Dagur - 23.12.1988, Page 16

Dagur - 23.12.1988, Page 16
 ibarnosíðan 1J Umsjón: Stefán Sæmundsson. Setið fyrir jólasveininum Það var Þorláksmessukvöld. Systk- inin Bjössi og Rósa voru að fara í háttinn. Rósa var sex ára en Bjössi fimm. Þau áttu heima í stórri blokk. Það var ekki laust við að þau væru spennt því nú voru jólin alveg að koma. Aðfangadagur var á morgun og þá myndu þau æða um húsið og bíða eftir því að mamma og pabbi segðu: Jæja, nú skulum við líta á pakkana. Bjössa langaði mest í He-Man og svoleiðis kappa og líka fjarstýrðan torfærujeppa. Hann langaði ekkert í vettlinga eða sokka en honum fannst í lagi ef hann fengi flotta skíðahúfu. Rósa vildi helst fá nýju bókina um Kugg og fleiri bækur. Hún var aðeins byrjuð að lesa, en skemmtilegast þótti henni þó þegar mamma eða pabbi lásu fyrir hana. Þau lásu líka yfirleitt fyrir systkinin á kvöldin. Bjössi og Rósa voru í sama her- bergi. Stundum þótti þeim það alveg ágætt en stundum afleitt. Þau áttu það til að rífast og slást og þá var eins gott að passa dótið sitt. Undan- farna daga höfðu þau verið ósköp stillt og jólasveinarnir höfðu gefið þeim sælgæti og leikföng í skóna sem þau settu út í glugga. - Heyrðu Bjössi, sagði Rósa þeg- ar þau voru háttuð. - Eigum við að vaka og bíða eftir jólasveininum? Ég er svo spennt að vita hvernig hann fer að því að setja í skóinn hjá okkur því við erum uppi á fjórðu.hæð og glugginn er lokaður af því að það er svo kalt. - Hann notar bara stiga, sagði Bjössi og geispaði. - Ég er ekki viss, sagði Rósa. - Einu sinni vaknaði ég við þrusk og leit strax í skóinn minn. Þá var búið að setja í hann kúluspil. Ég leit út um gluggann en sá ekkert. Ég held jafn- vel að jólasveinninn hafi komið inn í íbúðina. - Hvað segirðu? Þá getum við kannski séð hann,“ sagði Bjössi spenntur. Þau biðu nú spennt, sátu saman í rúminu hennar Rósu og hvísluðust á. Mamma leit inn til þeirra og var hissa þegar hún sá að börnin voru vakandi. - Fariði strax að sofa. Þið fáið ekkert í skóinn með þessu móti, sagði hún. - Við erum að bíða eftir..., byrj- aði Bjössi en Rósa þaggaði niður í honum. Þau lögðust til svefns, eða þóttust gera það. Systkinin biðu og biðu en svefninn sótti fast að þeim. Loks mátti heyra á andardrætti þeirra að þau voru bæði sofnuð. Þegar þau vöknuðu á aðfangadag var sælgæti í skónum þeirra og í skó Rósu var líka miði. Á hann var skrifað með rauðum, klunnalegum stöfum: ÉG NOTA STIGA, FYRST ÞIÐ VILJIÐ ENDILEGA VITA ÞAÐ. I »iÆ * P > WvyW' 1 4;Ó' ,i~. . mV VI V ■ '** /f Þessi skötuhjú teiknaði Auður, 5 ára stúlka á Akureyri. Ingimundur Jónsson, 4ra ára strákur á Akureyri, sendi okkur þessa mynd af jólasveini sem er að koma af fjöllunum með pakka handa Ingimundi. Snigillinn Snigill nokkur leggur af stað í það mikla ferðalag að klífa pappakassa, sem er 21 cm á hæð. Fyrsta daginn klífur hann heila 5 cm, en um nóttina meðan hann hvílir sig sígur hann 4 cm til baka. Og þannig gengur það fyrir sig, á hverjum degi tekst honum að klífa 5 cm, en sígur á hverri nóttu 4 cm til baka. Hve marga daga er snigillinn að ná takmarkinu, þ.e. að komast upp á kassann? Bókaormurinn Lítill bókaormur var eitt sinn staddur í hillu þar sem fimm bækur stóðu. Samanlögð þykkt blaðsíðna hverrar bókar var 4 cm og hvor kápusíða var 1 cm. Hver bók var því 6 cm. Nú skreið bókaormurinn frá fremri kápu- síðu fyrstu bókar að aftari kápusíðu fimmtu bókar. Hvað skreið bókaorm- urinn marga cm? Lausnir jn>|æq JB||aq £ 6o p|o[ds -nde>| >|0}s z iiJnu6a6 ] jaJ jnQjj>|s uujjnuuo ujöouj bjjsuja jo JB>joq njsj/j bqjs bísbjíb qb ngjas *Jðc| B[q Bun||jqB>|oq nqBÖnqiv nujqB^oq j Bnus jn>|æq 6juJ9Aq jjjáj uj9j6 jbs ejo6 qb )6a|uÁsqnBu je jeas qæ bj qb ssad I!1 luo oz S||B jnQjj>|s uujjniuJOB>i9g B>|Bq l!) Hjau l>|>|9 JACj jn6js 6o Bujuruq 9 ddn uuBq jæu 6bp uub^ jAd ‘j6ap 9)9 uubssb>| 9 ddn )suj9>| uumiSjus Brandarar Þegar Jens var þriggja ára gamall, fékk hann að fara með móður sinni til nágrannakonunn- ar til að sjá nýfætt barn hennar. - Þegar konan sýnir þér barnið, sagði móðir Jens, - átt þú að segja eitthvað fallegt um litla angann. Jens lofaði því og svo lögðu þau af stað til nágrannakonunn- ar. Þegar konan lyfti barninu upp, til þess að sýna það, horfði Jens á það dágóða stund og sagði svo: - Ja, það má nú segja, að litli drengurinn hefur bæði löng og falleg eyru. Inga litla (í búðinni): - Ég ætla að fá spegil. Búðarstúlkan: - Á það að vera handspegill? Inga:- Eg vildi gjarnan geta séð andlitið líka. Kvikmyndahúseigandi í Skot- landi vildi vera höfðinglegur við bíógesti sína, svona rétt fyrir jólin. Hann lét mála skilti fyrir ofan dyrnar á kvikmyndahúsinu og þar stóð letrað stórum stöfum: - Allir sem komnir eru yfir átt- rætt fá ókeypis aðgang, ef þeir eru í fylgd meðforeldrum sínum. Dísa, sem er þriggja ára, er hátt- uð og á að fara að sofa. - Ég vil ekki vera ein, ég er svo hrædd, segir hún volandi. - Þú þarft ekki að vera hrædd, guð er hjá þér, segir mamma. Hún kyssir Dísu og fer svo fram. Eftir stutta stund opnast dyrn- ar á svefnherberginu og Dísa stendur volandi í gættinni. - Mamma, okkur guði leiðist svo. Anna og Bjössi eru að leika sér úti í garði. Eftir stutta stund fara þau að rífast og Anna hendir bílnum hans Bjössa út á götu. Þá fer Bjössi að skæla svo hátt að Anna verður hrædd og fer líka að skæla. Þá hættir Bjössi að orga og segir byrstur: - Þegiðu Anna, það er ég sem á að skæla.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.