Dagur - 23.12.1988, Page 24

Dagur - 23.12.1988, Page 24
Akureyri, föstudagur 23. desember 1988 Bautinn og Smiðjan verða lokuð á aðfangadag, jóladag og annan í jólum. Óskum öllum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Fundur sjómanna Utgerðarfélags Akureyringa: Við eram á botninum hvað launakjör varðar“ - sagði einn skipverja á ÚA-togurunum „Það er staðreynd að skipverj- ar á togurum Utgerðarfélags Akureyringa eru verr launaðir en þorri annarra sjómanna á sambærilcgum skipum á land- inu,“ voru orð eins skipverja á togara UA á fundi í Alþýðu- húsinu sl. miðvikudagskvöld. Fulltrúar áhafna fimm Utgerð- arfélagstogara komu þar sam- an til fundar til þess að ræða ýmis hagsmunamál sín. Eink- um voru launamál ofarlega á baugi og virtist samdóma álit manna að sjómenn á togurum Ólafsfjarðarmúli var lokaður í gær, en flestallir vegir aðrir á Norðurlandi voru færir. Veður- spáin gerir ráð fyrir hvítum jól- um og jafnvel einhverri snjó- komu, þannig að vegheflar verða eflaust í viðbragðsstöðu. Valdimar Steingrímsson hjá Vegagerðinni í Ólafsfirði sagðist gæla við þá hugmynd að ryðja Múlann, þegar við töluðum við hann í gær. í gærmorgun var dimmt yfir og mikil snjókoma og sagði Valdimar síðdegis í gær að hann væri rétt farinn að grilla í fjöllin fyrir utan. Eftir hádegið birti aðeins til og sagði Valdimar að ef svo yrði áfram færi hann af stað svo Ólafsfirðingar kæmust að heiman og heim. Hjá vegaeftirlitinu fengust þær upplýsingar að vel flestir vegir á Norðurlandi væru vel færir. Heldur torvelt væri þó um Tjör- nesið að komast og fréttir höfðu ekki borist af færð um Möðru- dalsöræfi. Vegagerðarmenn verða á ferðinni í dag og moka þar sem moka þarf, svo allir komist til síns heima fyrir hátíð- ina. A annan dag jóla verður farinn rúntur um allar aðalleiðir gerist þess þörf. Veðurstofan spáir norðaustan- og austanátt og frosti um allt Iand. El á stöku stað, en að mestu þurrt. Á jóladag má hins vegar búast við hvassri austanátt og jafnvel slyddu. mþþ ÚA séu mjög aftarlega á mer- inni hvað launakjör varðar hvort sem tekið er mið af sjómönnum á öðrum togurum við Eyjafjörð eða landinu í heild. Á fundinum kom fram að á meðan bráðabirgðalög gildi sé ekki möguleiki fyrir sjómenn að leggja fram beinar kauphækkun- arkröfur. Hins vegar var bent á að sjómenn séu í fullum rétti til þess að ræða beint við Útgerðar- félagið um sín hagsmunamál. Mikil ónægja er meðal sjó- manna ÚA með hve lágrar gáma- uppbótar þeir njóta. Þeir telja að umtalsverð hækkun uppbótarinn- ar geti verið liður í bættum kjörum. Pá kom fram nokkur áhugi fundarmanna á að hverju skipi ÚA gefist kostur á einstaka sölutúr á erlendan markað. Með því móti myndu laun þeirra hækka nokkuð auk þess sem sölutúrar kynnu að halda betur í mannskap á ÚA-togurunum en hingað til. í lok fundarins í Alþýðuhúsinu var kjörin nefnd sjómanna, einn af hverjum togara ÚA, til að gera úttekt á launakjörum annarra sjómanna, m.a. að kynna sér meðalskiptaverð norður- og vest- urskipa, og í framhaldi af því að leita eftir viðræðum við forsvars- menn Útgerðarfélagsins um möguleika á breytingu á núver- andi fyrirkomulagi. óþh Þessir bráðhressu jólasveinar komu til Húsavíkur á dögunum. Og auðvitað var sjálfur jólakötturinn með í för. Mynd: im Fáir norðlenskir sjúklingar heima á jólum: Allt á i'ullu á sjúkrahúsunum heimsóknartímar sveigjanlegri en hversdags Sjúklingar á sjúkrahúsum á Norðurlandi fara ekki í mikl- um mæli heim í jólafrí. Bæði á Sauðárkróki og á Húsavík sögðu hjúkrunarforstjórar afar lítið um jólaleyfi sjúklinga, en á Akureyri geta þeir sem þess óska og hafa heilsu til fengið heimfararleyfí yfír hátíðarnar. Messað verður á sjúkrahúsun- um og boðið upp á Ijúfl'cngan mat. Þá eru heimsóknartímar mun sveigjanlegri en venja er til hversdags. Hjúkrunarforstjórar á Sauðár- króki og Húsavík sögðu afar lítið um að sjúklingar færu heim yfir jólin, en í gær var ekki ljóst hversu margir sjúklingar myndu fara í jólafrí frá FSA. Hjúkrunarfor- stjóri sagði það þó stefnuna að þeir sem vildu og heilsu hefðu til fengju að skreppa heim yfir hátíðina. Á aðfangadag koma félagar úr karlakórnum Geysi í heimsókn og syngja þeir á öllum deildum sjúkrahússins og á Seli. Messað verður á jóladag bæði á FSA og á Seli. Á sjúkrahúsinu á Húsavík verður einnig messað á jóladag, en annan í jólum á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Yfir hátíðina er brugðið út af hefðbundnum Sláturleyfishafar: Stefnt að 100 prósent upp- gjöri víð sauðfjárbændur - KEA búið að gera upp við eyfirska bændur Búist er við að velflestir slát- urleyflshafar geri að fuliu upp við sauðfjárbændur fyrir ára- mót vegna afurðainnleggs á þessu hausti. Sumir sláturleyf- ishafar hafa nú þegar gert upp við bændur, t.d. Kaupfélag Eyfirðinga, en hjá öðrum, þ.ám. Kaupfélagi Þingeyinga, er stefnt að því að Ijúka færslu afurðagreiðslna inn á reikn- inga sauðfjárbænda í þessari viku. Samkvæmt búvörusamningi á að vera lokið við að greiða að fullu inn á reikninga bænda þann 15. desember. Á þessu hefur ver- ið misbrestur, einkum bárust greiðslur illa og seint á sl. ári. En mál horfðu öðruvísi við þetta árið og segir Hreiðar Karlsson, formaður Landssambands slát- urleyfishafa, að því hafi ráðið endanleg afgreiðsla bankakerfis og stjórnvalda á afurðalánum bæði af nýju og eldra kjöti auk greiðslu útflutningsbóta. Að sögn Hreiðars Karlssonar er þó staða sláturleyfishafanna til að ganga frá fullnaðargreiðslum til sauðfjárbænda mjög misjöfn. Til dæmis er vitað að greiðslu- staða Sláturfélags Suðurlands er erfið um þessar mundir og hefur aðeins verið unnt að greiða út 75% í peningum inn á reikninga bænda. Hins vegar er reiknings- fært hjá SS upp að 100 prósent- um. óþh heimsóknartímum á öllum sjúkrahúsunum og gefst ættingj- um rýmri tími til heimsókna en venjulega. Á aðfangadagskvöld verður sjúklingum á FSA boðið upp á blómkálssúpu, gljáðan svína- hamborgarhrygg og triffle í eftirrétt. Svínahamborgarhrygg- ur hefur verið á borðum FSA á aðfangadag „svo lengi sem elstu menn muna,“ sagði kokkur þar. Húsvískir sjúklingar snæða rjúpu á aðfangadagskvöld og með henni er m.a. framborið waldorf- salat, perur, rifsberjahlaup og rjómasósa. í eftirrétt er sérrý- búðingur með rjóma. Á Sauðár- króki borða sjúklingar sjúkra- hússins svínahamborgarhrygg og á eftir er jólamöndlugrautur með jarðarberjum. Hangikjöt er borðað á öllum sjúkrahúsunum á jóladag og þá fæst úr því skorið hver hlýtur möndluna í jólagraut Húsavíkur- sjúkrahússins, en hinn hefð- bundni jólagrautur verður fram borinn daginn þann. mþþ Fjárhaldsstjórn Hofsóshrepps: Ætlar að gera 3ja ára fjár- hagsáætlun fyrir hreppinn - verið að ganga frá ársuppgjöri fyrir þetta ár Fjárhaldsstjórnin yfír Hofsós- hreppi var þar á ferðinni sl. miðvikudag að kynna sér aðstæður og ræða við heima- menn. Stjórnin hefur ákveðið að gera 3ja ára fjárhagsáætlun fyrir hreppinn til að vinna eftir, þegar fjárhaldsstjórnin lýkur störfum. Félagsmála- ráðuneytið mun síðan fylgjast með því að þeirri áætlun verði fylgt. Verið er að ganga frá ársuppgjöri fyrir þetta ár hjá Hofsóshreppi og er stefnt á að Ijúka því verki fljótlega upp úr áramótum. Sem kunnugt er fékk sveitar- sjóður Hofsóshrepps greiðslu- stöðvun og rennur hún út um miðjan mars ’89. Ekki er ljóst hvort fjárhaldsstjórn tekst að Ijúka störfum fyrir þann tíma. Hún er um þessar mundir að fara yfir einstaka þætti í rekstri hreppsins, s.s. hafnarinnar, vatnsveitu og leikskóla. Ekki liggur fyrir hvort hægt verði að selja hlutabréf Hofsóshrepps í Útgerðarfélagi Skagfirðinga og Hraðfrystihúsinu hf. á Hofsósi, en þau eru metin á 11 milljónir króna. .bjb

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.