Dagur - 07.12.1988, Blaðsíða 1
Filman þm
á skiliö þaö
besta1
Nýja Filmuhúsið
Hafnarstræti 106' Sími 27422 - Pósthólf 196
Hrað-
framköllun
Opið á
laugardögum
frá kl. 9-12.
Viðræður Álafoss hf. og Sovétmanna:
„Vonumst eftir samn-
ingum fyrir áramót“
- segir Jón Sigurðarson forstjóri
„Við áttum í viðræðum við
hefðbundna viðskiptavini okk-
ar í Sovétríkjunum og auk þess
nýtt fyrirtæki, Rosvnesthorg,
en viðræðurnar leiddu ekki til
ncinna samninga fyrir árið
1989 um kaup Sovétmanna á
Akureyri:
Útsvarið
hækkar
Meirihluti Bæjarstjórnar
Akureyrar samþykkti í gær að
fasteignaskattur á íbúðarhús-
næði verði innheimtur án álags
á næsta ári. Þá var samþykkt
að innheimta 7,2% útsvars-
prósentu árið 1989 í stað 6,7%
á þessu ári.
Bæjarfulltrúar Framsóknar-
flokksins, Úlfhildur Rögnvalds-
dóttir og Sigurður Jóhannesson,
báru fram tillögu um að útsvars-
prósentan yrði 7 af hundraði á
næsta ári en sú tillaga var felld
með sjö atkvæðum meirihlutans
gegn tveimur atkvæðum fram-
sóknarmanna. Fulltrúar Alþýðu-
bandalagsins sátu hjá við at-
kvæðagreiðsluna.
Sigurður Jóhannesson sagði
vegna tillögu framsóknarmanna
að Akureyrarbær þyrfti að spara
eins og aðrir á tímum yfirvofandi
samdráttar og tekjurýrnunar á
vinnumarkaði. Á slíkum tímum
væri ekki forsvaranlegt að hækka
útsvarsprósentuna eins mikið.og
meirihlutinn gerði tillögu um.
EHB
ullarvörum,“ sagði Jón Sigurð-
arson, forstjóri Álafoss hf., en
Jón er nýkominn úr viðskipta-
ferð til Sovétríkjanna.
Jón Sigurðarson sagði að þrátt
fyrir að ekki hefðu verið gerðir
samningar í ferðinni þá hefðu
opnast möguleikar í viðræðum
við Rosvnesthorg. „Þessir mögu-
leikar eru ekki fullkannaðir en
ástæða er til hóflegrar bjartsýni.
Áframhaldið verður að við mun-
um á næstu vikum ræða magn og
verð við hina sovésku viðskipta-
aðila okkar og vonumst til að þær
viðræður leiði til viðskiptasamn-
inga fyrir áramót,“ sagði Jón.
í máli Jóns Sigurðarsonar kom
fram að nauðsynlegt væri að
samningar tækjust við Sovét-
menn um sölu á ullarvörum sem
fyrst því annars blasti samdráttur
við hjá Álafossi.
Þess skal að lokum getið að
Rosvnesthorg er ungt fyrirtæki
sem á að sjá um utanríkisversiun
fyrir rússneska alþýðulýðveldið.
EHB
Lítill, minni, minnstur...
Mynd: TLV
Grýtubakkahreppur:
Engin
lognmolla
- gott atvinnuástand
„Það er mikið að gera hjá
okkur,“ sagði Guðný Sverris-
dóttir sveitarstjóri á Grenivík.
Mikil vinna hefur verið í frysti-
húsinu undanfarið og hafa
bátarnir aflað vel, en þeir eru
allir á línu.
Guðný sagði mikla hefð og
langa fyrir línuútgerð á Grenivík.
Á meðan bátar cru á línu er mikil
vinna við beitinguna og sagði
Guðný' að uppistaða þeirra sem
að jafnaði beita fyrir bátana séu
konur.
Atvinnuástandið í heildina
sagði Guðný þokkalegt, byrjað
er á smíði tveggja kaupleigu-
íbúða og í Vélsmiðjunni er hald-
ið úti átta tíma vinnudegi. Loð-
dýrabændur slátra nú af kappi
miklu fyrir desemberuppboðin
og er í nógu að snúast á því svið-
inu. Þá sagði Guðný að hjá leður-
iðjunni Teru væri allt á fullu, vel
hefði gengið hjá Teru á þessu ári
og nú fyrir jólin dældi leðuriðjan
frá sér töskunum og öðrum leð-
urvörum. mþþ
Framleiðnisjóður landbúnaðarins sendir svarbréf til refabænda:
Áhugí bænda á minknuiti ekki
eins mikill og menn ætluðu
- S.-Þingeyingar vilja halda í rebba
Rúmlega
munu á
100
næstu
refabændur
dögum fá í
hendur svarbréf frá Fram-
leiðnisjóði landbúnaðarins um
Ákvarðanir teknar um verð á bjórnum:
Kassinn af íslensku eðal-
öli á 2500-2700 krónur
Ákveðið hefur verið að kassi
af áfengu íslensku öli, þ.e.
með 33 cl dósum, kosti 2500-
2700 kr. Samkvæmt þessu mun
ein dós kosta um 115 kr. en
ofan á það verð mun verða lagt
5-10 kr. skilagjald en þessa
dagana er í iðnaðarráðuneyt-
inu unnið að könnun á hvernig
best verður staðið að endur-
vinnslu áldósa. Á kostnaðar-
verð öls sem flutt er inn í gám-
um og tappað hér á landi veður
lagt sérstakt álag sem leiðir til
þess að verð á slíku öli verður
12,5% hærra en á íslenska
ölinu. Ol sem flutt verður
hingað til lands í neytenda-
umbúðum verður hins vegar
20% dýrara en íslenska ölið.
í vínbúðum ÁTVR verða að
minnsta kosti fimm tegundir öls á
boðstólum en í einni verslun á
höfuðborgarsvæðinu verða til
sölu fleiri bjórtegundir eða tekið
á móti pöntunum um aðrar teg-
undir. Samkvæmt upplýsingum
ÁTVR er miðað við að af þessum
fimm tegundum verði tvær
þeirra, hið fæsta, innlendar og
ekki fleiri en ein tegund frá sama
útlandinu. ÁTVR mun kaupa
a.m.k. 2 milljónir lítra af öli
brugguðu á íslandi á árinu 1989
og árinu 1990. Er þar gert ráð
fyrir að verð innlendu framleiðsl-
unnar verði ekki hærra en kostn-
aðarverð erlends öls.
En hvaða erlendu tegundir
vera aðallega á boðstólum eftir
1. mars? Á kynningarfundi
fjármálaráðherra og forstjóra
ÁTVR í gær kom fram að leitað
verði eftir tilboðum í ölsölu til
ÁTVR og þeim framleiðendum
gefinn kostur á að bjóða sem
hafa bjór sem ætla má að sé
sæmilega þekktur á íslandi.
Komi tilboð um sölu öls í gámum
ætlar ÁTVR að bjóða átöppun
þess út og kostnaðarverð átapp-
aðs öls notað til samanburðar við
önnur boð.
Samkvæmt fjárlagafrumvarp-
inu er gert ráð fyrir að 7 milljónir
lítra af áfengu öli seljist hér á
landi á næsta ári. JÓH
fyrirgreiðslu úr sjóðnum til að
breyta úr ref yfir í mink eða til
stuðnings við áframhaldandi
refarækt. Umsóknareyðublöð
voru send til 160 refabænda í
landinu og hafa yfir 100 þeirra
sent útfyllt eyðublöð til
sjóðsins. Jón G. Guðbjörns-
son, fulltrúi stjórnar Fram-
leiðnisjóðs, segist búast við að
fleiri eigi eftir að senda inn
umsóknir en víst sé að nokkrir
refabændur muni bregða búi.
„Ég ímynda mér að þeir verði
á bilinu 10-20,“ segir Jón.
Jón G. Guðbjörnsson segir að
nokkru færri bændur hafi leitað
eftir fyrirgreiðslu til að breyta úr
ref í mink en menn hafi fyrirfram
gert ráð fyrir. Ástæður þess segir
Jón að séu ugglaust margar.
Hann nefnir að refabændum
finnist sárt að sjá á eftir refnum
eftir að hafa öðlast þekkingu á
fóðrun hans og umhirðu. Þá segir
hann það ljóst að sumir bændur
hafi ekki fjárhagslegt svigrúm til
þess að breyta úr ref yfir í mink.
Jón segir það athyglisvert að
bændur í Suður-Þingeyjarsýslu
vilji halda í refinn en hins vegar
hafi margir sunnlenskir refa-
bændur hug á að snúa sér að
minkaræktinni.
Miðað er við að Framleiðni-
sjóður verji 50 milljónum króna á
ári til þessa verkefnis á næstu
þremur árum. Samþykkt stjórnar
sjóðsins kveður á um 10 þúsund
króna framlag á hverja refalæðu
sem deilist jafnt á þrjú ár til
þeirra bænda sem halda áfram
óbreyttum rekstri. Nánar tiltekið
er gert ráð fyrir 500 króna fram-
lagi á hverja læðu og 500 krónum
á hvern hvolp. Þessa fjármuni fá
refabændur á næstu þremur árum
miðað við óbreyttar aðstæður,
þ.e.e.s. ef ekki verða verulegar
breytingar til batnaðar í refa-
ræktinni. Miðað við 5,5 hvolpa
frjósemi hverrar læðu lætur nærri
að ársframlagið sé 3300 krónur,
eða um 10 þúsund krónur í það
heila. Jón segist vænta þess að
þeir bændur sem hyggjast farga
refnum og snúa sér að minka-
ræktinni fái rúman helmingfram-
lagsins, eða nálægt 6000 krónum
á hverja refalæðu, í febrúar og
apríl á næsta ári. Ákveðið hafði
verið að veita ekki framlög út á
silfurref en að sögn Jóns hefur
verið tekin sú ákvörðun að silfur-
refurinn verði einnig með í heild-
ardæminu. Það skal þó tekið
fram að refabændur fá ekki fyrir-
greiðslu úr Framleiðnisjóði til að
breyta úr silfurref yfir í mink.
Þeim gefst einungis kostur á
rekstrarframlögum til áframhald-
andi silfurrefsræktar. Framlag á
hverja silfurrefslæðu verður að
líkindum nokkru lægra vegna
minni frjósemi en hjá blárefnum.
óþh