Dagur - 18.11.1988, Side 3

Dagur - 18.11.1988, Side 3
18. nóvember 1988 - DAGUR - 3 Hlustunarsvæði Hljóðbylgjunnar stækkar verulega: Norðanmenn að heQa útsendingar í Reykjavík - fyrsta „Við förum í loftið fyrsta desember,“ sagði Pálmi Guðmundsson útvarpsstjóri Hljóðbylgjunnar á Akureyri. Hljóðbylgjan hefur fengið leyfi útvarpsréttarnefndar til útsendinga á höfuðborgar- svæðinu og á fullveldisdaginn geta íbúar á svæðinu hlustað á norðanmenn á FM-95.7 sem er gamla Ljósvakatíðnin. Fjórir Hljóðbylgjumenn munu leggjast í víking og hafa aðsetur sitt í hljóðveri Útrásar, útvarpi framhaldsskólanema, en það er í Ármúlaskóla í Reykjavík. Auk Pálma munu þau Snorri Sturlu- son, Hafdís Eygló Jónsdóttir og Linda Gunnarsdóttir sjá um útsendingin á fullveldisdaginn dagskrá stöðvarinnar fyrir sunnan. Páimi sagði að viðbót- armannskap fengi stöðin á heimavelli og nefndi að þegar hefðu nokkrir vanir útvarpsmenn m.a. af Stjörnunni sótt um vinnu hjá Hljóðbylgjunni í Reykjavík. I janúarbyrjun fá þeim Hljóð- bylgjumenn örbylgjulínu suður yfir heiðar og flytja sunnanfarar sig þá aftur heim í hérað og senda alla sína dagskrá út frá Akureyri. Pálmi sagði að vissulega væri til- tækið dýrt í framkvæmd, „en það var annað hvort að hrökkva eða stökkva.“ Auglýsendur sagði hann strax hafa sýnt mikil við- brögð og væru þeir spenntir fyrir hinni nýju útvarpsstöð. „Hlust- endur eru forvitnir þegar ný stöð fer í loftið og það vita auglýsend- ur. Við eru því bjartsýn á að þetta gangi vel,“ sagði Pálmi. Rekstur Hljóðbylgjunnar sagði hann ganga vel um þessar mundir og var þokkalega ánægður með auglýsingamagnið. „Við höfurn orðið vör við samdrátt á síðustu vikum í kjölfar ástandsins í þjóð- félaginu,“ sagði Pálmi. Útsendingartími Hljóðbylgj- unnar á höfuðborgarsvæðinu verður frá klukkan átta á morgn- ana til klukkan eitt eftir mið- nætti. Dagskrá Hljóðbylgjunnar sem send er út yfir hlustunar- svæðið á Norðurlandi verður eftir sem áður óbreytt. mþþ Árekstrum í þéttbýli Ijölgar verulega - dauðaslysum í umferðinni flölgar Á fyrstu átta mánuðum þessa árs létust 22 í umferðarslysum hér á landi, tveimur fleiri en á öllu síðasta ári. Á þessum tíma urðu 490 umferðarslys en 506 slys urðu á sama tíma í fyrra og stefnir því í að slysum fjölgi verulega á þessu ári, en hafa ber í huga að bflafloti lands- manna hefur töluvert stækkað á sama tíma. Það er athyglisvert þegar litið er á tölur um slys að fjölgun þeirra í þéttbýli er mikil. Skráð slys í þéttbýli á þessu átta mán- aða tímabili eru 350 en voru 313 Jólin koma: Jólatrén á öllu árinu í fyrra. í dreifbýli voru 193 skráð slys á öllu síðasta ári en voru orðin 140 í septem- berbyrjun í haust. Slasaðir í umferðinni þann 1. september voru 687 en voru 740 á árinu 1987. Mest fjölgar þeim sem verða fyrir minni háttar meiðslum. Eins og við er að búast eru slasaðir í umferðinni flestir ökumenn og farþegar bif- reiða en þó hefur slysum á öku- mönnum bifhjóla og fótgangandi vegfarendum fjölgað nokkuð. Jafn margar konum höfðu slas- ast í umferðinni á fyrstu átta mánuðum þessa árs og á öllu síð- asta ári. Hins vegar höfðu 412 karlar slasast á þessu tímabili í umferðinni en 450 á öllu árinu í fyrra. JÓH Á fyrstu átta mánuðum ársins urðu 490 slys í umferðinni hér á landi. V *«v«iuiUUI hefhr verlð opnuð Gler^ötu 28, sínii 22551. Aðaláliersla er InrrA - ogskrejUngar 'r,ð 0,1 tæklfœri. vandaa®n“*“ttUPPá FyrirttpSff. teðar aafevðrur. bjS™^néS(rf,u,?u,u Ss ,.og^uTuaiaðglÖf að þær prífíst veí cf óskað er °*)ið tílkUUUa ch<u> Nú streyma jólavörumar inn Pils ★ Blússur ★ Bolir ★ Kjólar ★ Peysur Mikið úrval af skartgripum væntanlegt í vikunni. Komið og gerið góð kaup meðan úrvalið er mest. Opið á laugardögum frá kl. 10-16. Sunnuhlíð 12, sími 22484. falla í Fnjóskadal Starfsfólk Skógræktarinnar að Vöglum í Fnjóskadal stendur í stórræðum þessa dagana við að höggva væntanleg jólatré landsmanna. Sigurður Steinþórsson sagði í samtali við Dag, að góð tíð undan- farið hefði gert að verkum, að vel hafi gengið við höggið. „Það er að verða mjög jólalegt hjá okkur, en við erum nú búin að fylla eitt hús af jólatrjám," sagði hann. Þegar höggi lýkur, tekur við vinna við snyrtingu trjánna fyrir sölu. Trén frá Vöglum eru seld á svæðinu frá Blönduósi allt til Þórshafnar. VG Þakkir frá Akureyrar- kirkju Kærar þakkir til hinna fjölmörgu sem komu í safnaðarheimilis- bygginguna sunnudaginn 6. nóvember sl. og lögðu þar fram sinn skerf til styrktar því stóra verkefni. Sá áhugi og góðvild, sem sóknarbörnin sýna þvf að safnarheimilið rísi sem fyrst, flýt- ir framkvæmdum. Sóknarnefndin. Akureyringar og nágrannar í tilefni 4ra ára afmælis verslunarinnar Vatnsrum i Keyr sölumaður að Hótel KEA frá kl. 14-21 laugardaginn 1' nk., með myndir og baeklinga til sýnis. 15% staðgrei&sluafsláttur. 7% afsláttur af greiöslukjörum - Lánstími allt aö 12 mánuöir 60 daga skilafrestur og 5 á dýnum og hitara Verslunin Vatnsrúm hf Borgartúni 29, sími 91-621622. Rúmgott sf. Ármúla 4, sími 91-689477

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.