Dagur - 07.12.1988, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - 7. desember 1988
Skrífstofuhúsnæði óskast!
Óskum eftir aö taka á leigu eöa kaupa lítið skrifstofu-
húsnæði.
Upplýsingar í síma 27274.
bœkur
AGATHA
CHRISTIE
Björn Sigurðsson Baldursbrekku 7, Húsavík. Sími: 41534 - 41666 - 41950
Húsavík - Akureyri - Húsavík
Daglegar ferðir
til jóla
Einnig aukaferð á föstudögum kl. 20.00 frá Húsavík.
Sérleyfishafi.
KLUKKURNAR
Hötundur sem á 500 mHIJónlr aðdáenda
Frystitogari
Óskum að ráða matsmann og Baadermann
á BV Snæfell EA 740.
Upplýsingar í símum 96-24521, 96-61728 og 96-
61707.
Útgerðarfélag KEA, Hrísey.
Frá menntamálaráðuneytinu:
Lausar stöður
við framhaldsskóla
Viö lönskólann í Reykjavík er laus til umsóknar staöa
bókavaröar.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist menntamálaráöuneytinu, Hvertisgötu 6, 150
Reykjavík, fyrir 15. desember n.k.
Menntamálaráðuneytið.
„Klukkuniar"
— Eftir Agöthu Christie
Skjaldborg hefur sent frá sér
spennusöguna Klukkurnar, eftir
Agöthu Christie.
„Snillingurinn Hercule Poirot
veit hvenær morðið var framið.
Það furðulegasta við tímasetn-
inguna er að fjórar klukkur finn-
ast á morðstaðnum og allar sýna
þær sama tíma, 4.13. Hvers
vegna? í borðstofunni er lögreglu-
foringinn Hardcastle að yfirheyra
vitnin, sem eru: Blind kona, ung-
ur ritari og vegfarandi sem átti
leið um . . . Agatha Christie með
enn eitt meistaraverkið,“ segir í
kynningu frá útgefanda.
Óþarfi er að kynna höfund
þessarar bókar, 500 milljónir les-
enda um allan heim þekkja
drottningu sakamálasaganna.
Þýðandi bókarinnar er Stein-
grímur Pétursson.
Frá kjörbúðum KEA
Jólatilboðið
á konfektinu
er í fullum gangi.
Fjöldi gerða og
stærða og verðið
hreint ótrúlegt.
Gleðjið
fjölskylduna.
••‘Xjörbúóir
„Úti regnið
grætur“
Skjaldborg hefur sent frá sér
bókina Úti regnið grætur, eftir
Mary Higgins Clark.
í frétt frá útgefanda segir m.a.:
„Vinsældir þessa höfundar hafa
aukist með hverri bók. Petta er
fjórða bókin sem þýdd er á
íslensku. Allar bækur hennar
hafa verið á metsölulistum víða
um heim. Petta er spennubók þar
sem ótrúlegustu hlutir gerast.
Samskipti manna geta tekið á sig
ólíklegustu myndir. Mary Higg-
ins Clark skrifar bækur sínar í
umhverfi nútímans.“
Áður hafa komið út á íslensku
eftir þennan höfund, bækurnar
„Hvar eru börnin?“, Víðsjál er
vagga lífsins" og „í skugga skelf-
ingar.“
Þýðandi bókarinnar er Jóhanna
G. Erlingsson.
„Lífríki
náttúnumar“
Bókaútgáfan Skjaldborg hefur
sent frá sér bókina Lífríki náttúr-
unnar, eftir Mark Carwardine í
þýðingu Gissurar Ó. Erlingsson-
ar.
NATTURUNNAR
IOR.MAU: :.a
SIR DAVIl) ATI KNBORODGI1
MAKK CARWARDINE
Bókin fjallar um fjölbreytt úrval
þeirra þúsunda dýrategunda sem
lifa víðsvegar í veröldinni.
Áhugaverðustu sérkennum
hverrar tegundar er vandlega
lýst; hvernig hún þróaðist, að
hvaða leyti hún er sérstök, hvern-
ig hún aðlagar sig umhyerfi sínu
og hvað er sérkennilegt við lífs-
máta hennar.
Mörg dýranna, sem greint er
frá í þessari bók, eru í útrýming-
arhættu. Pegar svo stendur á er
greint frá orsökum þess og hvað
sé gert - ef eitthvað er - til að
vernda tegundina. Hagnaður af
útgáfu bókarinnar rennur til
Alþjóða náttúruverndarsamtak-
anna, sem vinna að verndun dýra
í útrýmingarhættu.
ítrekað
Bókaútgáfan Norðan Niður hef-
ur nýlega sent frá sér ljóðabókina
ítrekað eftir Geirlaug Magnús-
son. Þetta er áttunda bók
höfundar og inniheldur 35 ljóð,
Sigurlaugur Elíasson gerði kápu.
Norðan Niður gefur einkum út
ljóðabækur og eru tvær bækur
væntanlegar á næstu mánuðum:
Einnar stjörnu nótt eftir Óskar
Árna Óskarsson og Blýlýsi eftir
Sigurlaug Elíasson.
Bækurnar eru prentaðar hjá
prentþjónustu SÁST á Sauðár-
króki og fást í stærri bókabúðum
sem og hjá Norðan Niður, póst-
hólf 57, 550 Sauðárkróki.
Aðalsteinn Vestmann.
Málverkasýning Aðalsteins
Vestmann á Akureyri
Aðalsteinn Vestmann, kennari
og myndlistarmaður, hefur opn-
að málverkasýningu í Útvegs-
bankanum á Akureyri. Á sýning-
unni eru sex vatnslitamyndir og
þrjú olíumálverk en sýning þessi
er sölusýning.
Aðalsteinn Vestmann er fædd-
ur á Akureyri árið 1932. Hann
útskrifaðist frá teiknikennara-
deild Handíða- og myndlista-
skóia íslands árið 1951, og hefur
starfað lengi sem myndmennta-
kennari við Barnaskóla Akureyr-
ar. Aðalsteinn hefur haldið
einkasýningar á Akureyri og í
Reykjavík, auk þátttöku í mörg-
um samsýningum á ýmsum
stöðum.
Útvegsbankinn á Akureyri
hefur gengist fyrir málsverkasýn-
ingum undanfarin fimm ár og
hafa fjórtán listamenn sýnt verk
sín í húsakynnum bankans á því
tímabili. EHB