Dagur - 21.01.1989, Side 9

Dagur - 21.01.1989, Side 9
21. janúar 1989 - DAGUR - 9 n í flíkum Ingólfs eru fyrsta flokks, en hann segir gæði skinna í flíkum sumra verslana æði misjöfn Texti: Vilborg Gunnarsdóttir Myndir: Tómas Lárus Vilbergsson hann ástæðuna þá helsta, að þetta hafi einfaldlega ekki gengið. „Sjáðu til, sá andi var viðloðandi, að ef menn létu sauma á sig var ætlast til að það væri ódýrara en að versla sér föt í búð. Þetta er í raun öfugt við það sem eðlilegt er því „módelsmíði“ er dýrari en önnur. En það var sumt fólk sem kunni að meta þetta. Ég man t.d. eftir því, að ég saumaði eitt sinn jakkakjól á Öldu Bjarnadóttur bæjarstjóra- frú Magnúsar Guðjónssonar. Pau áttu að mæta við móttöku útlend- inga hjá bæjarstjórninni og hún kom með mjög flott safír-grænt efni sem ég skyldi sauma úr. Nú, hún var búin að fá kjólinn og ég var rétt að fara heim, þegar sím- inn hringir um sex leytið og í símanum var Alda. Ég hugsaði með mér, „guð minn almáttugur, nú er eitthvað að“. En nei, þarna hafði hún einfaldlega verið búin að „dressa sig upp“ og var að hringja til þess að tilkynna mér hvað hún væri ánægð. Pað er því miður ekki algengt að fólk geri svona, enda var maður í vímu eftir þetta.“ ginnkeypt fyrir innfluttri vöru. Fötin voru fínni, áferðarfallegri og líklega ódýrari. Það má segja að frá þessu hafi ég starfað við greinina a.m.k. á einhverju sviði. Um tíma fór ég til Reykjavíkur og vann á klæðskeraverkstæði en kom á ný norður og fór að vinna á fataverksmiðjunni Heklu. Konurnar voru að sligast Þá var hún staðsett í núverandi kaupfélagshúsi á 2., 3. og 4. hæð. Prjónastofan var á 2. hæð, vinnu- fatagerðin á þeirri 3. og sníðingin var á 4. hæð. Þetta var ósköp frumstætt, því við þurftum að bera alla efnisstrangana upp frá götunni. Starfsfólkið var notað til þess að bera; því var raðað í stig- ana og pakkarnir látnir ganga á milli. Ég man að konurnar voru að sligast undan því að rétta þetta á milli sín, enda pakkarnir þungir. Seinna komu lyftur á bakhlið hússins.“ Ingólfur var eftir þetta og þar til á síðasta ári hjá Sambandinu fyrir utan deildarstjórastöðu hjá Amaro í um 3 ár. „Þá var vefnað- arvöruverslunin, þar sem bús- áhöldin eru núna en flutti á tíma- bilinu þangað sem hún er núna. Þetta var ákveðin reynsla að vinna við verslunarstörf. Amaro var fyrsta stórverslunin á Akur- eyri og þó víðar væri leitað. Verslunin var rómuð mjög og fólk kom alls staðar að af landinu til þess að berja hana augum, það hafði aldrei séð annað eins. Fyrir bragðið var mjög gaman að vinna þarna.“ „Almáttugur, nú er eitthvað að“ í um eitt og hálft ár rak Ingólfur eigin saumastofu í húsinu sem veitingastaðurinn Bautinn er rek- inn nú. Aðspurður um hvers vegna hann hafi hætt því, sagði Eitt snið til Rússlands Árið 1965 fer hann að vinna á verksmiðjum Sambandsins sem nú voru fluttar á Eyrina. Fór hann að vinna í vinnufatadeild- inni, en á árunum 1967-1968 var skinnasaumastofa Sambandsins » eru fyrsta flokks og með góðri meðferð skinnflíka eiga þær að endast lengi. Mynd: tlv Ingólfur með sýnishorn af framleiðslunni, skinnjakka sem nú er eflaust far- inn að verma eiganda sinn í frostinu. Mynd: tlv flutt frá Borgarnesi til Akureyr- ar. Hekla tók að sér að vinna skinnin áfram. „Þá æxlaðist það þannig, að ég tók að mér að stýra þessu verki. Við unnum flíkur að mestu til útflutnings til Norður- landa, Þýskalands og Rússlands. Mest fluttum við til Svíðþjóðar en svíar gerðu miklar kröfur um snið. Þeir vildu aðallega síðar kápur. Rússar vildu bara eitt snið. Þetta voru hálfsíðir jakkar, hálfgerðar Best-úlpur með sprota- hneppingu, en þetta sama snið var saumað í hundraðatali fyrir þá. Síðan þróaðist þetta í herra- frakka og kápur seinni árin.“ Þegar Sambandið hætti að sauma mokkaflíkur, hætti Ingólf- ur með. Hann fór þess í stað að sauma úr skinni heima hjá sér og hefur nóg að gera. „Sumrin eru skiljanlega róleg en það er meira að gera á veturna. Mest hef ég saumað fyrir Reykvíkinga. Hing- að kom stúlka frá Reykjavík sl. haust og tók með sér nokkra jakka suður. Þegar heim kom, hóaði hún í nokkra vini og kunn- ingja og kom til baka með einar 15 pantanir um jakka. Þannig hefur þetta spurst út fyrir sunnan, en Norðlendingar hafa ekki mikið látið sauma fyrir sig.“ Skinnflíkur vinsæll fatnaður Til Ingólfs er hægt að koma og biðja um að láta sauma fyrir sig úr skinni. Jakkarnir eru vinsæl- astir, ýmist leður- eða mokka- jakkar. Þá saumar hann t.d. kjóla úr rúskinni og auðvitað leð- urpilsin vinsælu og það er óhætt að segja að verðið er hagstætt. Skinnin eru fyrsta flokks og með góðri meðferð skinnflíka eiga þær að endast lengi. Það er t.d. skilyrði að geyma mokkaflíkurn- ar í lokuðum skápum því annars eiga þær á hættu að upplitast. Skinnin eru keypt hjá Samband- inu auk þess sem pantað er fyrir hann frá Danmörku. Þegar við spurðum Ingólf um gæði skinna í flíkum sem seldar eru í verslunum, sagði hann þau æði misjöfn. „Sumt af þessu er algert rusl en það hef ég séð á flíkum sem ég hef fengið til við- gerðar.“ Þau Ingólfur og Guðbjörg eiga saman 5 uppkomin börn, auk eins sem Guðbjörg átti áður en þau kynntust. Barnabörnin eru orðin 13 og eitt langafabarn hefur litið dagsins ljós. Þau hafa búið sér fallegt heimili við Kringlu- mýri á Akureyri þangað sem af- komendurnir leggja gjarnan leið sína. Við skulum Ijúka þessu spjalli við Ingólf með vísu sem hann kastaði fram í tilefni dagsins: Enda þótt sé úti svalt, öllum þeim sem flakka. Engum verður af því kalt, í ekta loðskinns jakka.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.