Dagur - 02.12.1988, Side 5

Dagur - 02.12.1988, Side 5
2. desember 1988 - DAGUR - 5 „Dagbók góðrar grannkonu - skáldsaga eftir Doris Lessing Bókaútgáfan Forlagið hefur gefið út skáldsöguna Dagbók góðrar grannkonu eftir Doris Lessing. Þuríður Baxter þýddi söguna. Doris Lessing er Isíendingum að góðu kunn, en áður hefur Forlag- ið gefið út skáldsögu hennar, Grasið syngur. Sagan segir frá Jane Somers. Hún er kona í ábyrgðarstöðu og hefur alla tíð hugsað fyrst og fremst um starf sitt, útlit og frama. Þegar hún horfir á eftir eiginmanni sínum og móður í gröfina, rennur smám saman upp fyrir henni að samband hennar við samferðamenn sína hefur verið reist á sandi. Af tilviljun kynnist hún gamalli konu, Maudie, sem komin er um nírætt. Smám saman þróast sam- band þeirra á þá lund að Jane axlar ábyrgð á gömlu konunni og dregur um leið lærdóm af lífi hennar. Maudie sýnir henni ver- öld sem Jane hefur aldrei kynnst, óvægna baráttu ungrar stúlku um aldamótin fyrir tilveru sinni - baráttu sem ekki er lokið, því að á gamals aldri berst hún jafn von- lausri baráttu fyrir verðugu lífi. í frétt Forlagsins segir m.a.: „Dagbók góðrar grannkonu vitn- ar um djúpan mannskilning og tilfinningahita mikils rithöfund- ar. „Leitin að dvragaröinum - Sagnasafn eftir Einar Má Leitin að dýragarðinum, sagna- safn eftir Einar Má Guðmunds- son er komið út hjá Almenna bókafélaginu. Sögurnar í bókinni eru átta og nefnast: Sending að sunnan, Malbikunarvélin, Garð- yrkjumennirnir, Austrið er rautt, Regnbogar myrkursins, Þegar örlagavindarnir blésu, Æðahnút- ar og eiturlyf og Leitin að dýra- garðinum. Eins og sjá má af titlunum er þetta sagnasafn fjölbreytt. Einar leiðir í því fram margar og ólíkar persónur. Meðal annars Ágúst, fyrrum hafnarverkamann, sem reynir fyrir sér sem sölumaður um allt land, þrjá bræður sem bregða búi og flytja til Reykja- víkur, sérvitringana Jakob og Ólaf, hjónin Nikulás og Nönnu og námsmann sem sér loks fyrir endann á doktorsritgerð sinni um portkonur á miðöldum eftir nær tveggja áratuga háskólanám. Nafn sitt dregur bókin af loka- sögunni sem fjallar um ungan og andlega sinnaðan Fransmann sem kemst að þeirri niðurstöðu að eyja úti í hafi með rúmlega 200.000 íbúa hljóti að vera stærsti dýragarður í heimi. „Mjófírðingasögur 11“ - eftir Vilhjálm Hjálmarsson Bókaútgáfa Menningarsjóðs hef- ur gefið út annan hluta af Mjó- firðingasögum, eftir Vilhjálm Hjálmarsson á Brekku, en fyrsti hluti þeirra kom út árið 1987. Rekur höfundur að þessu sinni byggðarsöguna í átthögunum eystra og spannar sveitina sunnan fjarðar og í botni hans. Greint er frá bújörðum og landsnytjum á þeim slóðum og birt bændatöl með bólstaðalýsingum. Inn á milli er svo skotið ítarlegum köfl- um um síld- og hvalveiðar Norðmanna í Mjóafirði og af Sveini Ólafssyni, héraðshöfð- ingja og alþingismanni, er sat óðalið Fjörð allan fyrri hluta aldarinnar, en af honum varð staðurinn víðfrægur. í fréttatilkynningu frá útgef- anda segir m.a.: „Mjófirðinga- sögur“ lýsa tímabili mikilla breyt- inga í lifnaðarháttum, sviptinga í atvinnulífi og röskunar íbúa- fjölda. Sögusviðið er afmarkað en þó vítt og sérstakt. Þar lifðu og störfuðu Mjófirðingar Vil- hjálms á Brekku, dáðrakkir og eftirminnilegir þegnar, sem lögðu af mörkum ærin drög að sögu lands og þjóðar." Rúmdýnur! Latex og svampur Latex koddarnir komnir. Allar svampvörur. 10-15% afsláttur til 16. desember. Verslið v/Ö fagmann. Svampur og bólstrun Austursíðu 2, sími 96-25137. ■s ■S. Hægt er á einlaldan hátt að setja inn á upptöku daginn, mánuðinn, árið, klukkutimann og mínúturnar (t.d. 21.08.88/19:30:00). Eftir að einu sinni er búið að stilla inn dagsetningu og tíma er hvenær sem er hægt að kalla upplýs- ingarnar fram aftur því klukkan gengur þótt slökkt sé á vélinni. Einnig er hægt að setja titil inn á mynd, t.d. Sigga 5 ára eða Jólin 1988 og geyma tvo titla i minni. Þá er hægt að velja um .g. átta liti I letrið. l Ótrúiega l'llar spólur 9.4 cm á breidd og 6 cm á hæö. Fáanlegar 30 min., 60 min., 120 min. og 180 min. Sex sinnum Zoom linsa. Sjálfvirkur og handvirkur tókus. CCD myndrásir. Þriggja tima upptökuspólur. Innbyggður hljóðnemi. Tengi fyrir aukahljóðnema. Ljósnæmi 12 lux. Heyrnartólstengi. Sjállvirk og handvirk hvituviðmiðun. Stafrænt (digital) minni til texta og t myndinnsetninga. A Hreinar myndklippingar. A Hrein myndinnsetning. Video-8 videomyndavélakerfið frá Sony fer nú sigurför um heiminn og fjölgar þeim stöðugt framleið- endunum sem veðja á video-8 sem framtiöarmyndavétakerfið, enda skiptir ekki máli hvaöa mynd- bandstæki eöa sjónvarpstæki þú átt, video-8 passar Allt sem er tekið upp sést jafnóðum i innbyggðum skjá þannig að það fer aldrei á milli mála hvað er veriö aö gera. Þá er skjárinn líka notaöur i afspilun og skiptir þá ekki máli hvort þú ert uppi á Vatnajökli, I miðri Sahara eða bara niðri við Tjörn. Þú getur hvenær sem er skoðað upptökurnar á staönum. Einnig gefur innbyggði skjárinn upplýsingar um allar gjörðir vétarinnar ásamt upplýsingum um birtu, rakastig, ástand rafhlööu og svo framvegis. JAPIS Er myndin í fókus eða ekki? Á Sony CCD-F330 þurfum við ekki að hafa áhyggjur af svoleiöis hlutum eða þá birtu- og hvitustillingu þvi hægt er að hafa allar stittingar sjálf- virkar og sér þá vélin um að allt sé rétt, þú þarft bara að fylgjast meö þvi sem þú .............." ert að taka upp. \ Vélin sér um \ \ \ yTÉT' afganginn. \ SKIBM3ATA1 - SlM 96 25611 PASSAR VIÐ ÖLL TflEKI Þar sem myndavélin er lika afspilunartæki er hægt að tengja hana við öll sjónvarpstæki og sýna beint af vélinni eða tengja við heimiHsmyndbandið og ,,kHppa“, þ.e.a.s. færa á milli þau atriði sem þið viljið varðveita af upptökunni eða búa til eintök til að senda vinum og vandamönnum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.