Dagur - 21.01.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur
Akureyri, Iaugardagur 21. janúar 1989
15. tölublað
fjArmAl ÞlN
SÉRGREIN OKKAR
FJARFESTlNGARFELAGlDi
Ráðhústorgi 3, Akureyri
I gær var unnið af fullum krafti við útskipun á fiski frá ÚA
M M
Erill við Akureyrarhöfn:
35 þúsund fiskikassar frá ÚA til Sovét
í gærmorgun hófst gríðarmikil
útskipun á freðfiski frá
Utgerðarfélagi Akureyringa. í
þessari atrennu fara hvorki
meira né minna en 35 þúsund
kassar af fiski um borð í frysti-
skip Eimskips, Hofsjökul.
Gróft áætlað vega þessir kass-
ar um 900 tonn. Hofsjökull
mun flytja þennan farm til
Sovétríkjanna, líklega
Murmansk.
Að sögn Einars Óskarssonar
hjá ÚA er bróðurpartur fisksins
karfi og grálúða. Þessi fiskur er
frá síðari hluta síðasta árs. Einar
segir að skýringin á því að svo
mikið magn fari nú sé að á síð-
asta ári hafi verið gert ráð fyrir
viðbótarsamningi, en ekkert hafi
orðið af honum. „Petta magn er
upp í nýjan samning Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna við
Sovétmenn." óþh
Notuð ferja til vöruflutninga til og frá Hrísey og Grímsey:
Samgönguráðherra vill fá
feijuna inn á lánsfjárlög
- „mikilvægt að fá ferjuna strax í vor,“ segir ráðherra
Góðar Iíkur eru taldar á að
fjármagn fáist á þessu ári til
kaupa á nýrri vöruflutninga-
ferju fyrir Eyjafjarðarsvæðið,
einkum Hrísey og Grímsey.
Að þessum málum hefur verið
unnið í ráðuneyti samgöngu-
mála á undanförnum vikum og
liggja nú fyrir útlínur í mögu-
leikum á kaupum á ferju. í
sigtinu eru notuð skip og sam-
kvæmt upplýsingum Dags er
hentug vöruflutningaferja föl
fyrir á bilinu 20-30 milljónir
króna. Steingrímur J. Sigfús-
son, samgönguráðherra, segist
vera því mjög hlynntur að slík
vöruflutningaferja verði keypt,
ekki síst þar sem fyrstu athug-
anir hafi leitt ■ Ijós að rekstrar-
grundvöllur sé fyrir hana.
Hann hyggst beita sér fyrir því
að kaup á nýrri ferju fari inn á
lánsfjárlög, sem koma til
afgreiðslu þegar þing kemur
saman á nýjan leik.
Hugmyndin er að ný ferja
verði rekin við hlið Hríseyjarferj-
unnar Sævars. Hún annaði eftir
sem áður fólksflutningum en
vöruflutningar til Hríseyjar færð-
ust yfir á nýja ferju. Éað skip
myndi og annast alla flutninga,
bæði vöru- og fólksflutninga, til
og frá Grímsey. Rekstur ferjunn-
ar væri á höndum sveitarfélag-
anna og myndi að öllum líkind-
um tengjast rekstri Hríseyjarferj-
unnar. f>á færðist framlag til
Skipaútgerðar ríkisins, sem
henni hefur verið reiknað til
flutninga til og frá Grímsey, yfir
á nýja ferju.
í samtali við Dag sagði sam-
gönguráðherra að hann teldi
mjög mikilvægt að bæta vöru-
flutninga við Grímsey. Hann
sagði það óviðunandi að Gríms-
eyingar þyrftu að búa við það
óöryggi að fá ekki aðföng eða
koma burtu sinni framleiðslu,
nema þegar stór vöruflutninga-
skip Skipaútgerðarinnar gætu
lagst þar að bryggju. „Ástæðan
fyrir því að ég tel mjög mikilvægt
að fá ferjuna strax í vor er m.a.
sú að fyrir dyrum standa miklar
framkvæmdir í Grímsey næstu
tvö sumur. Þá verður einnig ráð-
ist í miklar framkvæmdir í Hrísey
sem kalla á þungaflutninga,“ seg-
ir Steingrímur J. Sigfússon. óþh
Fjórir ráðherrar á fundaralli:
„Nonni og Manni“
með fund
Pólitískir áhugamenn á
Norðurlandi hafa í nógu að
snúast þessa dagana. Ráðherr-
ar þeysa um héruð og boða
fagnaðarerindið, í efnahags-
legu, pólitísku og atvinnulegu
tilliti.
Steingrímur J. Sigfússson,
landbúnaðar- og samgönguráð-
herra, hóf fundaryfirreið sl.
fimmtudag á Raufarhöfn og í gær-
kvöld var hann með fund í Lunda-
skóla í Öxarfirði. í dag kl. 13.30
boðar hann til almenns fundar um
landbúnaðar-, samgöngu og
byggðamál í ídölum í Aðaldal og
ámorgun
síðasti fundur ráðherrans í þessari
lotu verður kl. 14 á morgun, sunnu-
dag, í Bergþórshvoli á Dalvík.
Formenn A-flokkanna, Jón
Baldvin Hannibalsson og Ólafur
Ragnar Grímsson, sem gárung-
arnir hafa uppnefnt Nonna og
Manna, verða með fund í „serí-
unni“ á rauðu ljósi í Alþýðuhús-
inu á Akureyri á morgun. Flautað
verður til leiks kl. 14.
Þá mun Steingrímur Her-
mannsson, forsætisráðherra,
halda almennan fund á Hótel
KEA nk. þriðjudag, 24. janúar,
kl. 21. Fundarefni er atvinnu- og
efnahagsmál. óþh
Mývatnssveit:
Skj áJftavirkiH
og landris
„Land er eitthvað að rísa og
það er búin að vera skjálfta-
virkni síðan í nóvember, en
mismunandi mikil,“ sagði
Ármann Pétursson í Reyni-
hlíð er Dagur spurðist fyrir
um skjálftavirkni í Mývatns-
sveit.
Að undanförnu hefur fund-
ist einn og einn skjálfti í sveit-
inni en enginn þeirra mælst
meira en þrjú stig á Richter.
Einna stærstur var skjálfti sem
fannst á miðvikudagskvöldið,
en hanp mældist tæplega þrjú
stig.
Ármann sagði að útilokað
væri að segja fyrir um fram-
hald skjálftavirkninnar, hún
gæti haldið áfram eða hætt og
hvað sem væri gæti skeð.
Mývetningar kippa sér ekkert
upp við þennan titring og voru
staðráðnir í heilsa þorra með
fjölmennu þorrablóti f gær-
kvöldi. IM
Bæjarstjórn
Akureyrar:
Fundl
frestað
um viku
Bæjarráð ákvað í gær að
fresta fundi Bæjarstjórnar
Akureyrar um eina viku, en
halda átti bæjarstjórnarfund
samkvæmt dagskrá 24. jan-
úar. Næsti fundur verður
því þriðjudaginn 31. janúar.
Sigurður J. Sigurðsson,
bæjarráðsmaður, sagði að
þetta væri gert til að unnt væri
að vinna betur að ýmsum mál-
um sem upp hafa komið í um-
ræðum um fjárhagsáætlunina.
Ákveðnum þáttum fjárhags-
áætlunar hefði verið vísað aft-
ur til nefnda til endurskoðunar
þar sem sýnt hefði verið að
breytingar hefði þurft á ein-
staka liðum. Mikilvægt væri að
til fjárhagsáætlunarinnar væri
vandað þegar hún kæmi til
umræðu og endanlegrar
afgreiðslu í bæjarstjórn. EHB
Helgarveðrið:
Skíðasnjór?
Veðurspáin fyrir daginn í
dag kætir eflaust skíðafólk á
Norðurlandi. Gert er ráð
fyrir hvassri norðanátt og
snjókomu, eða „norðlenskri
hríð,“ eins og veðurfræðing-
ur komst að orði.
Hins vegar mun þessi snjó-
koma ekki standa lengi yfir
því að á sunnudag spáir
Veðurstofa íslands hægri
norðaustanátt og einhverjum
éljagangi á Norðurlandi. Vægt
frost verður áfram. SS