Dagur - 18.11.1988, Page 11

Dagur - 18.11.1988, Page 11
18. nóvember 1988 - DAGUR - 11 hér & þor ForsetaM Bandaríkjanna er haJlærisleg að mati þarlendra tískusérfræðinga Tískusérfræðingar í Bandaríkj- unum hafa fellt sleggjudóma yfir klæðnaði eiginkonu hins nýja forseta Bandaríkjanna Georg Bush, eiginkonu varaforsetans og eiginkonum Dukakis og Quayle’s, forsetaframbjóðanda og varaforsetaefnis. „Barbara Bush lítur út eins og drottning- armóðirin nýkomin úr verslunar- ferð í Vörumarkaðnum...Kitti Dukakis fór á flokksþing demó- krata í hræðilegum kjól...föt Marilyn Quayle eru of venju- leg...en Beryl Ann Bentsen kann að raða saman fötum!“ Svona hljóðar sú gagnrýni af hálfu Hr. Blackwell, en hann er sá sami og tekur árlega fyrir best og verst klæddu konurnar. En Blackwell er ekki búinn að afgreiða alveg ofangreindar kon- ur og hér fáum við meira. Barbara Bush núverandi for- setafrú. „Ég er alveg yfir mig hneykslaður á þessum hræðilegu fötum sem hún lætur sjá sig í opinberlega. Ég skil ekki af hverju hún er svona hrifin af tví- skiptum fötum, þar sem efri helmingurinn er ekki í sama lit og sá neðri. Þau gera hana svo kassalaga. Þá draga þessi stóru hálsmál og láréttu rendur sem Þau töpuðu forsetakosningunum, en Kitty Dukakis féll ekki í kramið hjá tískusérfræðingum. Það gerði hins vegar Beryl Ann Bentsen sem fékk bestu dórnana. hún er svo hrifin af, athygli að vaxtarlaginu. Það er hræðilegt að hún skuli ekki klæða sig í stíl við opinbera ímynd sína, þ.e. hinnar hlýju valdamiklu konu,“ sagði tískusérfræðingurinn hrærður. Kitty Dukakis. „Kvöldið sem maðurinn hennar hélt framboðs- ræðu sína klæddist hún eins og ófrísk kona. Þá voru axlapúðarn- ir allt of stórir, þeir hefðu mátt vera rúnnaðari og mýkri. í önnur skipti sem hún kom frant var klæðnaðurinn líflegri. Mér líkar ágætlega hvernig hún notar nýja tísku og blandar saman mynstr- um.“ Marilyn Quayle. „Eftir kjóln- unt sem hún var í á „gala“ kvöld- inu, gæti maður haldið að mætti ætla að hún hafi verið á leiðinni á kvenfélagsfund. Hann var allt of „plain“, ermarnar hneykslanlega stuttar og hnapparnir of stórir og áberandi. Klæðnaður frú Quayle hæfir henni sem móður, frama- gjarnri konu og eiginkonu ungs manns á faraldsfæti. En mér finnst hún kærulaus í samsetn- ingu sinni sem gerir hana of venjulega.“ Beryl Ann Bentsen. „Hún er áberandi best af þessum fjórum konum. Hún raðar fötum sínum og snyrtingu saman á yndislegan máta, allt frá fallegri hárgreiðslu til pilsanna sem eru alveg mátu- lega víð. Frú Bentsen klæðist alls konar fallegum litum og hefur gott tískunef.“ Hörmung! Ósmekkleg! Þetta segja þeir um nýju forsetafrúna. dagskrá fjölmiðlo SJONVARPIÐ FÖSTUDAGUR 18. nóvember 18.00 Sindbad sæfari (37). 18.25 Líf í nýju ljósi (15). (II était une fois.. la vie.) Franskur teiknimyndaflokkur um manns- líkamann. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Austurbæingar. (Eastenders.) Fjórði þáttur. 19.25 Sagnaþulurinn. (The Storyteller.) Níunda og síðasta saga. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Ekkert sem heitir. Þáttur fyrir ungt fólk. Umsjón Gísli Snær Erlingsson. 21.00 Þingsjá. 21.20 Derrick. Lokaþáttur. 22.25 Borðalagður skotspónn. (Brass Target.) Bandarísk bíómynd frá 1978. Aðalhlutverk: John Cassavetes, Sophia Loren, George Kennedy, Max von Sydov og Patrich McGoohan. Spennumynd sem fjallar um dauða Patt- ons hershöfðingja og hvort undirmenn hans hafi verið þar að verki til að sölsa undir sig gullfarm. 00.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. SJONVARP AKUREYRI FÖSTUDAGUR 18. nóvember 16.00 Hrói og Maríanna. (Robin and Marian.) Mynd fyrir alla fjölskylduna sem er eftir sígildu sögunni um Hróa hött. Aðalhlutverk: Sean Connery, Audrey Hepburn og Robert Shaw. 17.55 í Bangsalandi. 18.20 Pepsí popp. 19.19 19.19. 20.45 Alfred Hitchcock. 21.15 Þurrt kvöld. 22.10 Fyrsta ástin.# (P'Tang Yang Kipperbang.) Myndin gerist í Englandi á árunum eftir stríð og segir frá sumri í lífi fjórtán ára drengs, Alans, sem á sér þá ósk heitasta að ná að kyssa bekkjarsystur sína. Sumarið reynist örlagaríkt og Alan kemst að því að draumar rætast ekki alltaf. 23.25 Þrumufuglinn. 00.15 Opnustúlkurnar.# (Malibu Express.) Dirfskufull mynd þar sem fagrir kven- kroppar eru í fyrirrúmi. Myndin fjallar um einkaspæjara sem fæst við flókna morð- sögu og fjárkúgunarmál. Alls ekki við hæfi barna. 01.55 Milli skinns og hörunds. (Sender.) Mögnuð, bresk spennumynd um mann sem haldinn er sjálfseyðingarhvöt og býr yfir hæfileika til þess að stunda hugsana- flutning. Alls ekki við hæfi barna. 03.25 Dagskrárlok. # Táknar frumsýningu á Stöð 2. & FÖSTUDAGUR 18. nóvember 7.03 Morgunútvarpið. 9.03 Viðbit. - Þröstur Emilsson. (Frá Akureyri.) 10.05 Morgunsyrpa Evu Ásrúnar Albertsdóttur og Óskars Páls Sveinssonar. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 í undralandi með Lísu Páls. 14.00 Á milli mála. - Eva Ásrún Albertsdóttir og Óskar Páll Sveinsson. 16.03 Dagskrá. 19.00 Kvöldfréttir. 19.33 Áfram ísland. íslensk dægurlög. 20.30 Vinsældalisti Rásar 2. Stefán Hilmarsson kynnir tíu vinsælustu lögin. 21.30 Lesnar tölur í bíngói styrktarfélags Vogs, meðferðarheimilis SÁÁ. 22.07 Snúningur. Stefán Hilmarsson ber kveðjur milli hlust- enda og leikur óskalög. 02.05 Rokk og nýbylgja. 03.00 Vökulögin. Fréttir eru sagðar kl. 2,4, 7, 7.30,8,8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. © RAS 1 FÖSTUDAGUR 18. nóvember 6.45 Veðurfregnir ■ Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Ingveldi Ólafsdóttur. Lesið úr forystugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn. „Fúfú og fjallakrílin" eftir Iðunni Steins- dóttur. Höfundur lýkur lestrinum. 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Kviksjá - Rússlands þúsund ár. Fjórði hluti af fimm. 10.00 Fréttir • Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Maðurinn á bak við bæjarfulltrúann. Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. (Frá Egilsstöðum) 11.00 Fréttir • Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit • Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Tilkynningar. 13.35 Miðdegissagan: „Örlög í Síberíu" eftir Rachel og Israel Rachlin. (5) 14.00 Fróttir • Tilkynningar. 14.05 Ljúflingslög. 15.00 Fróttir. 15.03 Fremstar meðal jafningja. Þáttaröð um skáldkonur fyrri tíma. Sjöundi þáttur: „Skáldhneigðar systur", Anne, Emily og Charlotte Bronte. Fyrri hluti. 15.45 Þingfréttir. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fróttir. 17.03 Tónlist eftir Aaron Copland og Ferde Grofé. 18.00 Fréttir. 18.03 Þingmál. Tónlist • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.33 Kviksjá. Þáttur um menningarmál. 20.00 Litli barnatíminn. 20.15 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 21.00 Kvöldvaka. a. Ævintýr gerist í útskagabyggð. Kristinn Gíslason flytur minningabrot frá árdögum útvarpsins. b. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps syngur. Gestur Guðmundsson og Jón Tryggva- son stjórna. c. Tröllasögur. Kristinn Kristmundsson les úr þjóðsögum . Jóns Ámasonar. d. Jón Sigurbjörnsson syngur íslensk lög. Ólafur Vignir Albertsson leikur með á píanó. Umsjón: Gunnar Stefánsson. 22.00 Fréttir ■ Dagskrá morgundagsins • Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Vísna- og þjóðlagatónlist. 23.00 í kvöldkyrru. Þáttur í umsjá Jónasar Jónassonar. 24.00 Fréttir. RJKISUIVARPfÐ, ÁAKUREYRI4 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni. FÖSTUDAGUR 18. nóvember 8.07-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Mjóðbylgjan FM 101,8 FÖSTUDAGUR 18. nóvember 07.00 Kjartan Pálmarsson lítur björtum augum á föstudaginn. 09.00 Pótur Guðjónsson til í slaginn á föstudegi. 12.00 Hádegistónlist, ókynnt tónlist í föstudagshádegi. 13.00 Þráinn Brjánsson í sínu sérstaka föstudagsskapi, með allt á hreinu. 17.00 Kjartan Pálmarsson verður ykkur innan handar á leið heim úr vinnu.. 19.00 Kvöldmatartónlist, bitinn rennur ljúflega niður með ókynntri tónlist. 20.00 Jóhann Jóhannsson setur fólk í föstudagsstellingar. 24.00 Næturvakt Hljóðbylgjunnar. 04.00 Ókynnt tónlist til laugardagsmorguns. FM 104 FOSTUDAGUR 18. nóvember 7.00 Egg og beikon. Óhollur en bragðgóður morgunþáttur Stjömunnar. Fréttir kl. 8. 09.00 Níu til fimm. Lögin við vinnuna. Lítt trufluð af tali. Hádegisverðarpotturinn á Hard Rock Cafékl. 11.30. Fréttir klukkan 10, 12, 14 og 16. 17.00 ís og eldur. Hin hiiðin á eldfjaUaeyjunni. 18.00 Bæjarins besta kvöldtónUst. 21.00 Stjörnustuð fram eftir nóttu. 03.00-10.00 Næturvaktin. 989 BYLGJAH FOSTUDAGUR 18. nóvember 08.00 Páll Þorsteinsson. ÞægUegt rabb í morgunsárið. Fréttir kl. 8 og Potturinn, þessi heiti ki. 9. 10.00 Anna Þorláks. Aðalfréttimar kl. 12 og fréttayfirht kl. 13. 14.00 Þorsteinn Ásgeirsson. Fréttir kl. 14 og 16 og Potturinn ómiss- andi kl. 15 og 17. 18.00 Fréttir á Bylgjunni. 18.10 Hallgrímur Thorsteinsson í Reykjavík síðdegis. 19.05 Meiri músík - minna mas. Tónhstin þín á Bylgjunni. 22.00 Þorsteinn Ásgeirsson á næturvakt Bylgjunnar. 03.00 Næturdagskrá Bylgjunnar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.