Dagur - 14.01.1989, Page 16

Dagur - 14.01.1989, Page 16
Kveikjuhlutir í úrvali þÓRSHAMAR HF. Við Tryggvabraut • Akureyri ■ Sími 22700 Vatnsskurðarvélin til reynslu hjá ÚA til vors: Stuðlar að verð- mætari framleiðslu - segir Gunnar Lórenzson, verkstjóri ans. Hann segir að vélin sem slík hafi ekki sparað mannskap í vinnslusal en hins vegar ynni hún vandasamt verk sem starfsmenn hefðu áður annast og umfram allt hefði innbyggt tölvukerfi í vélinni í för með sér nákvæmari vinnslu en hjá skeikulli mannshöndinni. „Tölvukerfið ákvarðar hvernig hvert og eitt flak er skorið. Það ákvarðar lengd sporðsins og þyngd einstaka hluta flaksins. Sporðlengdin má vera allt að 6,5 tommur en ekki fara undir 5,5 tommur," segir Gunnar. Hann segir þessa nákvæmni leiða til verðmætari framleiöslu, fiskurinn sé unninn í dýrari pakkningar en ella. Gunnar segir þennan vél- skorna fisk stoppa stutt við í geymslum ÚA, eftirspurnin sé slík að hann hverfi nánast jafnóð- um á markað. Nafnið vatnsskurðarvél vísar til þess að kraftur vatnsins hlutar flökin í sundur. Vatnið fer í gegn- um svokallaða demantsspíssa, að undangenginni sex- eða sjöfaldri síun. óþh Tvær konur vinna við að raða flökunum á færiband, sem síðan færir þau í klær vatnsskurðarvélarinnar (liandan þilsins). Eins konar myndsjá nemur stærð flakanna og tölvukerfi sendir boð um hvernig flakið skuli skorið. Þessi vinnsluferill virðist ekki mjög flókinn, cn því er ekki að ncita að hann er nijög svo framandi, að ininnsta kosti fyrir hinn almcnna leikmann af götunni. Mynd: tlv í ágúst á sl. sumri voru hafnar tilraunir með notkun svokall- aðrar vatnsskurðarvélar hjá hraðfrystihúsi Útgerðarfélags Akureyringa. Þetta er sann- kallað undraverkfæri, það eina sinnar tegundar í heiminum. Vélin er hönnuð og smíðuð í Bandaríkjunum og er í eigu Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna og Coldwater, sölufyrir- tækis SH í Bandaríkjunum. Áætlað er að uppsett kosti hún um 14 milljónir króna. Vatnsskurðarvélin verður keyrö í vinnslusal ÚA til vors og þá verður metið hvort hagræðing al' notkun hennar sé slfk að ástæða sé til að festa kaup á henni. „Vélin var nokkuð óþæg við okkur framan af en við teljum að byrjunarörðugleikar séu að baki og vélin afkastar nú urn þremur tonnum af þorski á dag," segir Gunnar Lórenzson, verkstjóri hraðfrystihússins, aðspurður um hvernig vélin hafi reynst fyrstu rúma fimm mánuði reynslutím- Akureyrarbær getur framselt Sjálfsbjörgu byggingarréttinn - Félagsmálaráðuneytið bendir á lausn á kaupleiguíbúðaumsókn félags fatlaðra „Akureyrarbær getur framselt lánsloforð vegna kaupleigu- íbúða til félagasamtaka en þá verður viðkomandi félag að skila inn formlegri umsókn og fá staðfest að það sé lánshæft,“ sagði Ingi Valur Jóhannsson, deildarstjóri hjá félagsmála- ráðuneytinu, þegar hann var spurður álits á umsókn Sjálfs- bjargar á Akureyri um kaup- leiguíbúðir. Ingi Valur hefur bent á leiö til lausnar á umsókn Sjálfsbjargar en félagið sótti um þrjár félags- legar kaupleiguíbúðir til bæjar- ráðs. Lausnin fælist í því að Akureyrarbær afsali sér eða framselji, að fengnu leyfi Hús- næðisstofnunar, byggingarrétti á almennum kaupleiguíbúðum til Sjálfsbjargar. „Félagið verður að óska stað- festingar hjá ráðuneytinu þess efnis að það falli undir lögin. Það verður að vera Ijóst hver er fram- kvæmdaaðili og hver fjármagnar bygginguna þegar sótt er um,“ sagði deildarstjórinn, en benti um leið á að Sjálfsbjörg gæti sótt um að fá að byggja kaupleigu- íbúðir fyrir skjólstæðinga sína, á sama hátt og Akureyrarbær, næst þegar yrði auglýst. Forsvarsmenn Sjálfsbjargar nefndu í umsókn sinni að hentugt væri að semja um að kaupleigu- íbúðir á vegum félagsins yrðu í húsum aldraðra sem nú eru að rísa við Víðilund. Sigurður Ringstcd, formaður framkvæmda- nefndarinnar, var spurður álits vegna þessa. Hann sagðist líta jákvætt á málaleitan Sjálfsbjarg- ar fengi félagið jákvæðan hljómgrunn nefndarinnar til Undir lok þessa mánaðar verö- ur tekin ákvöröun um hvort hafin verður lagning hitaveitu í Aðaldælahreppi á þessu ári. Sent var út dreifíbréf til íbúa í hreppnum í því skyni að kanna áhuga þeirra á þcssum fram- kvæmdum. Svör hafa enn sem komið er ekki borist frá öllum en Dagur Jóhannesson, oddviti Aðaldælahrepps, segist vænta ókominna svara á næstu dögum og í framhaldi af því verði tekin ákvörðun í málinu. Fyrir liggur áætlun um lagn- ingu hitaveitu á bæi í nágrenni Hveravalla, en þar er gert ráð fyrir að taka heita vatnið. Hita- veita Húsavíkur fær vatn frá Hveravöllum og er við það miðað að hugsanleg hitaveita Aðaldæla- þessa væri ekki annað til fyrir- stöðu en að breyta húsreglum við Víðilund. Ellefu íbúðir væru ennþá óseldar í síöara húsinu þannig að plássleysi hamlaði ekki framgöngu málsins, ef allir aðilar hrepps myndi kaupa umframvatn af henni. Dagur Jóhannesson segist gera fastlega ráð fyrir að í öllu falli verði lögð hilaveita til þeirra 16-18 notenda í Aðaldæla- hreppi sem eru næst Hveravöll- um. Stærri spurning sé með lagn- ingu hitaveitu á aðra bæi sveitar- innar. Samkvæmt fyrirliggjandi áætl- unum þarf hvert býli að greiða um 800 þúsund króna stofngjald fyrir hitaveituna. Af þessari tölu kæmu 200 þúsund til greiðslu á næstu tveimur árum og 400 þús- und er unnt að fá að láni til fram- kvæmdanna. Eftir standa 200 þúsund krónur sem hvert heimili þyrfti að leggja fram á fram- kvæmdatími. Ef miðað er við að hitaveitan | væru þessu sammála. „Ég hef rætt þetta mál við bæjarstjórnar- menn og þeir telja lítinn vanda að breyta reglunum til að fatlaðir geti búiö þarna," sagði Sigurður. EHB fari inn á 60-70 heimili í hreppn- um nemur heildarkostnaður á bilinu 60-70 milljónum króna. Frá þeirri tölu dregst lækkun ýmissa tilfallandi gjalda, s.s. söluskatts. „Við reiknum með að vatns- gjaldið verði um 2500 krónur á mánuði eða nálægt 30 þúsundum á ári. Pessi upphæð er að ég hygg nokkuð lág miöað við það sem gengur og gerist. Stofnkostnaður er hins vegar hár og það sem stendur í mönnum í þessu sam- bandi er að miðað við núgildandi orkuverð fá þeir varla upp á móti fjármagnskostnaði. Þessi hita- veita er ineð öðrum orðum ekki hagkvæm fyrir alla. Aftur á móti fylgja henni þægindi sem erfitt er að ineta til fjár,“ segir Dagur Jóhannesson. óþh Rætt um að leggja hitaveitu í Aðaldælahreppi: Stofngjald á hvert býli er 800 þúsund Húsavík: Uppsagnir hjá Fossi „Það þýðir ekki annað en bretta upp ermarnar og berjast áfram. Það stendur ekki til að stöðva fyrirtækið, en við vildum gera starfs- mönnum grein fyrir hvc staðan er erfið,“ sagði Krist- inn V. Magnússon fram- kvæmdastjóri Foss hf. á Húsavík. Fyrir áramótin fengu allir starfsmenn fyrir- tækisins, um 30 manns, uppsagnarbréf. Foss hf. er véla- og bifreiða- verkstæði, sem einnig rekur blikksmiðju og smurstöð. Aðspurður sagði Kristinn að lítið hefði verið að gera að undanförnu, greiðslur bærust seint og ekki sæist fram á nein stærri verkefni í nánustu framtíð. Kristinn sagði að erf- iðlcikarnir stöfuðu af miklum fjármagnskostnaði, eigið fé fyrirtækisins brynni upp í vaxtaokrinu. „Við sáunr þennan kost vænstan, til að tryggja hag fyrirtækisins og gera starfs- mönnum grein fyrir stöðunni. Ef illa fer er fyrirtækið ekki með allan hópinn á herðun- um. En verið er að vinna að, af fullum krafti, að komast út úr erfiðleikunum," sagði Kristinn um uppsagnirnar." IM Hvammstangi: Rækjubátamir komnir á sjó „Þetta er ekkcrt komið í gang hjá okkur eftir áramót- in. Við höfum verið að vinna hér við ýmsar lagfær- ingar en nú eru bátarnir konmir á sjó svo hjólin fara að snúast úr þessu,“ sagði Hreinn Halldórsson, fram- kvæmdastjóri rækjuvinnsl- unnar Meleyrar á Hvamms- tanga. Fjórir bátar sem hafa verið á innfjaröarrækjunni á Húna- flóa á þessari vertíð hafa lagt upp hjá Meleyri ásamt tveim- ur stærri skipum scm hafa ver- ið á úthafsrækju. Allakvótinn í innfjaröarrækjunni sem kom í hlut Meleyrar á þessari vertíð voru 324 tonn sem er allt of lít- ið að sögn Hreins. Fyrrihluta vertíðarinnar voru Miðfjöröur og Hrúta- ljörður lokaðir vegna smá- rækju en þau svæði voru opn- uö um miðjan des. Hreinn sagði að rækjan sem bærist á land á Hvammstanga væri sæmilega þótt alltaf væri svo- lítið af smárri rækju meö. Nú vinna um 50 rnanns hjá Meleyri að meðtöldum þeim sjómönnum sem starfa á bát- um fyrirtækisins. Atvinnu- ástand er ekki nægilcga gott á Hvammstanga um þessar mundir, frekar en víða annars staðar á Noröurlandi og voru um 60 manns þar á atvinnu- leysisskrá um síðustu áramót.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.