Dagur - 23.12.1988, Page 15

Dagur - 23.12.1988, Page 15
1 heilsupósturinn Umsjón: SiguröurGestssonog EinarGuðmann Ljósa hliðin á kaffinu Fram að þessu hefur sífellt verið að útlista kaffi sem óhollustuvöru sem enginn ætti að drekka. Pað eru þó til fleiri hliðar á því máli. Vitað er að koffein örvar mið- taugakerfið og getur þannig örv- að viðbrögð og hrakið allan sljó- leika í burtu. En málið er ekki alveg svo einfalt að allir fari að drekka kaffi í stórum stíl. Miklu skiptir hve mikið er drukkið og hvenær. Nú er svo komið að íþróttamenn nýta sér í hag hin örvaridi áhrif af kaffi. Pað skiptir þó verulegu máli í hvaða tilgangi það er drukkið. Lítum á eftirfar- andi atriði: ★ Kraftíþróttamenn sem eru í stuttvarandi íþróttum svo sem lyftingum, stökki o.s.frv. virðast ekki hafa gagn af koff- eini. ★ Þolíþróttamenn - lang- hlauparar, sundmenn o.s.frv. virðast geta aukið árangur sinn með koffeini. ★ Viðbragðstími styttist með koffeini. ★ Miklir kaffidrykkjumenn (tveir til sex bollar á dag) ná betri viðbragðstíma þegar þeir byrja aftur eftir kaffibindindi. ★ Besti skammturinn er u.þ.b. þrjú milligrömm á hvert kíló líkamsþyngdar. Minna en það veldur lítilli örvun og meira en það dregur úr örvun. ★ Aukning á kaffineyslu mikilla kaffidrykkjumanna dregur úr viðbragðstíma og skapar spennu. ★ Fitulosun verður aðeins meiri séu tekin 2,5-3,0 milligrömm áður en farið er í æfingar og helmingunartími koffeins í blóðinu er 2 til 2Vi klukkutími og þess vegna endast áhrifin í samræmi við það. Þetta er það sem mælir með notkun á koffeini við íþrótta- iðkun og það virðist vera að þeir íþróttamenn sem þurfa mikið þol hafi mest gagn af koffeini, en það er fleira sem þarf að taka inn í dæmið. Það eru hins vegar ekki allir sem taka vel við sér af koff- eini. Sýnt hefur verið fram á að um 20 prósent fólks verður fyrir neikvæðum áhrifum. Einnig kom Það eru margar bæði Ijósar og dökkar hliðar á kaffidrykkju. í ljós í einni rannsókn að kaffi dregur úr efnaskiptum kolvetna og próteina ásamt því að það veldur auknum þvaglátum, svefnleysi, höfuðverkjum og stressi sem kallast koffínismi. Þetta er þó ekki öll sagan þar sem fólk með magasár er varað við kaffidrykkju vegna þess. að það eykur magasýrumyndun um 400%. Eins og sagt var að ofan er hinn hæfilegi skammtur um þrjú milligrömm á hvert kíló líkams- þyngdar, en það gerir um tvo bolla af svörtu kaffi á dag. Séu menn að fara í einhverjar íþrótta- keppnir þá er best að drekka það klukkutíma fyrir keppnina. Menn ættu hins vegar að hafa í huga að kaffi hefur ekkert nær- ingarlegt gildi svo það skyldi því notast í hófi. Hitaeiningarugl Vaxtarræktarmenn ná auknum vöðvamassa með því að notast við síbreytilegar æfingar og þyngdir þannig að vöðvarnir ná aldrei að aðlagast álaginu. Þetta eykur árangurinn mun meira heldur en ef sífellt væru æfðar sömu æfingarnar með sömu þyngdirnar. Nýleg rannsókn sýndi fram á að svipað gildir með hitaeiningar og fitulosun. Hópur var rannsakaður þar sem hver og einn borðaði 1200 hitaeiningar á dag. í stað þess að borða alltaf 1200 hitaeiningar á dag, borðuðu Jólagjöfln - jólasaga fyrir yngstu börnin Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér bókina Jólagjöfina, eftir Lars Welinder. Það segir frá búálfi, honum Grástakki gamla. „Hann átti heima í kofa sem staðið hafði mannlaus árum sam- an og hann var fjarska einmanna. Þótt búálfar vilji láta sem minnst á sér bera, þá líður þeim samt best í návist fólks. En dag nokk- urn birtist heil fjölskylda í kofan- um. Pabbi, mamma og þrjú börn voru komin til sumardvalar. Hvílíkt gleðiefni fyrir gamla búálfinn. Og nú tók eitt ævintýrið við af öðru uns Grástakki gamla tókst að gleðja börnin á jólunum með gjöfum sínum,“ segir að lok- um í frétt frá Forlaginu. „25 íslensk dægurlög“ Félag tónskálda og textahöfunda hefur gefið út nýja nótnabók, sem ber heitið „25 íslensk dægur- lög“. í bókinni eru 20 vinsæl lög frá liðnu ári og 5 gamlir „gullmol- ar“ að auki. Skrifuð er út laglína og bókstafahljómar. Lögin í bók- inni eru þessi: Lóa Lóa Lóa, Járnkarlinn, Týnda kynslóðin, Tasco tostada, Lítill drengur, Söknuður, Hægt og hljótt, Lífsdansinn, Popplag í G-dúr, Lífið er lag, Skyttan, Augun mín, Skapar fegurðin hamingjuna?, Við erum við, Þyrnirós, Norðurljós, Look me in the eye, Fröken Reykjavík, Bara ég og þú, Þórður, Tungl- skinsdansinn, Hagavagninn, Braggablús, Út í kvöld og ísland. Útgáfa dægurlaga í þessu formi hefur ekki verið stunduð svo að nokkru nemi hér á landi og er þetta tilraun, sem hugsanlega er aðeins upphaf viðameiri útgáfu í svipuðum dúr. Bókin verður til sölu í hljómplötu- og bókaversl- unum, en dreifingu annast Skífan hf. þeir 1000 einn daginn og 1400 næsta dag, þannig að meðaltalið var alltaf 1200. Þessi hópur léttist helmingi meira heldur en ann- ar hópur sem borðaði alltaf 1200 hitaeiningar á dag. Ástæðan fyrir þessu er sú að minnkun eða hækkun á hitaeiningum heldur ákveðnu hormóni í stöðugri virkni sem veldur því að efna- skiptin haldast mun hraðari þannig að meiri fitu er brennt. Björn Sigurðsson Baldursbrekku 7, Húsavík. Sími: 41534 - 41666 - 41950 Húsavík - Akureyri - Húsavík Daglegar ferðir til jóla Einnig aukaferð á föstudögum kl. 20.00 frá Húsavík. Sérleyfishafi. Viðskiptavinir athugið Verslunin verður lokuð 27. desember. Opnum aftur miðvikudaginn 28. desember kl. 09.00. HAGKAUP Akureyri ^^dsbanki ís/ands EG HEITITRAUSTI BAUKASTJÓRI Ég er á leið í Landsbankann þinn með nýjan bauk og kort. Ég er baukastjóri og hjálpa þér að spara. Baukurinn er nokkurs konar bankahólf. Þegar það er orðið fullt er hægt að opna það með sérstöku baukakorti sem er merkt þér. Og þá er kominn tími til að fara í Landsbankann og leggja peningana inn á Kjörbók. Ef þú sparar og passar þig vel að eyða ekki of miklu, líður ekki á löngu áður en þú getur eignast eitthvað verulega skemmtilegt. Landsbankinn borgar þér svo vexti en það eru peningar sem þú færð fyrir að geyma peningana þína í bankanum. Byrjaðu strax að spara með mér, ég kosta aðeins 270 krónur. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.