Dagur - 14.01.1989, Síða 2
2 - DAGUR - 14. janúar 1989
Hvað myndir þú gera?
Góðan daginn lesandi góður.
Mig langar að spyrja þig beint
og persónlega: Hvað myndir þú
gera ef þú yrðir svo heppinn að
vinna 250 krónur í skafmiða-
happdrætti? Ef þú ættir fjögur
arðbær fyrirtæki myndir þú
kafna úr hlátri og gætir þannig
ekki svarað spurningunni.
Saklaust barn myndi setja pen-
ingana í sparibauk, einstæð
móðir með þrjú börn myndi
kaupa mat handa börnun-
um, kærulaus galgopi myndi
kaupa skafmiða fyrir alla upp-
hæðina, en þú? Nei, þetta segir
ekki mikið upp í snekkju eða
sjávarþorp á Vestfjörðum, en
þetta eru peningar engu að síður.
Ástæðan fyrir þessari spurn-
ingu er ekki sú að ég sé að hæð-
ast að ákveðinni sjónvarpsaug-
lýsingu, því fer fjarri. Ég er ein-
faldlega að skírskota til eigin
reynslu. Mitt í nýársdrunganum
glitti í ljós skafmiðagæfunnar og
viti menn, ég hafði unnið
nákvæmlega 250 krónur. Petta
er stærsti happdrættisvinningur
sem mér hefur áskotnast um
ævina og þó hef ég tekið þátt í
hvers kyns happdrættum, get-
raunum, lottói og hvað þetta nú
kallast í meira en aldarfjórð-
ung. Þarna er aðeins undanskil-
ið happdrætti Sjálfstæðisflokks-
ins því af einhverjum ástæðum
vilja þeir kumpánar ekki selja
mér miða.
Og hvað gerði ég við vinning-
inn? O, ég gerði svo sem ekki
neitt. Ég var enn á kafi í fjár-
hagsáætlun þegar konan hrifs-
aði peningana til þess að geta
keypt sér hárnæringu. Þetta var
mikið áfall. Ekki það að konan
skyldi taka peningana, heldur
aðallega það að hún keypti sér
hárnæringu. Ég var búinn að
ákveða að gefa henni þetta sull í
jólagjöf eða lauma þessu jafnvel
að henni á brúðkaupsafmælinu.
LíML1/
Skafa, spila, tippa, velja, spá og spekúlera. Ef vel gengur gætir þú keypt þér
sjávarþorp á Vestfjöröum.
i
heilsupósturinn
r/'Umsjón: Sigurður Gestsson og Einar Guðmann
Feitar konur
Samkvæmt nýlegum rannsóknum
geta gulrætur minnkað kólester-
olmagn um allt að 20%. Gulræt-
ur innihalda óvenju mikið magn
af efni sem kallast Calcium pectat
í trefjunum. Það hefur þau áhrif
á líkamann að öll efnaskipti varð-
andi kólesterol úrvinnslu örvast
verulega. Aðrar grænmetisteg-
undir hafa einnig svipuð áhrif á
kólesterolið en það eru spergil-
kál, kál og laukur sem helst ber
þar að nefna.
Fita verri fyrir karla
en konur
Niðurstöður úr langtímarann-
sókn sem gerð var í Finnlandi
sýnir fram á að offita hefur verri
heilsufarsleg áhrif á karla en
konur. Rannsakaður var 8000
manna hópur finnskra karla og
kvenna í sjö ár. Sýnt var fram á
að offita hafði „töluvert mikla
fylgni“ við hjartasjúkdóma í karl-
mönnum, en hefði engin veruleg
áhrif á hjartasjúkdóma meðal
kvenna. Ástæðan eins og sagt var
í tímaritinu British Medical
Journal, er sú að karlmenn bera
megnið af þyngd sinni á magan-
um, senr getur haft verri áhrif á
lifrina, meltingarkerfið og
hjartað.
Skokk á miðjum aldri
Mun maður sem er orðinn fimm-
tugur og byrjar að skokka lifa
lengur? Ekki örugglega, segir
Dr. Michael J. Lichtenstein við
Vanderbilt háskólann. Hjá
manni sem byrjar reglulegar
æfingar mun samt sem áður, jafn-
vel á þessum aldri HDL kolester-
olið aukast, (HDL - High density
lipoproteins - góða kólesterol-
tegundin) blóðþrýstingurinn
minnkar og maðurinn mun senni-
lega minnka reykingar.
En hverjar skyldu líkur hans
vera á því að detta niður dauður
á meðan hann skokkar? Það er
sáralítil en einhver hætta á því
segir Lichtenstein. í Bandaríkja-
unum deyja árlega 12 karlmenn
af 100.000 sem stunda skokk,
sem várla getur talist mikið.
Veistu?
★ Að of hár blóðþrýstingur get-
ur verið vegna taugaspennu sem
fylgir því að fara til læknis. ★ Að
í framtíðinni verða fiskolíur og
D-vítamín notuð við lækningu á
psoriqsis. ★ Að ein asprín á dag
(325 mg) er talin minnka líkurnar
á hjartaslagi, en að meira en það
auki hættuna? ★ Að matur sem
inniheldur mikið af trefjum getur
leitt til þess að þú borðir minna
með því að taka pláss í magan-
um. ★ Að meðalmaður missir
1% af vöðvastyrk og hæfileika
sínum til þess að nýta súrefni á
hverju ári eftir að hann verður
sextugur ef hann stundar ekki
einhverjar æfingar. ★ Að sjötug-
ur maður þarf ekki að eyða nema
sex vikum við æfingar til þess að
auka vöðvastyrk sinn u.þ.b. 20%
og einungis fjórar vikur til að
bæta þolið. ★ Að reykingamenn
sem drekka mjólk daglega eru
Hallfreður
Örgumleiðason:
sem er víst einhvern tíma á
þessu ári. Gott ef það er ekki á
hverju ári. Jú, nú man ég það.
Alltaf á haustin eins og lúsin!
Æ, hvenær verð ég sjötugur?
Það er víst nokkrir áratugir í
það enn. Hvers vegna ég er að
velta því fyrir mér? Jú, reynslan
undanfarið hefur sýnt að sá sem
stjórnar því hver fær stóra
happdrættis- og lottóvinninga
setur þau skilyrði að viðkom-
andi sé orðinn 70 ára hið
minnsta. Ella getur hann bara
étið það sem úti frýs. Það er
ekki laust við að þetta fólk sjái
fram á áhyggjulaust ævikvöld
meðan ég, skáldið og hugsuður-
inn, svelt heilu hungri hálfu
dagana.
Margt er mannanna bölið og
á ég þá ekki bara við ölið. En
fyrst ég er kominn að því þá
verð ég að lýsa yfir ánægju
rninni með hugmyndir um að
leggja 5 krónur á hverja bjórdós
til að borga viðgerð á Þjóð-
leikhúsinu. Bæjarstjórn Akur-
eyrar mætti færa þessa hugmynd
heim í hérað. Þannig gæti hún
lagt aukagjald á Flóru smjörlíki
til að fjármagna viðbygginguna
við Amtsbókasafnið, lagt skatt
á Lindu nammi til að hrinda
breytingunum við Ráðhústorg í
framkvæmd og smurt dálítið á
Braga kaffið til þess að geta
byggt íbúðir fyrir allt það fólk
sem vill flytja í bæinn en fær
ekki húsnæði. Það er raunar
skandall að Akureyri skuli hafa
hleypt Hafnarfirði fram úr sér
hvað íbúafjölda snertir. Samt
fæddust fleiri börn en áður á
Akureyri þannig að barneigna-
stefna bæjarstjórans virðist hafa
skilað sér. En því miður flutti
fólk frekar úr bænum en til
hans.
Ég hlusta ekki á væl manna
um að bærinn sé á hausnum.
Einfalt mál virðist stundum
flókið en ég tel að smáskatta-
lausnin myndi mælast vel fyrir
hjá bæjarbúum. Hér væri auð-
vitað um tímabundnar aðgerðir
að ræða og smáskatturinn gæti
sveiflast á milli vörutegunda.
Margt smátt gerir eitt stórt og
þess vegna skalt þú, lesandi
góður, ekki fussa yfir 250 króna
skafmiðavinningi. Gildir þá
einu hvort þú ert framsettur for-
stjóri eða örvita atvinnuleys-
ingi. Og að lokum eitt allsherjar
ráð til lausnar efnahagsvanda
þjóðarinnar á hverjum tíma:
Ríkisstjórn hækki ávallt verð á
áfengi og tóbaki 5% meira en
nauðsynlegt þykir. Þannig skap-
ast ómældar aukatekjur og hana
nú!
Offita hefur verri áhrif á karla en konur.
mun ólíklegri með að fá krónískt
bronkitis. Samkvæmt Journal of
Chronic Disease hafa þessar
niðurstöður gert rannsakendurna
all ruglaða í ríminu. Álíka undar-
legt er að þeir sem reykja ekki en
drekka mjólk daglega njóta ekki
sömu áhrifa.