Dagur - 16.12.1988, Side 3

Dagur - 16.12.1988, Side 3
Vigdís á óskalistanum. armál í heiðurssessi á náttborði hennar. Þar voru einnig íslend- ingasögurnar, „en það gengur hægt og rólega með lestur þeirra. En þær hlaupa ekki frá mér.“ Ekki segist Guðný geta talist hreinræktaður bókaormur, hún hafi þó töluvert lesið á yngri árum, „samt ekki svo mikið að ég hafi legið yfir bókunum og klárað þær á einum sólarhring. Ég er frekar lengi að lesa og lengi að melta bækurnar, þetta tekur allt sinn tíma.“ Eftirminnilegustu jól Guðnýj- ar í bókalegu tilliti sagði hún vera jólin er hún hafi lesið Capitolu. „Ég var ákaflega hugfangin. Þetta var bók sem heillaði mig mjög.“ Að fínna lausn á dularfulla kattar- hvarfinu á einni jólanóttu var mikið afrek. Margrét Blöndal: Slíylda ad lesa alla jólanóttina „Ég er að lesa Óbærilegan létt- leika tilverunnar og ætla mér að klára hana fyrir jólin,“ sagði Margrét Blöndal dag- skrárgerðarmaður. „Ég er búin að sjá kvikmyndina, en ég á von á að bókin sé enn betri.“ Margrét sagði að það væri skylda að lesa helst alla jólanött- ina, láta fara vel um sig og maula konfekt og sötra á „maltesíni" blöndu maltöls og appelsíns, en það væri hennar jóladrykkur. „Ég man eftir því þegar ég í fyrsta sinn komst yfir að klára heila bók yfir nóttina. Þá þótti ntaður sko maður með mönnum og bræður mínir hættu að líta á mig sem algjöran smápolla." Bókin sem Margréti tókst að klára á einni nóttu hið fyrsta sinni var Dularfulla kattarhvarfið um félaga Finn og þótti Margréti sem og bræðrunum mikið til koma. Efst á óskalista Margrétar af jólabókum þessa árs er Leitin að dýragarðinum eftir Einar Má Guðmundsson. Þá nefndi hún þýðingu Kristins R. Ólafssonar á bókinni Paskval Dvarte og hyski hans og sagðist hún hlakka til að lesa þá bók. Dagbók góðrar grannkonu eftir Doris Lessing var líka ofarlega á lista Margrét- ar. „Ég vona bara að ég komist yfir að lesa þessar bækur.“ Fer á ærlegt bókafyllerí um jólin. Stefanía Þorgrímsdóttir: Tómasar Jónssonar jólin eftirminnileg Ást og skuggar Isabelle Allende og Járngresið sem Guðbergur Bergsson þýðir voru þær bæk- ur sem Stefanía Þorgrímsdóttir frá Garði í Mývatnssveit nefndi sem líklegar bækur til jólalestrar. Stefanía er nú búsett á Vopnafirði, þangað sem hún flutti í haust og sagð- ist hún hafa skilið bókasafn sitt eftir heima í héraði. Þangað stefnir fjölskyldan yfir jóla- hátíðina og þá hyggst Stefanía draga fram nokkrar bækur úr bókasafni sínu, sem skilið var eftir í Garði er fjölskyldan flutti búferlum. „Ég hef hugsað mér að fara á ærlegt bókafyllerí um jólin, svamla bæði í ýmsum góðkunn- ingjum úr bókasafninu og eins berst væntanlega eitthvað af nýj- um bókum inn á heimilið. Eina bók get ég nefnt sem mikil sálu- bót er að í skammdeginu og það er Slagur vindhörpunnar eftir Heinesen í þýðingu Guðfinnu Þorsteinsdóttur, Erlu.“ Á jólum er fastur liður hjá fjöl- skyldunni að fletta í gegnum Aldirnar, einkum eldri bækurn- ar. Annar siður er að hlusta á jólaleikrit af hljómplötu og er Gullna hliðinu og íslandsklukk- unni brugðið undir nálina til skiptis á milli ára. „Ég les alveg gífurlega mikið og hef alltaf gert. Frá því í sept- ember hef ég einkum lesið hand- bækur verkalýðshreyfingarinnar og þær eru á náttborðinu hjá mér núna. Þetta er ágæt lesning, en það er gott að breyta til um jólin. Mér finnst afskaplega gott að kíkja í gamaldags sakamálasögur þegar ég er þreytt, þá á ég við þessar heimilislegu glæpasögur af gamla skólanum, sögur á borð við þær sem Agatha Christie skrif- aði og eins P.D. James. Ég er ekki nógu ánægð með þær sögur sem verið er að þýða nú á tímum, það vantar þennan heimilislega blæ í þær.“ Stefanía sagði að jólanóttin væri notuð til lestrar og hádegis- verði á jóladag hagað f samræmi við það. Börn Stefaníu hafa tekið upp lestrarsiði heimilisins og sagði hún þau afar ánægð með jólanóttina, hana fengju þau að Iesa svo lengi sem þau vildu, „þau hafa þessa einu nótt ársins gulltrygga, það mælist enginn til að þau slökkvi hjá sér ljósið þá nóttina fyrr en þau sjálf kjósa.“ Stefanía minnist eftirminni- legra jóla í tengslum við bóka- lestur, og skal þá fyrst nefna er hún las bókina Rúmið brennur. Hún fjallar um konu sem verður eiginmanni sínum að bana og er sýknuð vegna aðstæðna. „Þessi bók sat í mér öll jólin og ég var alveg stórhættuleg manneskja. Mér leið hálf einkennilega og var lengi að átta mig á hvernig á þessu stæði. Ég uppgötvaði það síðan þegar ég hafði verið mjög „aggressív“ í jólaboði!“ Stefanía segir bók eina hafa haft veruleg áhrif á gang mála á sínu heimili er hún var að alast upp. Það var bókin Tómas Jóns- son metsölubók eftir Guðberg Bergsson. „Móðir mín fékk bók- ina, illu heilli, fyrir jólin og sat yfir bókinni og hló og hló. Hvorki gekk né rak ineð jóla- baksturinn og vorum við farin að hafa verulegar áhyggjur af jóla- haldinu. Þegar mamma hafði lok- ið lestrinum greip ég bókina til að athuga hvað væri svona merkilegt við hana, að ekki væri hægt að sinna jólaverkum hennar vegna, en fann ekkert við bókina. Fannst hún hreinasta rugl og hafði um það mörg orð. En þetta er ein af mínum uppáhaldabók- um í dag og það er oft hlegið að Tómasar Jónssonar jólunum í fjölskyldunni í dag.“ IVfeð Sturlungu á náttborðinu. Gísli Konráðsson: Hef áhuga á að grípa niður í ástar- bréf Bryndísar Gísli Konráösson fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa sagðist lesa það sem kæmi upp úr jólapökkun- um, „en það eru ýmsar forvitni- legar bækur á ferðinni fyrir jól- in núna. Ætli ég hafi ekki mestan áhuga á að grípa niður í ástarbréfin hennar Bryndísar.“ Af öðrum bókum sem út koma fyrir jólin og Gísli hafði áhuga á að lesa, nefndi hann bókina um íslenskar kirkjur. „Ég vona að tími vinnist til að lesa hana yfir jólin. “ „Þegar mig vantar gott lesmál, þá gríp ég í einhverja bók Hall- dórs Laxness,“ sagði Gísli. Bækur hans allar hefur Gísli lesið og sumar hverjar marg oft. - En á hann einhverja uppá- haldsbók eftir Laxnes? Jú, vissu- legá og segir hann svo vera og nefnir fremsta meðal jafningja bókina um Olaf Kárason Ljós- víking; Heimsljós. Ekki sagðist Gísli lesa mikið yfir jólin, umstangið á heimilinu væri að jafnaði mikið, enda börn- in og barnabörnin gjarnan í heimsókn. „Það er vakað lengi á aðfangadagskvöld, þannig að manni veitir ekki af því að fara að sofa þegar allt umstangið er búið.“ Bókin á náttborði Gísla dag- ana fyrir jólin var Sturlunga. „Ætli það sé ekki fyrir áhrif frá honum Hrafnkeli Helgasyni úr þáttum Hemma Gunn. Ánnars gefst manni lítill tími til lestrar núorðið, fjölmiðlarnir eru orðnir svo yfirþyrmandi." mþþ 16. DESEMBER 1988 - DAGUR ':"3 r\ \fc Óskum viðskiptavinum okkar svo og öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs fíSi Sjóvátryggingafélag íslands hf. Ráðhústorgi 5, sími 22244. J) ' ; V: Oskum viðskiptamönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gleðilegs nýárs Þökkum viðskiptin á liðnu ári. <Sh> ~ <t n Við sendum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur til viðskiptavina okkar og landsmanna. Þökkum viðskiptin á árinu. TEPPfíLRND - Dúkaland ------3 Sími 25055 <r / Bestu jóla- og nýársóskir sendum við öllum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum. Þökkum viðskiptin. HAGKAUP Norðurgötu 62 =J

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.