Dagur - 07.12.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 07.12.1988, Blaðsíða 4
c - HUöAC! -- B8©f 7sdm989b X 4 - DAGUR - 7. desember 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÓRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, FRIMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Enn um áfengiskaup embættismanna Siðferðisblinda sumra af æðstu ráðamönnum þjóðarinnar virðist alger. Upplýsingar um að fyrrverandi forseti Hæstaréttar hafi keypt mikið magn áfengis á kostnaðar- verði á síðustu tveimur árum vöktu almenna hneykslan í þjóðfélaginu. í kjölfarið fylgdu upplýsingar um það í hversu ríkum mæli aðrir handhafar forsetavalds hefðu nýtt sér þessa heimild síðustu árin. Þar kom m.a. fram að Þorvaldur Garðar Kristjánsson, alþingismaður, hafði keypt umtalsvert magn áfengis á þessum vildarkjörum þann tíma sem hann gegndi forsetaembætti í sameinuðu þingi. Máltækið segir að sókn sé besta vörnin, og ljóst er að Þorvaldur Garðar tekur þann boðskap bókstaflega. Hann kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á fundi sameinaðs Alþingis á mánudag, til að ræða áfengiskaup sín sem handhafa forsetavalds. Þar sagði hann m.a. að hann hefði álitið að kaup sín á áfengi á þessum kjörum fylgdu emb- ætti sínu og gengju að hluta upp í risnukostnað. Jafn- framt taldi hann framkomu Ólafs Ragnars Grímssonar, fjármálaráðherra og Guðrúnar Helgadóttur, núverandi forseta sameinaðs þings, ámælisverða í þessu máli. Með öðrum orðum skammaði Þorvaldur Garðar Guðrúnu fyrir að hafa sagt það álit sitt á málinu að forseti sameinaðs þings nyti engra sérréttinda varðandi áfengiskaup hjá ÁTVR. Hinir þrír handhafar forsetavalds hlytu allir að koma fram fyrir hönd forseta landsins í fjarveru hans. Ólafur Ragnar fékk á baukinn hjá þingmanninum fyrir að hafa veitt fjölmiðlum upplýsingar um þessi áfengiskaup, það væri ekki í verkahring fjármálaráðherra heldur Ríkis- endurskoðunar. Óneitanlega setur menn, með sæmilega óbrenglað sið- ferðismat, hljóða við slíkan málflutning á hinu háa Alþingi íslendinga. Auðvitað ætti Þorvaldi Garðari, eins og þorra almennings, að vera Ijóst að sú túlkun hans, að áfengiskaup á vildarkjörum fylgi embættinu og gangi upp í risnukostnað, stenst engan veginn. Þorvaldur Garð- ar og aðrir handhafar forsetavalds, sem nýtt hafa sér þessa heimild, hafa sýnt í verki að þeir skilja fullkomlega hvernig hún er hugsuð. Þeir hafa nefnilega aldrei farið og keypt áfengi á sérkjörum, nema þegar forseti landsins er fjarverandi. Ef Þorvaldur Garðar hefði í raun trúað því að þessi fríðindi fylgdu starfi forseta sameinaðs Alþingis sérstaklega, hefði hann átt að kaupa áfengi á vildarkjör- um hvenær sem honum sýndist þörf á því. Það gerði hann hins vegar ekki. Það er hlálegt að hugsa til þess að tveir af æðstu embættismönnum þjóðarinnar hafi notað tæki- færið oftlega þegar forseti íslands brá sér út fyrir land- steinana og keypt 10-200 flöskur af áfengi á vildarkjörum hverju sinni. Slíkt er ekki hægt að afsaka. Þá kemur það einnig spánskt fyrir sjónir að þingmaður- inn skuli gagnrýna fjármálaráðherra fyrir að hafa komið þessum upplýsingum á framfæri. Eflaust hefði Þorvaldur Garðar svo og Magnús Thoroddsen kosið að þessar upp- lýsingar lægju enn í þagnargildi. Fleiri fagna því þó að þær skuh hafa komið fram. Það er í raun aukaatriði hver kom þeim á framfæri. Þessi síðasta uppákoma á Alþingi vegna þessa máls er ekki til þess fallin að auka hróður þingsins út á við. Virð- ing margra æðstu embættismanna þjóðarinnar hefur beð- ið hnekki. Svo mikið er víst. BB. Kolbrún leiðbeinir nemendum sínum. F.v. Kristín Steinþórsdóttir, Hugrún Ösp Egilsdóttir, Guðrún Einarsdóttir og Líf Magnúsdóttir. Módelmynd heimsækir Akureyri: Númer eitt að yfirstíffa feimnitílfinnmgu - segir Kolbrún Aðalsteinsdóttir^ sem býður tískusýningarnámskeið í fyrsta sinn á Akureyri Lítið fyrirtæki í Reykjavík hef- ur nú um nokkurt skeið boðið upp á nýstárleg námskeið sem hjálpa fólki að takast á við vandamál sem marga hrjáir, feimnina. Þó að þetta sé grunn- tónninn í námskeiðunum er margt sem komið er inn á svo sem almenn kurteisi, fram- koma, samtalstækni, göngulag og margt fleira. Skóli þessi hef- ur notið vinsælda hjá börnum og unglingum en hann er líka ætlaður fullorðnum. Ánægju- raddir hafa borist til Akureyrar og þar verður Kolbrún Aðal- steinsdóttir, eigandi fyrirtækis- ins Módelmyndar, með nám- skeið í næstu viku. Hún ætlar að halda námskeiðið í sam- vinnu við félagsmiðstöðina í Dynheimum og á sunnudags- kvöldið fer þar fram skráning, bæði fyrir tískusýningarnám- skeið og dansnámskeið en með Kolbrúnu í för verður Eydís Eyjólfsdóttir danskennari. Kannski er þar komin jólagjöf- in í ár? „Módelmynd er fískusýningar- skóli fyrir unglinga þar sem höfuð- áhersla er lögð á að börnin fái að tjá sig á eðlilegan hátt, kynna sig, læra að umgangast aðra, læra samtalstækni og númer eitt að yfirstíga feimnitilfinningu. Við komum inn á marga hluti, t.d. að hjálpa til á heimilunum, taka til í herberginu sínu, handþvo peysu og sokka o.s.frv. Hugmyndin að þessum námskeiðum er upphaf- lega fengin frá Þýskalandi en síð- an hef ég þróað hana hér heima og fengið mjög góð viðbrögð,“ sagði Kolbrún þegar Dagur leit inn á námskeið hennar. Hún bætti jafnframt við að til Módelmyndar leiti margir þeirra sem vinna í auglýsingaiðnaðinum í leit að módelum til auglýsinga- gerðar. Þess vegna geta þeir unglingar sem skrá sig á nám- skeið Kolbrúnar og senda inn bæði myndir og upplýsingar átt von á að einhvern daginn komi tækifæri til að vinna sem módel. „Og í rauninni erum við jafn- framt öllu þessu að leita fyrir er- lendar umboðsskrifstofur að góð- um andlitum og fólki sem hugs- anlega hefur áhuga á að vinna módelstörf. Og við íslendingar eigum mikla möguleika vegna þess að við eigum fallegasta fólk í heimi,“ bætir hún við. Þau Jakob Hrafnsson, Svan- hildur Anja Ástþórsdóttir og Anna Kristina Rosenberg, sem öll eru á öðru stigi, voru sammála um að námskeiðin hjá Kolbrúnu séu skemmtileg. Þau byrjuðu í október og þá á fyrsta stigi en eru nú komin á annað stig. Og hvað hafa þau lært? „Við höfum t.d. lært að ganga rétt, ganga í takt, samræður, kynna okkur fyrir fólki, sýna almenna kurteisi og margt fleira," svöruðu þau um hæl. „Við heyrðum um þessi nám- skeið og höfðum áhuga á að vera með. Þetta er mjög gaman og við lærum fjöldamargt." „Kannski er það dálítið vill- andi að tala um tískusýningar- námskeið fyrir unglinga vegna þess að tískusýningin sjálf er ekki annað en rúsínan í pylsuendan- um,“ skaut Kolbrún inn í. „Sýn- ingin er eiginlega ákveðin þol- raun sem börnin ganga í gegnum meðan þau eru að yfirvinna feimnina. Við þekkjum öll þessa feimnitilfinningu, munum hvern- ig okkur leið þegar við þurftum að standa fyrir framan aðra og gera eitthvað eða segja eitt- hvað.“ Kolbrún sagði yngstu þátttak- endurna á námskeiðunum fjög- urra ára en síðan geti fólk á öll- um aldri tekið þátt. Námskeiðin miðist að því að fólk láti feimnina ekki ná aftur á sér tökum og geti tjáð sig á eðlilegan hátt. Með þann þröskuld að baki megi ná langt. Þetta samþykktu þær Kristín Steinþórsdóttir, Hugrún Ösp Egilsdóttir, Guðrún Einarsdóttir og Líf Magnúsdóttir sem allar hafa verið á námskeiðum Kol- brúnar um skeið. Og þær höfðu uppgötvað margt sem þær mættu gera betur og margt áttu þær auð- veldara með að gera núna en fyr- ir námskeiðin. „Já, til dæmis að bursta skóna sína betur,“ sögðu þær hlæjandi en héldu áfram í alvarlegri tón. „Við hjálpum meira til heima núna en áður, förum að hugsa meira um hlutina og erum ekki eins eigingjarnar og áður. Og svo komum við betur fram við for- eldrana núna.“ Strákar fá líka hvatningu frá stúlkunum fjórum til að fara á þessi námskeið, þeir hafi gott af því ekki síður en þær. „Við hvetjum alla til að fara á svona námskeið," sögðu þær. JÓH Kolbrún Aðalsteinsdóttir ásamt Eydísi Eyjólfsdóttur, danskennara, en þær munu halda námskeið í Dynheimum í næstu viku.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.