Dagur - 21.01.1989, Qupperneq 4
ð - fluoAQ - eeer isúnBi .rs
4 - DAGUR - 21. janúar 1989
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 70 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR.
RITSTJÓRI:
BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960),
EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON
(Reykjavik vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
UÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON,
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Skattar og
skattpíning
Því er oft haldið fram að íslendingar séu skatt-
pínd þjóð; að hið opinbera seilist sífellt dýpra
ofan í vasa almennings eftir peningum til rekst-
urs hins mikla bákns, þ.e. ríkis og sveitarfélaga.
Þetta er að sumu leyti rétt en að sumu leyti
rangt. Vissulega er það rétt að skattlagning hef-
ur aukist jafnt og þétt með árunum. Hins vegar
er beinlínis rangt að halda því fram að íslenska
þjóðin sé skattpínd. Að minnsta kosti er skatt-
lagning hins opinbera hér á landi mun minni en
í helstu nágrannalöndum okkar, þeim löndum
sem við gjarnan lítum til eftir samanburði.
Heildarskatttekjur hins opinbera hér á landi
árið 1987 voru sem nemur 29,1% af landsfram-
leiðslu, en í þeirri tölu eru allir skattar ríkis og
sveitarfélaga, beinir og óbeinir. í Hollandi var
þetta hlutfall 46,1% sama ár, í Belgíu 46,9%, í
Noregi 49,9%, í Danmörku 50,3%. Svíar tróna
síðan á toppnum, en þar í landi tók hið opinbera
hvorki meira né minna en 52,2% af landsfram-
leiðslunni í skatta. Þótt nýir skattar hafi verið
lagðir á íslensku þjóðina frá því þessar tölur
giltu, er ljóst að við eigum enn langt í land með
að verða jafningjar nágrannaþjóðanna hvað
þetta varðar. Vonandi kemur sá tími aldrei.
Auðvitað er öllum ljóst að skattar eru fyrst og
fremst tekjuöflun fyrir ríki og sveitarfélög. Eftir
því sem samneyslan eykst og velferðarkerfið
þenst út þarf hið opinbera meira í sinn hlut.
Þess vegna þarf annað hvort að skera rekstur
hins opinbera niður ellegar auka tekjurnar. Það
verður ekki bæði sleppt og haldið samtímis.
Hins vegar geta allir verið sammála um það að
brotalamir íslenska skattkerfisins eru margar.
Sköttum er nefnilega ekki síður ætlað að vera
jöfnunartæki en tæki til tekjuöflunar. Þeim, sem
meira bera úr býtum, er ætlað að greiða meira til
samneyslunnar en hinum, sem minna mega sín
og þeim peningum skal síðan deilt út eftir
kúnstarinnar reglum. Því miður hefur orðið mik-
ill misbrestur á þessu.
Flestum er ljóst að gera þarf veigamiklar
breytingar á tekjuöflun hins opinbera. Það er
brýnt verkefni fyrir þá ríkisstjórn sem nú situr.
Hún þarf ekki að auka skattheimtu til mikilla
muna til að ná endum saman, heldur gera breyt-
ingar sem miða að því að dreifa skattbyrðinni
meira en nú er gert. Lágtekjufólk og fyrirtæki
sem eiga í erfiðleikum greiða allt of háa skatta
til hins opinbera. Hátekjumenn og ýmiss arðbær
fyrirtækjarekstur greiða allt of lítið til samneysl-
unnar. í þessu er meinsemd skattkerfisins
fólgin. Þá meinsemd þarf að uppræta. BB.
úr hugskotinu
Fluttur Ejjafjörður
Það er þetta eilífa vandamál
með hann Múhameð og fjallið.
Hin algilda regla, sem meðal
annars einkennir íslenska
byggðastefnu er sú, að hann
Múhameð litli skal ávallt til
fjallsins. Fyrir kemur þó að eins-
konar hlutverkaskipti verði,
þannig að litla, sæta krúttið
Múhameð gangi inn í hlutverk
sjálfs fjallsins og öfugt. Menn
ætlast þó yfirhöfuð ekki til þess
að hið fyrrum fjall hreyfi sig
mikið úr stað, og því verður
lausnin vitanlega sú að hið
nýorðna fjall má gjöra svo vel
og taka á rás, fara jafnvel á
flakk landshlutanna á milli.
Þýðverskir Nonnaóðir?
Eitthvað var það í þessa áttina
sem við hér á klakanum svokall-
aða ásamt íbúum stórra lands-
svæða í Mið-Evrópu, fengum
augum litið á sjónvarpsskjám
okkar yfir blessaðar hátíðarnar
sem nú heyra sögunni til, og
eigum væntanlega einhverntím-
ann aftur eftir að berja augum á
öðrum hátíðum þegar aura
vantar í kassa okkar ríkisreknu
fjölmiðla. Þá var frumsýndur
myndaflokkur einn þýðverskrar
ættar sem maður las einhvers
staðar að væri skrifaður af aust-
urrískum nafna tónskáldsins
kunna Thelemans, og byggður á
bókum þess Akureyrings sem
þekktastur hefur orðið, föður
Jóns Sveinssonar. Þar sem
sennilega hefur verið ókleift að
filma þessa nítjándualdar frá-
sögn á hennar raunverulega
sögusviði, fyrst og fremst vegna
þeirra umhverfisbreytinga sem
orðið hafa, var auðvitað ekki
annað ráð fyrir hendi en það að
láta fjallið eða í þessu tilviki
Eyjafjörðinn, taka á rás vítt og
breytt um landið og koma
gömlu, góðu Akureyrinni sem
Nonni lýsir svo fallega í verkum
sínum, fyrir suður í Flatey,
þeirri er státar af Skáldu, öðru
nafni Flateyjarbók, þó svo eigi
fái hún nú að geyma frumrit
dýrgripsins sakir reykvískrar
menningarheimsvaldastefnu.
Það skal strax tekið fram, að
sennilega hefur ekki áður verið
framleitt vandaðra sjónvarps-
efni á íslandi en þessi þýðverski
Reynir
Antonsson
skrifar
unglingakrimmi, og hinir ungu
leikarar í myndinni stóðu sig
með mikilli prýði, féllu meðal
annars ekki í þá gryfju að fara
að tala reykvísku, en vitanlega
átti þessi mynd lítið skylt við þá
Nonna og Manna, nema nöfn
þeirra bræðra, og nokkurra
annarra persóna og staða, enda
verður að segjast, að ýmislegt í
þessum sögum hefði nú verið
harla ókræsilegt sjónvarpsefni
fyrir vel uppalda mið-evrópska
aría, svo ^em sú staðreynd að
Sveinn amtmannsskrifari faðir
þeirra, maður orðlagður fyrir
skyldurækni dó úr sullaveiki eft-
ir hetjulega baráttu við að fram-
færa fjölskyldu sína til hinstu
stundar. Nei, þá var það nú
miklu rómantískara að láta
hann stinga af frá allri vesöld-
inni til Ameríku þar sem smjör-
ið draup.
Það er því af þessari ástæðu
sem er afar alvarlegs eðlis, og
öðrum sem sumar verða að telj-
ast meira og minna af fyndnara
taginu, a.m.k. fyrir þá sem stað-
kunnugir eru í Eyjafirði, best
að ganga alveg fram hjá því að
þessi framleiðsla hafi nokkuð
átt með Nonna og Manna að
gera, taka þættina eins og þeir
koma fyrir, sem afþreyingar-
efni, vel til þess fallið að sam-
eina fjölskyldurnar fyrir framan
skjáinn, þó svo varla sé nú til
nein hallærislegri leið til að
sameina þær, en við sjónvarps-
gláp, er útheimtir fyrst og
fremst einbeitingu sem leyfir
engan kjaftagang, sem þó er
undirstaða allra mannlegra
samskipta.
En burtséð frá Magnúsi
vonda og Haraldi góða, Barna-
fossunum í Hörgárdal eða
Kröflueldunum í Eyjafirðinum,
þá virðist svo sem eitthvert
„Nonnaæði" hafi gripið um sig í
Þýskalandi. Að vísu skulum við
hafa þann fyrirvara á því, að
það er fréttaritari RÚV í
Þýskalandi sem dyggilegast hef-
ur af þessu æði flutt fregnir en
Ríkisútvarpið var einmitt einn
þeirra aðila sem að framleiðslu
þáttanna stóð. Það segir ekki
mjög mikið þó að Flugleiðir
hafi fengið tuttugu og sex þús-
und svör við getraun í tengslum
við þættina. Það eru nefnilega
einhverjar milljónir krakka á
þeim aldri sem hún höfðaði til á
svæðinu, þannig að ekki er nú
prósentan ýkja há. Jæja, Guði
sé lof fyrir Breiðfirðinga, þá eru
þrátt fyrir allt ekki miklar líkur
til þess að allt fyllist hjá þeim af
öskrandi þýðverskum krökkum
í leit að Nonnahúsinu, því þótt
undarlegt sé þá hafa víst ein-
hverjir farið að lesa hinar einu
og sönnu Nonnabækur í kjölfar
þáttanna.
Tunsmi
Það fór auðvitað ekki hjá því að
Flugleiðir, þetta óskabarn
þeirra Ólafs Ragnars og Stein-
gríms frá Gunnarsstöðum,
reyndu að gera sér mat úr þess-
um þáttum, þetta fyrirtæki sem
fær ekki bara hverja gengisfell-
ingu bætta upp í topp meðan
almúginn má blæða, heldur er
einnig boðið að eignast gjald-
þrota flugfélög á silfurfati.
Þættirnir eru nefnilega alveg
fyrirtaks túristaáróður með fal-
legu landslagi, fossum, eldgosi,
og í kaupbæti fallegum hestum
sem þýskir kváðu mjög girnast á
landi hér, en þar sem þeir
Nonni og Manni voru nú Ey-
firðingar og Akureyringar í
þokkabót, þá finnst manni nú
ekki nema sanngjarnt að svæðið
fái að njóta einhvers af ágóðan-
um. Úr því að þeir aðilar sem
að framleiðsiu myndarinnar
stóðu voru ekki að láta svo lítið
að hafa fyrst af öllu samband
við svæðissjónvarp staðarins,
eins og venjan er í viðlíka tilvik-
um, heldur Ríkisútvarpið í
Reykjavík þar sem allt er grass-
erandi í spillingu morkinna og
útjaskaðra ættarvelda (maður
varð eiginlega undrandi að sjá
ekki nafn Hrafns Gunnlaugs-
sonar í lok Nonnaþáttanna), er
eðlilegt að bæjarbúar hafi sjálfir
frumkvæði að því að kynna
raunverulegt líf og starf þessa
heiðursborgara síns.
Og því miður verður nú að
segjast, að bæjaryfirvöld hafa
ekki alveg staðið sig þarna í
stykkinu, og ef til vill ekki verið
beitt nægjanlegum þrýstingi af
hálfu almennings. Þannig mætti
að skaðlausu skíra einhverja
mikilvæga götu eða torg í bæn-
um eftir Nonna og jafnvel reisa
honum þar minnismerki, gefa
mætti út hið fjölbreyttasta
mynd- og lesefni, og síðast en
ekki síst heimta heim til Akur-
eyrar allt það efni sem þýskir
aðilar afhentu varðandi Nonna,
og gáfu þjóðinni, til varðveislu í
fyrirhugaðri nýbyggingu Amts-
bókasafnsins. Þetta er akur-
eyrskur menningararfur sem
Reykvíkingar verða að skila,
líkt og Danir handritunum. Allt
þetta og fleira til gæti stuðlað að
miklu meiri og umfram allt var-
anlegri Nonnatúrisma en þessi
þýski fjölskyldu- eða unglinga-
krimmi sem af einhverjum
ástæðum kennist við Nonna og
Manna.
En burtséð frá Magnúsi vonda og Haraldi góða, Barnafossum í Hörgár-
dal eða Kröflueldunum í Eyjaflrðinum þá virðist sem eitthvert „Nonna-
æði“ hafi gripið um sig í Þýskalandi.