Dagur - 23.12.1988, Page 4

Dagur - 23.12.1988, Page 4
4 - DAGUR - 23. desember 1988 Ferliþjónusta Akureyrar sér um akstur fyrir fatlaða um jólin og skal panta akstur samdægurs í síma 21841 milli kl. 9.30 og 10.30. Forstöðumaður. ÉSjálfsbjargarfélagar - Yelunnarar. Jólatrésskennntun félagsins verður haldin að Bjargi þriðjudaginn 27. desember kl. 16.00. Al/ir hjartanlega velkomnir. Opið til kl. 22.00 í kvöld Þorláksmessu HAGKAUP Akureyri Auglýsendur athugið Síðasta blað fyrir áramót kemur út föstudaginn 30. desember. Skilafrestur auglýsinga i það blað er til kl. 11.00 fimmtudaginn 29. desember, nema um stærri aug- lýsingar sé að ræða, en þær þurfa að 16.00 miðvikudaginn 28. desember á góðum degi Fórnir eru færðar í dag er Þorláksmessa og í kvöld sjáum við hve vel okkur hefur tekist til við að undirbúa okkur undir komu jólanna. Ömurlegur væri hinn íslenski dimmi vetur, ef þesa hátíð Ijóss og vonar bæri ekki einmitt upp á þann tíma sem myrkrið er hvað mest, hér úti við hið nyrsta haf. Þær eru orðnar nokkuð margar þessar 'greinar mínar, hér í blað- inu á þessu ári og það eru einmitt þessi greinaskrif sem hafa sann- fært mig um að hér á íslandi búum við við lýðræði og þar af leiðandi prent- og tjáningarfrelsi. Ekki í eitt skipti hafa ráðamenn blaðsins reynt að hafa áhrif á hvað ég hefi fjallað um í þessum hugleiðingum mínum. Oft hef ég dregið taum stjórnarsinna, hvort heldur var meðan stjórn Þor- steins Pálssonar var við völd, eða núna þegar stjórn Steingríms Hermannssonar heldur um stjórnartaumana. Það vill nefni- lega svo til að fáir liggja eins vel við höggi í blaðaskrifum og ein- mitt ráðherrarnir. Það er líkt með þeim og hvölunum, að þótt stórir séu, geta þeir litla eða enga björg sér veitt, sé á annað borð að þeim vegið. Hverjir nema ráð- herrar og menn í líkri aðstöðu, verða að þola að af þeim séu birt- ar teikningar í allra kvikinda líki? Ef ráðherra mundi fara að mót- mæla skrípamynd eða hæðnis- skrifum um sjálfan sig, þætti hann viðkvæmur og vart starfi sínu vaxinn. Allt öðru máli gegn- ir um forséta vorn og það sem honum tilheyrir. Hann er hafinn yfir allt háð og spé og er það vel. Árið 1910 létu pólitískir and- stæðingar Björns ráðherra Jóns- sonar gefa út í blöðum sínum skopmynd af ráðherra og helstu stuðningsmönnum hans, þar sem þeir voru sýndir í líki ýmissa dýra. Var ráðherra, sýndur í bjarnarham, að gæða þeim úr „kjötpotti landsmanna". Svo við víkjum aðeins að hvölunum, þá var það strax og hvalveiðar hófust að nýju hér á landi 1948 að íslendingar eignuð- ust sinn fyrsta hvalavin. Jóhannes S. Kjarval listmálari ritaði 23. mars það ár, grein í Morgunblað- ið, sem hann nefndi „Hið stóra hjarta“. Lagði hann þar til að íslendingar kæmu sér upp hval- friðunarskipi í stað hvalveiði- skipa. Kjarval sagði: „Það, sem við getum gert í þessu efni, er að byggja hvalafriðunarskip á sama tíma sem hyggja annarra útgerð- arfélaga stefnir til þess að veiða hið stóra hjarta. Er nokkuð frjálsara, óháðara og hlutlausara en sjá hvali fara stefnur sínar á flötum hafsins? Hvalafriðunar- skip mundi miklu ódýrara í rekstri en veiðiútgerðin . . . Hin umkomulausasta, volduga vera hafsins, sem fyrir löngu komst á svo hátt þroskastig, titrar nú og skelfur í hafdjúpunum fyrir tækni mannsandans. Ef við gætum stuðlað að því að byggja hvala- friðunarskip, er spor stigið til lífs- ins leiða. Og svo getum við byrj- að að taka ofan fyrir hvölunum." Þetta voru orð meistara Kjarvals. Það nýjasta sem ég hef heyrt af þeim sem eru að reyna að koma í veg fyrir að hvalveiðar verði stundaðar hér áfram í vísinda- skyni, er að „hvalfriðungar" gáfu nýlega út plötu með miklu níði um íslendinga. Ég hlustaði á lagið, það var nokkuð vel samið, og textinn var nrergjaður og er sjálfsagt nokkuð sterkt áróðurs- bragð gegn okkur. Ég veit ekki hvort hvalastofninn í heild er í nokkurri útrýmingarhættu, en hitt veit ég, að við megum ekki sækja svo fast að veiða þessi risa- spendýr, að það fari fyrir okkur eins og Akab skiþstjóra í sögunni af hvíta hvalnum Mobý Dick eftir Herman Melville (1819-1891). Mér líður seint úr minni, þegar ég sá kvikmyndina um þennan hvíta hval og hinn einfætta, sturl- aða skipstjóra, sem átti sér það eitt markmið að veiða hvítu ófreskjuna. Akab skipstjóri gerði jafnvel agnhöldin á skutulinn sem hann ætlaði að veiða Mobý Dick með, úr rakhnífnum sínum, en allt kom fyrir ekki, hvalurinn mölbraut skipið og áhöfnin drukknaði öll nema einn maður, sem Melville lætur segja söguna. Myndin endaði svo þar sem Akab sást fastur á hvalnum, fjötraður í böndum úr hinum mörgu skutlum sem hæft höfðu dýrið. En nóg um ráðherra og hvali. Jólin koma á morgun. Flest erum við líklega búin að „redda“ jóla- innkaupunum, sumir með krítar- kortum og geymdum ávísunum, aðrir með alvörupeningum út í hönd. Ég minnist sögu sem ég heyrði fyrir nokkrum árum, um jólainnkaup. Sagan var um ást- fangið par, sem ekki hafði yfir neinum peningum að ráða til dýrra jólagjafa, heldur ekki kred- itkortum eða öðrum nútíma greiðslumiðlum. Þegar þau sátu yfir hádegismatnum á Þorláks- messudag, fundu þau sárt til þess að geta ekki gefið hvort öðru það sem þau vissu að myndi gleðja á jólunum. Stúlkan sá unnusta sinn líta á úr, sem hann hafði erft eftir föður sinn og var reyndar hinn mesti kjörgripur. Það var liins vegar galli á þessum dýra grip, að það hafði engin festi fylgt með honum. Hún hugsaði sem svo, „aðeins ef ég gæti nú gefið ástvini mínum festi við úrið“. Hún hafði að vísu séð gullfesti í verslun, sem hæfa mundi þessum fallega grip, en peningarnir sem hún hafði yfir að ráða, voru uppurnir, til matarkaupa og annarra nauð- synja til litla heimilisins þeirra. Ungi maðurinn leit á unnustuna sína og hugsaði hve gaman það væri að geta gefið henni kamb í þetta síða, silkimjúka hár, sem hann hafði svo oft strokið. Þau stóðu þögul og hugsandi upp frá borðinu og ákváðu að fara í lítinn verslunarleiðangur, hvort í sínu- lagi. Aðfangadagskvöldið rann upp og eftir að þetta unga par hafði snætt jólasteikina, settist það með eftirvæntingarsvip inn í stofuna, þar sem jólatréð stóð ásamt fallega skreyttum pökkun- um. Þau opnuðu pakkana sem ættingjar þeirra höfðu sent þeim, og glöddust yfir þeim. Að lokum voru tveir pakkar eftir, frá þeim sjálfum, til hvors annars. Það var eftirvænting og gleði í svip þeirra, þegar þau opnuðu þessa jólapakka. Eftir skamma stund, sátu þau og horfðu angurvær hvort á annað, hann með fallega úrfesti úr gulli í hendinni og hún með hárkamb alsettan perlum. Þau horfðu af- sakandi ýmist hvort á annað eða þesar dýru gjafir. Loks féllust þau í faðma. Unga stúlkan dró klútinn af höfði sér og þá kom í ljós að fallega síða hárið var farið. Hún hafði látið klippa það af sér og selt það fyrir gjöfinni til unnusta síns. Hann hafði aftur á móti selt úrið góða til þess að geta gefið unnustu sinni kambinn í hennar síða hár. Gleðileg jól.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.