Dagur - 21.01.1989, Qupperneq 2
2 - DAGUR - 21. janúar 1989
Ertu nú endanlega gaiinn?
Hallfreður
Örgumleiðason:
Góðan daginn mínir ágætu les-
endur. Stundin óumflýjanlega
nálgast nú skjótt. Glóð jarð-
vistarinnar er farin að kulna.
Dúnmjúkt myrkrið mjakast
nær. Aþreifanlegt. Helkaldur
gustur brostinna vona næðir
um sál mína. Örvænting.
Klukknahljómur þagnarinnar
er dimmur, þungur. En æðrist
eigi, lesendur góðir, í fjarska
merlar ljósið á perlu hamingj-
unnar. Roðagyllt hlýja, sterkir
straumar réttlætis og mann-
gæsku. Unaðsleg veröld vin-
semdar og jöfnuðar. Landið
fagra. Land Hallfreðs Örgum-
leiðasonar.
Já, þið skiljið mig rétt, mínir
elskanlegu. Hallfreður
Örgumleiðason er á förum, en
vonandi ekki að eilífu. Þetta er
í næstsíðasta skipti sem ég
ávarpa ykkur á síðum Dags og
flyt ykkur fregnir af einkamál-
um mínum svo og þjóðmálum
í víðari skilningi. Þessir pistlar
mínir hafa nú hrellt ykkur,
svekkt, hvekkt og vonandi
skemmt í tvö ár. Nú dreg ég
mig í hlé og fer að sinna öðrum
verkefnum, vanræktum. Nei,
ég er ekki að tala um eigin-
konu mína.
- Ertu nú endanlega galinn?
hrein konan mín eins og ham-
borgarhryggur á forstigi þegar
ég sagði henni frá þessari
ákvörðun minni. Og ég sem
hélt að hún yrði glöð og fegin
að þurfa ekki að lesa níð um
sjálfa sig á síðum útbreidds
dagblaðs. Öðru nær. Hún virt-
ist beinlínis harma það að fá
ekki að vera lengur í sviðsljós-
inu.
- Og hvað ætlar þú svo sem
að taka þér fyrir hendur?
snökti hún grátbólgin.
- Ég ætla að skrifa ritgerð,
sagði ég alvörugefinn.
Konan leit á mig með vork-
unn í hverjum andlitsdrætti og |
þreif símaskrána. Meðan hún
leitaði að símanúmerinu hjá
sálfræðingi í bænum spurði
hún mig hvað ég hefði í hyggju
að skrifa um.
- Ritgerðin á að fjalla um
þverbresti í persónuleika norð-
lenskra kvenna, svaraði ég.
- Þetta er efni sem ég gjör-
þekki og mér finnst skylt að
miðla öðrum af þessum
ómetanlega heimildabrunni,
sem þú hefur hjálpað mér svo
dyggilega að fylla. Þennan
brunn verð ég að tæma, Norð-
lendingum og landsmönnum
öllum til fróðleiks og eftir-
breytni.
Símaskráin tók að skjálfa á
umfangsmiklum lærum kon-
unnar og loks féll hún á gólfið,
þ.e. símaskráin. Konan stóð
hins vegar skjálfandi upp,
skondraði inn í eldhús og brátt
mátti heyra glamur í pottum
og leirtaui. Hún var greinilega
í uppnámi fyrst hún var farin
að sinna eldhúsverkunum
óbeðin. í þannig ástandi virtist
nútímakonan loks muna eftir
eðli sínu og skyldum í þjóðfé-
laginu.
- Einu sinni átti ég hest,
hann var reyndar hryssa. Það
var sem mér þótti verst, þegar
hann fór að pissa, sönglaði
dóttir mín og skríkti af kátínu.
Henni þótti óskaplega gaman
að ríma og notaði gjarnan
þessa ágætu vísu í því skyni.
Henni virtist nokk sama um þá
ákvörðun mína að láta af pistla-
skrifum og ráðast í alvarlegri
verkefni. Ég klappaði henni á
kollinn og kvað: - Einu sinni
átti ég hest, hann var alltaf að
drolla. Það var sem mér þótti
verst, þegar hann var bara
rolla. Að þessu orðum sögðum
gekk ég út.
Leið mín lá niður á ritstjórn
Dags þar sem ég hitti fyrir
sjálfan ritstjórann og umsjón-
armann helgarblaðsins. Þeir
tóku mér vel að vanda og náðu
í kaffi og öskubakka handa
mér, en þegar ég tilkynnti
þeim að Hallfreður Örgum-
leiðason hefði senn runnið sitt
skeið á enda þá þyrmdi yfir
þeim. Samúðarsvipurinn á
þeim félögunum sagði mér að
þeir hefðu misskilið mig hrap-
allega og leiðrétti ég málið hið
snarasta. Þá kvöddu þeir mig
glaðlega og óskuðu mér braut-
argengis með ritgerðina.
En það er einn pistill eftir,
lesendur góðir, og hver veit
nema ég fletti rækilega ofan af
Hallfreði Örgumleiðasyni,
þessum ógnvaldi harðgiftra
kvenna og kristinna bænda.
Þangað til segi ég bless og óska
landsmönnum öllum velfarn-
aðar á nýju ári, betra ári því
Reagan lætur senn af völdum.
Skrifborð Hallfreðs Örgumleiðasonar. Hann er farinn að stunda fræðistörf og mun brátt kveðja lesendur Dags.
heilsupósturinn
Wi
Umsjón: Sigurður Gestsson og Einar Guðmann
ímynd nútímans
Með það í huga hverjar hætturn-
ar af offitu eru er það ánægjulegt
hve margir eru meðvitaðir um
sína eigin líkamsþyngd og reyna
að hafa stjórn á henni.
Hins vegar er ekki sama á
hvaða aldri reynt er að hafa veru-
leg áhrif á líkamsþyngdina.
Könnun sem gerð var í San
Francisco leiddi í ljós að sífellt
fleiri og fleiri kornungar stúlkur
reyna að hafa áhrif á líkams-
þyngd sína. Það kom í ljós að
50% af 9 ára stúlkum og 80% af
10-11 ára stúlkum sögðust breyta
mataræðinu til þess að léttast.
Sumar ungar stúlkur fara í megr-
un til þess að geta litið út eins og
stjörnurnar þeirra, Madonna,
Cybill Sheppard, Whitney
Houston og fleiri sem þau sjá í
sjónvarpinu eða í tímaritum.
Það furðulega við þetta allt
saman var samt sem áður að 58%
þeirra 9 ára stúlkna í könnuninni
álitu sig of feitar en einungis
17% þeirra gætu talist svo miðað
við hæð og þyngd.
Vandamálið er að stúlkur á
þessum aldri eru að ganga í gegn-
um mikinn þroska líkamlega sem
andlega, og megrun getur tekið
frá þeim næringu sem þeim er
mjög nauðsynleg til uppbygging-
ar. Börn á þessum aldri þarfnast
góðrar fæðu og hóflegra æfinga,
ekki sultar mataræðis. Strangt
mataræði á þessum aldri getur
hamlað þroska sem ekki verður
bætt fyrir.
Laurel Mellin einn aðal fram-
kvæmdamaður rannsóknarinnar í
San Francisco segir: „Börn alast
upp í þjóðfélagi sem er mjög
meðvitað um líkamsþyngd og
þolir ekki nein frávik frá hinu fal-
lega útliti.“ Auk þessa herma
börnin eftir foreldrum sínum sem
oft eru með miklar áhyggjur af
sinni líkamsþyngd og sífellt í
megrun.
Það sem foreldrar gætu gert er
að gera sér betur grein fyrir
hræðslu barnanna gagnvart lík-
amsþyngd sinni og reyna að eyða
óttanum og styrkja þau. Því er
mikilvægt að gera sér grein fyrir
því að þarfir barna eru ekki þær
sömu og fullorðinna og að það er
veruleg ábyrgð sem hvílir á for-
eldrum varðandi það hvað þau
venja börnin á að borða.
Burstið á eftir,
ekki á meðan borðað er
Það virðast ekki vera nein tak-
mörk fyrir því hvað menn reyna
að borða, hvort sem það eru
strætisvagnar, reiðhjól eða
annað. Það er þó gert viljandi að
minnsta kosti. Læknar við Duke
háskólann hafa ekki með vilja
gert að gleypa burstann en samt
tókst það. Til þess að fjarlægja
burstana þurftu læknarnir að
setja slöngu niður hálsinn og nið-
ur í maga. En hvernig er hægt að
gleypa heilan tannbursta? Það er
ekki gott að segja, en það fylgir
sögunni að í tveimur af þessum
fjórum tilfellum var það áfengi
sem mun hafa hjálpað við að
koma burstanum niður.