Dagur - 14.01.1989, Síða 4
4 - DAGUR - 14. janúar 1989
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 70 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR.
RITSTJÓRI:
BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON
(Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON,
FRÍMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsav k vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON
(Reykjavik vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON,
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSO.N
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Uppstokkun
bankakerfísins
„Allt frá því ég fór að kynnast bankakerfínu
náið, hefur skoðun mín verið sú að rekstrarein-
ingar þess séu allt of margar og smáar. Það eru
allt of margir bankar, allt of margir sparisjóðir,
veikar stofnanir og lítils megnugar. Eg álít því
að það sé alveg nægjanlegt fyrir þetta þjóðfélag
að hafa segjum þrjá sæmilega stóra viðskipta-
banka. Fækka ber sparisjóðum og sameina þá í
stærri heildir innan tiltekinna landssvæða. Þar
með yrði starfsfólki fækkað og rekstrarhag-
kvæmni ykist verulega." Þessi ummæli voru
höfð eftir Þórði Ólafssyni, forstöðumaður banka-
eftirlits Seðlabankans, í Tímanum sl. laugardag.
Þórður er þaulkunnugur íslenska bankakerfinu
og hefur ekki legið á þeirri skoðun sinni að það
kerfi sé allt of dýrt og óhagkvæmt. Þorri almenn-
ings er vafalaust á sama máli.
Nú stendur yfir samdráttartímabil í íslensku
efnahags- og atvinnulífi. Nauðsynlegt er að ná
fram aukinni hagræðingu í atvinnurekstri með
öllum tiltækum ráðum. Ein leiðin að því marki er
að sameina fyrirtæki í hliðstæðum rekstri og ná
þannig fram umtalsverðum sparnaði. Fjölmörg
fyrirtæki hafa farið þessa leið að undanförnu,
enda eru slíkar aðgerðir nauðsynlegar til að við-
komandi fyrirtæki nái að standa af sér þá erfið-
leika sem við er að etja. Enn sem komið er hefur
lítið borið á slíkum samdráttaraðgerðum innan
bankakerfisins, enda peningastofnanir nánast
eini atvinnureksturinn sem skilaði hagnaði á
síðasta ári. Það kostar mikið að reka allt of stórt
og óskilvirkt bankakerfi. Þann kostnað greiða
viðskiptavinir banka og sparisjóða, heimilin og
fyrirtækin í landinu. Frá þeim er hagnaður
banka og sparisjóða kominn.
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra
hefur sagt að bankakerfið sé sjúkt og þarfnist
uppskurðar. Það eru orð að sönnu. Eða eins og
Þórður Ólafsson, forstöðumaður bankaeftirlits
Seðlabankans orðaði það í fyrrnefndu viðtali:
„Núverandi kerfi er allt of dýrt fyrir svona lítið
þjóðfélag. Með breyttum samgöngum, breytt-
um fjarskiptum og þeirri nútímatækni sem við
höfum yfir að ráða má gera þetta allt miklu hag-
kvæmara en nú er. Óhagkvæmnin kallar á auk-
inn vaxtamun, hærri þjónustugjöld og hærri
kostnað vegna viðskiptanna en þyrfti að vera. “
Almenningur vill skilvirkara bankakerfi. Hann
vill greiða sanngjarnt gjald fyrir þá þjónustu
sem peningastofnanir inna af hendi og sann-
gjarna leigu fyrir þá peninga sem hann fær að
láni. En ekki meira, hvað þá miklu meira, eins og
nú er. Það er brýnna en nokkru sinni fyrr að
íslenska bankakerfið verði stokkað upp frá
grunni. BB.
Fjórtán titlar frá
Steinum í janúar
Jæja, þá er ég kominn af stað
aftur að loknu sjónvarpsglápi
um jól og áramót. Janúardag-
skráin virðist ekki ýkja spenn-
andi og þá leita ég á náðir
myndbandaleiga. I upphafi
ætla ég að renna í gegnum
fréttabréf sem fyrirtækið
Steinar hf. sendi mér. Þeir
hafa þegar tekið ákvarðanir
um útgáfu 100 myndbanda á
árinu 1989.
1 janúarmánuði koma út 14
titlar frá Steinum. Þar má nefna
gamanmyndina Baby Boom með
Diane Keaton, Gardens of
Stone, sem er nýjasta mynd
Francis Ford Coppola og stór-
myndina Wall Street. Sem kunn-
ugt er fékk Michael Douglas
Óskarinn fyrir leik sinn í þeirri
mynd og feðgarnir Martin og
Charlie Sheen þykja einnig
standa sig vel.
Fyrir börnin koma út nýjar
spólur með Strumpunum, númer
18, 19 og 20. í>ar eru á ferðinni
sex ný ævintýri og það er enginn
annar en Laddi sem gefur Strump-
unum íslenskt mál.
Þá má nefna útgáfu þriggja
Dirty Harry mynda, en þar leikur
Clint Eastwood að sjálfsögðu
aðalhlutverkið. Þetta eru mynd-
irnar Enforcer, Magnum Force
og Sudden Impact.
Fleiri titla mætti nefna. Secret
Witness, Star 80, The Return of
the Incredible Hulk og Time
after Time. Og að lokum er það
hin kunna mynd John Houstons,
Under the Volcano. Þar leika
þau Albert Finney og Jacqueline
Bisset aðalhlutverkin. SS
Hrífandi
ljótleiki
Videoland: Sammy and Rosic Get Laid
Útgefandi: Stcinar hf.
Leikstjóri: Stephen Frcars
Aðalhlutverk: Frances Barber, Ayub
Kahn Din, Roland Gift, Shashi Kapoor
Bresk, 1987
Aldurstakmark: 16 ár
Þessi breska mynd er um margt
óvenjuleg, en niðurstaðan hlýtur
að vera uppörvandi fyrir breska
kvikmyndagerð sem ávallt hefur
verið kafsigld af Bandaríkja-
mönnum. Sammy and Rosie get
laid (Sammi og Rósa fá’ða) er
mynd sem gerist í niðurníddu
hverfi í London þar sem götubar-
dagar eru daglegt brauð. Þjóðfé-
lagsmyndin er önnur en sú sem
blasir við ferðamönnum sem
heimsækja borgina en fátæktin er
sannarlega til staðar.
Sammy (Ayub Khan Din), sem
er indverskur innflytjandi, og
Rosie (Frances Barber) eru þó
ekki á flæðiskeri stödd því Rafi
(Shashi Kapoor), faðir Sammys,
kemur til þeirra með fullar hend-
ur fjár. Honum blöskrar aðbún-
aðurinn hjá ungu hjónunum og
vill að þau flytji í fínna hverfi og
eignist börn. Hann býður þeim
peninga í þessu skyni en Rosie
tekur slíkt ekki í mál. Reyndar
eru þau lítt hrifin af Rafi sem hef-
ur vafasama fortíð í föðurlandi
sínu.
Þá koma til sögunnar Alice
(Claire Bloom), sem var forðum
ástkona Rafis og beið þess að
hann kæmi og kvæntist henni. En
hann kom ekki frekar en
Djákninn. Ungur blökkumaður
úr hverfinu, Danny, sem leikinn
er af Roland Gift, söngvara Fine
Young Cannibals, hefur líka
afgerandi áhrif á gang mála.
Heimilislífið hjá Samma og
Rósu er með ólíkindum. Hæst
ber þar frjálslyndi þeirra í kyn-
ferðismálum en þrátt fyrir allt
elska þau hvort annað. Danny og
Rafi verða bestu vinir og sá síðar-
nefndi fer loks að skilja að pen-
ingar eru ekki allt.
Ýmsar uppákomur í myndinni
eru æði skondnar en nöturleg
þjóðfélagsmyndin og tilfinninga-
átök eru þó í öndvegi. Klúðurs-
legur texti frá auglýsingastofu á
bakhlið spólunnar er mjög vill-
andi, en þar segir orðrétt: „Besta
leiðin til að leysa vandamálin er
oft að hlæja af þeim og það er
einmitt það sem þú gerir þegar
þú horfir á þessa mynd.“ Takið
ekki mark á þessu, sjáið frekar
óvenjulega og virkilega góða
mynd með ykkar eigin augum.
Hún er hrífandi í ljótleika sínum
og á þar sterkur karakter aðal-
persóna stóran hlut að máli. SS
Della!
Rambo III
Útgefandi: JB heildverslun
Leikstjóri: Pcter MacDonald
Handrit: Sylvester Stallone og
Sheldon Lettich
Aðalhlutverk: Sylvester Stallone og
Richard Crenna
Bandarisk, 1988, sýningartimi 100 mín.
Aldurstakmark: Bönnuð skynsömu fólki og
börnum yngri en 16 ára
Mér til mikillar hrellingar barst
þetta myndband til mín með ein-
um úr fjölskyldunni. Ég man
ekki einu sinni á hvaða mynd-
bandaleigu hann fékk þennan
grip. Jæja, mér þótti First Blood
bara nokkuð spennandi á sínum
tíma og kannski í lagi að gefa
Stallone séns þrátt fyrir hörm-
ungarræmuna Rambo II. En ég
hefði betur haldið mig við hina
mögnuðu sögu af Paskval Dvarte
og hyski hans.
í stuttu máli sagt er Rambo III
átakanlega fíflaleg mynd byggð á
barnalegu handriti. Ég nenni
ekki einu sinni að skammast yfir
fjarstæðukenndum áróðri um
Rússana í Afganistan sem brytja
niður vanfærar konur og drepa
börn með efnavopnum. Hins
vegar þótti mér verst að Stallone
og Crenna virtust taka þetta
mjög alvarlega. Auðvitað kom
afstaða tómhaussins Stallones
mér ekki á óvart en Richard
Crenna er í vondu máli.
Þegar alvaran og spennan átti
að vera sem mest gat ég ekki ann-
að en skellt upp úr. Handritið var
svo einfalt að maður gat alltaf
sagt til um ókomna atburði. „Nú
fer strákurinn auðvitað með,“
sagði ég og það kom á daginn. í
lokin var ég þó að vonast eftir
örlitlu raunsæi en sú von brást.
Rambo III er greinilega ekki
gerð af vanefnum en innihaldið
er of fráleitt til að maður geti
hrifist með, sérstaklega þegar
haft er í huga að aðstandendur
myndarinnar ætlast til að áhorf-
endur líti á þetta sem raunveru-
leika. Varla fellur nokkur í þá
gildru, nema kannski þeir sem
raða fréttum á forsíðu Moggans.
SS
Kynórar
og morð
Videoland: A Certain Desire
Útgefandi: JB heildverslun
Lcikstjóri: Claude Faraldo
AAalhlutverk: Sam Waterstone, Marina
Berenson, Lauren Hutton, Bernard
Pierre Donnadieu
Sýningartími 113 mín., framleidd 1987
Aldurstakmark: 16 ár
Myndina A Certain Desire greip
ég í þeim tilgangi að horfa á
spennumynd eða stórbrotið
drama. Söguþráðurinn hljómaði
ekki illa: Gerry Morrison hefur
nýlega leyst mál fyrir Interpol í
Médoc héraðinu þegar franska
lögreglan biður hann að aðstoða
við rannsókn á dauða hinnar
ungu Marguerite Barnac. Lfk
ungu stúlkunnar fannst í stöðu-
vatni á landi Barnac fjölskyld-
unnar og fjölskyldumeðiimirnir
halda því fram að þarna hafi orð-
ið hörmulegt slys. Franska lög-
reglan vill að Gerry komist að
sömu niðurstöðu en hann er ekki
venjulegur lögreglumaður.
Eitthvað á þessa leið er mynd-
inni lýst og víst er að Gerry er
ekki venjulegur lögreglumaður.
Hann virkar uppburðarlítill og
virðist tregur til að spyrja menn
hreint út. Þess í stað blandar
hann sér í sögu fjölskyldunnar
sem einkennist af kynórum
ungrar stúlku. Saga hennar er
rifjuð upp, svo og saga flestra
kvenna sem við sögu koma,
þ.á m. saga hinnar látnu.
Bandaríski lögreglumaðurinn
Gerry (Sam Waterstone) flækist
æ meir í tilfinningarugl frönsku
vínræktarfjölskyldunnar. Mynd-
in er hæg, laus við spennu, en hið
franska yfirbragð bjargar því sem
bjargað verður. Nokkrar senur
eru ekki lausar við kímni en í
heild er myndin langdregin og
skilur lítið eftir sig.
Markmið leikstjórans Claude
Faraldo er ekki nægilega skýrt að
mínu mati, jafnvel lágkúrulegt ef
eitthvað er. Sam Waterstone
(Killing Fields) er óhemju litlaus
í hlutverki sínu og veldur mér
vonbrigðum, sem og myndin í
heild. Nokkrar skemmtilegar,
franskar persónur standa þó fyrir
sínu. SS