Dagur - 21.01.1989, Page 6

Dagur - 21.01.1989, Page 6
6 DAGUR - 21. janúar 1989 íþróttir Akureyringar - Eyfirðingar ÞORRINN ER BYRJAOUR Getum útvegað veislusdi fyrir þorrablótið og eða aðrar veislur. Bendum sérstaklega á elsta hús bæjarins, Laxdalshús, sem kjörinn stað fyrir hvers konar mannfagnað. Veislueldhús Bautans, sér um allt til veislunnar — lánum áhöld og útvegum starfsfólk. Allur þorramatur kemur úr Bautabúri og er í háum gæðaflokki. BAUTINN - BAUTABÚRIÐ .. ■ Stjórnarráð íslands Nýtt símanúmer Frá mánudeginum 23. janúar 1989 hefur Stjórnarráð íslands símanúmerið 91-60 90 00 - Bikarkeppni KKÍ: UMFT inni - Molduxar úti Tindastóll er kominn í 8 liða úrslit Bikarkeppni KKÍ eftir sigur á Stúdentum í íþróttahúsi Kennaraháskólans sl. fimmtu- dagskvöld, 77:67. Þetta var seinni leikur liðanna og saman- lagt vann Tindastóll með 179 stigum gegn 130. Dágóður sig- ur það og er þetta í fyrsta skiptið sem Tindastóll kemst í 8 liða úrslit í bikarnum í körfu- bolta. Jafnræði var með liðunum í byrjun en fljótlega náði Tinda- stóll yfirhöndinni og hafði nokk- ur stig á Stúdentana. Það var ekki fyrr en í lok fyrri hálfleiks sem leikmenn Tindastóls sprettu úr spori og náðu þá 13 stiga for- skoti, 38:25. Rétt fyrir hálfleik löguðu Stúdentar stöðuna í 38:27. Tindastóll hélt Stúdentunum í hæfilegri fjarlægð í seinni hálf- leik, frá 5-13 stiga munur var á liðunum, og var sigur Tindastóls aldrei í hættu. Eyjólfur var besti maður Tindastóls í þessum leik og gerði m.a. sjö 3ja stiga körfur. Einnig átti Valur ágætan leik, en segja má að þetta hafi verið átakalítill sigur fyrir Tindastól, leikmenn léku á varla nema hálfum hraða. Stig Tindastóls: Eyjólfur Sverrisson 31, Valur Ingimundar- son 21, Sverrir Sverrisson 7, Kári Marísson 7, Ágúst Kárason 4, Haraldur Leifsson 3, Björn Sig- tryggsson 2 og Kristinn Baldvins- son 2. Stig ÍS: Guðmundur Jóhanns- son 14, Kristján Oddsson 12, Valdimar Guðlaugsson 10, Jón Júlíusson 10, Þorsteinn Guð- mundsson 7, Bjarni Hjarðar 6, Auðunn Elísson 4 og Sólmundur Jónsson 4. Dómarar voru Jón Otti Ólafs- son og Kristinn Óskarsson og dæmdu ágætlega. -bjb Uxasteik í Seljaskóla Molduxar frá Sauðárkróki mættu ÍR-ingum í 16 liða úrslitum Bikarkeppni KKÍ í íþróttahúsi Seljaskóla á fimmtudagskvöldið. Ekki sóttu Sauðkrækingarnir gull í greiþar ÍR-inga að þessu sinni því lokatölur leiksins urðu 127:41, ÍR-ingum í hag. Líkt og í fyrri leiknum á Sauð- árkróki veittu Molduxarnir drjúga mótspyrnu fyrstu mínút- urnar. Þegar staðan var orðin 12:10 skildu leiðir og ÍR gerði 10 stig án svars. Molduxarnir, með þá Alfreð Guðmundsson og Guðmund Sveinsson fremsta í flokki, lifnuðu þó við er líða tók á hálfleikinn og áttu nokkur fal- leg körfuskot sem gáfu stig. Þrátt fyrir það áttu ÍR-ingar ekki í vandræðum með að finna glufur á vörninni, sérstaklega hafði Jón Örn Guðmundsson gott auga fyr- ir götum í vörninni og átti margar gullfallegar sendingar í gegnum vörn Molduxa, beint á félaga sína undir körfunni. Er liðin mættu til síðari hálf- leiks var staðan orðin 54:25. Heldur seig á ógæfuhliðina fyrir Molduxana í síðari hálfleik er ÍR- ingar virtust heldur lifna við og voru ekkert á því að gefa neitt eftir. Jafnt og þétt jókst forskotið og lokatölur urðu 127:41. Mold- uxar börðust allt fram á síðustu sekúndu og til marks um viljann heyrðist Gústi „Molduxi“ Guð- mundsson kalla til félaga sinna á vellinum fáeinum mínútum fyrir leikslok: „Hvernig er það strákar. Á ekki að jafna þetta?“ Yfirburðamenn í ÍR-liðinu voru Jón Örn og Sturla Örlygs, skoruðu samtals 70 stig. Stig Molduxa: Alfreð Guðm. 18, Jón Jósefs. 4, Guðmundur Sveinsson 16, Geir Eyjólfsson 3. Önnur úrslit í Bikarnum Tveir leikir til viðbótar voru í Bikarkeppni KKÍ í fyrrakvöld: KR-Valur 84:62, UMFG-Haukar 67:74. JÓH HVER ER STAÐA FYRIRTÆKIS ÞÍNS? Skilar reksturinn ágóða; gengur dæmið ekki upp, eða er staðan óljós vegna upplýsingaskorts? ÓVISSA? Við teljum að hjá of mörgum íslenskum fyrirtækjum ríki óvissa um rekstrarlega stöðu, afleiðingin verður óvissa um verðlagningu og tilboðsgerð, óvissa um áætlanagerð, óvissa um greiðslustöðu o.s.frv. o.s.frv. VIÐ HÖFUM AHUGA Á AÐ GERA UPPLYSINGAVINNSLU BETRI SKIL Með skipulagðri og jafnri bókhaldsvinnu og með nútíma tölvunotk- un er hægt að meta stöðu fyrirtækisins hversu oft sem óskað er. Okkar skoðun er sú að bókhaldsuppgjör sé ekki aðeins árlegt fram- tal til skattyfirvalda, heldur rekstrarlegt stjórnunartæki. NÚ ER RÉTTI TÍMINN FYRIR NÝ VIÐHORF! Við skipuleggjum og vinnum: Bókhald, laun, reikningsskil, áætlana- gerð og veitum rekstrarráðgjöf eftir þörfum viðskiptavina okkar. Hefurðu áhuga á að kanna málið? Hafðu þá samband við okkur sem fyrst. mmmsm m rekstrarráðgjöf ===== = REIKNINGSSKIL = RÁÐNINCAR FELL HF. • TRYGGVABRAUT 22 • PÓSTHÓLF 748 • 602 AKUREYRI • SÍMI 96-25455 Eyjólfur Sverrisson var besti maður leiksins gegn ÍS Blak: KA leikur í Höllinm - gegn Þrótti Leikur KA og Þróttar N. verð- ur í íþróttahöllinni á morgun kl. 13.30 en ekki í Glerárskóla, eins og sagt var frá \ Degi í gær. í mótaskrá BLÍ er leikurinn settur á í Glerárskóla en KA- menn hafa fengið inni í Höllinni öllum blakáhugamönnum til mikillar gleði. Strákaleikurinn er fyrst og svo stelpuleikurinn strax á eftir.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.