Dagur - 23.12.1988, Page 11

Dagur - 23.12.1988, Page 11
23. desember 1988 - DAGUR - 11 „Hann elskar heiminn og fyrirlít- ur hann í senn,“ sagði einhver um Charlie Chaplin þegar leikar- inn góðkunni stóð á hátindi frægðar sinnar. Þessi ummæli voru náttúrlega út í hött, óskiljanleg, og ekki til annars en að upphefja þann er þau sagði. Það er nefnilega ótrúlega oft þannig að sé vitleysan nógu vitlaus þá tekur fólk feil á henni og spakmælum. Þegar litið er á feril Chaplins má hins vegar sjá svolítinn sannleika út úr þessum ummælum. Að vísu þarf þá að hagræða þeim nokkuð svo. Enginn leikari hefur klifrað upp á hærri tind en Chaplin og hrapað jafn langt niður aftur, verið jafn dáður og í kjölfarið smáður, elskaður og síðan hatað- ur. Frægasta persóna kvikmynd- anna, litli, grannvaxni flækingur- inn með pípuhattinn og stafinn og stóru skóna á útskeifum fót- unum var hugarsmíð Chaplins. Lífið lék þá báða grátt. Flæk- ingnum tókst þó yfirleitt að halda sínum hlut fyrir andstæðingum sínum, að vísu eftir oft mikla bar- áttu, skapari hans datt hins vegar af baki. Einhvern veginn mis- tókst Chaplin að fylgja eftir straumi tímans, hvað þá að hon- um heppnaðist að sveigja hann eftir sínum geðþótta. „Ég er trúður“ Fullu nafni hét hann Charles Spencer Chaplin, fæddur á Eng- landi á valdatímum hinnar siða- vöndu Viktoríu drottningar. Heimsfrægur varð hann í Banda- ríkjunum 1914/15, rétt rúmlega hálf þrítugur. Heimsfrægð Chaplins er jafngömul grann- vaxna, umkomulausa flakkaran- um. Örfáum árum síðar, eða 1918, gerðist Chaplin sjálfstæður kvikmyndaframleiðandi þegar hann, í samvinnu við hjartaknús- arann Douglas Fairbanks, leik- konuna Mary Pickford og D.W. Griffith, stofnsetti hið nafntog- aða kvikmyndaver United Artists. Nöfiium rugl- að saman Á seinustu kvikmyndasíðu birt- ust ljóð sem umsjónarmaður hélt í fljótræði sínu að væri eftir Benedikt frá Auðnum. Benedikt var að vísu vel hagmæltur en flík- aði því lítt og er ekkert til eftir hann á prenti í bundnu máli. Á þetta benti mér einn margfróður lesandi kvikmyndasíðunnar. Og þegar betur var að gáð kom í ljós að höfundur ljóðsins er hinn nafntogaði Benedikt Gíslason frá Hofteigi. Mér er það því bæði ljúft og skylt að biðja hann afsökunar á mistökunum um leið og ég birti hér ljóðið aftur hafandi í huga að aldrei er góð vísa of oft kveðin. Margur hló og hafði ró hvar sem bjó og fór hann. Átti þó sinn auðnuskó aldrei nógu stóran. Næstu 19 árin eða svo naut Chaplin sívaxandi vinsælda en þar kom að einkalíf hans tók að verða mun athyglisverðara í aug- um almennings en kvikmyndir hans. Almenningur gerðist þreyttur á litla flakkaranum. „Charlie er ekki lengur hinn ljúfi undirmálsmaður hvíta tjaldsins," skrifuðu blöðin. Borgarljós (City Lights 1931) markaði tímamót á ferli Chaplins þó að honum væri það ekki ljóst sjálfum. Hún átti eftir að verða síðasta mynd hans sem naut almennra vinsælda. Eftir. hana var gangan öll á brekkuna. Fimm ár liðu þar til Chajrlin lét næstu mynd frá sér fara. Árið 1936 kom Nútíminn (Modern Times) fyrir sjónir bíófara. Viðtökurnar undirstrikuðu gapið sem var tek- ið að myndast á milli Englend- ingsins og almennings. Myndin naut takmarkaðra vinsælda. Gagnrýnendur sögðu hana ekki hafa neinn mikilvægan boðskap að flytja, það var helst að Chaplin væri borin vinstrivilla á brýn. „Ég er hvorki repúblikani né demókrati, ég er trúður,“ reyndi Chaplin að útskýra fyrir þessum verndurum mannréttinda í heiminum sem vildu stimpla hann vinstrisinna, jafnvel kommúnista. En sú viðleitni mistókst. í apríl 1947 skrifaði blaðurskjóða Hollywood, Hedda Hopper, til J. Edgar Hoover, FBI-stjóra: „Ég vildi ekkert frek- ar en að reka allar þessar [kommúnista] rottur úr landi og byrja á Charlie Chaplin.“ Einræðisherrann (The Great Dictator, 1940) hafði ekkert gert til að vekja eldhug og samhug almennings. Áhrifin í Holly- wood, þar sem Hedda Hopper, Louella Parsons og þeirra líkar, stjórnuðu vindum og veðri, urðu engin. Hvaða máli skipti líka þótt Chaplin veldi þessa aðferð til að berjast gegn nasismanum þegar hann lét aldrei svo lítið allt seinna stríð að heimsækja her- mennina og skemmta þeim, snið- gekk kaffistofurnar í Hollywood og lét ekkert af hendi rakna til Stríðshjálparinnar á Bretlandseyj- um. Með þessu meiddi leikarinn allan almenning, hann tók sig vissulega út úr fjöldanum en ekki á þann hátt sem var viðeig- andi. Þegar Monsieur Verdoux var fyrst varpað á hvíta tjaldið árið 1947 varð ljóst að Chaplin var kominn úr öllu sambandi við almenning, í bíómálum jafnt sm öðrum. Vinsældir hans voru í lág- marki og áttu þó enn eftir að minnka. Ovinur guðdómsins Endurútgáfa Borgarljósa árið 1950 hefði vissulega átt að endur- reisa Chaplin sem stórkostlegasta gamanleikara hvíta tjaldsins. Stórblaðið Life útnefndi myndina bestu bíómynd ársins og fyrstu sýningarviku Borgarljósa í New York þyrptist fólk að til að sjá myndina. En óvinir Chaplins færðust allir í aukana og það var á einskis manns færi að stöðva eiturspýtingar þeirra. Borgar- stjórn Memphis kvað upp úr og bannaði myndina vegna þess að höfundur hennar væri „óvinur guðdómsins". Tveimur árum eftir að ósköp venjulegum og hversdagslegum bandarískum borgurum hafði tekist að slökkva Borgarljós Chaplins sendi hann frá sér enn eina kvikmyndina, Að verða frægur (Limelight). Og nú gekk maður undir manns hönd að koma í veg fyrir að myndin yrði sýnd í Bandaríkjunum. Hvorki fyrr né síðar átti Chaplin jafn litlum vinsældum að fagna í fyrir- heitna landinu og 1952. Að lok- um var honum nóg boðið og þann 19. september þetta sama ár fór hann í langt frí til Evrópu. Tveimur dögum síðar bönnuðu bandarískir dómstólar honum að snúa aftur fyrr en gengið hefði verið úr skugga um pólitísk heil- indi hans og kannski ekki síður siðferðilegt heilbrigði. Banda- ríska þjóðin kættist og kampa- kátur dálkahöfundur skrifaði: „Kannski saknar þú okkar Chaplin en ég held varla að við sökum þín.“ Aðeins einn dálka- höfundur varð til að verja Chaplin: „Dæmum hann á þann eina hátt sem listamaður verður dæmdur - eftir list hans - og þá munum við sjá að Chaplin er einn áhrifamesti andkommúnisti sem nú er á lífi.“ Það varð ekki séð að neitt hefði dregið úr vinsældum Chaplins í Evrópu þegar hann kom þangað á haustmánuðum 1952. Bresku blöðin, öll sem eitt, fordæmdu aðgerðir Bándaríkja- manna og ekki minni menn en Bretlandsdrottning ogf forsetar Frakklands og Ítalíu buðu leikar- anum að heimsækja sig. Samt sem áður fékk myndin Að verða frægurekki eintómt lof í Evrópu. The Observer skrifaði að þessi nýjasta kvikmynd Chaplins markaði viss þáttaskil: „Það log- ar enn í glæðunum, en núna virð- ist það vera kaldur bruni vetrar, rétt eins og Chaplin hafi í síðasta sinni snúið baki við fólkinu sem hló með honum og muni hvað úr hverju leysast upp í reyk.“ Einkalífið vinsælla En Chaplin var ekkert á því að leggja árar í bát. Hann hóf hvassa hefndarherferð á hendur Bandaríkjunum sem hann kallaði raunar jákvæða þjónustu við landið sem hafði fóstrað hann svo lengi. Kóngur í New York (A King in New York), sem hann framleiddi 1957 var viðleitni í þessa sömu átt að ná sér niðri á bandarísku þjóðinni. En háðið var of grimmt, höggið of hátt reitt. Myndin varð sorgleg ádeila, laus við alla fyndni. Og henni var jafnvel verr tekið í Bretlandi við frumsýningu þar en í Bandaríkj- unum nálega tveimur áratugum síðar þegar hún var loks sýnd þar í landi. Og skyndilega byrjuðu kaldir vindar að blása um Chapl- in í heimalandi hans. Honum var legið á hálsi fyrir að vera búsettur í Sviss. Þannig hafði hann komist hjá því að greiða skatta til breska samneyslukerfisins sem hann hafði þó engu að síður fengið að njóta góðs af við gerð Kóngsins í New York. Enn átti Chaplin eftir að fá eitt tækifæri til að rétta við orðspor sitt. Árið 1966 ieikstýrði hann Greifafrúnni frá Hong Kong (The Countess from Hong Kong). Stórblöðin Look, Life og Newsweek fylgdust grannt með gerð myndarinnar og myndir af Chaplin í leikstjórastarfinu birt- ust á forsíðum þeirra. En myndin féll ekki í kramið, enginn græddi og Chaplin var endanlega af- skrifaður sem gamall maður sem lifað hafði sjálfan sig. Það varð heldur ekki til að bæta úr skák að um það leyti sem Chaplin var að kvikmynda Greifafrúna urðu menn allt í einu hugfangnir af Buster Keaton. Hann var hafinn til skýjanna sem besti grínari kvikmyndanna og þrátt fyrir tilraunir United Artists að endurvekja áhuga almennings á Chaplin þá mátti hann lúta í lægra haldi. Menn höfðu einfald- lega engan áhuga á myndum hans hvort sem þær voru gamlar eða nýlegar. Öðru máli gegndi um einkalíf Chaplins. Þar var nú sitthvað sem mátti japla á og á því hafði fólkið áhuga. Chaplin var ennþá nafn í hugum allra sem fylgdust með kvikmyndaheimin- um, bara á annan hátt en hann sjálfur hefði kosið. Það var því engin tilviljun að á sjötta ára- tugnum birtust bækur Litu Grey Chaplins, Líf mitt mcð Chaplin og Michaels Chaplin, Ég mátti ekki reykja hass á lóð föður míns. Álmenningur sleikti út um. Chaplin gerði ekki fleiri kvik- myndir en 1972 reyndi kvik- myndaheimurinn bandaríski að plástra sár hans. Honum voru þá veitt óskars-heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til kvikmynd- anna.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.