Dagur - 18.11.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 18.11.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 18. nóvember 1988 Lánasjóður íslenskra námsmanna: Breytinga að vænta á úthlutunarreglum - breytingar á tekjuviðmiðun sjóðsins kostuðu hann ríílega 300 milljónir króna Gunnar Berg og Stefán Sveinbjörnsson, sigurvegarar í Landstvímenningi Bridgesambands íslands 1988. Mynd: gb Bridds: Gunnar og Stefán unnu Landstvímennmgíim Svavar Gestsson, menntamáia- ráðherra, sagðist í svari sínu við fyrirspurn um Lánasjóð íslenskra námsmanna á Alþingi á dögunum munu gefa út nýja reglugerð um úthlutunarreglur úr sjóðnum en ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvenær þessi reglugerð verði geíin út. Ætlunin sé þó að hluti breyt- Eðvarð „Maður vikuimar11 - Magnús Gauti síðar í dagskrárkynningu Sjónvarpsins fyrir þessa viku, var auglýst að Maður vikunnar um næstu helgi yrði Magnús Gauti Gautason, aðstoðarkaupfélagsstjóri KEA. Hið rétta er, að Eðvarð Sigur- geirsson kvikmyndagerðarmaður á Akureyri verður Maður vik- unnar þetta kvöld. Leiðrétting barst of seint frá Sjónvarpinu, en það var látið fljóta með, að til stendur að gera þátt um Magnús Gauta fyrir þessa sömu þáttaröð. Haustmót Skákfélags Akur- eyrar stendur nú yfir og er mikil þátttaka í mótinu, eða alls 58 keppendur. Þetta er eitt fjölmennasta haustmót sem félagið hefur haldið. Keppt er í fjóruin flokkum; A- og B- flokki, drengja- og unglinga- flokki. Staðan í A-flokki eftir fjórar umferðir er þessi: 1.-2. sæti: Gylfi Þórhallsson og Kári Elíson með 3 vinninga. 3.-4. Þór Valtýsson og Rúnar Sigur- pálsson 2'/ó v. 5.-7. Bogi Pálsson, Magnús Teitsson og Reimar Pét- ursson 2 v. og í 8.-10. sæti eru Skafti Ingimarsson, Friðgeir Kristjánsson og Sigurjón Sigur- björnsson með 1 vinning. í B-flokki eru Jakob Pór Krist- jánsson og Stefán Andrésson efstir og jafnir með 3!ó vinning eftir fjórar umferðir og í 3.-4. sæti eru Pórleifur Karlsson og Lárus Pétursson með 2'/i vinning. Alls verða tefldar 9 umferðir í A- og B-flokki og verða næstu umferðir tefldar á föstudag og sunnudag. Skákstjórar eru Páll Hlöðvesson, Albert Sigurðsson og Ingimar Friðfinnsson. Keppni í drengja- og unglinga- flokki er langt komin. Búnar eru 5 umferðir af 7 í unglingaflokki Kárí Elíson. inga á úthlutunarreglum LÍN komi til framkvæmda á þessu skólaári og annað skref verði stigið næsta haust. í máli menntamálaráðherra kom fram að hann telji fullkomið álitamál að þær breytingar sem gerðar voru á reglugerðum um lánasjóðinn á árinu 1986 standist fyrir lögum og því sé málið nú í sérstakri athugun í menntamála- ráðuneytinu. Ráðherra benti á í svari sínu að kostnaður vegna breytinga á tekjuviðmiðun lánasjóðsins, sem ákveðnar hafi verið af forverum hans í ráðuneytinu, hafi kostað sjóðinn um 312 milljónir króna. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi verður ráðstöfunarfé sjóðsins aukið frá því sem er í ár. Samtals nemur þessi hækkun að viðbættri breytingu á tekjuviðmiðun sjóðs- ins um 400 milljónum króna. „Það er ljóst að nú er svigrúm til að koma til móts við þær áherslur sem uppi hafa verið af hálfu námsmanna um leiðréttingar frá þeirri reglugerð sem gefin var út í ársbyrjun 1986,“ segir mennta- málaráðherra. JÓH og 6 umferðir af 9 í drengja- flokki. Keppt er eftir Monrad kerfi. Staða efstu keppenda í unglingaflokki er þessi: 1. Rúnar Sigurpálsson 4!ó vinningur. 2. Reimar Pétursson 4 v. 3.-4. Örvar Arngrímsson og Þórleifur Karlsson 3!ó v. 5.-6. Júlíus Björnsson og Aðalsteinn Sigurðsson 3 v. Það er oft mikill hamagangur í skákum keppenda í drengja- flokknum, en þeir eru á aldrinum 6-12 ára og eru margir efnilegir skákmenn þar á ferðinni. Páll Þórsson, 10 ára, er efstur og hef- ur hann unnið allar skákir sínar, sex talsins. í öðru sæti er Bárður Sigurðsson með 5 v. 3. Hafþór Einarsson, 9 ára, 4!ó v. 4.-7. Gestur Einarsson, Emil Ólafs- son, Einar Jón Gunnarsson og Halldór Ingi Kárason 4 v. Síð- ustu umferðir í drengja- og ungl- ingaflokki verða tefldar á laugar- dag. SS „Mér fínnst of lítið gert úr því sem Atvinnutryggingasjóður útflutningsgreina á að gera, að minnsta kosti þegar maður sér skuldalistann hjá sumum fyrir- tækjum,“ sagði Steingrímur Hermannsson á fundi með frystihúsamönnum á dögunum en á fundinum kom fram nokkur gagnrýni á sjóðinn. Samkvæmt reglugerð um starf- Gunnar Berg og Stefan Svein- björnsson, Bridgefélagi Akur- eyrar, sigruðu í Landstvímenn- ingi Bridgesambands Islands, sem fram fór fyrir skömmu. Þetta er óneitanlega glæsilegur árangur hjá þeim félögum, því alls tóku á fjórða hundrað pör um allt land þátt í Landstvímenn- ingnum. Spiluð voru sömu spil alls stað- ar og voru þau tölvugefin og erfið viðureignar sum hver. Þeir Gunnar og Stefán urðu langefstir Drög að aðalnámsskrá grunn- skóla liggja nú fyrir. Þeim var dreift á haustþingum kennara úti á landi og á fundum með kennurum í haust og beðið um skriflegt álit. Menntamála- ráðuneytið hefur ákveðið að kalla fulltrúa foreldra, kennara og sérfræðinga til samstarfs um þá vinnu sem framundan er við úrvinnslu á þessum álitum og mun nefndin starfa í náinni samvinnu við skólaþróunar- deild menntamálaráðuneytis- semi sjóðsins koma aðeins þau fyrirtæki til álita við lánveitingu eða skuldbreytingu hjá sjóðnum að grundvöllur teljist fyrir rekstri þeirra að loknum skipulagsað- gerðum á fjárhag þeirra og rekstri. Steingrímur sagðist á fundinum efast um að helmingur fyrirtækja sem sækja um fyrir- greiðslu hjá sjóðnum uppfylli þessar kröfur. „Ég sé ekki að það séu nein og hlutu 5.555 stig. Næsta par, þeir Björgvin Víglundsson og Einar Sigurðsson frá Bridgefélagi Hafnarfjarðar, hlaut 4.977 stig. Norðlendingar áttu sjö önnur pör meðal þrjátíu efstu. Það voru þeir Jón Ingi Ingvarsson og Ingi- bergur Guðmundsson frá Bridge- félagi Skagastrandar (5. sæti með 4.829 stig), Gunnar Stefánsson og Rúnar Jóhannsson frá sama félagi (20. sæti með 4.673 stig), Stefán Ragnarsson og Kristján Guðjónsson frá Bridgefélagi ins. Samstarfsnefndin verður skip- uð 2 fulltrúum frá Bandalagi kennarafélaga, fulltrúa frá Kenn- araháskólanum, fulltrúa frá Háskóla íslands, fulltrúa fræðslu- stjóra og 2 fulltrúum foreldrafé- laga. Niðurstaða af vali á þessum foreldrafélögum varð sú að For- eldrafélag Ölduselsskóla í Reykjavík og Foreldrafélag Grunnskólans í Stykkishólmi sendu fulltrúa í nefndina. Samstarfsnefndin og skóla- hrossakaup þó að því fyrirtæki sem þarf mikla skuldbreytingu á við annað sé veitt meiri skuld- breyting. Svona skuldbreytingar hafa farið fram áður, t.d. víðtæk skuldbreyting árið 1985. Mér hef- ur skilist að menn telji þá skuld- breytingu árangursríka og hafa skilað miklu. Satt að segja hefur þessi draugagangur kringum Atvinnu- Akureyrar (21. sæti með 4.669 stig), Sigurgeir Angantýsson og Birgir Rafnsson frá Bridgefélagi Sauðárkróks (24. sæti með 4.641 stig), Haukur Jónsson og Örn Þórarinsson frá Bridgefélagi Siglufjarðar (26. sæti með 4.625 stig), Frímann og Grettir Frí- mannssynir frá Bridgefélagi Akureyrar (27. sæti með 4.610 stig) og Ásgrímur og Jón Sigur- björnssynir frá Bridgefélagi Siglufjarðar (30. sæti með 4.596 stig). þróunardeild ráðuneytisins skulu fjalla sameiginlega um þau álitamál sem upp kunna að koma í lokafrágangi aðalnámsskrár grunnskóla og eiga báðir aðilarn- ir að gera tillögur um niðurstöður varðandi afgreiðslu álitamálanna af hálfu menntamálaráðuneytis- ins. Gert er ráð fyrir að þessari vinnu verði lokið fyrir 15. febrúar 1989 og þá taki menntamálaráð- herra, Svavar Gestsson, ákvörð- un um útgáfu aðalnámsskrár. tryggingasjóðinn spillt fyrir, t.d. þessi nafngift að kalla sjóðinn Stefánssjóð. Ef menn hafa efni á að grínast með þessa aðgerð þá eiga þeir bara að gera það og sækja ekki um. Menn sem ekki hafa trú á þessum sjóði eiga ekki að sækja um. Þá er meira hægt að gera fyrir hina sem leita vilja ráða og aðstoðar," sagði Steingrímur. JÓH Haustmót Skákfélags Akureyrar: Gylfl og Kári efstir í A-flokki JÓH Forsætisráðherra á fundi með frystihúsamönnum: „Draugagangurinn kringum Atvinnu- tryggingasjóðinn spillir IVrir" Aðalnámsskrá grunnskóla: Foreldrar og keimarar kallaðir tíl samstarfs

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.