Dagur - 14.01.1989, Side 6
6 - DAGUR - 14. janúar 1989
Akureyringar —
Nordlendingar!
Verðum á vélsleðasýningunni í íþróttahöllinni,
helgina 14. og 15. janúar, með nýja gerð af
66*N
SEXTtUœSEXNORÐUR
vélsleðagöllum
WEYFJÖRÐ
Hjalteyrargötu 4 • Simi 22275
Framsóknarfélag Dalvíkur
fundur með þingmönnum kjördæmisins Guðmundi
Bjarnasyni og Valgerði Sverrisdóttur verður haldinn í
Jónínubúð sunnudaginn 15. janúar n.k. kl. 16.00.
Allir velkomnir. Stjórnin.
Framsóknarfélag Ólafsfjarðar
Fundur með þingmönnum kjördæmisins Guðmundi
Bjarnarsyni og Valgerði Sverrisdóttur verður haldinn í
Tjarnarborg sunnudaginn 15. janúar n.k. kl. 21.00.
Allir velkomnir. Stjórnin.
íþróttir
Bikarkeppni KKÍ:
Auðveldur sigur Tindastóls
Stúdentar voru Tindastói auð-
veld bráð sl. fimmtudagskvöld
í fyrri leik liðanna í Bikarkeppni
KKÍ, sem fram fór í íþrótta-
húsi Sauðárkróks. Raunar má
segja að Stúdentar hafí verið
Val Ingimundarsyni auðveld
bráð því Valur fór hreinlega á
kostum í þessum leik, gerði 50
stig af 102 stigum Tindastóls.
Úrslitin urðu sem sagt 102:63,
Tindastól í vil. Það var aldrei
spurning allan leikinn hvort
Iiðið myndi vinna.
Leikurinn fór rólega af stað og
náðu heimamenn strax forystu.
ÍS tókst að halda tveggja stiga
mun í þrjár mínútur en upp frá
því juku leikmenn Tindastóls
muninn jafnt og þétt og átti Val-
ur drjúgan þátt þar í. Þegar fimm
mínútur voru liðnar af leiknunt
var staðan 17:13 fyrir Tindastól
og fimm mínútum síðar var stað-
an 28:13, Stúdentar gerðu ekki
körfu í heilar fimm mínútur.
Staðan í hálfleik var 46:35,
Tindastól í vil.
Tindastóll hclt áfram að auka
forskotið í seinni hálfleik og þeg-
ar hálfleikurinn var hálfnaður
höfðu heimamenn náð 40 stiga
forskoti, 80:40. Mestur varð
munurinn 46 stig þegar 7 mínútur
voru til leiksloka, 89:43. Þá slök-
uðu leikmenn Tindastóis aðeins
á, auk þess sem sumir voru
komnir í villuvandræði. En
Stúdentar fengu ekkert að koma
of nálægt, heimamenn héldu 40
stiga forskotinu út leikinn, eða
hér um bil, 39 stiga munur í leiks-
lok, 102:63.
I heild var þessi leikur bragð-
daufur og þurfa sterkari lið en ÍS
að heimsækja „krókódílasíkið“
til að áhorfendur fái eitthvað fyr-
ir sinn snúð. Það var einna helst
Valur Ingimundar sem gladdi
augað, drengur sá er greiniiega í
góðri æfingu eftir leikina með
landsliðinu yfir hátíðirnar. Pá átti
Eyjólfur góða spretti, svo og
Haraldur og Sverrir.
Stig Tindastóls: Valur Ingimundarson
50, Eyjólfur Sverrisson 22, Björn Sig-
tryggsson 7, Sverrir Sverrisson 7, Agúst
Kárason 6, Haraldur Leifsson 4 og þeir
Kári Marísson, Kristinn Baldvinsson og
Pétur Vopni Sigurðsson 2 hver.
Stig ÍS: Guðmundur Jóhannsson 33,
Jón Júlíusson 10, Valdimar Guðlaugsson
6, Auðunn Elísson og Bjarni Hjartar 4,
og Gísli Pálsson, Kristján Oddsson og
Heimir Jónasson 2 hver.
Dómarar voru Indriði Jósafatsson og
Pálmi Sighvatsson og dæmdu þeir stór-
áfallalaust. -bjb
Valur Inginiundarson gerði 50 stig af 102 stigum Tindastóls.
Ungfrú heimur kynnir ísland
400 g
Samstarfssamningur um formlega þátttöku Lindu Pétursdóttur
í íslenskri landkynningarstarfsemi undirritaður
Búið er að undirrita samstarfs-
samning milli eigenda Miss
World kcppninnar annars veg-
ar og Ferðamálaráðs íslands,
Flugleiða hf. og Útflutnings-
ráðs íslands hins vegar, um að
Ungfrú heimur, Linda Péturs-
dóttir, muni á árinu 1989 starfa
umtalsvert við kynningu á ís-
landi og íslenskum framleiðslu-
vörum víða um heim.
Sem kunnugt er fylgja mikil
ferðalög útnefningu Lindu sem
sigurvegara Miss World keppn-
innar. Eitt af aðalverkefnum
hennar verður kynning á íslensk-
um afurðum og íslandi sem
ferðamannalandi, í þeim tilgangi
að vekja athygli á landi, þjóð og
framleiðslu. Stefnt er að því að
hún komi fram í fjölmiðlum víða
um heim, jafnframt því sem hún
taki þátt í sérstökum kynningum
og sýningum íslenskra fyrirtækja.
NY 250 g ASKJA
Ný og létftari askja
fyrir litla ísskápa
Nú geturðu fengið Létt og laggott í nýjum 250 g
öskjum. Það hentar stórvel fyrir litlar fjölskyldur
- og það er alltaf ferskt og símjúkt úr ísskápnum.
Lagaðu línurnar, settu Létt og laggott á brauðið!
Verkefnin hefjast nú þegar um
miðjan janúar þegar Ungfrú
heintur mun koma fram á ferða-
kaupstefnu í Sviss á vegum Flug-
leiða. í byrjun febrúar er svo
ferðinni heitið til Japans, þar sem
Linda mun aðstoða japanskan
umboðsmann SH við kynningu á
nýjum framleiðsluvörum frá
dótturfyrirtækinu Icelandic
Freezing Plants í Bretlandi.
Ferðakaupstefna verður haldin í
Berlín í byrjun mars og að öllum
líkindum verður Ungfrú heimur
þar, og í beinu framhaldi á fata-
kaupstefnu í Dusseldorf þar sem
íslenskar ullarvörur verða kynnt-
ar ásamt fleiru. í mars er einnig á
dagskrá sýning á sjávarafurðum
og tækjum fyrir sjávarútveg í
Boston.
Kynningarstarfsemi er kostn-
aðarsöm og fjármunir íslenskra
fyrirtækja takmarkaðir. Því er
mikilvægt að fjármagn nýtist sem
best og góð samvinna sé milli
þeirra sem hlut eiga að máli.
Stefnt er að því að þetta sam-
vinnuverkefni verði upphafið að
frekari samvinnu þeirra aðila,
sem starfa að kynningu á íslandi á
erlendri grund. Er ekki að efa að
Linda Pétursdóttir mun reynast
verðugur fulltrúi lands og þjóðar
urn heim allan.
Gleymið ekki
að gefa smáfuglunum.