Dagur - 03.11.1988, Page 15

Dagur - 03.11.1988, Page 15
 3. nóvember 1988 - DAGUR - 15 Otrúlega léttur sigur hjá KA KA vann frækinn sigur á liði Víkings 30:20 í íþróttahöllinni í gærkvöld. Gæðamunurinn á þessum tveimur liðum var ótrúlegur og líktust gestirnir frekar miðlungs 2. deildar liði en frambærilegu 1. deildarliði. „Petta var sigur liðsheildarinn- ar,“ sagði Friðjón Jónsson fyrir- liði KA-liðsins kampakátur eftir sigurinn. „Við höfum lagt mikið á okkur að undanförnu og úrslit- in því ánægjuleg,“ bætti hann við. í byrjun leit út fyrir jafnan og spennandi leik. Víkingar skor- uðu fyrsta markið en KA jafnaði. Gestirnir freistuðu þess að leika vörnina framarlega og klippa þannig á skyttur KA-liðsins. Það gekk ekkert of vel því bæði Erling- ur og Friðjón þrumuðu tuðrunni í netið fyrstu mínúturnar. Sóknarleikurinn hjá KA var ekki nógu einbeittur í fyrri hálf- leik en það sem bjargaði liðinu var einstaklingsframtakið í sókn- inni. Vörnin small hins vegar vel saman um miðjan fyrri hálfleik- inn og markvarslan hjá Axel var mjög góð. Heimamenn sigu þvt' fram úr og höfðu fjögurra ntarka forskot í leikhléi 12:8. Duranic þjálfari hefur sjálfsagt lesið vel yfir KA-liðinu í leikhléi því þeir kontu ntjög frískir til leiks og skoruðu fjögur fyrstu mörkin. Eftir það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Þeir gulklæddu fóru hreinlega á kostum fyrstu mínút- urnar og vissu Víkingar ekki hvaðan sig á stóð veðrið. Þar var fremstur í flokki Jakob Jónsson og skoraði fjögur falleg mörk í röð. Varnarleikurinn var mjög góð- ur hjá KA-mönnum og voru þeir rauðklæddu farnir að skjóta úr algjörlega lokuðum færum. Axel varði líka eins og berserkur á sama tíma og hreinlega lokaði markinu á tímabili. Nú gripu Víkingar til þess ráðs að taka tvo menn úr umferð hjá KA. Við þetta kom dálítið fát á sóknina og fóru heimamenn illa að ráði sínu í nokkrum sóknum og reyndi Jakob m.a. nokkur vafasöm skot. Á þessum tíma ntinnkuðu Víkingar muninn úr 20:12 f 21:16. En þeir gulklæddu tóku sig saman í andlitinu og hireinlega rúlluðu Víkingum upp. Þar bar mest á Sigurpáli Árna Aðal- steinssyni og skoraði hann m.a. þrjú mörk í röð á glæsilegan hátt. Hrósa verður liðsheildinni hjá KA í þessum leik enda vannst hann á mikilli baráttu og - unnu Víking 30:20 í gærkvöld skemmtilegri samvinnu leik- manna. Áfram með þetta strákar! Þótt KA liðið hafi náð mjög hagstæðum úrslitum í þessunt leik mega þeir ekki ofmetnast. Andstæðingurinn var mjög slak- ur að þessu sinni og það eru nokkur atriði sem þarf að fín- pússa fyrir næsta leik gegn FH- ingum. Víkingar mega muna sinn fífil fegri í handknattleik. Það þarf sjálfsagt að leita mörg ár aftur í tímann til að finna leik þar sem þeir tapa með tíu marka mun. í þessum leik bar mest á Árna Friðleifssyni og einnig átti Eirík- ur Benónýsson þokkalegan lcik. Úrslit í öðrum leikjum urðu þannig að Valur vann UBK 27:23, FH vann Stjörnuna 24:23, og KR vann Fram 30:18. Leik ÍBV og Gróttu var frestað. Mörk KA: Sigurpáll Árni Aðal- steinsson 9/6, Erlingur Kristjáns- son 5/1, Friðjón Jónsson 5, Pétur Bjarnason 4, Jakob Jónsson 4, Guðmundur Guðmundsson 2, Svanur Valgeirssson 1/1. Mörk Víkings: Árni Friðleifsson 6/2, Eiríkur Benónýsson 4, Bjarki Sigurðsson 3, Sigurður Ragnarsson 3, Karl Þráinsson 2, Jóhann Samúelsson 1, Siggeir Magnússon 1 Þau voru mörg glæsileg niörkin hjá KA í gærkvöld. Mynd: tlv - fimm af Norðurlandi í þeim hópi Knattspyrna: „Vil vera með KA-liðinu áfram“ Boðið fór í gegnum Skíða- samband íslands og ákvað það að hvert hinna átta skíðahéraða myndi tilnefna einn fulltrúa. María Magnúsdóttir verður full- trúi Akureyrar, Sigurður Hreins- son fulltrúi Húsavíkur, Bjarni Jóhannsson fer frá Dalvík, Guð- mundur Óskarsson frá Ólafsfirði, Halldóra Blöndal verður fulltrúi Austurlands, en Siglfirðingar voru ekki alveg búnir að ganga frá tilnefningu þegar blaðið fór í prentun. Eins og flestir vita þá varð borgin Albertsville í Frakklandi fyrir valinu til að halda Vetrar- ólympíuleikanna árið 1992. Áður en keppnisstaðurinn var valinn höfðu Frakkarnir lofað að bjóða 3000 ungmennum til borgarinnar ef þeir hnepptu hnossið. Það varð ofan á og síðan hafa krakk- arnir streyint til borgarinnar. Eins og gefur að skilja komast ekki allir fyrir í einu og koma ungmennin því í smærri hópum. íslenski hópurinn fer út 13. janúar og borga gestgjafarnir all- an kostnað við ferðina frá Kefla- víkurflugvelli til Frakklands. Boð Frakkanna var skilyrt að því leyti að fulltrúarnir máttu ekki vera landsliðsfólk, vera á aldrinum 16-18 ára og bæði ætti að senda fulltrúa norrænu og alpagreinanna. Stjórn SKÍ ákvað því að þau átta skíðahéruð sem öflugasta hafa starfsemina myndu tilnefna einn fulltrúa hver og síðan velur stjórn SKÍ einn skíðamann í við- bót við hina átta. Skíðahéruðin átta sem um ræðir eru Akureyri, Dalvík, Ólafsfjörður, Húsavík, Siglu- fjörður, Austurland, ísafjörður og Reykjavík. - segir Bjarni Jónsson Að vanda stunda margir leik- manna KA-Iiðsins í knatt- spyrnu nám í Reykjavík yfir vetrartímann. Það fara því ætíð sögur af stað að hinn eða þessi ætli að skipta um félag og leika með öðru liði næsta sumar. Dagur forvitnaðist um áform nokkurra leikmanna með því að slá á þráðinn til þeirra í höfuöborginni. „Ég stefni á það að vera áfram fyrir norðan og spila með KA,“ sagði Bjarni Jónsson hinn knái miðjumaður KA-liðsins þegar hann var spurður um næsta sumar. „Vandamálið er að ég klára tölvunarfræðina í Háskólanunt unt áramótin og er nú þegar í vinnu hjá Skýrsluvél- um ríkisins. Ég veit ekki hvernig það mun ganga að aðlaga knatt- spyrnuna að vinnunni, því maður hleypur ekki svo auðveldlega frá Bjarni Jónsson. nýrri vinnu. Hins vegar vona ég að það gangi upp og ég geti spilað með KA næsta sumar. - Friðfinnur Hermannsson lýkur viðskiptafræðiprófi næsta vor og hefur í hyggju að stunda framhaldsnám erlendis. Hann var spurður hvort það myndi hafa áhrif á knattspyrnuna næsta sumar. „Framhaldsnám er ekki á dagskrá fyrr en næsta haust þann- ig að það eitt ntun ekki hafa áhrif á knattspyrnuiðkunina. Það er öruggt að ég mun ekki spila með neinu félagi hér fyrir sunnan og ef ég spila með einhverju liði verður það örugglega KA. Hins vegar er því ekki að leyna að lík- aminn er aðeins farinn að þreyt- ast, en knattspyrnan er jú bakter- ía sem erfitt er að losna við,“ sagði Friðfinnur Herntannsson. Stefán Ólafsson lýkur sjúkra- þjálfaraprófi í júní og þarf þá að öllum líkindum að skila ein- hverju vinnuprógrammi. Það er því spurning hvað mikið hann getur verið með í boltanum næsta sumar. Ekki er vitað annað en að Steingrímur Birgisson, sem lýkur viðskiptafræðinni næsta vor, og Arnar Bjarnason komi aftur og spili með KA næsta sumar. Jón Kristjánsson lék sinn fyrsta leik með Valsmönnum í gær- kvöldi í handboltanum og hann mun sjálfsagt ekki gera upp hug sinn í sambandi við fótboltann fyrr en með hækkandi sól og minnkandi mána. Franska ríkisstjórnin og franska Ólympíunefndin hafa ákveðið að bjóða níu íslensk- um skíðamönnum á aldrinum 16-18 ára til borgarinnar Albertsville í Frakklandi. Þetta er í kynningarskyni fyrir Vetrarólympíuleikanna sem haldnir verða í borginni árið 1992. Fulltrúar íslands eru bæði í norrænum- og alpagreinum. Ungum skíðamönnum boðið til Frakklands

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.