Dagur - 16.12.1988, Qupperneq 18

Dagur - 16.12.1988, Qupperneq 18
ol8 - DAGUR 16. DESEMBER 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Iþróttir), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Hósavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavik vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavik), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. i bœkur !l Örkin hans Nonna Iðunn hefur gefið út nýja barna- bók eftir Brian Pilkington og heitir hún Örkin hans Nonna. Lausnarsedill myndgátu Lausn: Nafn: Heimllisfang: Sími: Utanáskriftin er: Dagur — (myndagáta) • Strandgötu 31 • Pósthólf 58 • 602 Akureyri SkilaíresLux er ill lu. jaiuiar 1989 Hann hefur myndskreytt fjölda barna- og unglingabóka, m.a. Ástarsögu úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur, bækurnar um Elías eftir Auði Haralds og margar fleiri, svo hann er lesend- um að góðu kunnur. En að þessu sinni sér Brian Pilkington ekki einungis um myndskreytingu, hann er jafnframt höfundur sögu- textans. Hér segir frá Nonna sem er hræddur um að brátt fari að rigna - hellirigna - og honum finnst vissara að smíða sér örk eins og Nói forðum, úr öllu timbrinu sem hann hefur safnað saman. Þang- að ætlar hann að safna dýrum, helst tveimur af hverri tegund. En það hefur margt breyst síðan á tímum Nóa og flest fer öðruvísi en ætlað er. Bókin vakti mikla athygli á bókasýningu í Bologna á Italíu síðastliðið vor og kemur fljótlega út í Bretlandi, Færeyjum, Sví- þjóð og Þýskalandi, einnig stend- ur til að gefa hana út í Bandaríkj- unum. Prentun bókarinnar á við- komandi tungumálum fer fram í Prentsmiðjunni Odda hf. og er það í fyrsta skipti sem samprent á svo stóru upplagi fer fram hér- lendis. „Nikkólína og villiköt.tiirinri“ Mál og menning hefur sent frá sér norsku verðlaunamyndabók- ina Nikkólfna og villikötturinn, eftir Anne Kieruld. Þetta er saga af sómakærri heimiliskisu sem ókyrrist einn daginn og leitar í burtu á vit ævintýranna. Fyrr en varir skilar hún sér heim aftur og ekki líður á löngu uns heimilis- köttunum fjölgar. Á hverri síðu eru litmyndir. Bókin sem er 32 bls., er þýdd af Silju Aðalsteinsdóttur. / í;. SiSMN ■•/iW. ELÐJÁR1 Nýjar sögur um Kugg Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér bókina Kuggur til sjávar og sveita eftir Sigrúnu Eldjárn. Bókin hefur að geyma nýjar sög- ur um snáðann Kugg og hana prýða um 40 litmyndir eftir höf- undinn. Þessar sögur eru sjálf- stætt framhald bókarinnar Kugg- ur og fleiri fyrirbæri sem út kom í fyrra. Kuggur til sjávar og sveita segir frá kostulegum ævintýrum sem þau lenda í - Kuggur og vinir hans. Það eru þær Málfríður og mamma hennar - kerlingar sem ekki kalla allt ömmu sína þegar taka skal til hendinni, að ógleymdum Mosa - glaðlyndu og hrekkjóttu kríli sem býr yfir ótrúlegum hæfileikum. Þau eru á eilífum þeytingi til sjávar og sveita, bregða sér í útilegu, fara á skak og stunda umsvifamikil garðyrkjustörf - þó meir af kappi en forsjá. Og síðast en ekki síst bregða þau sér í geimferð til ann- arrar stjörnu þar sem Málfríður glatar pilsinu sínu og kemur aftur til jarðarinnar á brókinni, segir í frétt frá Forlaginu. Kuggur til sjávar og sveita er 32 bls. íslensk ævintýrabók Út er komin ný íslensk ævintýra- bók, Óvænt ævintýri, eftir Olaf M. Jóhannesson kennara - heill- andi og skemmtileg bók við hæfi allra þeirra er slíkum frásögnum unna. Lesandinn er leiddur inn í heim ævintýranna er koma ein- lægt á óvart, hvort sem lesandinn ferðast í fylgd með hjálpsama hvíta fuglinum, skapstyggu geit- inni hans Jósa, svartþrestinum í Blátannaborg, Bangsa litla, töfrastafnum hans afa, Dísu í eyðimörkinni eða malarastrákn- um sem villtist frá myllunni sinni. Ævintýrin eru rituð á ljósu og vönduðu máli og prýdd fjölda mynda eftir höfundinn. Ólafur M. Jóhannesson hefur um árabil ritað greinar í dagblöð. Sögur eftir hann hafa birst í barnablöð- um og verið fluttar í hljóðvarpi og sjónvarpi:-' Ólafur er afar vel ritfær og á auðvelt með að skilja hugarheim barna. Övænt ævintýri er 80 bls. Kápumynd er eftir höfundinn en útgefandi er Æskan. „Iitla vampíran flytur“ Bókaútgáfan Nálin hefur sent frá sér barna- og unglingabókina „Litla vampíran flytur“ eftir v.-þýska höfundinn Angelu Sommer-Bodenburg í íslenskri þýðingu Jórunnar Sigurðardótt- ur. Bókin er önnur bókin af átta í samnefndum bókaflokki en hver bók er sjálfstæð saga. Fyrsta bókin, Litla vampíran, kom út á síðasta ári og féll í góðan jarðveg hjá börnum og unglingum, Litla vampíran flytur, fjallar eins og fyrsta bókin um vægast sagt sérkennilega vináttu þeirra Antons Túliníus og Runólfs Hrollberg, en sá síðarnefndi er vampíra! Fleiri koma þó við sögu, til dæmis foreldrar Antons sem trúa alls ekki á vampírur og Anna hin tannlausa, systir Runólfs. Hún var svo óheppin að verða vampíra sem barn og því eina vampíran sem verður að nærast á mjólk! Runólfur Hroll- berg á líkt og Anton í hálfgerðu brasi við fullorðna ættingja sína, því allur samgangur við mann- anna börn er stranglega bannað- ur. Og í nýju bókinni lendir Runólfur í grafarbanni fyrir þá sök eina að besti vinur hans er af mannaættum! Hvert getur hann leitað í vanda sínum annað en til besta vinar síns . . . en ekki orð meira um það! Bókin er innbundin, 157 síður, í vönduðu bandi, myndskreytt og ætluð börnum á aldrinum 7-14 ára.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.