Dagur - 18.11.1988, Page 5
18. nóvember 1988 - DAGUR - 5
á verðbréfomarkaði
Um áhættu
spamaðarleiða
Nú hin síðari ár hefur þeim
leiðum sem sparifjáreigendur
hafa til að ávaxta sitt fé fjölgað
mjög. Lengi vel voru spari-
skírteini ríkissjóðs einu verð-
tryggðu skuldabrétin á mark-
aðinum. Nú bjóðast, auk spari-
skírteina, bréf og skiptikjara-
reikningar banka og spari-
sjóða, skuldabréf stærri fyrir-
tækja og bréf verðbréfasjóð-
anna. Við val á sparnaðarleið
verður að meta þá áhættu sem
fylgir hverjum valkosti fyrir
sig. Hér á eftir verða helstu
þættir áhættu skoðaðir.
Helstu þættir áhættu
Áhætta má skipta í tvo hluta,
annars vegar er um að ræða
markaðsáhættu sem kaupandi
skuldabréfs verður fyrir án tillits
til þess hvers konar bréf hann
kaupir. Hins vegar er um að ræða
áhættu tengda bréfinu sem keypt
er, eða innri áhættu. Samtals
mynda þessir tveir hlutar heildar-
áhætfu. Áhættuþættirnir eru
eftirfarandi:
Markaðsáhætta:
- Gengisáhætta.
- Áhætta vegna stjórnvalds-
ákvarðana.
- Áhætta vegna aukinnar verð-
bólgu.
Innri áhætta:
- Hætta á að bréfið/afborgun sé
ekki greitt á réttum tíma.
- Hætta á að krafa glatist.
- Áhætta vegna fjárbindingar.
Gengisáhætta
Ef eigandi skuldabréfs vill selja
bréf sitt áður en að gjalddaga er
komið, gæti hann þurft að selja
bréfið miðað við allt aðra ávöxt-
un en hann keypti það. Ef ávöxt-
unarkrafan hefur hækkað frá
kaupdegi til söludags, þá verður
hann fyrir gengistapi. En ef
ávöxtunarkrafan hefur lækkað,
þá verður hann fýrir gengishagn-
aði. Sjá V. grein: Um spákaup-
mennsku á verðbréfamarkaði
(Dagur 11.11.88).
Áhætta vegna
stjórnvaldsákvarðana
Stjórnvöld geta sett ný lög um
fjármagnsmarkaðinn, breytt eða
fellt úr gildi eldri lög og á annan
hátt valdið ýmsum breytingum
sem geta haft áhrif á hag spari-
fjáreigenda. Af og til koma fram
kröfur um að breyta eða fella
niður lánskjaravísitölu. Einnig
hefur verið rætt um að skattleggja
vaxtatekjur. Lagabreytingar af
þessu tagi myndu breyta verulega
þeim forsendum sem sparifjár-
eigendur ganga út frá þegar þeir
ráðstafa sparifé sínu.
Áhætta vegna
aukinnar verðbólgu
Flest skuldabréf sem seld eru á
verðbréfamarkaði eru verðtryggð.
Bankar og sparisjóðir bjóða
einnig verðtryggða reikninga. í
þessum tilfellum er áhættan eng-
in vegna aukinnar verðbólgu. Á
óverðtryggðum skuldabréfum og
bankareikningum þar sem vextir
eru fastir, er þessi áhætta mikil.
Á sama hátt hagnast eigendur
óverðtryggðra skuldabréfa og
bankareikninga með föstum
VI. grein
Jón Hallur
Pétursson
skrifar.
vöxtum verulega ef verðbólga
lækkar. Þegar um er að ræða
óverðtryggð bréf eða reikninga
með breytilegum vöxtum, þá er
áhættan einnig nokkur, vegna
þess að vextirnir hafa tilhneig-
ingu til að breytast nokkru eftir
að verðlag hefur breyst. Því tapar
eigandi óverðtryggðs bréfs með
breytilegum vöxtum í hækkandi
verðbólgu og hagnast í lækkandi
verðbólgu.
Hætta á að bréf/afborgum
sé ekki greitt á
réttum tíma
Þessi hætta er fyrir hendi í mis-
miklum mæli. Þegar um er að ræða
stærstu útgefendur skuldabréfa,
s. s. ríkissjóð, banka og sparisjóði
og stærstu fyrirtæki, er þessi
áhætta ekki fyrir hendi. En þegar
um er að ræða minna þekkta
greiðendur bréfa eykst óvissan
um að greiðslan berist ekki á rétt-
um tíma. Þeir sem vilja treysta
því að greiðsla berist á réttum
tíma ættu að kaupa bréf sem eru
áhættulaus að þessju leyti.
Hætta á að krafa glatist
Hætta á að krafa glatist er mjög
misjöfn. Kröfur geta verið ríkis-
tryggðar, bankatryggðar, veð-
tryggðar eða tryggðar með sjálf-
skuldarábyrgð. Því betri sem
tryggingin að baki kröfunnar er,
t. d. ríkistrygging, bankatrygging
eða gott fasteignaveð, því minni
eru líkurnar á að hún glatist. Það
fer eftir gæði veðsins, s.s. áhvíl-
andi lán, staðsetning o.fl., sem
ákvarðar tryggingu í veðskulda-
bréfi. Þegar við metum sjálf-
skuldarábyrgð verðum við að
meta í hverju tilfelli, hversu hæf-
ur skuldari og/eða ábyrgðaraðilar
eru til að endurgreiða kröfuna.
Því lakari sem tryggingin er, því
meiri sérþekkingar er þörf til að
sneiða hjá tapsáhættu. Séu menn
í minnsta vafa um ágæti þeirra
Mynd 1.: Uppbygging á áhættu skuldabréfa.
íbúar og starfsfólk Dvalarheimilinu Skjaldarvík
verða með basar laugardaginn 19. nóvember
kl. 15.00.
Munir ★ Kökur og kaffisala.
Verid velkomin að Skjaldarvík.
íbúar og starfsfólk.
trygginga sem bjóðast, ættu þeir
að leita aðstoðar sérfræðinga.
s
Ahætta vegna fjárbindingar
Fjárbinding skuldabréfa er mjög
misjöfn. Þeir flokkar skuldabréfa
sem seldir eru á Verðbréfaþingi
íslands hafa oft svokallaðan við-
skiptavaka, sem er reiðubúinn að
kaupa viðkomandi skuldabréf.
Verðbréfasjóðirnir kaupa einnig
eigin skuldabréf til baka samdæg-
urs. Sú vissa að geta losað fé sitt
með skömmum fyrirvara er mjög
mikilvæg fyrir sparifjáreigendur,
ef upp koma óvænt útgjöld eða
góð fjárfestingartækifæri.
Hvernig má draga
úr áhættu?
Eins og sagt var áður og sést á
mynd 1, þá getur sparifjáreigandi
ekki dregið úr markaðsáhættu
sinni. Sú áhætta stjórnast af þátt-
um sem sparifjáreigandi getur
ekki haft nein áhrif á. Aftur á
móti getur sparifjáreigandi haft
veruleg áhrif á innri áhættu, t.d.
með samvali mismunandi verð-
bréfa. Þar sem um er að ræða
mismunandi skuldara og mis-
munandi tryggingar. Talið er að
til að ná lámarks áhættudreif-
ingu, þurfi viðkomandi að eiga
a.m.k. 7 mismunandi bréf. Því
fleiri, því betra. Skuldabréf
kosta yfirleitt frá 100 til 200 þús.
kr., þannig að þessi íeið krefst
þess að viðkomandi verður að
eiga verulegt fé til að leggja til
hliðar. Verðbréfasjóðir geta
vegna stærðar sinnar og áhættu-
dreifingar minnkað innri áhættu
til muna. Sjóðirnir eru háðir
gengisáhættu en segja má að hin-
ir tveir innri áhættuþættirnir
hverfi þegar sparifjáreigendur
fjárfesta á verðbréfamarkaði í
gegnum verðbréfasjóð.
Að lokum
Hér hafa verið raktir helstu þætt-
ir áhættu sem hafa ber í huga,
þegar valið er sparnaðarform.
Þetta er að sjálfsögðu ekki tæm-
andi upptalning á áhættu og mat
á vægi hvers þáttar áhættu getur
verið mjög einstaklingsbundið.
Þá er ljóst að engin fjárfesting er
með öllu áhættulaus. En með
skynsamlegu vali á ráðstöfun
fjármuna og áhættudreifingu er
þó hægt að lágmarka verulega þá
heildaráhættu sem fyrir hendi er.
Höfundur er viðskiptafræðingur og
framkvæmdastjóri Kaupþings
Norðurlands hf.
RlKISSJOÐUR islands
Spariskírteini
ríkissjóðs
★ Bera allt að 8% vexti umfram verðbólgu
★ Þau fást í 10,50 og 100 þúsund króna einingum
Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs til sölu núna:
Flokkur Lánstími Ávöxtun Gjalddagi
2. fl. D 3 ár 8,0% 1. sept. '91
2. fl. D 5 ár 7,5% 1. sept. '93
2. fl. D 8 ár 7,0% 1. apr. '96
Spariskírteini ríkissjóðs seljast á
2-3 dögum í endursölu á Verðbréfaþingi íslands.
Gengi Einingabréfa 18. nóvember 1988
Einingabréf 1 3.369,-
Einingabréf 2 1.918.-
Einingabréf 3 2.185,-
Lífeyrisbréf 1.694,-
Skammtímabréf 1,178
KAUPÞING
NORÐURLANDS HF
Ráðhústorg 5 Akureyri Sími 96-24700
^íi jilS I ISSiliI ii| jj. ^
iM
s
HOTEL KEA
Dansleikur
laugardagskvöld
Hljómsveitin Kvartett
leikur fyrir dansi.
Kristján Guðmundsson
leikur fyrir matargesti.
Glæsilegur matseðill.
Erum byrjaðir að taka á móti pöntunum
fyrir villibráðarkvöld 26. nóvember.
Borðapantanir í sima 22200