Dagur - 18.11.1988, Side 6
6 - DAGUR - 18. nóvember 1988
WgíM íffK
till
..... ts
pi
mw
jjll
4f?ö#¥
í'jki ifc/ '•
Austur-Húnavatnssýsla:
Brunavarnir í 30 ár
Stofnsamningur um Bruna-
varnir Austur-Húnavatnssýslu
var gerður á Hótel Blönduósi
þann 20. nóv. 1958 og eru sam-
tökin því 30 ára næst komandi
sunnudag. í fyrstu bráða-
birgðastjórn samtakanna til
næsta sýslufundar voru kjörnir
Hermann Þórarinsson, Bjarni
Ó. Frímannsson og Grímur
Gíslason.
Þetta hefur þó ekki verið fyrsti
vísirinn að brunavörnum í hérað-
inu því þann 25 okt. árið 1939 var
Jón Einarsson ráðinn slökkviliðs-
stjóri á Blönduósi.
Á fyrstu árunum eftir að
Brunavarnir Austur-Húnavatns-
sýslu voru stofnaðar fylgdi starf
slökk viliðsstj óra sveitarstj óra-
starfinu á Blönduósi og síðar
færðist það yfir til verkstjóra
Blönduóshrepps.
Þann 1. nóv. 1981 varÞorleifur
Arason ráðinn í fast starf sem
slökkviliðsstjóri og hefur hann
gegnt því starfi síðan. Hann var
áður starfsmaður Blönduós-
hrepps og meðfram því lausráð-
inn slökkviliðsstjóri frá árinu
1971 og varamaðurfrá 1969. Þor-
leifur er enn í dag eini fastráðni
starfsmaður Brunavarna Austur-
Húnavatnssýslu en lausráðnir
menn sem sinna útköllum eru nú
25 talsins og auk þess er 5-9
manna lið í hverjum sveitahrepp-
anna.
Það sem þá gerði mögulegt að
ráða slökkviliðsstjóra í fasta
stöðu var samstarf við Flugmála-
stjórn.
Slökkviliðsstjórar á undan Þor-
leifi og auk Jóns Einarssonar sem
áður er getið voru Sigurgeir
Magnússon, Einar S. Jónsson,
Skúli Jakobsson, Einar Þorláks-
son og Þorvaldur Ásgeirsson.
Fyrsta bifreið slökkviliðsins
var keypt árið 1959. Það er
rússneskt torfærutröll sem hentar
vel til að brjótast áfram í snjó og
ófærð en hentaði ekki vel til að
slnna útköllum um langan veg
inn til sveita. Árið 1972 var svo
önnur bifreið keypt. Hún er af
gerðinni Bedford og mun hress-
ari í lengri ferðum en eldri
bifreiðin þótt ekki geti hún talist
hraðskreið. Það var svo í júlí
1979 sem fest voru kaup á þriðju
bifreiðinni sem er búin froðu-
tanki og hefur hún verið notuð
sem flugvallarbifreið. Sú bifreið
er í eigu Flugmálastjórnar.
Slökkvistöðin hafði aðsetur í
áhaldahúsi Blönduóshrepps fram
til ársins 1975 en þá var byggð
slökkvistöð sem stendur við
Norðurlandsveg, norðan Blöndu.
í apríl 1984 var komið upp
neyðarsíma með útkallskerfi fyrir
slökkvilið lækna, sjúkraflutn-
ingamenn og löreglu. Símanum
var valinn staður á Héraðssjúkra-
húsinu. Það mun hafa ráðið stað-
arvalinu að það var og er eina
stofnunin á Blönduósi sem hefur
fasta vakt allan sólarhringinn.
Það er full ástæða til að þakka
starfsfólki sjúkrahússins fyrir þá
þjónustu sem þar hefur verið
veitt í sambandi við þessa neyð-
arþjónustu.
Árið 1984 var sett upp sérstakt
útkallskerfi fyrir slökkviliðið.
Það er mikið öryggisatriði þar
sem kalla þarf út mannskap út
um allan bæ þegar litköll verða.
Slökkvistöðin á Blönduósi er í
heild þokkalega búin tækjum
þótt alltaf megi gera betur.
Núverandi slökkviliðsstjóri hefur
unnið mikið og gott starf í þágu
brunavarna í héraðinu. fh
*
Viðskiptavinir!
Komið og skoðið kjötborðið hjá okkur
Þið farið örugglega ekki tómhent heim.
Mikið úrval af salötum og alltaf eitthvað nýtt, til
dæmis: Túnfisksalat, ferskt ávaxtasalat, luxussalat og
ekki má gieyma kjötinu.
Erum með mikið úrval af réttum beint á pönnuna og
í ofninn, svo sem: Hvítlauksstungið lambalæri, Sæl-
kerapannan, ítalskt buff og Ostabuff.
Athugið! Kynning verður í gangi í dag
og á morgun.
Gjörið svo vel - Velkomin í Hrísalund.
Opið til kl. 19.00 í kvöld föstudagskvöld og til kl. 16.00 laug-
ardaga.