Dagur - 23.12.1988, Page 10

Dagur - 23.12.1988, Page 10
10 - DAGUR - 23. desember 1988 i' >' -- fíUOAO - 8-v?1 ,iadfri6v?.eb Opio ökL 22.00 í kvöld Þorláksmessu HAGKAUP Akureyri Hjúkrunar- fræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsu- gæslustöðvum eru lausar til umsóknar nú þegar: 1. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina á Djúpavogi. 2. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina í Ólafsvík. 3. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina í Hólmavík. 4. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina á Þórshöfn. 5. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina í Neskaupstað, Norðfirði. 6. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina á Akranesi. 7. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð Suðurnesja í Keflavík. 8. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðv- arnar á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðisráðuneytinu, Lauga- vegi 116, 150 Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 19. desember 1988. Á síðasta snúningi >nrhíksmRssa Fp helH ar) tím- -- Þorláksmessa. Ég held að tím- inn sé að hlaupa á undan mér. Enn hefur mér ekki tekist að finna jólagjöf handa konunni og hvað jólahreingerninguna varð- ar þá sé ég sæng mína útbreidda á morgun. Skyldi ég hafa gleymt að senda einhverjum jólakort? Best að taka svínið úr frysti í dag. Guð, fötin mín liggja í kuðli eftir litlu jólin. Of seint að setja þau í hreinsun. Ég er búinn að kaupa brók og sokka og hef byrgt mig upp af ýmsum nauðsynjum. Bíddu hægur, jólatréð! Jæja, ég hlýt að geta keypt einhverjar hríslur. Við skulum sjá, miðar á Emil í Katt- holti, spólur til að taka upp sjónvarpsefni sem maður missir af vegna ættingjaheimsókna, áburður á spariskóna, jú, þetta bjargast. Svei mér þá.ef enn ein jólin ætla ekki að bjargast fyrir horn. Púff. En hvað á að gefa eigin- konum í jólagjöf? Ég er alveg ráðþrota. Gefðu henni demant, segja þeir í sjónvarpinu, pels, glóandi gull, nýjan bíl, sólarlandaferð, gervihnattadisk, íbúð, blokk, heilt hverfi, byggðarlag. Nei, ætli hún geti ekki sætt sig við bók eftir Erling Poulsen eða Bodil Forsberg, eða plötu með Ellý Vilhjálms. Jafnvel ítalskar aríur, sungnar af besta vini franskra múrara. Þá get ég notið gjafarinnar líka því K.J. er í mikiu uppáhaldi hjá mér, sérstaklega í baði og seint á föstudags- og laugar- dagskvöldum. - Hallfreður minn. Ósköp hugsar þú stíft. Þú ættir ekki að reyna svona mikið á þig, sagði konan blíðlega og strauk svitann af enni mér. Lófi hennar skildi eftir deigklessur. Smákökubaksturinn var á síðasta snúningi eins og svo margt annað. Ef hún bara vissi hvernig mér leið. Það er enginn leikur að finna jólagjöf handa svo óvenjulegum kvenmanni og allar eru þær óvenjulegar, þess- ar elskur. Hver og ein þykist hafa einhver ómótstæðileg sérkenni sem gerir þær að hinni einu réttu. Huhuh! Prófið bara Hallfreður Örgumleiðason: að auglýsa útsölu á einhverjum tískuleppum. Þá kemur í ljós sérstaða einstakra kvenna, eða hitt þó heldur. - Ertu búin að kaupa jóla- gjöf handa mér, spurði ég kon- una. - Já, fyrir löngu. Það var nú ekki mikið mál, sagði konan hressilega. Hvað í ósköpunum skyldi hún hafa keypt? Ekki mikið mál, sagði hún. Kannski reykingaspólurnar með líffæra- fræðilegum og lífeðlisfræðileg- um endursvörunarleysigeisla- skynjara. Það væri svo sem til að kóróna jólaskapið að neyða mig til að hætta að reykja. Þá svara ég bara fyrir mig og gef henni lífendursvörunarfræði- streituspólurnar. Um þessi jól virðast töfra- spólur ætla að leysa alls kyns undranuddtæki af hólmi. Framleiðendur eru sjálfsagt Hvað á ég að gefa konunni í jóla- gjöf? komnir í þrot með nuddtæki og í einskærri uppgjöf auglýsa þeir nú bókarskruddu um nudd, þar sem fólk getur lært þetta allt saman sjálft og getur þ'ví lagt öllum fóta-, andlits-, mjaðma- og maganuddtækjum, teppum og púðum. Merkilegt hvað þessi nuddárátta hefur gengið í gegnum mörg jól. Ég er ekkert forvitinn, en mig langar samt að vita hvað konan ætlar að gefa mér í jólagjöf. Af hverju er svona auðvelt að finna gjöf handa mér en erfitt að finna handa henni? Ekki er ég neitt einfaldari en hún, né hef einfaldari smekk. Skýringin hlýtur að vera kynbundin. Ég er karl og það má fleygja hverju sem er í þá. Konan er hins vegar viðkvæm jurt, sem þarf að hlúa að eftir kúnstarinnar reglum og að baki hverri gjöf þurfa að liggja ítarlegar rannsóknir á stöðu himintungla, sálarástandi viðkomandi, tísku, veðurfari, aldri, ummáli og áhugamálum. Þess vegna er svona erfitt að gefa konum gjafir. Þær eru æðri verur, hafnar yfir hvers kyns hégóma. Þar eð ég frem helstu stór- virki mín undir miklu álagi þá ætla ég að geyma það fram á síðustu stundu að fjárfesta í gjöf handa konunni. Rétt fyrir lokun verslana mun ég arka niður í bæ og koma til baka með pakka, leggja hann undir jólatréð og blístra lagstúf. Ég er nefnilega ekkert stressaður út af þessu, sei, sei nei og veriði nú öll blessuð og gleðileg jól. 1 lítra umbúðir er ekta, ísinn, rjóminn og vanillan. Vanillan, þetta höfuga, austurlenska krydd lætur hugann reika til sögusviðs þúsund og einnar nætur eða gullskips- manna á Skeiðarársandi.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.