Dagur - 07.12.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 07.12.1988, Blaðsíða 3
7. desember 1988 - DAGUR - 3 Sláturhús KÞ: Niðurskurði 1000 íjár vegna fækkunarsanuiinga lokið - lægri meðalvigt en í fyrra Jólafundur Parkinsonsfélagsins á Akureyri og nágrenni veröur haldinn laugardaginn 10. desember kl. 2 í Glerárkirkju. Mætum öll og tökum meö okkur gesti. Nefndin. Vegna fækkunarsamninga við bændur hefur rúmlega 1000 fjár verið slátrað hjá Sláturhúsi Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík, síðan hefðbundinni sláturtíð lauk í haust. AIIs var slátrað tæplega 40 þúsund fjár í húsinu og er það heldur færra en í fyrrahaust. Sláturtíð stóð frá 7. sept. til 7. okt. Að sögn Þorgeirs Hlöðvers- sonar sláturhússtjóra gekk hún vel, heldur skarpar en í fyrra og ástæða til að þakka starfsfólki vel unnin störf, 130-140 manns unnu við slátrunina. Meðalvigt var 13,8 kg, nokk- uð lægri en í fyrra og kom það á óvart en þá var hún 14,6 kg. Skýringin á lægri meðalvigt gæti m.a. falist í því að mikill þurrkur var framan af sumri á sumum afréttanna en síðan var ágúst úrkomusamur. Minni meðalvigt minnkaði vandræði manna vegna fullvirðisréttar að sögn Þorgeirs. „Ekki liggja* fyrir endanlegar upplýsingar um hvernig þetta hefur komið út en ég hygg að fullvirðisrétturinn hafi yfir höfuð ekki verið vandamál,“ sagði Þorgeir. „í þó nokkrum tilfellum Iðnaðarbankinn: Góð sala í hlutabréfiun í Eimskipi og Iðnaðarbanka Sigurður B. Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfamark- aðar Iðnaðarbankans, ræddi verðbréfaviðskipti og ráðlagði gestum og gangandi í þeim efn- um í útibúi Iðnaðarbankans að Geislagötu 14 á Akureyri sl. laugardag. Iðnaðarbankinn mun hafa opið næstu þrjá laug- ardaga frá kl. 11 til 15 fyrir verðbréfaviðskipti og að sögn Finns Sigurgeirssonar hjá Iðn- aðarbankanum er ætlunin að á hverjum laugardegi verði sér- fróður maður í verðbréfavið- skiptum til staðar í bankanum. Hlutur Iðnaðarbankans í verð- bréfaviðskiptum og sölu hluta- bréfa í fyrirtækjum hefur farið vaxandi á liðnum árum. Finnur Sigurgeirsson segir sölu í bæði verðbréfum og hlutabréfum hafa verið mjög líflega að undan- förnu. „Einkum hefur verið mikil sala í sölu hlutabréfa í Iðnaðar- bankanum og Eimskip," segir Finnur. Að sögn Finns leituðu margir ráðlegginga hjá Sigurði B. Stef- ánssyni sl. laugardag um ávöxtun verðbréfa og hvaða leiðir væru vænlegastar til þess nú, þegar ríkisstjórnin væri að þrýsta vöxt- um niður. óþh Margir Akureyringar notfærðu sér kynningu Iðnaðarbankans. Á myndinni sést starfsfólk bankans ræða við einn af viðskiptavinum hans um innlánskjör á sparifé O.fl. Mynd: EHB Akureyri: Nýir eigendur að Bflavali sf. Nýir eigendur hafa tekið við rekstri Bílavals sf. á Akureyri, en fyrirtækið er til húsa að Strandgötu 53. Þeir Kári Agnarsson, Gunnar Sigtryggsson, Haukur Sveinsson og Sveinn Rafnsson reka og eiga Bílaval. Fjórmenningarnir eru allir þaulkunnugir í bílaviðskipt- um og hafa starfað meira eða minna á því sviði um árabil. „Við breyttum innréttingunum og húsnæðinu mikið og getum því veitt betri þjónustu en áður. Við erum líka með góða inni- aðstöðu fyrir bíla,“ sagði Kári Agnarsson. En hvernig lítur bíla- markaðurinn út í dag? „Þetta er auðvitað einn rólegasti tími árs- ins en það er líka búið að selja mikið undanfarið og markaður- inn var orðinn mjög mettaður en ég er ekki í neinum vafa um að bílasalan fer af stað aftur, menn hafa alltaf þörf fyrir að skipta um bíla þó að þeir séu hálfblankir,“ sagði Kári Agnarsson. EHB nýttu bændur ekki sinn rétt að fullu en aðrir fóru aðeins fram yfir, svo ég veit ekki hvernig svæðið hefur komið út í heild- ina.“ Um þrjár vikur eru síðan fé var slátrað vegna fækkunarsamning- anna og sagðist Þorgeir telja að þeim niðurskurði væri nú lokið. Stórgripum er lógað eftir hend- inni og leitast við að selja kjötið ófrosið og hefur sú tilhögun gengið þokkalega. Nautgripum og svínum er því slátrað í húsinu allt árið og aðspurður sagði Þorgeir að nóg væri til af svína- kjöti í jólamatinn. IM DAGUR Reykjavík B 91-17450 Norðlenskt dagblað • Sokkar. • Sokkabuxur. • Hnésokkar. • Gammosíur. • Bómullar- sokkabuxur. • Góðar og þægilegar. • Snið sem passar. Einu sinni falke aiitaf falke. Vörusalan s.f. Hafnarstrœti 104, sími 22449 falke UMBOÐIÐ -HEILDVERSLUN HÁALEITISBRAUT 68 SÍMI 84240 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 á niðursoðnu grænmeti frá K. Jónsson og Co. Mikill afsláttur Tilboðið stendur til áramóta á öllu félagssvæðinu. Kjörbúðir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.