, líkt og á ágústkvöldi heima. Ekki má gleyma því að með í för eru tveir menn sem eru að nema hljóð og mynda fyrir Jón Her- mannsson, en hann er að gera mynd um landið helga, sem verður svo til sölu og við vonandi sjáum síðar. Það er Páll Stein- grímsson sem mundar kvik- myndavélina og Karl Sigtryggs- son sem nemur hljóð. Þeir fylgja okkur eftir og eru að því er virð- ist sífellt að og einkum þó á þess- um helgustu stöðum. Áfram halda skoðunarferðir og hér erum við í höfuðmiðstöð gyðingatrúar í heiminum og skoðum Sinagogu, eða bænahús þeirra, gríðarlega skrautlega og stóra byggingu. Margir gyðingar eru þó ekki ánægðir með allt það skraut sem þarna er því það glepji fyrir við bænagjörðina. Sömuleiðis telja þeir að konurn- ar, þ.e.a.s. fegurð konunnar dragi frá einbeitingu bænarinnar, því eru þær ekki hafðar með við bænagjörð. Þessi kynjaað- skilnaður í Sinagogum gyðinga leiðir til þess að þar eru tvær hæðir og konurnar á þeirri efri af fyrrgreindum ástæðum. Bæn hvers og óskir eru einstaklings- bundnar, en byggja á sama grunni og enginn má fara án höfuðfats þarna inn og konur ekki með berar axlir. En þeir sem þannig voru á sig komnir fengu pappakollu á höfuðið og slæðu yfir axlir við innganginn. Faðir vorið á íslensku Einn er sá staður þarna sem íslenskan blasir við augum á vegg þegar komið er inn úr dyrunum, en það er kirkja Faðir vorsins. Þetta er reyndar ekki fullbyggð kirkja heldur veggir og skilrúm á mishæðum undir berum himni og Faðir vorið á veggtöflum úr marmara á um 60 tungumálum til og frá um bygginguna. Það er ákaflega notaleg tilfinning að sjá það íslenska strax og komið er inn úr dyrunum, sem yfir er letr- að Pater Noster. Ástæða er fyrir því að okkar Ietur fékk þennan mest áberandi stað í bygging- unni. Árið 1959 kom fyrst íram ósk frá prestskonum á íslandi að efnt yrði til söfnunar sem og þær gerðu til að koma þessu í kring. Það er svo ekki fyrr en á dögum sr. Péturs Sigurgeirssonar bisk- ups að það fékk framkvæmd. Vegna þrengsla var því komið þarna fyrir, sem næst útidyrunum og fer því ekki framhjá neinum sem þarna koma inn. En ónota vekur það hálfgerðan í fyrstu að niðurlagið vantar á íslenska Faðir vorið, en ástæðan er sú að róm- versk kaþólskir leyfa ekki lof- gjörðina sem bætt var aftan við það á seinni tímum. Hafa þeir mikið til síns máls því þannig kenndi Jesús lærisveinum sínum það fyrstum og því stendur það þannig í Nýja testamentinu. Undir þessari kirkju, ef kirkju skal kalla, eru svo einhvers stað- ar hellar þeir sem Jesú dvaldi í þegar hann kenndi lærisveinum sínum. Niður í dalverpi þar sem margar þessar nafnkunnustu byggingar eru í kringum er svo Getsemane garðurinn og þar inni Kirkja ailra þjóða þar sem gæsla var ströngust varðandi klæðnað- inn. í næsta nágrenni stendur svo Kirkja hanagalsins sem byggð er yfir þann helli sem Jesú dvaldi í meðan hann beið dóms, eða nótt- ina fyrir aftöku. Þetta er án efa fallegasta byggingin sem við komum í af þessum sögustöðum, og er þá mikið sagt. Þarna er líka kirkja sem byggð er yfir gröf Davíðs konungs og á dökku flauelsáklæði standa kórónur og dýrindis skartgripir honum til- heyrandi. Það þarf ekki að geta þess sér- staklega að ferðalangar voru orðnir æði þreyttir eftir þessar kirkjugöngur allar í steikjandi sólarhitanum og því kvöldinu fegnir. Oft var þá hægt að finna stund til að sitja í „lobbíinu“ eftir kvöldmat og kíkja í glas. Þá var oftast einhver tónlistarmaður við hljóðfæri þar og fyrir kom að ég settist við píanóið og teknir voru nokkrir íslenskir tónar, rétt til gamans. Þannig að þeir vita núna ,, • * V Þarna söng kórinn Heims um ból með Betlehemsvelli í baksýn. þarna í ísrael hve mikið lifandis skelfingar ósköp er gaman að vera svolítið hífaður! Fyrstu söngskemmtanir Eins og áður sagði vorum við þarna í boði ísraelsstjórnar og höfðum því ákveðnar skyldur að rækja gagnvart henni, þ.e.a.s. að syngja á hinum ólíklegustu stöðum. Fyrsta söngskemmtunin var þvf í anddyri Þjóðleikhússins, fyrir gesti sem voru að ganga inn á óperusýningu sem þar var að hefjast. í fyrstu áttum við að vera þar úti, en þar sem komið var kvöldkul, að þeir töldu þarlendir, enda hitinn kominn niður fyrir 20 gráður, vorum við færðir inn á tröppur í anddyrinu. Þarna var Frankfurt-óperan komin með Óþelló og gestir á leið þangað. Einhvern veginn hafði maður á tilfinningunni að við værum ekki stórt númer þarna en þó vekur svona uppátæki alltaf eftirtekt. Sömuleiðis sungum við í stór- kostlega fallegum lystigarði dag- inn eftir og við svipaðar aðstæð- ur, fólk að koma og fara, en það var um miðjan dag og hitinn steikjandi. Samtímis var þarna bókamarkaður í gangi ásamt fleiru og þarna því spurning um athyglina. Þetta þykir þeim nú hálf skrítið, að ekki sé meira sagt, sem vanir eru að áheyrend- ur sitji kyrrir fyrir framan þá og þegi meðan sungið er. Enda er ákaflega freistandi að horfa frek- ar á alla dýrðina umhverfis þegar þannig stendur á en söngstjór- ann, því hann er nú alltaf jafn hversdagslegur. 400 metra undir sjávarmáli Þegar fullskoðað þykir hið næsta nágrenni fæðingarstaðar frelsar- ans er farið í ferðalag í Jórdan- dalinn, að Dauðahafinu. Þá fyrst fer okkur að skiljast hversu oft er talað um upp til Jerúsalem í frá- sögnum, af þessum stöðum. Borgin sjálf stendur um 400 metra yfir sjávarmáli og við sáum lítið af umhverfinu þegar við brunuðum niður eftir nýbyggðri og glæsilegri hraðbrautinni, þar sem hún er skorin gegnum allar mishæðir er fyrir verða. Allt í einu bendir fararstjórinn á stein við akbrautina þar sem stendur að sé í hæð sjávarmáls og við brunum áfram niður. Gaman- samur bílstjórinn bað farþega að loka gluggum, líklega til að fyrir- byggja að sjórinn streymdi inn. Innan tíðar fer að sjá í Dauða- hafið sem liggur í botni Jórdan- dalsins, eða við enda hans, og 400 metra undir sjávarmáli. Þar er í byggingu nýstárleg virkjun þar sem á að virkja hita vatnsins til raforkuframleiðslu, með tæknilega flóknum búnaði. Raf- magn er annars allt framleitt með díselvélum og lítillega kjarnorku. Við ökum því næst meðfram vatninu endilöngu þar til komið er að mjög vinsælum baðstað, þar sem einnig standa mörg heilsuhótel. En þau hýsa þá fjöl- mörgu húðsjúkdómasjúklinga sem hingað flykkjast til að fá bót meina sinna í böðum sólar og saltvatns. Líklegt má telja að hér hafi undrun ferðalanga náð há- marki því margir fengu sér bað í Dauðahafinu. Fjaran þarna á baðstaðnum er ótrúlega hrein en úti fyrir lónar jakahrönnin líkt og hafísröndin heima, en þessir jak- ar eru af salti. Enda er 25% vatnsins salt og þegar fólkið kem- ur út í þá flýtur það eins og korktappar og myndir af því segja meira en frásögn. Þetta er það saltasta fyrirbæri í fljótandi formi sem finnst í veröldinni. Á floti í saltvatninu Hitinn er 40-50 gráður á Celsíus og þykir nú heldur í meira lagi, þeim sem annars voru farnir að bera sig borginmannlega í hita- stigi Jerúsalemborgar. Það er ólýsanleg tilfinning að fljóta svona um og viðnám þessa salt- pækils er svo mikið að óhægt er um hreyfingar og til er það að þeir sem hafa sérstakt sköpulag verði ósjálfbjarga alveg, sem auðvitað endar með drukknun. Þeir sem töldu sig fróða um bygg-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.