Dagur - 18.11.1988, Qupperneq 9
8 - DAGUR - 18. nóvember 1988
18. nóvember 1988 - DAGUR - 9
spurning vikunnar
Ertu farin(n) að huga að
undirbúningi jólanna?
Spurt á Húsavík
Sigrún Jónasdóttir:
Ég var aö kaupa þrjú jóladagatöl
og ég hef veriö að föndra meö
börnunum. Ég byrja að undirbúa
jólin um mánaöamótin.
Sigvaldi Jónsson:
Með aldrinum mér aftur fer
því áttu’ aö trúa vina
játa aö konan jafnan sér
um jólahátíðina.
Kristinn V. Magnússon:
Nei, ekki aldeilis. Ég byrja svona
um miðjan desember og hugsa
aö ég byrji á að smala saman
krakkahópnum til aö fá hann
heim um jólin.
Björn Líndal:
Ég er ekki byrjaður en þaö fyrsta
sem ég geri er að senda pakka til
útlanda í byrjun desember. Ég
held aö konan sé farin að baka
einhverjar kökur og fyrstu merkin
um jólaundirbúning á heimilinu
eru þegar frúin byrjar smáköku-
bakstur.
Sigrún Ingvarsdóttir:
Eru aö komajól? Þaö eru hreinar
línur að ég er ekki farin aö huga
aö jólaundirbúningi en kona sem
ég þekki mjög vel er farin aö
baka smákökur. Þaö er gott
bakarí hérna og þar fást Ijómandi
tertubotnar og fleira svo ég hef
akkúrat engar áhyggjur af
bakstri.
UMF Vorboðinn:
Fárnnnt fékg sem hefitr óíf frábœrt fijálsíþróttqfólk
— byggir nú sinn eigin íþróttavöll
með þriggja kvölda félagsvist
hérna á hótelinu og fengum þar
þokkalega aðsókn. í vetur ætlum
við að haida eitt innanfélagsmót
á Húnavöllum í hverjum mánuði
sem verður skipt í fjóra aldurs-
flokka. Þetta er nýjung í starfi
félagsins og er ætlað til að hvetja
krakkana til að mæta á æfingarn-
ar. Með vorinu ætlum við að
verðlauna þá krakka sem mæta
best og sýna mestu frámfarir og
besta árangur eftir veturinn
samanlagt."
- Hafið þið haft þann hátt á að
verðlauna íþróttafólkið fyrir
mætingar?
„Já við byrjuðum á því á síð-
asta ári að verðlauna fyrir mæt-
ingar á árinu 1987. Við verð-
launuðum þá sex aðila, þrjá úr
hvorum flokki fyrir bestu mæt-
ingu, þau fengu veggplatta. Síð-
an skiptum við í tvo aðra hópa
sem fengu verðlaunaskjöl fyrir
góða mætingu. Þetta virkar
hvetjandi sérstaklega á yngri
krakkana og maður varð var við
það í sumar að þeir vildu helst
ekki tapa úr neinni æfingu. Það
verður alltaf að hafa eitthvað til
að stefna að í öllu félagsstarfi og
þetta virðist hafa hitt í mark."
- Er ekki vandasamt fyrir þjálf-
arann að vera með svona breiðan
aldurshóp?
„Jú, það var mjög erfitt fyrir
hann og manni fannst stundum
alveg óskiljanlegt hvernig hann
komst yfir það á tveim tímum að
gera eitthvað fyrir alla. Hins veg-
ar vorum við svo heppin á sl.
sumri að USAH réði til sín þjálf-
ara í byrjun júlí sem var þá hjá
okkur eitt kvöld í viku. Þá gátu
þjálfararnir skipt liðinu á milli sín
eftir aldri og þetta gekk allt mun
liðlegar. Það er varla hægt að
ætla einum manni að æfa svona
breiðan aldurshóp."
Tekjur af Lottóinu
eru drjúgar
- Hvernig fjármagnar svo lítið
félag sem Vorboðinn er allt þetta
íþróttastarf og framkvæmdir?
„Það er nokkuð erfitt en þó
ekki eins og mætti álíta í fyrstu. í
sambandi við byggingu íþrótta-
vallarins höfum við fengið alveg
frábær viðbrögð frá mörgum
heimaaðilum. Félagasamtök og
einstaklingar hafa styrkt okkur
verulega og gerðu það strax á
fyrsta árinu sem við vorum að
vinna að vallargerðinni. Fyrir
utan það þá hefur Engihlíðar-
hreppur sýnt þessu máli mikinn
skilning og styrkt okkur reglu-
bundið á hverju ári síðan við hóf-
um framkvæmdirnar þar. Það má
segja að ef við reiknum inn í
dæmið allt ógreitt framlag frá rík-
inu þá eigum við völlinn skuld-
lausan eins og hann stendur.
Ríkisstyrkurinn er greiddur með
jöfnum afborgunum á fjórum
árum eftir að hver framkvæmd er
unnin þannig að ef það þarf að
brúa það bil með lánum þá
hækka þau mikið á þeim tíma
sem beðið er eftir styrknum en
hann er óverðtryggður og stend-
ur í stað eða hann hefur ekkert
hækkað fram að þessu frá því að
við hófum okkar framkvæmdir.
Lottóið hjálpar okkur mikið
því það hefur nægt fyrir greiðsl-
um til þjálfara á sl. ári." Vel gæti
Vorboðinn átt eftir að fara aðra
sigurgöngu eins og 1962 þegar
unga fólkið sem nú er að æfa nær
keppnisaldrinum. fli
Kvenfólkið lét ekki sitt eftir liggja við að þekja völlinn.
Ungmennafélagið Vorboðinn er gamalt ungmennafélag, var stofnað þann 3. janúar 1915.
Félagssvæði Vorboðans nær yfir Engihlíðar- og Vindhælishrepp sem eru með fámennustu
hreppum Austur-Húnavatnssýslu. Frátt fyrir fámennið hefur starfsemi félagsins oft staðið í
miklum blóma og oft hefur félagið haft á að skipa mjög góðu frjálsíþróttafólki á landsvísu.
Á sjötta áratugnum og nokkuð fram yfir 1960 stóð frjálsíþróttalíf innan félagsins mjög vel
en þegar þeir sem þá höfðu skarað fram úr hættu að æfa íþróttir og keppa varð nokkur
aðdragandi að því að nýtt fólk fyllti þau skörð. Félagið hélt upp á 70 ára afmæli sitt árið 1985
með því að hefja framkvæmdir við að koma upp eigin íþróttavelli á Bakkakotsmelum og er
nú fyrirhugað að halda upp á 75 ára afmælið með því að ljúka gerð vallarins þá. Héraðsmót
í frjálsum íþróttum bar hæst í hátíðarhöldum 17. júní.
inum kcrhur til meö að kosta
okkur um 400 þúsund."
- Hvað er það stór hópur af
krökkum og unglingum sem get-
ur mætt á æfingar þegar allir
mæta?
Æfíngar vel sóttar
„Það eru í kringum 30 manns og
í sumar kom það ekki fyrir að
færri en 20 mættu á æfingarnar.
Hitt var þó algengara að það
væru 25 til 30 sem mættu og það
sýnir best hvað áhuginn er mikill.
Það má segja að aldur þeirra sem
mættu á æfingarnar hafi verið frá
sex ára og upp undir fertugt."
- Hefur íþróttafólk Vorboð-
ans náð því að skila einhverjum
stórum afrekum í sumar?
„Það er ekki hægt að segja að
það séu nein stór afrek en það
eru félagar frá okkur í sýsluliði
USAH bæði í meistaraflokknum
og eins í yngri flokkunum sem
hafa farið og keppt fyrir USAH á
mörgum mótum. Við eigum
mjög efnilega unga krakka sem
lofa góðu og það hefur verið mik-
il framför hjá þeim. Margir
þeirra cru það ungir að þeir eru
rétt að komast upp í að verða
gjaldgengir í aðalkeppnina.
Við höfum verið með okkar
stærsta hóp á unglingamótunum
en nú er að koma að því að þeir
fari að keppa á héraðsmótum og í
eldri flokkunum.“
- Eru félagar í Vorboðanum
ekki aðeins úr Vindhælis- og
Engihlíðarhreppi?
„Jú það má nú segja það en
hins vegar eru nokkrir Blöndós-
ingar í félaginu.“
Vaxandi vetrarstarf
- Hvað um vetrarstarfið?
„Það er nú fyrst síðustu tvo
veturna sem við höfum verið með
skipulagðar íþróttaæfingar yfir
veturinn. Við vorum nýverið
Systkinin frá Móbergi
unnu marga glæsta sigra
En það mun hafa verið árið 1954
sem ungt fólk frá UMF Vorboð-
inn fór að hasla sér verulega völl
á sviði íþróttanna. Þrjú systkini
frá Móbergi í Langadal, Guð-
laug, Stefán og Valdimar Stein-
grímsbörn voru afburða íþrótta-
fólk og margir aðrir af félögum
Vorboðans unnu til verðlauna á
héraðsmótunum á þessum árum.
Guðlaug Steingrímsdóttir kom
fyrst inn í keppni árið 1954 og var
alveg sérstaklega fjölhæf íþrótta-
kona og keppti jafnt í hlaupum,
stökkum og köstum. Keppnis-
ferill hennar stóð fram til ársins
1967 og sum héraðsmet hennar
hafa staðið mjög lengi án þess að
þeim væri hnekkt og enn á hún
héraðsmet í 100 m hlaupinu en
það met setti hún árið 1961, 12,7
sek.
Alls setti Guðlaug héraðsmet í
9 greinum frjálsíþrótta á íþrótta-
ferli sínum og oft í sumum grein-
unum.
Valdimar Steingrímsson setti
héraðsmet í 200 m hlaupi 1960,
hljóp á 23,4 sek. Bræðurnir
Valdimar og Stefán voru mjög
harðir spretthlauparar en ekki
eins fjölhæfir íþróttamenn og
systir þeirra. Lúvís Pétursson,
Vorboðanum setti héraðsmet í
5000 m hlaupi 1961, hljóp þá vega-
lengd á 17:32.0 mín. svo vel má
sjá að Vorboðinn átti góða full-
trúa á mótum á þessum tíma.
Sveit frá UMFÍ fór keppnis-
ferð til Danmerkur 1961 og á því
móti setti húnvetnska sveitin
héraðsmet í 5x80 m hlaupi
kvenna. Þrjár af þeim stúlkum
sem skipuðu þá vösku sveit voru
einmitt frá UMF Vorboðanum,
en það voru auk Guðlaugar þær
Margrét Hafsteinsdóttir og Ásta
Karlsdóttir.
Á þessum árum var Pétur H.
Björnsson frá Móbergi formaður
Vorboðans en hann er föður-
bróðir íþróttafólksins frá
Móbergi.
Þessi vasklegi hópur sótti æfingar á Vorboðavellinum 1987.
ur til æfinga en í vetur erum við
með æfingu á laugarÖögum í
íþróttasalnum á Blönduósi."
Þjálfarinn okkar hefur sjálfur
verið í skóla á Sauðárkróki en
þrátt fyrir það hefur hann komið
hingað á æfingarnar bæði nú og í
fyrravetur.“
Þetta átti nú allt að vera
smærra í sniðum
- Verður það ekki að teljast
bjartsýni hjá svo litlu félagi að
koma upp sínum eigin íþrótta-
velli. Hvenær fæddist sú
hugmynd?
„Þetta átti nú í fyrstu allt að
vera mun smærra í sniðum en
mönnum dettur í hug í dag. Þeg-
ar við fórum að ræða í alvöru um
æfingaaðstöðu fyrir krakkana þá
var aðeins um tvennt að ræða.
Annars vegar að koma upp
aðstöðu á Bakkakotsmelunum
eða að fá að æfa á Blönduósi.
Það var mikill áhugi fyrir því inn-
an félagsins að koma upp eigin
æfingaaðstöðu. Þetta þróaðist
svona smátt og smátt og kom að
því að við fengum jarðýtu til að
slétta svolítið svæði þarna á mel-
unum. Síðan kom að því að við
fengum íþróttafulltrúa ríkisins til
að líta á svæðið og honum leist
mjög vel á þetta allt saman.
Áhorfendasvæðin eru tilbúin af
náttúrunnar hendi og efni sem á
svæðinu var taldi hann mjög gott
til vallargerðar. Ég vil nú meina
að það hafi verið fyrir hvatningu
frá honum sem við ákváðum að
gera þarna íþróttavöll af þeirri
stærð að hann væri gjaldgengur
til styrkveitingar frá ríkinu. Það
urðu þáttaskil eftir komu íþrótta-
fulltrúans og við ákváðum að
hafa þetta allt vandaðra og stærra
í sniðum en við ætluðum í fyrstu.
Þá var ákveðið að koma þarna
upp grasi grónum knattspyrnu-
velli vegna þess að áhugi innan
félagsins var það mikill að ljóst
var að félagarnir voru reiðubúnir
til að vinna það starf allt í sjálf-
boðavinnu. Við fengum efnið í
þökurnar einnig án endurgjalds
og með þessu sköpuðum við okk-
ur fjármagn til að standa undir
kostnaði við fyrstu framkvæmdir
á vellinum."
Kostnaðarsöm mistök
- Hver eru mörkin til að eiga rétt
á framlagi frá ríkinu?
„í upphafi var okkur tjáð að til
þess þyrfti stærð vallarins að vera
minnst 151,5x84 m með hlaupa-
brautunum. Við fórum að vinna
Hópur Vorboðafélaga á æfíngu.
að vallargerðinni eftir þannig
teikningu og gerðum knatt-
spyrnuvöll sem var 177x92,5 m
eins og teikningin sagði til um.
Svo kom það í ljós á sl. sumri að
misskilningur hafði orðið á milli
félagsins og íþróttafulltrúans
þannig að við höfðum talið að sú
teikning sem við unnum eftir gæfi
okkur möguleika á 400 m
hlaupabraut allan hringinn en
það reyndust aðeins vera 370 m
brautir. Hvatinn að því að við
fórum út í þetta var að við töldum
okkur sjá að það yrði félaginu
ekkert dýrara að vanda svona til
vallarins og ná ríkisframlaginu
heldur e'n að byggja upp góðan
æfingavöll á eigin reikning.“
- Hvað annað er komið í
gagnið en fótboltavöllurinn?
„Það er búið að steypa kast-
hringi fyrir kúlu og kringlu og
það er byrjað að leggja hlaupa-
brautir. 100 m brautir eru full-
frágengnar og það hefur nýverið
klárast að breikka völlinn sam-
kvæmt nýrri teikningu og það
liggur fyrir núna, ef veðurguðirn-
ir verða okkur hliðhollir, að fara
í það á næstu dögum að mæla fyr-
ir hlaupabrautunum og gróf-
leggja í þær. Fyrst búið er að
breikka völlinn á þetta allt að
fara að ganga upp.“
- Er til áætlun um hvað þessar
framkvæmdir muni kosta?
„Upphaflega áætlunin hljóðaði
upp á rétt um 1500 þúsund fyrir
utan það sem unnið er af félögun-
um í sjálfboðavinnu og með því
fannst okkur að ríkisstyrkurinn
mundi dekka kostnað við þá
vinnu sem við þyrftum að kaupa.
En vegna þeirra upphaflegu
mistaka sem uppgötvuðust ekki
fyrr en á sl. sumri er ljóst að
kostnaðurinn verður mun meiri
og breytingarnar sem við urðum
að gera urðu til þess að útlagði
heildarkostnaðurinn fer að nálg-
ast 2 milljónir. Stækkunin á vell-
Hér áður var héraðsmót
USAH í frjálsum íþróttum fastur
liður í hátíðarhöldum á Blöndu-
ósi þann 17. júní og eru ábyggi-
lega margir sem sakna þess að
héraðsmótið skuli vera horfið úr
hátíðarhöldum þjóðhátíðardags-
ins. Á seinni árum virðist áhugi á
frjálsum íþróttum hafa vikið
verulega fyrir knattspyrnunni og
handboltanum og héraðsmót í
frjálsum íþróttum er ekki lengur
sá mikli stórviðburður í augum
almennings sem það var á árun-
um frá 1950 og fram um 1970. Á
þessum árum áttu Húnvetningar
margt mjög gott frjálsíþróttafólk
sem sást á verðlaunapöllum á
landsmótum. Auðvitað voru það
stærstu félögin, Fram á Skaga-
strönd og Hvöt á Blönduósi sem
börðust um sigurbikarinn á hér-
aðsmótunum.
Stjórn og varastjórn Vorboðans. F.v. Valdimar Guðmannsson, Sigurður
Ágústsson, Olafur Kristjánsson, Kristján Frímannsson og Björn Björnsson.
Sitjandi Magðalena Jónsdóttir og Fjóla Ævarsdóttir.
Þessi ungmenni hlutu verðlaun fyrir besta árangur, mestu framför og bestu
mætingu á æfíngar 1987.
Árið 1962 var óslitin sigur-
ganga Vorboðans en það ár varð
USAH 50 ára og Vorboðinn var
það félag sem lengst hafði starfað
innan sambandsins. Vorboðinn
vann þá öll mót sem USAH
gekkst fyrir á árinu en fyrir utan
héraðsmótið var það sveita-
keppni í skák og knattspyrnumót
USAH.
Þar að auki varð Guðlaug þre-
faldur íslandsmeistari og Norður-
landsmethafi í 200 m hlaupi sem
um leið jafnaði gildandi íslands-
met.
Nú er þjálfað allt árið
Nú á undanförnum árum hefur
félagsstarf Vorboðans verið fjöl-
þætt sérstaklega á sviði frjáls-
íþrótta. Félagið hefur sl. tvö ár
verið með þjálfara allt árið,
Guðmund Ragnarsson, frjáls-
íþróttamann frá Blönduósi, og
yfir sumartímann hefur hann
þjálfað á Vorboðavellinum tvö
kvöld í viku en yfir veturinn er
aðeins ein æfing í viku, nú í
íþróttasal grunnskólans á
Blönduósi. Áður en Guðmundur
réðist sem þjálfari til félagsins
hafði Þórhalla Guðbjartsdóttir
þjálfað hjá Vorboðanum í tvö
sumur en það starf féll þá niður
yfir vetrarmánuðina.
Nýverið hefur Vorboðinn stað-
ið fyrir þriggja kvölda félagsvist á
Hótel Blönduósi og var aðsóknin
þar allgóð.
Núverandi formaður Vorboð-
ans er Valdimar Guðmannsson í
Bakkakoti. Blaðamaður Dags
spjallaði við Valdimar til að fræð-
ast um starf Vorboðans.
Það verður að stefna
að einhverju sérstöku
markmiði
- Hvenær hófst þessi fjörkippur í
frjálsíþróttastarfi Vorboðans?
„Hann hófst strax eftir að við
hófum framkvæmdir við að koma
upp okkar eigin íþróttavelli. Það
var árið 1984 og síðan þá hefur
áhuginn farið ört vaxandi, það
þarf alltaf að keppa að einhverju
sérstöku markmiði ef vel á að
ganga.
Fyrst vorum við með eina
frjálsíþróttaæfingu á viku en sl.
sumar æfðum við tvisvar í viku og
þær æfingar voru síst verr sóttar
þó að þeim væri fjölgað um
helming. Svo var það á sl. vetri
að við fórum einnig að halda uppi
æfingum yfir vetrarmánuðina og
þá í íþróttasalnum á Húna-
völlum. Við fengum því fram-
gengt að skólabíllinn færi tveim
tímum seinna frá Húnavöllum á
föstudögum og sá tími var notað-
Unnið við stækkun Vorboðavallarins.
Guðlaug Steingrímsdóttir sigurvegari á landsmóti í Reykjavík 1961.